Morgunblaðið - 13.08.1998, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.08.1998, Qupperneq 36
r 36 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ #r * Að svíkja samfélagið Hvernig líður skattsvikaranum þegar hann nýtur niðurgreiddrar læknisþjónustu, niðurgreiddra lyfja og sendir börnin sín í skóla sem samfélagið stendur straum af? V'ILTU nótu eða á ég að vinna þetta nótu- laust? Ég man eftir manninum sem mælti þessa setn- ingu fyrstur í mín eyru. Hann horfði meira að segja i augun á mér á meðan. Án þess að roðna. Ekkert pukur, ekkert hvísl. Vildi ég borga virðisaukaskatt- inn af verkinu, eða ættum við báðir að láta sem peningarnir, sem áttu að skipta um eiganda nokkrum mínútum síðar, hefðu aldrei færst úr mínum vasa í hans? Vildi ég borga Friðriki Sophussyni það sem honum bar af viðskiptun- VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrimsson um eða ekki? Sá fyrsti var því miður ekki sá síðasti. Skattsvik virðast svo algeng í þjóðfélaginu að með ólíkindum er og hljóta að vera einn mesti vágestur í nútíma samfélagi hvarvetna. Fullyrt hefur verið í mín eyru að fjáriög íslenska ríkisins gætu verið hallalaus hvert einasta ár væri svikunum útrýmt, en slíkt virðist borin von. Éða hvað? Skyldi ekki hægt með ein- hverjum hætti að höfða til skyn- semi fólks í þessu sambandi; vekja það til umhugsunar um hve skattsvik eru slæmt mein? í mörgum tilfellum fara ekki saman uppgefnar tekjur fólks, miðað við skatta, og lífsskilyrði þess. Það er vitað mál. Margir virðast í þeirri aðstöðu að geta búið þannig um hnútana að lifa í vellystingum þrátt fyrir að fá einungis greidd laun sem að annarra áliti hrykkju varla fyrir nauðsynjum. Fólk sem stundar viðskipti kaupir ýmiskonar varning á vegum fyrirtækisins, sem er svo notaður til einka- nota. Þetta er vitað mál og hægt að nefna dæmi þó ekki vilji ég gera það. Þess þarf ekki. Rökin sem ég hef heyrt eru þessi: Hvers vegna ekki ég fyrst allir hinir stunda þessa iðju? „Nótulausu viðskiptin“ svo- kölluðu virðast orðin þjóðar- íþrótt hér á landi ekki síður en handbolti og glíma; líklega enn vinsælli. Það er auðvitað siðleysi - og með algjörum ólíkindum hve það virðist útbreitt - að ýmsar stéttir manna bjóði vinnu sína með þeim hætti sem fremst í þessum pistli er lýst, og það al- gjörlega blygðunarlaust. Érið- rik er reyndar ekki lengur nefndur á nafn í þessu sam- bandi, Geir H. Haarde er kom- inn í hans stað, en haldi menn að þeir séu að svíkja fjármála- ráðherrann með þessum „nótu- lausu viðskiptum“ er það auðvit- að hinn mesti misskilningur. Þeir eru að svíkja þjóðina í heild og þar með sjálfa sig. Væru skattar, hvaða nafni sem þeir nefnast, greiddir hérlendis eins- og lög og reglur kveða á um, væri mun blómlegra að lifa í landinu. Því skal ég ekki mót- mæla að skattar ýmiskonar eru allt of háir á Islandi, margskon- ar önnur gjöld sömuleiðis, en ástæðan hlýtur einmitt að vera sú - að hluta til - hversu mikið er svikið undan. Fengi ríkið allt sem því bæri væri hægt að létta á skattbyrði og lækka gjöldin; það væri hægt, ég fullyrði það, en annað mál er svo hvort það yrði gert. Stjórnvöldum yrði auðvitað að treysta til þess. Skattsvikarar ættu að velta því fyrir sér með hvaðá hætti þeir hafa sýkt þjóðfélagið. Hvernig þeir fara með aðra þegna landsins, þá samvisku- sömu og grandvöru sem greiða það sem þeim ber. Og í raun miklu meira en þeir þyi'ftu, ef allt væri með felldu. Skattsvik- arar ættu að hugleiða að þeir fá sömu þjónustu og þeir sem standa skil á sínu, bæði beinum, hefðbundnum sköttum og neita að stunda „nótulaus viðskipti"; neita að stuðla að svartri vinnu, svokallaðri, og það get ég full- vissað viðkomandi um að slíkt fólk er enn til, þó sumum finnist það ef til vill hlægilegt. Finnist þeir þegnar landsins hallæris- legir og gamaldags. Sumir kunna að hugsa: Ef ég get svindlað, hvers vegna ekki að gera það? Þetta fólk nýtur svo niðurgreiddrar læknisþjónustu eins og hinir, niðurgreiddra lyfja, sendir börnin sín í skóla sem samfélagið stendur straum af, ekur á malbikuðum vegum sem lagðir eni af hinu opinbera fyrir alla þegna þess og svo mætti lengi telja. Getur verið að þjóðin sé orðin svo óforskömmuð að henni finn- ist það meira en sjálfsagt að svíkja sjálfa sig einsog henni er frekast unnt? Ég hygg þetta sé hluti af því mikla agaleysi og þein-i landlægu óvirðingu sem virðist hrjá íslendinga; ekki síst gagnvart umhvei'fmu. Ég ók á eftir feðgum á dögunum eftir fjölfarinni umferðargötu í Reykjavík, faðirinn hafði ber- sýnilega verið að fá sér eitt- hvert sælgæti og bréfinu utan af því fleygði hann út um glugg- ann eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Þetta var tiltölulega ungur maður og sonur hans, lík- lega tíu ára eða þar um bil, sat í framsætinu. Undrast einhver þó börnin beri ekki virðingu fyrir umhverfi sínu þegar þau eru al- in svona upp? Ungur nemur, gamall temur. Bílstjórinn hefur sjálfsagt viljað stuðla að því að þeir starfsmenn borgarinnar sem sjá um að halda henni hreinni hafí nóg að gera. Fái jafnvel yfirvinnu og greiði þar með meira til samfélagsins í formi skatta en ella ... Hvernig líður fólki, sem veit að það hefur ekki greitt nema lítinn hluta þess sem því ber í sameiginlegan sjóð lands- manna, þegar það þarf nauð- synlega á hjálp að halda? Leggst inn á sjúkrahús og þiggur rándýra meðferð sér að kostnaðarlausu? Því getur eng- inn svarað nema sá sem á í hlut. Skattsvikarar landsins ættu að reyna að setja sig í slík spor og svara sjálfum sér í huganum. Og fara svo að leik- reglum næst. Um málefnalega gagnrýni á ómálefnalega dóma MORGUNBLAÐIÐ birti sl. þriðjudag frá- sögn af grein, sem Garðar Gíslason hæsta- réttardómari skrifaði í júlíhefti Úlfljóts, tíma- rits laganema, og fjallar um gagnrýni lögmanna á dómstóla. Segir hann þar „að freistist lög- menn til að ráðast á dómstóla með ómál- efnalegum hætti yfir- gefi þeir það siðaða samfélag sem dómarar og lögmenn leitist við að halda uppi“. Lýsir hann fagm-lega hinum öguðu vinnubrögðum sem dómstólar beiti í stai’fi sínu, þar sem þeir virði sann- leikann og réttlætið. „Nú á tímum æsifrétta í fjölmiðlum, þegar sjón- varpið ráði ferðinni, sé sannleikur ekki hafður að leiðarljósi í frétta- flutningi í jafn íákum mæli og áður, og ýmsir eigi því ei'fitt með að þola að aðrir vh'ði meginreglur sem þeir sjálfir virði ekki lengur"!? Tilefni þess að Morgunblaðið birt- ir úrdráttinn úr grein Garðars er vafalaust áhugi blaðsins á að fylgja efth' með umræðum því efni sem ég fjallaði um í viðtali í blaðinu 1. ágúst sl., en þar kom fram gagnrýni á vinnubrögð Hæstaréttar Islands, m.a. í málum sem dæmd voru sl. vor og vörðuðu gildi reiknireglna skaða- bótalaganna frá árinu 1993. Á blaðið þakkh' skildar fyrh' að taka upp um- ræður um þetta efni. Garðar Gíslason hæstaréttardóm- ari virðist vilja skipa gagnrýni í tvo flokka, málefnalega gagnrýni og ómálefnalega. Leitar hann stoðar fyrir þessari flokkun í siðareglum lögmanna og telur að málefnaleg gagnrýni á dómstóla sé lögmönnum heimil en ómálefnaleg ekki. Lítum aðeins nánar á þetta. Ekki er á því vafi að starfandi lög- menn njóta alls hins sama tjáningar- frelsis og aðrir borgarar njóta. Tján- ingarfrelsi er jafnt fyrir „málefna- legar“ skoðanir og „ómálefnalegar“. Kjósi lögmaður að gagnrýna dómstól er það hann sjálfur sem ákveður hvað hann seg- ir. Sé það órökstutt og ósannfærandi („ómál- efnalegt" svo notað sé orðfæri Garðars Gísla- sonar) er viðbúið að orðin verði einskis met- in. Hann ber sjálfur alla áhættu af því. Flóknara er það ekki. I viðtali við Morgun- blaðið sagði Garðar Gíslason að greinin í Úlfljóti væri almenns eðlis og hefði ekkert með einstaka lögmenn að gera. Það er því ljóst að hann beinir engum skeytum að mér og gagnrýni minni á dóminn. Hann sér sjálfsagt jafn vel og hver annar, að hún verður aldrei afgi'eidd sem ómálefnaleg, enda hef ég fært fram sterk málefnaleg rök fyrir öllu sem Eg tel orðræðu Garð- ars Gíslasonar, segir Jón Steinar Gunn- laugsson, í raun og veru vera ákall um að lögmenn gagnrýni ekki dómstóla. ég hef sagt. Þannig skýrði ég frá því að ég hefði gert kröfu um að dómar- arnh' vikju sæti til að þurfa ekki að dæma um atriði sem vörðuðu starfs- heiður fasts samdómara þeirra og einnig frá því að þeir hefðu synjað þessari ki'öfu, án þess að víkja einu orði að þeim röksemdum sem hafðar voru uppi fyrir henni. Ég skýrði líka nákvæmlega frá því, hvað það væri í hinni efnislegu úrlausn réttarins sem ekki fengi staðist sem hlutlaus lög- fræðileg úrlausn. Á þessum grund- velli ályktaði ég, að dómararnir hefðu tekið vildai'hagsmuni gagnvart samdómara sínum fram yfir skyldu sína til að dæma fólki í landinu þann rétt sem því ber. Þetta er eins mál- efnalegt og hugsast getur. Ef satt skal segja tel ég orðræðu Garðars Gíslasonar í raun og veru vera ákall um að lögmenn gagnrýni ekki dómstóla. Sé það rétt til getið, er ekki hægt að láta það eftir honum. Dómstólar fara með einn hinna þriggja valdþátta ríkisins, dómsvald- ið. Handhafar annarra þátta, lög- gjafar- og framkvæmdavalds, þurfa að bera ábyrgð á meðferð sinni á því valdi sem þeim er fengið. Alþingis- menn þurfa að leita endurkjörs og æðstu handhafar framkvæmdavalds, ráðherrarnir, sitja í skjóli þingsins og bera ábyrgð gagnvart því. Dóm- arar bera enga svona ábyi'gð. Þeir eru æviráðnir og sitja áfram, þrátt fyrir að meðferð þeirra á því valdi sem þeim hefur verið fengið sé ábótavant. I þokkabót vilja þeir vera hafnh- yfir gagmýni! Þeir segjast ekki geta svarað fyrir sig og þess vegna megi ekki gagnrýna þá. Með þessu eru þeir í raun og veru að óska eftir þögn um það sem aflaga kann að fara í starfsemi þeirra. Þetta gengur ekki. Það er a.m.k. jafn rík þörf á að gagnrýna meðferð þeirra á því ríkisvaldi sem þeim hefur verið fengið og á að gagnrýna aðra hand- hafa ríkisvalds. Þess vegna er ástæða til að hvetja lögmannastétt- ina í landinu til dáða á þessu sviði. Lögmenn þekkja betm' en aðrir hvar skórinn ki-eppir. Þeir eiga ekki að hika við að tala um það. Með þeim eina hætti er einhver von til að dóm- starfið í landinu fari batnandi. Það er annars skondið að heyra menn kvarta yfir ómálefnalegri gagnrýni á dómaraverk án þess að víkja einu orði að ómálefnalegum dómum. Dómarnir frá í vor í skaða- bótamálunum voru ómálefnalegir. Með því á ég við að dómsforsendurn- ar voru með öllu ófullnægjandi. Það er miklu alvarlegra að kveða upp ómálefnalega dóma en að hafa uppi ómálefnalega gagnrýni á þá. Hvað ætli Garðar Gíslason réttarheim- spekingur og hæstaréttardómari segi um þetta? Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Jón Steinar Gunnlaugsson Gróðinn af fátæktinni í JÚLÍ sl. voru fyrst lagðir fram ársreikn- ingar Reykjavíkurborg- ar fyrir árið 1997. Sam- kvæmt frásögn Mbl. af uppgörinu er hagnaður borgarsjóðs í árslok 881 milljón kr. Þessi árang- ur náðist vegna sölu á leiguíbúðum borgarinn- ar til Félagsbústaða hf. en þær voru seldar á 4,2 milljarða kr. sem bætti fjárhagsstöðu borgar- sjóðs um nær 2,7 millj- arða kr. á árinu. Án söl- unnar hefði tap borgar- sjóðs orðið 1,8 milljarð- ar kr. Ekki er nefnt að samkvæmt samþykkt- um Félagsbústaða hf. og því breska módeli sem unnið var eftir áttu leigj- endur Félagsbústaða hf. að borga þetta allt. A fundi 3. des. sl. kynnti stjórn Félagsbústaða hf. okkur hjá Leigjendasamtökunum stöðuna eins og hún var og höfðu þá reiknað út að leigan yi'ði að hækka um 100% til jafnaðar til að standa undir þessum kostnaði. Barátta leigjenda bar árangur Er Leigjendasamtökin höfðu gert þetta opinbert og kynnt það leigj- endunum, sem risu upp og mót- mæltu, fóru R-lista kellingarnar að tvístíga og borgarstjóri að andmæla eigin stefnu. Engin svör fengust þó um kjör fólksins fyrr en í maímánuði að svar barst undirritað af borgarrit- ara, en þá höfðu Leigj- endasamtökin vísað málinu til umboðs- manns Alþingis. Sam- kvæmt svarinu hafði borgarráð loks ákveðið leigukjörin hinn 4. maí sl. rúmu ári eftir stofn- un fyrirtækisins. Þá fyrst var horfið frá þeirri fyrirætlan að láta leigjendurna bera allan kostnaðinn. Barátta Leigjendasamtakanna og leigjendanna sjálfrá hafði borið árangur. Samkvæmt Mbl. segir borgarstjóri að einung- is hafi verið seldar „al- mennar leiguíbúðir". Þetta er bull, þær eru allar félags- legar og þeim ráðstafað á samráðs- funum þar sem hver umsókn er met- Borgin, segir Jón Kjartansson, hefur aldrei rekið almennar leiguíbúðir. in. Borgin hefur aldrei rekið almenn- ar leiguíbúðir. í kosningabaráttunni reyndi borgarstjóri að koma í veg fyrir umræður um þetta mál. Mætti m.a. í eigin persónu á fréttastofur í því skyni (fréttamaður hringdi til mín að slíkri heimsókn lokinni og sagði mér erindi hennar). I skjóli einokunar reyndi borgarstjóri síðan Jón Kjartansson frá Pálmholti að kenna mér um verk sín. Var ein- hver að tala um ófrægingarherferð? Hvaðan komu svo þeir 2,7 milljai'ðar kr. sem bættu stöðu borgarsjóðs? Þeir komu úr bankanum og skrifast sem skuld hjá Félagsbústöðum hf. Og hver á að borga þá skuld? Það verður borgarsjóður að gera sem eigandi fyrirtækisins, nema Félags- bústaðir hf. verði seldir sem vita- skuld hefur alltaf verið ætlunin. Til hvers er hlutafélag annars? Afnám allrar samfélags- ábyrgðar í húsnæðismálum Allt er þetta í fullu samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar eins og hún var kynnt með húsnæðisfrumvarpi félagsmálaráðherra í vetur. Sam- kvæmt því átti m.a. að leggja niður allt félagslegt húsnæði í landinu og heimila sveitarfélögum að selja leiguíbúðir sínai' (með samþykki ráð- herra). Auk þess boðaði ráðherra endurskoðun á Lögum um félags- þjónustu sveitarfélaga í þeim til- gangi að afnema alla samfélagsá- byrgð í húsnæðismálum. Þá komu fleii'i til andmæla m.a. ASI og BSRB. Knúðar voru fram verulegar breytingar á frumvarpinu. Þótt fyrsta orrustan hafi að talsverðu leyti unnist, er nauðsynlegt að menn haldi vöku sinni því hugmyndirnar eru áreiðanlega ekki dauðar. Þær eru líka í samræmi við gjörðir „fé- lagshyggjuaflanna" í öðrum löndum m.a. í Bretlandi en þar hafa leiguí- búðir sveitarfélaga verið seldar og kostnaði velt á leigjendurna með skelfilegum afleiðingum fyrir fátækt fólk. Það er óskaplegt að horfa upp á þjónkun þessara aðila við auðhringa- væðinguna sem ranglega er kölluð einkavæðing. Höfundur er formaður Leigjenda- samtakanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.