Morgunblaðið - 13.08.1998, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.08.1998, Qupperneq 33
32 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÍSLAND OG GRÆNLAND FYRSTU OPINBERU heimsókn forsætisráðherra ís- lands til Grænlands lýkur á morgun, en Davíð Odds- son hélt þangað síðdegis sl. miðvikudag. í tilefni heim- sóknarinnar tilkynnti forsætisráðherra um 20 milljóna króna gjöf Islendinga til uppbyggingar á bæ Eiríks rauða að Brattahlíð við Eiríksfjörð til að minnast sögu- legra tengsla landanna. Akvörðun ríkisstjórnarinnar um þessa gjöf er sérstaklega vel til fundin og það sama má segja um ráðgert samstarf við Grænlendinga til að minnast þúsund ára afmælis landafundanna í Ameríku árið 2000. Viðræður Davíðs Oddssonar og Jonathans Motzfeldts, formanns landstjórnarinnar, sýna glögglega sívaxandi og víðtækara samstarf landanna. A sviði sjávarútvegs- mála var undirritaður nýr samstarfssamningur um auð- linda- og umhverfismál, sem leggur grunninn að enn nánara samstarfi á næstu árum en verið hefur. Þá verða samskiptin æ mikilvægari á sviði heilbrigðismála, menn- ingarsamvinnu og ferðamála. „Það er vaxandi samstarf milli þessara þjóða og vilji til þess, frá báðum aðilum, að rækta það samband. Það er mikilvægt fyrir þjóðirnar báðar,“ sagði forsætisráð- herra eftir fund sinn með Motzfeldt. Þá hefur verið ákveðið að efna til reglulegra samráðs- funda forsætisráðherra Islands, lögmanns Færeyja og formanns grænlensku landstjórnarinnar og verður sá fyrsti haldinn í Reykjavík nú í haust. Þetta eru gleðileg tíðindi, því þessar þrjár smáþjóðir við norðanvert Atl- antshaf eiga mikla sameiginlega hagsmuni. Þær þurfa m.a. að samræma stefnu sína gagnvart sífellt vaxandi af- skiptum umheimsins, jafnt annarra þjóða í þessum heimshluta sem alþjóðlegi’a stofnana og samtaka. Þar kemur nýting auðlinda hafsins fyrst upp í hugann, svo og umhverfismál. Bæði Grænlendingar og Færeyingar hafa átt við mikla efnahagsörðugleika að stríða og enginn vafi er á því, að Islendingar geta miðlað þeim miklu af reynslu sinni og veitt þeim aðstoð með ýmsum hætti. Það er svo sannarlega kominn tími til að hnýta vel samstarfs- og vináttubönd þjóðanna þriggja. Grænlandsheimsókn for- sætisráðherra er staðfesting á vilja til þess. STARFSAÐSTAÐA TÖLVUNEFNDAR ÞAÐ KUNNA að vera skiptar skoðanir um ákvarðan- ir og gjörðir Tölvunefndar, sem starfar samkvæmt gildandi lögum um skráningu og vernd persónuupplýs- inga. A hinn bóginn hljóta allir að vera sammála um mik- ilvægi þess að nefndinni verði sköpuð aðstaða til að sinna lögbundnum skyldum sínum og eftirlitshlutverki. Á það skortir. Það kemur fram í hugleiðingu Þorgeirs Örlygssonar, formanns Tölvunefndar, í ársskýrslu 1997, að nefndin hefur frá því hún tók til starfa árið 1982 aðeins haft starfsmann í hlutastarfi, fyrst sem ritara og síðan sem framkvæmdastjóra. Fjöldi erinda, sem nefndinni berst, hefur á hinn bóginn vaxið jafnt og þétt, úr 141 árið 1991 í 439 árið 1997 og fer trúlega enn vaxandi næstu árin. Formaður Tölvunefndar veltir því fyrir sér í árs- skýrlsunni, hvort þörf sé á sérstakri lagasetningu um stofnun gagpagrunns, en um það hafa verið deildar meiningar. í þeim hugleiðingum víkur hann enn að starfsaðstöðu nefndarinnar og segir: „Miðað við óbreytta starfsaðstöðu Tölvunefndar, þ.e.a.s. óbreyttan starfsmannafjölda og óbreyttar fjárveitingar, er hæpið, að nefndin geti veitt heimildir eins og þær, sem frum- varpið gerir ráð fyrir. Stafar það af því, að nefndin er, eins og aðstæðum hennar nú háttar, í raun ómögulegt að taka að sér svo risavaxið verkefni til viðbótar öðrum verkefnum, sem á hennar herðum hvíla, og tryggja þarf persónuverndina með þeim hætti, sem stjórnarskrárvar- inn réttur hins almenna borgara krefst.“ Allt ber að sama brunni. Bæta verður starfsaðstöðu Tölvunefndar svo að hún geti sinnt mikilvægu hlutverki sínu með viðeigandi hætti. Afkoma ríkissjóðs sex milljörðum kr. betri á fyrri árshelmingi en áætlanir gerðu ráð fyrir 7,5 milljarða halli vegna gjald- færslu lífeyrisskuldbindinga Tekjur ríkissjóðs urðu 5,4 milljarðar króna umfram áætl- anir á fyrrihluta árs- ins. Hjálmar Jóns- son var á blaða- mannafundi fjár- málaráðherra þar sem fram kom að þó stefnir í 7,5 millj- arða rekstrarhalla á ríkissjóði í ár vegna gjaldfærslu lífeyris- skuldbindinga ríkis- starfsmanna að upphæð 13-14 millj- arðar króna. FRÁ blaðamannafundi fjármálaráðherra í gær. Taldir frá vinstri: Bolli Bollason, skrifstofusljóri, Magnús Péturs- son ráðuneytisstjóri, Geir H. Haarde fjármálaráðheri a, og Þórhallur Arason, skrifstofustjóri. TEKJUAFGANGUR af al- menmi starfsemi ríkissjóðs á greiðslugrunni nam 3,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, en það er rúm- um sex milljörðum króna umfram áætlanir sem gerðu ráð fyrir 2,5 milljarða króna halia á ríkissjóði fyrstu sex mánuði ársins. Tekjur urðu 5,4 milljörðum króna hærri en áætlað hafði verið og gjöldin urðu einnig minni en reiknað hafði verið með eða sem nemur 700 milljónum króna á fyrrihluta ársins. Hallinn á rekstrargrunni stefnir hins vegar í að vera 7,5 milljarðar í ár, en í fjárlögum var gert ráð fyrir lítilsháttar afgangi. Ástæðan er einkum sú að gjaldfærð- ar lífeyrisskuldbindingar vegna ríkis- starfsmanna reyndust verða 9-10 milljörðum króna hæiri en reiknað hafði verið með í fjárlögum. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem fjármálaráðherra boðaði til í gær til að gera grein fyrir af- komu ríkissjóðs fyrstu sex mánuði ársins og horfunum fyrir árið í heild. Fram kom að á fyrrihluta ársins hafí í fyrsta skipti í hálfan annan áratug ekki verið þörf á lántökum ríkissjóðs til að mæta halla og lánveitingum. Afgangur í rekstrinum hafi gefið svigrúm til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs um tæpa sex millj- arða króna, en á sama tímabili í fyrra hafi ríkissjóður þurft að taka 5,4 milljarða lö-óna að láni til að mæta fjárþörf vegna halla og lánveitinga. í júlí hafi þannig verið greitt niður er- lent langtímalán um 9,5 milljarða króna og það hafi verið hægt án þess að tekið væri nýtt erlent lán. Bætt afkoma ríkissjóðs hafi gefið svigrúm til þess. Tekjur 5,4 milljarðar kr. umfram áætlun Á fyrri hluta ársins námu heildar- tekjur ríkissjóðs tæpum 80 milljörð- um króna sem er 5,4 milljörðum króna umfram áætlun. Fram kemur að þrjá fjórðu hluta aukinna tekna megi rekja til mun meiri umsvifa í efnahagslífínu en ráð hafí verið gert fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Afgang- urinn stafi af því að gjöld hafi inn- heimst fyiT en áætlanir hafí gert ráð fyrir. Aukin umsvif komi fram í auknum tekjum af virðisaukaskatti, tekjuskatti einstaklinga og trygg- ingagjaldi. Tekjuskattur einstaklinga var 1,9 milljörðum króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir, trygginga- gjald 500 milljónum kr. hærra, tekj- ur af virðisaukaskatti tæpum 1.700 milljónum kr. hærri og tekjur af bif- reiðagjöldum 200 milljónum kr. meiri. Hins vegar varð tekjuskattur lögaðila tæpum 300 milljónum kr. lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir, en það stafar alfarið af því að tekjur af álverinu í Straumsvík eru enn færðar sem sérstakt framleiðslugjald. Tekj- ur af vörugjöldum voru 164 milljón- um kr. lægri og tekjur af öðrum sér- tækum veltusköttum 471 milljón kr. lægri. Þá urðu arðgreiðslur rúmum 700 milljónum kr. hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Skil á fjár- magnstekjuskatti námu 2 milljörðum króna á íyrri hluta ársins, sem er einum milljarði króna umfram greiðsluáætlun. Þar er ekki um var- anlega aukningu að ræða heldur fyr- irframgreiðslu upp í álagningu tekju- skatts lögaðila síðar á árinu, að því er fram kemur í greinargerð fjármála- ráðuneytisins. Útgjöldin 700 milljónum undir áætlun Heildarútgjöld ríkissjóðs námu hins vegar 75,7 milljörðum króna, sem er 700 milljónum króna undir áætlun eins og fyrr sagði. Frávik eru á einstökum liðum. Þannig urðu rekstrargjöld stofnana 1,6 milljörð- um króna umfram áætlun. Mestu munar þar um stóru sjúkrahúsin í Reykjavík, en gi-eiðslustaða þeiiTa var óhagstæð um 446 milljónir kr. á fyrri hluta ársins. Benda rekstrará- ætlanir sjúki-ahúsanna til 900 millj- óna kr. halla á árinu, en á móti vegur um 270 milljóna kr. fjárveiting á safnlið heilbrigðisráðuneytisins, að því er fram kemur í greinargerðinni. Þá var gi’eiðslustaða framhaldsskól- anna neikvæð um 320 milljónir króna, en nú er unnið að því í menntamálaráðuneytinu að yfirfara málefni framhaldsskólanna með tilliti til áhrifa kjarasamninga. Þá námu umframgjöld háskólastofnana 167 milljónum kr., mest hjá Háskóla Is- lands en gert er ráð fyrir að skólinn nái að greiða niður hallann í lok árs- ins. Rekstrartilfærslur, þ.e. trygginga- greiðslur, niðurgreiðslur og framlög reyndust hins vegar vera 1,1 millj- arði króna undir áætlun. Greiðslur til Tryggingastofnunar vegna lífeyris-, sjúkra-, og slysatrygginga eru í heildina í samræmi við áætlun fjár- laga, en greiðslur til Atvinnuleysis- tryggingasjóðs eru rúmum 200 millj- ónum kr. lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna minna atvinnuleysis, en nú er spáð 3% atvinnuleysi á árinu í INNHEIMTA TEKNA RÍKISSJÓÐS í JANÚAR-JÚNÍ 1998 Greiðslugrunnur, milljónir króna Áaetlun Útkoma Frávik SKATTTEKJUR 67.511 71.792 +4.281 Skattar á tekjur og hagnað 17.947 20.490 +2.543 Tekjuskattur einstaklinga 14.246 16.119 +1.873 Tekjuskattur lögaðila 2.621 2.330 -291 Fjármagnstekjuskattur 1.080 2.041 +961 Tryggingagjöld 7.161 7.629 +468 Eignarskattar 3.659 3.779 +120 Skattar á vöru og þjónustu 38.583 39.779 +1.196 Virðisaukaskattur 22,548 24.231 +1.683 Vörugjöld 9.668 9.504 -164 Aðrir sértækir veltuskattar • 3.296 2.825 -471 Bifreiðaskattar 2.588 ■V 2.795 +207 Önnur neyslu- og leyfisgjöld 483 ++, 424 -59 Aðrir skattar •' 162 115 -47 AÐRAR REKSTRARTEKJUR 5.423 6.159 +736 Vaxtatekjur 3.166?s, 3.020 -96 Arðgreiðslur m 390 1.129 +739 Ýmsar rekstrartekjur + fjj 1.917 2.010 +93 SALA EIGNA I 490 833 +343 FJÁRFRAMLÖG M 04 ■ 494 +42 | TEKJUR SAMTALS 73.875 79.278 +5.403 I I ÚTGJÖLD RÍKISSJÓÐS í JANÚAR-JÚNÍ1998 Greiðslugrunnur, milljónir króna Áætlun Útkoma Frávik REKSTRARGJÖLD 27.548 29.143 -1.595 REKSTRARTILFÆRSLUR 33.210 32.063 +1.147 Ufeyristryggingar og félagsl. bætúr 10.184 10.260 -76 Sjúkratryggingar og daggj.stofnánir 5.859 5.700 +159 Atvinnuleysistryggingar Greiðslur til landbúnaðarmálá 1.717 3.569 1.500 3.521 - +217 +48 Lánasjóður íslenskra námsmanna 1.451 1.386 +65 Jöfnunarsjóður sveltarfélaga 1.4P9 1.429 0 Aðrar tilfærslur 9.001 8.267 +734 VEXTIR 6.982 6.828 +154 VIÐHALD ■ 1.854 1.742 +112 STOFNKOSTNAÐUR 8 6.802 5.938 +864 ÚTGJÖLD SAMTALS 76.396 75.713 +682 stað 3,6% áður. Viðhalds- og stofn- kostnaður varð 900 milljónum undir áætlun, en vaxtagjöld voru í sam- ræmi við það sem gert hafði verið ráð fyrir. Lífeyrisskuldbindingar aukast um 9-10 milljarða Hvað varðar afkomu ríkissjóðs á árinu í heild er útlit fyrir að 7,5 millj- arða króna halli verði á rekstrinum á rekstrargrunni í stað lítilsháttar rekstarafgangs, eins og gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þar veldur mestu að lífeyrisskuldbindingar vegna rík- isstarfsmanna eru taldar verða 9-10 milljörðum króna hæiTÍ en ráð hafði verið gert fyrir í fjárlögum. Á það er bent að á móti vegi rúmlega 5 millj- arða kr. lækkun lífeyrisskuldbind- inga á síðasta ári vegna þeirra aðila sem fluttust úr B-deild yfir í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Þá megi gera ráð fyrir 3,5 milljarða kr. útgjaldaauka til viðbótar vegna breyttra forsendna og veikleika í fjárlögum. I heild er gert ráð fyrir að bókfærð útgjöld ríkissjóðs fari um 13 milljarða króna fram úr áætlun á ár- + FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 33 V Morgunblaðið Arnaldur SÍGILDA TÓNLISTIN Á TRAUSTUM GRUNNI ✓ Utgáfa á sígildri tónlist stendur traustum fótum hér á landi þótt enn sé hún að mótast. Árni Matthíasson ræddi við for- svarsmenn helstu útgáfufyrirtækja á ---------------7-------- sígildri tónlist á Islandi. Á móti vegur að heildartekjur ríkissjóðs eru taldar verða um 5,5 milljörðum króna meiri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Ekki er reiknað með að þróunin á síðari helmingi ársins verði eins hagstæð og til þessa og að tekjurnar aukist í sama mæli á síðari hluta ársins, auk þess sem tekið er tillit til þess að hluti teknanna hefur skilað sér fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Gert er ráð fyrir að tekjur af virðisauka- skatti verði 3 milljarðar króna um- fram áætlanir, tekjur af tekjuskatti einstaklinga 1,5 milljarðar og tekjur af tryggingagjaldi 500 milljónir kr. Þá er reiknað með að sala eigna rík- isins gefi af sér 7,7 milljarða kr. á árinu sem er óbreytt frá áætlun fjárlaga. Fram kemur að auknar lífeyris- skuldbindingar megi rekja til kjara- samninga sem gerðir hafi verið við nær alla ríkisstarfsmenn á síðasta ári. Flestir hafi þeir falið í sér um- fangsmiklar breytingar og uppstokk- un á launakerfinu með það að megin- markmiði að samræma það því sem gerðist á almennnum markaði. I því sambandi skipti mestu sú ákvörðun að fella ýmsar aukagreiðslur inn í dagvinnulaun, en áformað hafi verið að gera það í nokkrum áföngum og gert ráð fyrir að nánari útfærsla færi fram með gerð svokallaðra aðlögun- arsamninga á fyrri hluta ársins í ár. Þá komi einnig til ákvarðanir Kjara- dóms og Kjaranefndar. Nú liggi fyrir bráðabirgðamat á áhrifum þessara samninga á lífeyrisskuldbindingar ríkisins og samkvæmt því geti gjald- færðar skuldbindingar numið 13-14 milljörðum króna á árinu eða 9-10 milljörðum króna umfram forsendur fjárlaga, þar sem þar var reiknað með 4 milljörðum króna til að mæta þessum skuldbindingum. Þá kemur fram að gert er ráð fyrir að lánsfjárafgangur verði 11,5 millj- arðar króna í árslok og að á árinu megi gera ráð fyrir að niðurgreiðsla erlendra lána verði í heild á bilinu 15-20 milljarðar króna, en þar er bæði um að ræða afborganir lang- tímalána og niðurgreiðslu skamm- tímalána. Einnig kemur fram að sala lang- tímaverðbréfa hafi gengið vel á ár- inu og hafi þau selst fyrir 12,3 millj- arða króna eða 2,6 milljarða kr. um- fram áætlun. Á sama tíma nemi inn- lausn eldri bréfa einungis tæpum 7 milljörðum kr. Sala óverðtryggðra ríkisbréfa hafí numið 5,5 milljörðum kr. og spariskírteina 6,8 milljörðum kr. Hægt að greiða niður skuldir Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði aðspurður að það jákvæða við afkomu ríkissjóðs eftir fyrstu sex mánuði ársins væri að nú stefndi í að hægt yrði að greiða skuldir ríkissjóðs niður í meira mæli en reiknað hafi verið með vegna aukinna tekna ríkis- sjóðs í góðærinu. „Mér finnst það mjög mikilvægt að það stefnir í að við getum hugsanlega greitt niður skuld- ir ríkisins um 11,5 milljarða króna. Með því erum við auðvitað að búa í haginn fyrir framtíðina, því þar með lækka þær vaxtagreiðslur sem falla til þegar fram líða stundir. Þetta er stóra málið að mínu mati, því að í stað þess að taka lán í stórum stíl er- um við að greiða niður lán í stórum stíl,“ sagði Geir. Hann sagði að sá rekstrarhalli sem yrði a ríkissjóði í ár stafaði af fram- tíðarskuldbindingum vegna lífeyris- réttinda ríkisstai’fsmanna. Nauðsyn- legt væri að taka tillit til þeirra í rekstri ríkissjóðs, en hafa ekki sama kerfi og gilt hefði þegar slíkar skuld- bindingar hefðu ekki verið gjaldfærð- ar jafnóðum. „Það má segja að það sé óþægilegt að þetta gerist á stuttum tíma núna, en það er alveg óhjá- kvæmilegt að taka þessar skuldbind- ingar með í reikninginn. Um er að ræða miklar upphæðir á þessu ári og væntanlega einnig á því næsta,“ sagði Geir. Hann sagði að nú væri mikilvægt fyrir ríkissjóð að losa um eignir, sér- staklega þær sem ekki hefðu skilað arði, og fá sem mest fyrir þær. Afraksturinn ætti að nota til þess að greiða niður skuldir og fjármagna framtíðarskuldbindingar, en ekki al- mennan rekstur. PLÖTUÚTGÁFA er hættuspil á íslandi, hvað þá þegar yerið er að gefa út diska með tónlist sem eðlis síns vegna höfðar til fámenns hóps plötukaupenda. Það stendur þó ekki í veginum fyrir því að menn eru gefa út diska með klassískri tónlist, ýmist erlendra tónskálda eða innlendi’a. Útgáfan hefur aukist jafnt og þétt, með mikilli og skyndilegri upp- sveiflu fyrir þremur árum þegar á þriðja tug diska með íslenskri tónlist var gefinn út. Upp frá því hefur útgáfa verið stöðug og svo virðist sem traustur grunnur sé fyrir henni, þó markaðurinn sé lítill og enn í mótun, en víst að ekki rekur gróðavonin menn áfram. Ekki er fráleitt að rekja aukinn áhuga á útgáfu á sígildri tónlist hér á landi til þess er Sinfóníuhljómsveit Is- lands hóf að leika inn á plötur fyrir Chandos-útgáfuna bresku fyrir sjö ár- um og sannaði að hún stóðst samjöfn- uð við erlendar hljómsveitir af svipaðri stærð. I kjölfar útgáfunnar og aukinn- ar umfjöllunar um íslenska tónlistar- menn erlendis hafa íslenskir plötu- kaupendur áttað sig á því að íslenskir tónlistarmenn standast erlendum listamönnum snúning í flestu og ekki síst að plötur sem teknar eru upp hér og gefnar út standast samaburð við er- lenda útgáfu. Islenskh’ einleikarai' hafa einnig gert sér betur grein fyrir því hvað það skiptir miklu máli að geta kynnt sig sem einleikara með geisla- disk í höndunum hér á landi og erlend- is og til að mynda sagði Björgvin Tryggvason, annar aðaleigenda Arsis- útgáfunnar hollensku sem gefið hefur út diska með íslenskum tónlistai’mönn- um, að tilgangur hans með útgáfunni væri ekki síst að auðvelda listamönn- unum að koma sér á framfæri ytra og komast á tónlistarhátíðir og inn í tón- leikasali. Steinunn Bh’na Ragnarsdótt- ir, sem gaf fyrir nokkru út disk þar sem hún lék píanóverk með Sinfóníu- hljómsveit Islands, lét einnig þau orð falla í viðtali að þó hún væri ekki knúin til að gefa út, sé hún knúin til að spila og þetta hangi allt á sömu spýtunni. „Ef þú ert knúinn til að spila verðurðu líka að skapa þér grundvöll til þess og þó þetta sé lítið land og lítill markaður verðurðu að láta eitthvað frá þér sem stuðlar að því að þú getir skapað þér vettvang til að spila.“ Minni upptökukostnaður Skýi’a má aukna útgáfu að hluta ' með því hversu upptökukostnaður hef- ur lækkað, en hann er stærstur hluti kostnaðarins við að gefa út hljómplötu. Það er þó ekki einhlítt, því þótt hann hafi lækkað er enn nokkuð í land að út- gefendur á klassík hér á landi geti gengið að því vísu að útgáfan muni standa undir sér, því þó salan fari vax- andi hleypur hún enn á hundruðum diska en ekki þúsundum. Klassískir diskar seljast líka á lengri tíma en poppdiskar og þannig getur tekið tvö til þrjú ár að selja disk með klassískri tónlist fyrir kostnaði. Utgáfan er því öðrum þræði hugsjónastarf, því þótt mai’kaðslegur og óbeinn ávinningur sé af útgáfunni, er erfitt að ætla sér að reka fyrirtæki með óbein rekstrai’- markmið í huga. Islensk tónverkamiðstöð er umsvifa- mikil í útgáfu á íslenskri tónlist og var reyndar stofnuð gagngert til þess árið 1968, enda er hún í eigu tónskálda. Fyrsti geisladiskurinn kom út 1988, en áður höfðu komið út tíu vínylplötur. Framkvæmdastj óri tónverkamiðstöðv- arinnar er Ásta Hrönn Maack. Ásta segir að tónverkamiðstöðin hafi þá sérstöðu að 90% af upplaginu sé dreift án endurgjalds og gefur augaleið að útgáfan sem slík borgi sig aldrei sé miðað við peningalegan hagnað. „Við lítum á útgáfuna sem mjög verðmæta fjárfestingu í markaðssetningu á ís- lenskri tónlist og hún er hagkvæmasta og áhrifaríkasta tækið sem miðstöðin hefur til þess.“ Ásta segh’ að tónverkamiðstöðin reyni að gefa út fjóra til fimm diska á ári, en stundum hafi þeir verið fleiri og stundum færri. „Vegna þess hvernig miðstöðin er upp byggð höfum við ekki bolmagn til að gefa út eins mikið og við viljum, því verkefnin eru óþrjótandi." Ásta segir að ákveðnir liðii’ í útgáfu- kostnaðinum fari lækkandi, en þar sem tónverkamistöðin líti á diskinn sem kynningargagn sé mikil vinna lögð í umbúðir og bæklinginn sjálfan. Sá kostnaður hafi ekki lækkað og muni seint lækka. „Við sendum reglulega útgáfur okkar á söfn og til útvarps- stöðva út um allan heim. Oft er þetta eina efnið sem til er um íslenska tón- list á viðkomandi stað þannig að miklu skiptir að efnið sé vandað, að hver diskur sé eins góður og frekast er kostur.“ Japís hefur gefið út nokkuð af sí- gildri tónlist á undanförnum ánim, til að mynda plötur með Steinunni Bh-nu Ragnarsdóttur og Bryndísi Höllu Gylfadóttur, Peter Maté og Guðrúnu S. Birgisdóttur og Guðna Franzsyni og Gerrit Schuil, svo dæmi séu tekin frá síðasta ári. Ásmundur Jónsson hjá Japís segir að útgáfan hafi farið af stað til að stykja ímynd Japís sem innflytj- anda og seljanda á sígildri tónlist. Stór hluti starfsemi plötuverslunar Japís snúist um klassíska tónlist og stjórn- endur fyrirtækisins hafi viljað undistrika það með þvi að gefa út nokkra diska á ári. „Þessi útgáfa borg- ai’ sig alltaf að mínu mati,“ segir Ás- mundur, „þótt það geti tekið nokkurn tíma. Islenskir plötukaupendur meta nú íslenska tónlistarmenn til jafns við s erlenda þegar þeir eru að skoða diska, og láta verkin ráða frekar en auglýst nöfn frá útlöndum." Ásmundur er einnig í forsvari fyrir útgáfuna Smekkleysu, útgáfufélag Sykurmolanna, sem hefur meðal ann- ars gefið út popp- og rokktónlist, en einnig hefur Smekkleysa gefið út sí- gilda tónlist, þar á meðal viðhafnarút- gáfu af söngupptökum Einars Krist- jánssonar, safn upptakna með Guð- mundu Elíasdóttur og útgáfuröðina sem kallast íslenska einsöngslagið. Fyrir skemmstu kom einnig út frá Smekkleysu safn verka Sveins lúð- víks Björnssonar í flutningi Caput hópsins. Að sögn Ásmundar hyggst Smekk- * leysa enn auka útrgáfuna á næstu ár- um og meðal annars segir hann vilja til þess að gefa út meira af upptökum ís- lenskra söngvara fyrri ára sem flestar hafa ekki heyrst árum saman eða jafn- vel aldrei, aukinheldur sem Smekk- leysa hafi hug á að gefa út meira af verkum ungi-a tónskálda líkt og Sveins Lúðvíks. Smekkleysa gaf líka út fyrir stuttu disk með úrvali úr rímnaupp- tökum í safni Árnastofunar. Mál og menning hefur einnig gefið út diska með sígildri tónlist, þrjá Schubert-diska með þeim Kristni Sig- mundssyni og Jónasi Ingimundarsyni, einn disk með Kristni að syngja óperu- aríur og svo loks disk með lögum Atla Heimis Sveinssonai’ við ljóð Jónasar Hallgi-ímssonar. Sigurðm’ Svavarsson framkvæmdastjóri segh- að diskaút- gáfa hafi verið aukabúgrein hjá fyrir- tækinu, sem er stærsti bókaútgefandi landsins, og enn séu menn að bræða með sér hvernig útgáfunni verði hátt- að í framtíðinni þótt vilji sé fyrir því að halda henni áfram. „Við sjáum enga ástæðu til að draga úr útgáfunni, en höfum ekki gert upp við okkur hvernig við högum málum í framtíðinni, hvort við stofnum til að mynda sérstakt merki fyrir slíka útgáfu. Við höfum hug á að gefa út fleiri diska með klasískri tónlist og út í jazz, en popp og rokk látum við aftur á móti eiga sig.“ Sigurðm- segir að útgáfa af þessu tagi geti vel borgað sig ef upptöku- kostnaði sé haldið í lágmarki. Það sé helst þegar menn séu að taka upp með fjölskipaðri hljómsveit eða eyða mikl- um tíma í hljóðveri að erfiðara verður að selja upp í kostnað. „Ef tekst að halda kostnaðinum niðri er ekki meh’i ^ áhætta að gefa út diska en bækur.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.