Morgunblaðið - 13.08.1998, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
UR VERINU
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 17
Staða hörpudisks á markaði erlendis fer batnandi
Nokkrir bátar eru
nú að hefja vertíðina
EITTHVAÐ er ennþá eftir af afla-
heimildum í hörpudiski á þessu
fiskveiðiári og munu nokkrir bátar
fara á veiðar næstu daga. Kvótinn á
fiskveiðiárinu er um 10 þúsund
tonn og veiddist mest af því síðast-
liðið haust og eitthvað lítilsháttar
fram yfir áramót. Beðið hefur verið
með veiðar á því sem eftir er af
kvótanum þar til nú m.a. vegna
þess að nýtingin á hörpudiskinum
er ekki sem best yfir sumarið. Veið-
arnar hefjast síðan af fullum krafti
þegar nýtt kvótaár hefst 1. septem-
ber næstkomandi.
Langmest á Frakkland
Á síðasta ári veiddust rúmlega
10.400 tonn af hörpudiski en árið
1996 voru veidd tæp 8.900 tonn.
Aflinn í fyrra var sá mesti síðan
1993 og endurspeglar batnandi
stöðu á erlendum mörkuðum, en
mest af hörpudiskinum fer á mark-
að í Frakklandi og eru engar birgð-
ir nú til í landinu. Útflutningsverð-
mætið í fyrra var um einn milljarð-
ur króna samanborið við 560 millj-
ónh- króna árið áður.
í fyrra var aflinn að venju mest-
ur í Breiðafirði, eða um 8.900 tonn,
og var meðalaflinn þar á veiðistund
1.720 kíló og hefur hann aldrei ver-
ið meiri. I Húnaflóa var veiðin um
950 tonn í fyrra, en á árunum 1993-
1996 var veiðin þar um 400 tonn á
ári. Meðalaflinn á veiðistund var í
fyrra sá mesti þar síðan um 1980,
eða 537 kíló. Stafar það bæði af því
að sókn hefur verið lítil á svæðinu
undanfarin ár og ennfremur að
veiðitæknin hefur aukist. I fyrra
hófust veiðar á nýjan leik í Hval-
firði eftir 15 ára hlé, en stofnmæl-
ingar sem gerðar voru í Hvalfirði
leiddu í ljós að stofninn á svæðinu
er vaxandi.
Sveiflukenndur markaður
Að sögn Sigurðar Ágústssonar,
framkvæmdastjóra hjá Sigurði
Ágústssyni ehf. í Stykkishólmi,
reiknar hann með að fyrirtækið
taki á móti um 400 tonnum af
hörpudiski i þessum mánuði.
„Þetta eru tveir bátar hérna í
Breiðafirði og síðan eru þrír bátar í
Húnaflóa. Okkar eigin bátur, Krist-
inn Friðriksson, var svo að fara á
tilraunaveiðar í Vopnafirði og eig-
um við von á fyrstu fréttum frá
honum innan skamms. Eg held að
menn séu sammála um að útlitið á
mörkuðum sé mjög gott eða
óbreytt frá því í fyrra. Verð hækk-
aði mikið þá en hráefnisverð hækk-
uðu þá líka mjög mikið,“ sagði Sig-
urður.
Meðal annarra sem fara á hörpu-
diskveiðar á næstu dögum er einn
bátur sem landar hjá Rækjunesi í
Stykkishólmi. Að sögn Irisar Jó-
hannsdóttur hjá Rækjunesi á sá
bátur eftir eitthvað lítilsháttar af
kvóta en veiðarnar fara síðan á fullt
aftur eftir 1. september.
„Þetta gekk ljómandi vel á þessu
fiskveiðiári og markaðurinn var
góður, en maður veit ekki hvernig
þetta verður núna þar sem þetta er
sveiflukenndur markaður," sagði
hún.
Gengur bæði upp og niður
Hjá Þórsnesi í Styktóshólmi
kláraðist kvótinn, sem var um 900
tonn, í fýrrahaust, og svipaða sögu
er að segja hjá Fistóðjunni Skag-
firðingi í Grundarfírði. Að sögn Jóns
E. Friðrikssonar framkvæmda-
stjóra var kvótinn rúmlega 1.000
tonn upp úr sjó og sagði hann mark-
aðina hafa verið ljómandi góða en
hörpudiskurinn irá Fistóðjunni
Skagfirðingi fór allur til Frakklands.
„Þetta var allt tetóð á þremur
mánuðum og nánast var gengið frá
sölu á því íyrirfram. Þetta gekk
mjög ljúflega þá en annars gengur
þetta svona upp og niður. Við fór-
um ekkert í gang aftur fyrr en á
nýju fiskveiðiári en það á eftir að
setjast svolítið yfir þetta með bát-
ana hjá okkur,“ sagði Jón.
ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI hörpudisks í fyrra var um einn milljarð-
ur króna samanborið við 560 milljónir króna árið áður.
MMC Fisktækni selur fyrstu ósonkerfín
MMC Fisktækni hefur nú gengið
frá sölu á fyrstu ósonkerfunum frá
Osotech/MMC hér á landi. Alls hef-
ur verið staðfest sala á kerfum í
fimm báta og mjög lítóega í þijá til
viðbótar, að sögn Björgvins Ingva-
sonar, sölumanns hjá MMC Fisk-
tækni. Þau stóp, sem þegar hafa
gengið frá sölu, eru Beitir NK,
Börkur NK, Þórshamar GK, Jón
Kjartansson SU og Hólmaborg SU.
Að sögn Björgvins hafa kerfi
þessi valdið byltingu í meðferð afla
og hreinleika í lestum stópa, sem
eru búin sjókælikerfum, frá því að
þau voru fýrst sett upp fyrir um ári
í tvö norsk skip til prufu. „Eftir að
það spurðist út hversu vel kerfin
virkuðu varð hrein og klár spreng-
ing í sölu á kerfunum og nú eru
seld yfir eitt hundrað kerfi fi’á
Osotech/MMC til útgerða í Noregi,
Færeyjum, Skotlandi, Irlandi,
Chile og nú bætist ísland í hópinn.“
— skemmtilegi btlinn
Árrnúla 13 • Sími 575 1220 • Skiptiborð 575 1200
i p'siuJd
Álfylyuf
'^JlJ j rj j
ýrawsuljýzj
frá kr.
Hyundai
Huyndai Accent er glæsilegur og rúmgoður
fjölskyldubíll á verði smábíls. Hyundai Accent
fæst bæði með 1,3 og 1,5 vél; 3, 4 og 5 dyra.
Kynntu þér Hyundai Accent, sölumenn
okkar veita allar nánari upplýsingar
995
000