Morgunblaðið - 13.08.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 21
ERLENT
Ný ríkisstjórn í Hollandi eftir þriggja mánaða stjórnarmyndunarviðræður
Amsterdam. Morgunblaðið.
Reuters
WIM Kok, forsætisráðherra Hollands, fagnar kosningasigri í maí sl.
Lengri tíma tók að mynda ríkisstjórn en til stóð, tæpa þijá mánuði.
Aukin útgjöld
í heilbrigðis- og
menntamálum
Noregur
Tilræði við
einkaritara
ráðherra
LÖGREGLAN í Ósló stendur
ráðþrota frammi fyrir tveim-
ur tilraunum til að svipta
einkaritara vamarmálaráð-
herra Noregs lífi. I fyrrinótt
var bensíni hellt á götuna fyr-
ir utan íbúðarhús einkaritar-
ans og opnum gaskút komið
fyrir á stigaganginum fyrir
framan íbúðina. Þá er aðeins
tæpur
mánuður siðan sprengju var
komið fyrir undir bíl hans.
Eiginmaður einkaritarans,
Önnu Orderud Paust, heyrði
umgang í fyrrinótt og gerði
lögreglu viðvart, sem rýmdi
fjölbýlishúsið sem hjónin búa
í þar sem bensínlykt fannst
fyrir utan. Er talið að hend-
ing hafi ráðið því að þeim
sem kom gaskútnum fyrir
tókst ekki að koma af stað
sprengingu.
Um miðjan síðasta mánuð
fannst sprengja, sem hefði
getað orðið Paust að bana,
undir bíl hennar, og er talið
fullvíst að henni hafí verið
komið fyrir er bíllinn stóð
fyrir utan varnarmálaráðu-
neytið.
Ekki er vitað hver stendur
að baki þessari aðför, og
hvort hún beinist gegn Paust
persónulega eða tengist starfi
hennar. Eiginmaðurinn
starfar í utanríkisráðuneyt-
mu.
NY rikisstjorn undir forystu Wims
Koks tók við stjórnartaumunum í
Hollandi 3. ágúst síðastliðinn. Er
því hafið nýtt stjórnarsamstarf
Verkamannaflokksins (PVDA),
flókks frjálshyggju- og íhaldsmanna
(WD) og Frjálslyndra demókrata,
(D66) sem einnig störfuðu saman
síðasta kjörtímabil.
Það var ánægður hópur fólks sem
brosti til hollensku þjóðarinnar af
tröppum Noordeinde-hallarinnar í
Haag eftir að hafa svarið Beatrix
drottningu eið sinn. Eftir tæpra
þriggja mánaða stjórnarmyndunar-
viðræður flokkanna þriggja var
„fjólublá stjórn 11“ orðin að veru-
leika.
Við upphaf stjómarmyndunarvið-
ræðna eftir kosningarnar 6. maí áttu
fáir von á því að þær myndu dragast
eins á langinn og raun varð á. Kosn-
ingarnar, sem að mestu leyti sner-
ust um það hvort fjólubláu stjórn-
inni svokölluðu yrði gefið tækifæri á
að starfa saman áfram, gáfu ein-
dregið til kynna að hollenskir kjós-
endur væm jákvæðir í garð hennar,
og var því búist við að ný íjólublá
stjórn yrði skjótt mynduð.
Raunin reyndist hins vegar önnur
og þar að auki ríkti mikil leynd yfir
framvindu samningaviðræðna. Þeg-
ar líða fór á júnímánuð tók að gæta
ókyrrðar um stöðu mála í röðum
stjórnarandstöðunnar og voru full-
trúar flokkanna þriggja að lokum
krafnir svara um framgang mála á
þingi.
Látið af varkárnir og sparnaði
Um miðjan júlí náðu flokkarnir
þrir samkomulagi um stjórnarsátt-
mála. Þegar á heildina er litið má
segja að helsta breyting á nýjum
stjórnarsáttmála flokkanna sé að í
stað varkárni og sparnaðarhugsun-
ar sem einkenndi stjómarsáttmála
fjólubláu stjórnarinnar íyrstu eru
nýjar fjárfestingar í ríkisgeiranum
stefnumarkandi núna. Em 9,2 millj-
arðar gyllina, um 320 milljarðar ísl.
kr., ætlaðir til nýrra stefnumála og
þá að mestu leyti til endurbóta í
heilbrigðiskerfinu, í menntamálum
og á kjörum þeirra sem lægstar
hafa tekjurnar.
Gagnrýni stjómarandstöðunnar
hefur helst beinst að því að stjómar-
sáttmálinn sé of ýtarlegur og gefi því
lítið svigrúm. Einnig hefur stjómar-
andstaðan látið í ljósi óánægju með
að lítið tillit sé tekið til félagslegra
málefna og umhverfismála.
Eftir að stjórnarflokkarnir höfðu
komið sér saman um stjórnarsátt-
mála hófst umræða um skipan emb-
ætta ráðherra og ráðuneytisstjóra.
Töluverðar deilur stóðu um bæði
hlutfall ráðherrastóla á flokkana
sem og hvaða ráðherrastólar og
ráðuneyti féllu í hlut hvers flokks.
Fjórar konur ráðlierrar
D66 sem er minnstur stjómar-
flokkanna (rúm 9% atkvæða) stóð
fast á kröfu sinni um þrjá ráðherra-
stóla, í stað þeirra tveggja sem
PVDA og WD ætluðu flokknum. Á
endanum var deilan leyst með því
að einu embætti ráðherra var bætt
við þau 14 sem fyrir voru; ráðherra
málefna borga og minnihlutahópa
sem kom í hlut D66.
Stjórnina skipa sem sagt 15 ráð-
herrar. Sex úr flokki PVDA (þar
með talinn forsætisráðherra), sex
frá WD og þrír frá D66. PVDA
skipar sjö ráðuneytisstjóra, VVD
fimm og D66 tvo. Sex fyrrverandi
ráðherrar gegna áfram ráðherra-
stöðum og níu nýir komu því til
starfa.
Af ráðherrunum 15 eru fjórar
konur sem flestum finnst vera of lít-
ið. En þar vegur upp á móti að tvær
kvennanna gegna embætti varafor-
sætisráðherra. Er það í fyrsta skipti
í sögu Hollands að kona og hvað þá
konur skipi það embætti. Frá WS
er það Annemarie Jorritsma-Lebb-
ink sem einnig gegnir stöðu efna-
hagsmálaráðherra, var hún sam-
göngumálaráðherra í síðustu stjórn.
Frá D66 er um að ræða Els Borst-
Eilers sem gegnir stöðu heilbrigðis-
ráðherra áfram.
Formaður WD hættir
Á sama tíma og nýir ráðherrar
voru opinberlega kynntir, tilkynnti
Frits Bolkestein, formaður VVD,
ákvörðun sína um að draga sig í hlé.
Mun hann gegna þingmennsku
áfram næsta eitt og hálfa árið en
hefur falið Hans Dijkstaal, fym'er-
andi innanríkisráðherra, for-
mennsku í þingflokknum. Fylgir
Frits Bolkestein þar með í fótspor
Hans van Mierlo, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra, sem fyrr á þessu ári
sagði af sér formennsku D66 og til-
kynnti fyrir skömmu afsögn sína
sem þingmaður.
I lok ágúst mun hollenska þingið
taka til starfa á ný eftir sumarleyfi
og munu þá hefjast umræður um
fjárlög næsta árs og stefnuyfirlýs-
ingu stjórnarinnar nýju.
Að lifa lífinu!
, LANDSBREF HF.
Sá dagur mun koma að við þurfum ekki að keppast við, heldur njóta lífsins.
Fjárfesting fyrir tækifæri framtíðarinnar
Með reglulegum sparnaði í Islenska lífeyrissjóðnum getur þú tryggt þér fjárhagslegt
sjálfstæði við starfslok, sjálfstæði til að verja tímanum eins og þér hentar
og grípa þau tækifæri sem gefast til að njóta lífsins.
Nýtt val í lífeyrissparnaði
Oskir manna á sviði lífeyrissparnaðar eru mismunandi.
Islenski lífeyrissjóðurinn býður nýtt val í lífeyrissparnaði - Lífsbrautina.
Lífsbrautin gefur sjóðfélögum kost á að fjárfesta í þremur mismunandi deildum:
Lífl
Líf I stefnir að góðri
langtímaávöxtun, en
sveiflur í ávöxtun geta
orðið nokkrar yfir
skemmri tímabil.
Deildin hentar þeim
sem eiga 20 ár eða
meira eftir af
söfnunartíma sínum.
Líf II er ætluð þeim sem
kjósa að taka hóflega
áhættu með lífeyris-
sparnað sinn og ná
þannig góðri ávöxtun til
lengri tíma. Deildin
hentar þeim sem eiga
eftir a.m.k. 8-10 ár af
söfnunartíma sínum.
Líj m
Líf III er áhættuminnsta
deildin og þar eru
sveiflur í ávöxtun litlar.
Deildin hentar þeim
sem eiga fá ár eftir af
söfnunartíma sínum
eða eru komnir á
eftirlaun.
Hafðu samband við ráðgjafa Landsbréfa
9