Morgunblaðið - 13.08.1998, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998
FERÐALÖG
MORGUNBLAÐIÐ
I Nýja bakarí-
inu á Patreks-
firði er lífið
saltfiskur
MARINERAÐUR saltfískur, steiktur salt-
fískur og steiktur steinbítur með tilheyr-
andi meðlæti, allt bráðnaði þetta í munni
blaðamanna og annarra gesta sem áttu
kvðldstund í Nýja bakaríinu á Patreksfirði
nýlega - en þann dag hélt veitingastaður-
inn einmitt upp á eins árs afmæli.
Þó að liúsnæðið sé nútímalega innréttað
er andi gamla tímans einnig nálægur, þar
sem gamlar Ijósmyndir úr sögu Patreks-
fjarðar og nágrennis prýða veggi, m.a. er
þar myndasyrpa frá björgunarafrekinu
við Látrabjarg. Á matseðlinum má einnig
lesa ágrip af sögu Patreksfjarðar, allt frá
þeim tíma er fyrst er getið um þorpið í
heimildum frá árinu 1570 og fram til nú-
tímans. Þar er einnig vitnað í Þorpið,
Ijóðabók Jóns úr Vör, sem þar var fæddur
og uppalinn.
Það eru hjónin Kristín Jóhanna Björns-
dóttir og Krislján Skarphéðinsson, eða
Stína og Denni í bakaríinu eins og þau eru
oftast kölluð, sem eru gestgjafarnir, en
veitingastaðurinn er undir sama þaki og
bakaríið, sem þau hafa starfrækt síðastlið-
in tíu ár.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
KRISTÍN Jóhanna Björnsdóttir og Kristján
Skarphéðinsson taka vel á móti gestum í Nýja
bakaríinu á Patreksfirði og sjá til þess að allir
fari þaðan saddir og sælir.
Fólk vill fisk þegar það
kemur í sjávarþorp
Aðspurð hvernig gangi að reka bæði
bakarí, þar sem þarf að vakna fyrir allar
aldir og baka brauð, og veitingastað, þar
sem mest er um að vera á kvöldin og
frameftir, segir Kristín það ganga alveg
ágætlega. Lykilinn að því segir hún mjög
skýra verkaskiptingu þeirra hjóna. „Eg
sé um salinn, innkaup, bókhald og pen-
ingamál - hann sér um eldhúsið og bak-
aríið.“ Kristján er bakarameistari að
mennt og Kristín sjúkraliði. Hún segir
þann bakgrunn koma sér afar vel í þessu
starfi, því bæði störfín snúist um mannleg
samskipti, að þjóna fólki og vita hvað það
vilji.
Kristín segir að þau hafi fundið þörf
fyrir veitingastað sem þennan á Patreks-
fírði og því hafi þau ákveðið að mæta
þeirri þörf. Ogjákvæð viðbrögð, jafnt
ferðalanga sem heimamanna, hafi ekki
Iátið á sér standa. Þau leggja sig líka
fram um að láta öllum líða vel sem sækja
þau heim og þar eru börnin engin undan-
tekning. Nóg er af barnastólum, púslu-
spilum, litum og öðrum leikföngum fyrir
þau.
Nýja bakaríið er veitingastaður með
sérleyfi frá Pizza 67 en þó er langt í frá
að þar séu einungis pizzur á boðstólum.
„I sumar leggjum við sérstaka áherslu á
fiskrétti, því við höfum fundið það að fólk
vijl físk þegar það kemur í sjávarþorp og
því er eðlilegt að við bjóðum upp á sjávar-
rétti - eitthvað sem einkennir þorpið,“
segir Kristín.
Handverk og
hönnun á Islandi
Leiðarvísir
fyrir
ferðamenn
ÚT er kominn leiðarvísir fyrir
innlenda og erlenda ferðamenn
um handverkshús, gallerí og
vinnustofur
handverks-
manna á Is-
landi. Þar er
að finna
upplýsingar
um fram-
leiðendur og
seljendur ís-
lensks
handverks, listhandverks og
heimilisiðnaðar.
Þetta er í annað sinn sem
Handverk og hönnun gefur út
leiðarvísi af þessu tagi. Það var
Stíll ehf. á Ákureyri sem sá um
hönnunina en smáverkefna-
sjóður landbúnaðrins styrkti
útgáfuna. Leiðarvísinn má
nálgast á upplýsingamiðstöðv-
um ferðamála um landið svo og
í handverkshúsum og gallerí-
um.
Útiskilti
Vatnsheld og vindþolin
Allar stærðir og gerðir
Margir litir - gott verð
JbOfnasmiðjan
Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100
Verksmiðja Ratahrauni 13 • Sími 555 6100
íslensk framleiðsla
síðan 1972
MUR-
HÚÐUNAR-
NET
Margar tegundir
Gott verð
■Í steinprýði
STANGARHYL 7, SÍMI 567 2777
DANSKIR dagar verða í Stykkishólmi um helgina, m.a. verða list- og sögusýningar í Norska húsinu,
Námskeiðið er 20 klsi
Leiðbeinandi er Gunnar Grímsson
Tölvuskóli
Prenttæknistofnunar
Skráningar á námskeið eru í síma 562 0720
Markmið námskeiðsjns er að þátttakendur iæri að búa til vefsíður á Netinu
þar sem blandað er saman texta, myndum og hreyfimyndum. HTML er
grunnurinn sem Veraldarvefurinn byggist á og verður farið I þær skipanir þess
sem virka I öllum vefskoðurum. Áhersla er lögð á útlitshönnun og skipulag.
Vandaðir gönguskór
fyrir meiri- og minni-
háttar gönguferðir.
Verð frá kr. 5.900
Persónuleg og fagleg þjónusta
S?o*t
E I G A Nl
ÚTIVISTARBÚÐIN
http://www.mmedia.is/sportleigan
alpina
gönguskór
llu
Danskir dagar
í Stykkishólmi
DANSKIR dagar verða haldnir í
Stykkishólmi 14.-16. ágúst og er
þetta í fimmta skipti sem þessi fjöl-
skylduhátíð verður haldin þar. Dag-
skráin verður fjölbreytt og uppákom-
ur víða um bæinn frá morgni til
kvölds.
Á fóstudeginum hefst hátíðin á
skrúðgöngu leikskólabarna í fylgd
trúða, en dagskráin fer að mestu
fram niðri við höfnina þar sem heitt
verður í kolunum í grillveislunni.
Setning hátíðarinnar verður við
minnisvarða sjómanna, síðan verður
varðeldur og brekkusöngur og þá
Ogleymanlegt
ævintýri!
Stórhvalaskoðun
frá Ólafsvík
Fuglaparadfs
Skelveiði og smökkun
Stykkishólmi, s. 438 1450
bryggjuballið á sínum stað með flug-
eldasýningu í lokin. Hljómsveitin
Stykk leikur á Knudsen.
Á laugardeginum hefur verið
skipulögð gönguferð með leiðsögn og
list- og sögusýningar. Þá verða hand-
verkshús opin og markaðstjald sett
upp. Sjávarkvikindaker verða niðri
við höfn og risaleiktæki við íþrótta-
miðstöðina. Einnig verða fjölbreyttar
uppákomur á sviði, leiksvið og upp-
boð. Söngdagskrá með Bjama Ára,
Bogomil Font, Ragga Bjarna ásamt
hljómsveit Milljónamæringanna
verður á hótelinuu og hljómsveitin
Stykk leikur á Knudsen. Á útisviðinu
verður um kvöldið unglingadansleik-
ur þar sem hljómsveitin Gos leikur.
Á sunnudaginum verður sprautu-
bolti á bryggjunni og krítarmót við
íþróttamiðstöðina. List- og sögusýn-
ingar verða í Norska húsinu.
Tvennir tónleikar verða í Stykkis-
hólmskirkju á Dönskum dögum. Á
laugardag kl. 17 leika Eva Mjöll Ing-
ólfsdóttir og Andrea Kristinsdóttir á
fíðlu og Peter Maté á píanó. Á sunnu-
dag kl. 17 verða flytjendur Marta
Guðrún Halldórsdóttir, sópran, og
Öm Magnússon sem leikur á píanó.
Einnig verður dönsk matargerðar-
list í hávegum höfð á hótelum og veit-
ingahúsum bæjarins sem og í eyja-
siglingum.