Morgunblaðið - 13.08.1998, Síða 26

Morgunblaðið - 13.08.1998, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ BÓKASALA í júlí Röð Var'Titill/Hðfunduf/Otgefandi 1 ÍSLENSKA VEGAHANDBÓKIN (A ÝMSUM TUNGUMÁLUM)/ Steindór Steindórsson frá Hlöðum/lslenska bókaútgáfan. 2 AMAZING ICELAND (Á ÝMSUM TUNGUMÁLUM)/ Texti eftir Helga Guðmundsson og Ijósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson/Forlagið 3 ÍSLAND, EYJAN HLÝJA í NORÐRI (Á ÝMSUM TUNGUMÁLUM)/ Texti eftir Torfa H. Tulinius og Ijósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson/Forlagið. 4 EKKI KLÚÐRA LÍFI ÞÍNU KONA/ Laura Schlessinger/Vöxtur. 5 ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR OG ÆVINTÝRI (Á ýmsum tungumálum)/ /lceland Review. 6 SJÁLFSTÆTT FÓLK/ Halldór Kiljan Laxness/Vaka-Helgafell. 7 LANDSCAPES (Á ÝMSUM TUNGUMÁLUM)/ Ljósmyndir Sigurgeir Sigurjónsson og texti Sigurgeir Sigurgeirsson/Forlagið 8 HEIMSATLAS/ Ritstj. Björn Þorsteinsson og Kristján B. Jónasson/Mál og menning. 9 ÍSLENSK FLÓRA/ Ágúst H. Bjarnason/Forlagið. 10 LIFSINS TRE/ Böðvar Guðmundsson/Mál og menning. Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝPP SKÁLDVERK 1 SJÁLFSTÆTT FÓLK/ Halldór Kiljan LaxnessA/aka-Helgafell. 2 LIFSINS TRE/ Böðvar Guðmundsson/Mál og menning. 3 HÍBÝLI VINDANNA/ Böðvar Guðmundsson/Mál og menning. 4 ENGLAR ALHEIMSINS/ Einar Már Guðmundsson/Mál og menning. 5 GYLTING/ Marie Darrieusseq/Mál og menning. 6 ILMURINN/ Patric Súskind/Forlagið. 7 RIDDARAR HRINGSTIGANS/ Einar Már Guðmundsson/Mál og menning. 8-9 ENGILL MEÐAL ÁHORFENDA/ Þorvaldur Þorsteinsson/Bjartur. 8-9 KVEÐJUVALSINN/ Milan Kundera/Mál og menning. 10 HINIR ÓÐU/Árnór Hannibalsson/Arnór Hannibalsson. ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ ~ 1 HÁVAMÁL/ /Vaka-Helgafell. 2-3 EDDUKVÆÐI/ Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna/Mál og menning. 2-3 LJÓÐ ÚR AUSTRI/ Þorsteinn Gylfason/Mál og menning. 4-5 STEINN STEINARR LJÓÐASAFN/ Steinn Steinarr/Vaka-Helgafell. 4- 5 STÚLKA - LJÓÐ EFTIR ÍSLENSKAR KONUR/ Helga Kress valdi efni/ Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands. ÍSLENSKAR 0G ÞÝDDAR BARNA- 0G UNGLINGABÆKUR 1 TÓMSTUNDABÓK SIMPSONS FJÖLSKYLDUNNAR/ Matt Groening/Mái og menning. 2-3 ÞAÐ SEM ENGINN SÉR/ Gunnhildur Hrólfsdóttir/Mál og menning. 2-3 LÚLLI LITLI LUNDI (Á ÝMSUM TUNGUMÁLUM)/ Kristín Marti/Fjölvi. 4 PÚSLUBÆKUR/ /Mái og menning. 5- 6 HALASTJARNA/ Þórarinn Eldjárn. Sigrún Eldjárn myndskreytti/Forlagið. 5-6 LUKKU-LÁKA BÆKUR/Herve/Fjölvi. 7 í LOFTBELG YFIR HAFIÐ/ Mats Wahl/Mál og menning. 8 ÚLFURINN OG SJÖ KIÐLINGAR/ Richard Scarry/Björk 9 LITLI PRINSINN/ Antonie de Saint-Exupéry/Mál og menning. 10 STAFRÓFSKVER/ Sigrún Eldjárn og Þórarinn Eldjárn/Forlagið. ALMENNT EFNI 0G HANPBÆKUR 1 ÍSLENSKA VEGAHANDBÓKIN (Á ÝMSUM TUNGUMÁLUM)/ Steindór Steindórsson frá Hlöðum/islenska bókaútgáfan. 2 AMAZING ICELAND (Á ÝMSUM TUNGUMÁLUM)/ Texti eftir Helga Guðmundsson og Ijósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson/Forlagið 3 ÍSLAND, EYJAN HLÝJA í NORÐRI (Á ÝMSUM TUNGUMÁLUM)/ Texti eftir Torfa H. Tulinius og Ijósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson/Forlagið. 4 EKKI KLÚÐRA LÍFI ÞÍNU KONA/ Laura Schlessinger/Vöxtur. 5 ISLANDSKE FOLKESAGN OG EVENTYR (Á ýmsum tungumálumj/ /lceland Review. 6 LANDSCAPES (Á ÝMSUM TUNGUMÁLUM)/ Ljósmyndir Sigurgeir Sigurjónsson og texti Sigurgeir Sigurgeirsson/Forlagið 7 HEIMSATLAS/ Ritstj. Björn Þorsteinsson og Kristján B. Jónasson/Mál og menning. 8 ÍSLENSK FLÓRA/ Ágúst H. Bjarnason/Forlagið. 9 ÍSSKÁPASERÍAN/ Þýðandi Þórdis Hadda Yngvadóttir/Vaka-Helgafell. 10 ÍSLENSKAR LÆKNINGAJURTIR/Arnbjörg Jóhannsdóttir/Mál og menning. Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni Höfuðborgarsvæðið: Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Keflavíkur, Keflavík Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla KÁ, Selfossi Bóksala stúdenta v/Hringbraut Penninn-Eymundsson, Austurstræti Eymundsson, Kringlunni Penninn, Hallarmúla Penninn, Kringlunni Penninn, Hafnarfirði Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka á sölu bóka í júlí 1998 Unnið fyrir Morgunblaðið, Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tfmablli, né kennslubækur. LISTIR YFIRLITSMYND af „Sýningn fyrir allt“ á Seyðisfirði. Andi Dieters MYNPLIST Skaftfell, Seyðisfirði INNSETNINGAR/ HUGMYNDALIST ÝMSIR LISTAMENN Opið 12 til 18. Aðgangseyrir 300 kr. á allar sýningar á Seyðisfirði. Sýningin stendur til 16. ágúst. Á SEYÐISFIRÐI hefur nú í sum- ar staðið mikil listahátíð og hefur dagskráin verið fjölbreytt. Af mynd- listarsýningum er samsýning í hús- inu Skaftfelli við Austurveg einna eftirtektarverðust, en þar má sjá verk eftir stóran hóp listamanna á ýmsum aldri og eru verkin, eins og sýningin sjálf, til minningar um og til heiðurs listamanninum Dieter Roth sem lést fyrr í sumar. Flestir listamannanna á sýningunni tengj- ast Dieter á einn eða annan hátt, sumir þekktu hann vel og störfuðu með honum, en allir ólust að minnsta kosti upp við þá víðsýni og sköpunarorku sem Dieter innleiddi í íslenskt listalíf. Þáttur Dieters Roth í íslenskri listasögu verður víst seint ofmetinn. Hann var fæddur í Hannover árið 1930 og hóf feril sinn í Sviss og dvaldi um tíma í Kaupmannahöfn, en fluttist til Is- lands árið 1957. Hér heima kynntist hann ungum lista- mönnum og höfðu hann og þeir straumar sem hann veitti með sér frá meginlandinu gríðarleg áhrif á marga þeirra. Dieter var kunnugur mörgum þeirra evrópsku listamanna sem seinna kenndu sig við Flúxus og var hann raunar á ýmsan hátt leiðandi meðal þeirra. Margir þessara listamanna komu til íslands ýmist fyrir tilstilli Dieters eða einfaldlega til að heimsækja hann og því atvikaðist það svo að ungir íslenskir listamenn á sjöunda og áttunda áratugnum fengu tæki- færi til að vinna og jafnvel sýna með mörgum af framsæknustu og þekkt- ustu listamönnum Vesturlanda. Ungir listamenn á íslandi gátu því réttilega talið sig vera í miðri hring- iðu samtímalistarinnar og var það að miklu leyti Dieter Roth að þakka. Eins og Magnús Pálsson orðaði það einhvern tíma: ,Án Dieters hefði þetta kannski allt saman farið fram hjá okkur.“ Dieter Roth i ,PNv« T f í 1 ll 1 f f % . L' „• |FK* 1 |§ f YFIRLITSMYND af sýningu Péturs Kristjánssonar, „Kæri viðtakandi“. Það er því vel við hæfi að íslenskir listamenn efni til sýningar til heið- urs Dieter nú þegar hann hefur lát- ist um aldur fram og það er viðeig- andi að sýningin sé sett upp á Seyð- isfirði því þar dvaldi Dieter oft síð- ustu árin og átti þar hús. Allt of langt mál yrði að telja hér upp alla þá sem eiga verk á sýningunni enda er þai- að fmna stykki eftir flesta þá yngri listamenn sem eitthvað hefur borið á síðustu árin. Flest láta verk- in frekar lítið yfir sér og nær öll bera skýrt vitni þeirra áhrifa sem Dieter veitti hingað upp; mörg eru samsett úr fundnum hlutum, ómerkilegum rifrildum eða brotum sem öðlast óvænta merkingu þegar þeim er komið fyrir í nýju samhengi. Þótt flestir þessara listamanna hafi þróað list sína áfram og vinni nú á eigin forsendum sýna þessi verk glöggt hve nærtæk þeim eru vinnu- brögðin og sú fagurfræðilega af- staða sem Dieter boðaði. Þessi sam- sýning er eins konar staðfesting á þeim sameiginlegu forsendum sem liggja að baki svo miklu af íslenski-i samtímalist. Þrátt fyrir mikla fjöl- breytni má sem sagt greina þar sterkan þráð. Áhrifa Dieters gætir auðvitað mun víðar en á Islandi því frá upp- hafi sýndi hann míkið, bæði í Evr- ópu og Bandaríkjunum, og átti í samstarfi við fjölmarga aðra alþjóð- lega listamenn. Strax árið 1971 var haldin einkasýning á verkum hans í Samtímalistasafninu í London og fyrir nokkrum árum stóð Samtíma- listasafnið í Chicago fyrir umfangs- mikilli yfirlitssýningu á verkum hans þar sem farið var yfir allan fer- il hans. Einna mest hafa áhrif Diet- ers þó iíklega verið í gegnum bók- verk hans og útgáfustarfsemi, en á því sviði var hann stórtækur. Meðal þess sem hann gaf út var tímarit á íslensku og þýsku - Zeitschrift fur Alles eða Tímarit fyrir allt. Af titli þessa tímarits er yfirskrift sýning- arinnar á Seyðisfirði dregin og heit- ir hún „Sýning fyrir allt“. Skaftfell, Seyðisfirði INNSETNING PÉTUR KRISTJÁNSSON PÉTUR Ki-istjánsson fæddist í Ameríku árið 1952 en býr á Seyðis- firði og hefur eins og hann segir sjálfur verið undanfarin ár í námi hjá Dieter Roth. Hann sýnir í stóru rými á efri hæð hússins Skaftfells við Austurveg á Seyðisfirði, fyrir ofan samsýninguna sem tileinkuð er minningu Dieters. Það er óhætt að segja að áhrifa Dieters gæti greini- lega í innsetningu Péturs. Alls kyns hlutum hefur verið komið fyrir í samsetningum sem virðast næstum handahófskenndar en fylgja þó ein- hverri vart greinanlegri reglu. Áhorfandanum fmnst kannski eins og hann sé kominn á einhvers konar safn þar sem hlutum er raðað eftir flokkunarkerfi sem hann þekkir ekki og getur ekki greint samhengið í. Eðlilegu samhengi er breytt svo úr verður nýtt og síðan ki’ukkar lista- maðurinn svolítið í hlutina hér og hvar svo yfir allt leggst nýtt merk- ingarlag. Hér er því um að ræða eins konar décollage í anda þeirra Diet- ers og Wolfs Vostell, eins konar af- hjúpun á þeirri merkingu sem liggur falin í hversdagslegum hlutum, eða framsetningu á merkingu sem hvers- dagslegir hlutir geta öðlast umfram það sem þeim var í upphafi ætlað. Sýningu sinni hefur Pétur valið yfir- skriftina „Kæri viðtakandi" og talar þannig beint til áhorfandans. Sýning hans er í senn látlaus og ögrandi, samræða við sýningargestinn um veruleikann, hlutina og lífið, án alls ofstopa, en þó í fuliri alvöru. Verk Péturs eru þannig afbragðsgóð við- bót við samsýninguna til heiðurs Di- eter Roth á neðri hæð hússins, en um leið sjálfstætt framlag til hinnar óendanlegu samræðu um samhengi og samhengisleysi lífsins og listar- innar. Jón Proppé

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.