Morgunblaðið - 13.08.1998, Side 39

Morgunblaðið - 13.08.1998, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 39í“ V » I » I I I í I I Ú' » I - I * I ÝMSIR tóku eftir yfirlýsingum forsvars- manna stórkaupmanna í Morgunblaðinu sl. vor um að Útflutnings- ráð væri óþarft og kommúnismi af verstu gerð. Raunar væri öll önnur útflutningsefl- andi starfsemi en sú sem þeir rækju og svo utanríkisráðuneytið tímaskekkja og óþarfi hinn mesti. Þessum yfirlýsing- um fylgdi ekki rök- stuðningur að gagni og einungis greinanleg þau rök þeirra að út- flutningsmálagjaldið (0,015% af vöruveltu allra fyrirtækja í land- inu) væri skattur sem ósanngjarnt væri að þeir þyrftu að greiða. Hvort útflutningsmálagjaldið er besta formið á fjármögnun Út- flutningsráðs skal ósagt látið en ég get ekki fallist á að stórkaupmenn eigi að vera þar undanskildir, því að útflutningsefling er málefni allr- ar þjóðarinnar og ekki síst þeirra sem hafa aðalframfæri sitt af því að flytja inn vörur fyrir gjaldeyri sem útflutningurinn aflar. Útflutningseflandi starfsemi í áþekku formi og hér tíðkast er staðreynd í öllum nálægum löndum og fjármögnun hennar sömuleiðis. Og ef þau lönd, sem öll eru marg- falt stærri og fjölmennari en við er- um, þurfa á útflutningseflingu að halda, þá þurfum við á henni að halda. Svo mikið er víst, þó ekki væri nema til að reyna að jafna samkeppnisstöðuna. í útflutningi er aðalregl- an sú að fyrirtækin flytja út einhvern ör- lítinn hluta framleiðslu sinnar eftir að heima- markaðnum hefur ver- ið fullnægt. Hér er þetta mjög oft öfugt. Fyrirtækin flytja út stærstan hluta fram- leiðslu sinnar af því að heimamarkaðurinn er svo lítill. Það er líka vel þekkt staðreynd að íslensk fyrirtæki eru smá, jafnvel þau sem stærst eru ef miðað er við heimsmælikvarða. Burðir þeirra til markaðsöflunar eru því að sama skapi smáir og mætti í raun segja að við þyrftum Utflutningsráð, segir Jóhann Jónasson, hefur verið okkur sérstök stoð. oftast að geta margnýtt hverja krónu í samkeppninni við margfalt stærri og öflugri iyrirtæki erlend- is. Svarið við þessu er því ekki að leggja Útflutningsráð niður eða að draga úr útflutningseflandi starf- semi. Þvert á móti þyrftum við að efla samanlagða útflutningseflandi starfsemi okkar, hvort sem er hjá Útflutningsráði, utanríkisráðu- neyti, stórkaupmönnum eða öðr- um, sem mest. I okkar litla og unga fyrirtæki höfum við sérhæft okkur í búnaði fyrir ákveðið svið fisk- vinnslu og höfum þegar verið að verki í störum hluta þeirra fyrir- tækja sem þá vinnslu stunda hér á landi. Ekki er útlit fyrir umtals- verða frekari uppbyggingu á þessu sviði þar sem kvótar eru fullnýttir og liggja möguleikar okkar því hér á landi í að viðhalda og endumýja þann búnað sem í gangi er. Að okk- ar áliti stenst vinnsla á þessu sviði fyllilega samanburð við hliðstæða vinnslu erlendis og erum við því nú að stíga fyrstu skrefin í að bjóða vöru okkar og þjónustu út fyrir landsteinana. Teljum við okkur eiga allgóða möguleika á markaði þar sem við höíúm reynt fyrir okk- ur, en okkur er líka ljóst að árang- ur af slíku starfi næst ekki á skömmum tíma heldur mun þetta reyna verulega á bolmagn okkar og þohnmæði. I þessum athugun- um hefur Útflutningsráð verið okk- ur sérstök stoð, og þessa aðstoð hefur hvergi annars staðar verið að fá. Jafnvel svo að án hennar hefð- um við ekki lagt út í að kanna þessa möguleika. Draumurinn um að kanna erlenda markaði hefði því bara haldið áfram að vera draumur hjá okkur. Við félagarnir í 3X-Stál á ísafirði viljum því biðja stjómvöld að leggja Útflutningsráði og annarri útflutningseflandi starfsemi í land- inu lið. Hagsæld okkar byggist á út- flutningi og markaðsöflun er vandasöm og kostnaðarsöm og mjög mikil samkeppni er ríkjandi milli fyrirtækja og þjóða á öllum sviðum. Jafnvel það að halda óbreyttri stöðu kostar mikið átak. Það gæti því farið illa ef dregið yrði úr stuðningi við þessa starf- semi. Höfundur er frnmkværndnstjóri 3X-Stáls ehf. á /safírdi. Utflutningseflandi starfsemi Jóhann Jónasson Ert þú rétt útbúin(n) fyrir þann 23. n.k. fyrir skemmtiskokk, hálf- eða heilmaraþon? K Í » I M M • » • • Þetta er aðeins brot af landsins mesta úrvali af hlaupaskóm. Structure Tr Falcon Bjóðum öllum upp á göngu- og hlaupa- greiningu. Sérhæft starfsfólk. m Allir kaupendur af hlaupaskóm fá 2 stk. LEPPIN SQUEEZY orkugel í kaupbæti. Scarab Dry Fit hlaupa- fatnaður í úrvali W===NEWLINE VINTERSPORT Nýtt korta- tímabil 13/8 ÞIN FRISTUND - OKKAR FAG BÍLDSHÖFÐA - Bfldshöfða 20 - 112Reykjavík Kanarí veisla Heimsferða í vetur frá kr. 39.932 Leiðandi í lægra verði til Kanaríeyja og þjónustu við farþega 20.000 kr. afsfáltur fyrir 4 manna fjölskyfdu 10.000 kr. afsláffur fyrfr hjón ef [Pu bókar fyrir io. sept. Heimsferðir kynna nú glæsilega vetraráætlun sína með spennandi ferðatil boðum í vetur þar sem þú getur valið um ævintýraferðir til Kanarí- eyja í beinu vikulegu flugi flesta mánudaga í allan vetur. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér best hentar, 2, 3,4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra meðan á dvölinni stend- ur. Beint flug með glæsilegum Boeing 757 vélum án millilendingar og við kynnum nú glæsilega nýja gististaði í hjarta Ensku strandar- innar og verðið hefur aldrei verið lægra en nú í vetur. Vikulegt flug í vetur Glæsilegar nýjar íbúðir á Jardin Atlantico Brottfar- ardagar 21. okt 25. nóv 14. des 21. des 28. des 4. jan 11. jan l.feb 8. feb 22. feb 1. mars 15. mars 22. mars 29. mars 5. apr 12. apr 19. apr SPENNANDI DAC5KRÁ í VETUR Sigurður Guðmundsson verður með spenn- andi dagskrá fyrir Heimsferðafarþega í vetur. Sérferðir Heimsborgara 21. október 25. nóvember 4. janúar 11. janúar 1. mars 19. apríl Ouðmundsson Ótrúlegt verð Verð kr. 39.932 Verð kr. 48.632 Vikuferð til Kanarí 28. des. m.v. hjón með 2 börn, Tanife. Ferð í 3 vikur, 25. nóv. m.v. hjón mcð 2 böm, Tanife. Innifalið í verði er, flug, gisting, ferðir til og Verð kr. 59.960 frá flugvelli, íslensk fararstjórn og skattar. M.v. 2 í ibúð, Tanife, 25. nóvember, 3 vikur. Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.