Morgunblaðið - 13.08.1998, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ
38 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998
ELDHUSBORÐ OG STOLAR
MIKIÐ ÚRVAL - ÓTRÚLEGT VERÐ
BORÐ 70x110 + 4 STOLAR, AÐEINS 24.500 STGR.
□□□□□□
36 mán.
HUSGAGNAVERSLUN
ReykjaviKurvegi 66, Hatnartirði, sími 565 4100 36 mnn.
Haustsprengja
Heimsferða fil
Benidorm
2. og 9. sept.
frá lcr. 29.932
^yggðu þér síðustu
__ s®tin í haust.
Nú getur þú tryggt þér hreint ‘
ótrúlegt tilboð Heimsferða í haustsólina til
Benidorm í haust og smellt þér í eina viku eða tvær til
þessa vinsæla áfangastaðar frá aðeins 29.900 kr. íbúð-
argisting í hjarta Benidorm, þaðan sem er örstutt á strönd-
ina, og veitinga-og skemmtistaðir allt í kring. Og meðan á
dvölinni stendur nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra
Heimsferða allan tímann.
Verð kr.
29.932
Verð kr.
39.932
M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára,
vikuferð Mariscal, 2, og 9. sept.
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára,
2 vikur Mariscal, 2, og 9. sept.
Verð kr.
39.960
M.v. 2 í íbúð, vikuferð, 2 eða 9. sept.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Vettvangur fólks í fasteignaleit
. m b I. i s/fa s t e í g n i r
AÐSENDAR GREINAR
Osanngjarn
bumbusláttur
ATHUGASEMDIR
við skrif ótilgreinds
fjölda hljóðfæraleikara í
Sinfóníuhljómsveit ís-
lands í Morgunblaðinu
hinn 24. júlí sl. undir yfir-
skriftinni Barið í bumbur
vegna viðtals Orra Páls
Ormarssonar í Lesbók
Morgunblaðsins 18. júlí
sl. við Runólf Birgi Leifs-
son, fráfarandi fram-
kvæmdastjóra hljóm-
sveitarinnar.
Undirritaður hefur
verið í þeirri aðstöðu að
geta fylgst daglega með
rekstri Sinfóníuhljóm-
Gunnar Egilson
sveitar Islands frá þeirri stundu sem
Runólfur Birgir Leifsson tók við
starfi framkvæmdastjóra hljómsveit-
arinnar og tók auk þess fyrst í stað að
hluta til sjálfur þátt í þeim breyting-
um sem gerðar voru á rekstri hljóm-
sveitarinnar eftir að Runólfur tók við
starfi sínu hjá SI. Eg get því ekki
annað en lýst undrun minni yfir þeim
óvægnu ásökunum sem fram koma í
grein hljóðfæraleikara hljómsveitar-
innar í garð Runólfs Birgis nú þegar
hann lætur af störfum efth- átta ára
starf sem framkvæmdastjóri SI.
Hver sem lesið hefur viðtal Orra
Páls við Runólf Birgi getur borið að
hvergi sé í því að finna „ótrúlega nei-
kvæðni gagnvart hljóðfæraleikurum
hljómsveitarinnar" né heldur að „af
staðhæfingum í viðtalinu megi ætla
að bæði líf Sinfóníunnar og listræn
gæði væru Runólfi Birgi einum að
þakka“ og þaðan af síður að í viðtal-
inu sé Runólfur að „senda kaldar
kveðjur til þeirra sem unnið hafa
óeigingjamt starf í þágu hljómsveit-
arinnar frá upphafi allt til þess að
Runólfur Birgir tók við stjórnar-
taumunum".
Eitt af þvi fyrsta sem Runólfur
sneri sér að þegar hann hóf störf hjá
SI var að taka fyrirkomulag aðgöngu-
miðasölunnar til gagn-
gerrar endurskoðunar
því sala áskriftarskír-
teina var komin niður í
tæplega 600 og á því
varð að ráða bót því nán-
ast engin endurnýjun
átti sér stað og því má
með sanni segja að
hljómsveitin hafi „verið
að lognast út af í vissum
skilningi". I viðtalinu
greinir Runólfur ft-á
aþeim breytingum sem
gerðar voru til að örva
söluna, m.a. að skipta
starfsárinu úr einni tón-
leikaröð í fjórar auk þess
sem hann innleiddi mismunandi
magnafslátt í miðasöluna.
Það blandast engum hugur um að
hljómsveitin naut ekki mikilla vin-
sælda eða skilnings fyrir rúmum ára-
tug og á ég bágt með að trúa að
hljómsveitarmenn hafi gleymt þeim
umræðum sem fram fóru á sínum
tíma að heillavænlegast væri að
leggja hljómsveitina niður bæði
vegna lélegrar og dvínandi aðsóknar
Sjá má, segir Gunnar
Egilson, að vandinn
er ekki persónu-
gerður óvinur.
og hins hrikalega rekstrarhalla sem
var á henni. Runólfur tók fljótlega þá
stefnu að beita sér fyrir aukinni fjöl-
breytni í viðfangsefnum hljómsveitar-
innar og vekja þannig áhuga fleira
fólks á því að hér væri starfandi
hljómsveit sem vert væri að gefa
gaum. Stóraukin aðsókn að tónleikum
hljómsveitarinnar, frábær leikur
hennar og skynsamlegur rekstur hef-
ur gert það að verkum að nú heyrast
ekki slíkar neikvæðar raddir.
Rekstrarvandi hljómsveitarinnar
er orsökin fyiir flestum þeim atriðum
sem greinarhöfundar byggja ásakan-
ir sínar á hendur Runólfi á eins og
t.a.m. erfiðir kjarasamningar sem
stjórnuðust fyrst og fremst af þeim
takmarkaða fjárhagsramma sem
hljómsveitinni er settur en ekki
vegna „neikvæðni framkvæmdastjór-
ans gagnvart hljóðfæraleikurum
hljómsveitarinnar". Samstarfsörðug-
leikana við Osmo Vánská má rekja til
ýmissa atriða sem þjónar engum til-
gangi að tíunda nánar en þó má geta
þess að Vánská var m.a. ósáttur við
hve kjarasamningur hljóðfæraleikar-
anna takmarkaði möguleikana á nýt-
ingu þeirra miðað við aðrar hljóm-
sveitir. Það væri óskandi að hægt
væri að halda fleiri tónleika í viku
hvem en þá einu sem kjarasamning-
ur hljómsveitarfólks heimilar en til
þess þarf að auka rekstrarfé hljóm-
sveitarinnar.
Þegar grannt er skoðað má sjá að
vandinn er ekki persónugerður óvin-
ur sem greinarhöfundar telja sig sjá í
Runólfi Birgi heldur er það hinn
þröngi stakkur sem honum er sniðinn
til að halda hljómsveitinni gangandi.
Hljómsveitarfólki má vera ljóst að í
starfi sínu hefur Runólfur Birgir öðru
fremur staðið vörð um starf hvers
einasta hljómsveitannanns og séð til
þess að enginn hafi misst vinnu sína
þrátt fyrir þá miklu fjárhagsörðug-
leika sem hljómsveitin hefur átt við
að glíma eins og aðrar opinberar
stofnanir. Starf Runólfs var og er
fólgið í því að halda útgjöldum innan
rammans sem fjárveitingavaldið set-
ur honum, - hann setur ekki þann
þrönga ramma heldur er honum sett-
ur sá rammi og yfirstjórn hljómsveit-
arinnar gerir þá kröfu að rekstrar-
kostnaður sé innan þeirra marka.
Það er ósk allra sem kunna að meta
hið mikla og merkilega starf sem okk-
ar frábæra hljómsveit vinnur að um
hana megi ríkja friður og eðlileg upp-
bygging. Eg ber með mér þá von að
allir sem að máli hljómsveitarinnar
koma, fjárveitingavaldið, áheyrendur
og starfsfólk allt, taki höndum saman
um að svo megi verða.
Höfundur er fv. tónleikastjdri SÍ og
hljóðfæraleikari.
FYRIR skömmu
blossuðu upp eldar í
bankamálum landsins í
líkingu við það sem ger-
ist þegar brennuvargar
kveikja bál á mörgum
stöðum í sömu húseign-
inni. Samlíkingin fellur
eins og flís við rass í yfir-
færðri merkingu. Þessi
brunatíð hófst með því
að Finnur Ingólfsson
(,,VIP“) reið á vaðið og
skýrði þjóðinni með æfð-
um fjálgleika frá því að
nú mætti ekki dragast
stundinni lengur að selja
Landsbankann, þar við
lægi heill og velferð þjóð-
arinnar í bráð og lengd. Þar með
varð ráðherrann orðinn ber að því að
hafa flutt Aiþingi bláber ósannindi
þegar hann marg sór fyrir það að
hlutabréf í bankanum yrðu seld
a.m.k. næstu fjögur árin, þegar hann
var að kúska hlutafélagalögin um rík-
isbankana í gegn á þingi. Slíkur
verknaður yrði í siðmenntuðu þjóðfé-
lagi talinn nægja til að ráðherrann
bæðist lausnar án tafar.
Næstur tók til máls sjálfur formað-
ur Framsóknarflokksins og utanríkis-
ráðherrann og bætti um betur. Sagði
hann málið þegar hafa verið rætt við
erlenda fjármagnseigendur og hefði
a.m.k. einn lýst áhuga á málinu. Ekki
vildi hann greina írá því hverjir þess-
ir erlendu aðilar væru, en játaði þó að
Sænski einkabankinn væri í raun
þessi áhugasami erlendi fjármagns-
eigandi. Ekki greindi ráðherrann frá
því hvaðan honum eða öðrum kæmi
heimild til viðræðna við erlenda aðila
um sölu sjálfs þjóðbankans. Þustu nú
lærisveinar og dýrkendur Hannesar
Hólmsteins fram á ritvöllinn og æptu
í kór selja, selja. Meira að segja kom
frammákona innan Sjálfstæðisflokks-
ins í sjónvarpsviðtal og sagði þing-
flokk sjálfstæðismanna vilja selja
frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk
banka
NÚNA. Lagði hún slíkan
þunga í orðið NÚNA að
manni brá og spurði
sjálfan sig: Við hvað er
konan svona hrædd,
sameiningu „vinstri afl-
anna“ eða þingfiokk
Sverris Hermannssonar?
Morgunblaðið tók í sjálfu
sér undir sölu á hluta-
bréfum ríkisbankanna,
en af áunninni skynsemi
og sanngimi hin síðari ár
lagðist blaðið eindregið
gegn sölu sjálfs þjóð-
bankans til erlendra fjár-
magnseigenda. Hnykkti
blaðið á því næsta dag og
sagði ríkisstjómina
skorta allar lagaheimildir til slíkra
verka.
Hvað á að selja?
Utanríkisráðherra virðist vera aðal
þungaviktarmaðurinn í þessum sölu-
málum bankanna, a.m.k. hefur hann
oftast komið fram í viðtölum við fjöl-
miðla um málið og talið það lykilatriði
Það eru sparifjáreig-
endur, segir Bergur
Sigurbjörnsson, sem
selja á í hendur er-
lendra lénsherra.
að þjóðbanki íslands skyldi seldur í
hendur erlendra peningafursta og
lénsherra. „En hvað ætlar Dóri minn
að selja?“ Gæti það ekki verið dálítið
gagnlegt fyrir hann að íhuga málið?
Ljóst er að erlendir ríkisbubbar
sækjast ekki eftir því að kaupa
bankahús á Islandi, enda þótt íburður
í þeim byggingum sé síst minni hér
en erlendis. Varla mun þeim lítast á
útlánalistana, sem þurft hefur að af-
skrifa um milljarða síðustu árin. Ekki
era aðrar eignir merkilegar í þeirra
augum, að undanskildum eignum sem
gefa þeim færi á því að komast bak-
dyramegin inn í fiskveiðilögsöguna og
orkulindir landsins.
Stærsta eignin, sem hinir erlendu
aðilar vilja gína yftr, er sparifé lands-
manna, sem er nú í vörslu bankans.
Það em sem sé sparifjáreigendur
landsins, sem á að selja í hendur er-
lendra lénsherra.
En ráða þeir Finnur og Halldór við
þetta dæmi? Andúð almennings á að
selja erlendum fjármálajöfrum sjálf-
an þjóðbankann er yfirþyrmandi. Ef
eitthvað svipað gerðist í þessu sam-
bandi og gerðist þegar almenningur
sprengdi gullfót peningakei-fisins í
tætlur?
Ef sparifjáreigendur streymdu í öll
bankahús Landsbankans og tækju út
sparifé sitt og legðu það inn hjá spari-
sjóðunum eða Islandsbanka?
Já, hvað þá? Væri nú ekki rétt að
doka við og líta á almenning í nýju
ljósi? Með vald, ef hann vill.
Hvaða Svíar eru hér á ferð?
Það gæti einnig verið fróðlegt fyrir
Halldór, sem sýnilega vill nú taka
völdin af Finni, að athuga hverjir eru
hér á ferð. Þetta eru örugglega
traustir og viðræðugóðir menn sem
kunna alla samningatækni utanbókar.
En þetta eru jafnframt harðdrægn-
ustu peningafurstar í Svíaríki. Það
gæti verið þess virði að athuga, hvort
þessir aðilai' áttu sinn þátt í að flytja
sænsk stórfyrirtæki til Portúgals og
annarra iáglaunalanda í því skyni að
ná sem mestum gróða. Þessi fyrir-
tækjaflutningur úr landi varð til að
skapa atvinnuleysi og samdrátt í Sví-
þjóð, sem þessi ríka og dugmikla þjóð
sér ekki enn fyrir endann á. Já, lífið
er ekki eintómur fagurgali yfir glasi á
góðri stundu. Það kemur ansi oft að
skuldadögum og eitt er víst:
S.E.Bank kemur ekki tii íslands til að
ná í einhverja smáaura. Ef einhver
,Alfinnur álfakóngur" heldur það á
hann eftir að vakna við vondan
draum.
Höfundur er fyrrverandi
aiþingismaður.
Að selja
Bergur
Sigurbjörnsson