Morgunblaðið - 13.08.1998, Side 46

Morgunblaðið - 13.08.1998, Side 46
.46 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Útlitshönnun Morgunblaðið óskar að ráða útlitshönnuð til starfa. Starfið felst í því að hanna útlit á síðum blaðsins í samráði við starfsmenn ritstjórnar. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða almenna menntun. Sérstök áhersla er lögð á íslensku, tölvufærni og gott formskyn. Útlitshönnuður þarf að vera hugmyndarík- ur og eiga auðvelt með að vinna hratt und- ir álagi. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af útlitsteikningu eða blaða- mennsku. Nánari upplýsingar um starfið fást í starfs- mannahaldi frá kl. 9-13 virka daga. Umsóknareyðublöð liggja frammi í af- ► greiðslu Morgunblaðsins og skal um- sóknum skilað þangað í síðasta lagi 21. ágúst. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavik þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Bæjarstjóri í Vesturbyggð Starf bæjarstjóra í Vesturbyggð er laust til um- sóknar. Bæjarstjóri erframkvæmdastjóri bæjarfélags- ins. Hann siturfundi bæjarstjórnar og bæjar- ráðs með málfrelsi og tillögurétt og hefur á hendi framkvæmd þeirra ákvarðana sem bæj- arstjórn tekur. Hann er prókúruhafi bæjarsjóðs og æðsti yfirmaður annars starfsiiðs bæjar- félagsins. Bæjarstjóra bíða mörg krefjandi og spennandi verkefni. Áskilin er góð menntun, reynsla og þekking á sveitarstjórnarmálum. Starfskjör bæjarstjóra verða ákveðin í ráðningarsamningi. í Vesturbyggð búa um 1300 manns. Atvinnulíf er gott og mannlíf blómlegt. í bæjarfélaginu erfjölbreytt þjónusta m.a. leikskólar, grunn- skólar, sundlaug, söfn, sjúkrahús og heilsu- gæsla. Nánari upplýsingar um starfið veita Jón B.G. Jónsson, hs. 456 1150, vs. 456 1110 og Haukur Már Sigurðarson, vs. 892 5561, hs. 456 1580. Umsóknarfrestur er til 23. ágúst nk. Umsóknir berist til Jóns B.G. Jónssonar, forseta bæjarstjórnar, bæjarskrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði. REYKJANESBÆR SÍMI 421 6700 Skólaskrifstofa Reykjanesbæjar Sérkennarar — sálfræðingar Skólaskrifstofa Reykjanesbæjar óskar ráða sér- fræðing í fullt starf til ráðgjafar- og sér- fræðiþjónustu sem fyrst. Umsækjendur skulu vera kennarar með framhaldsmenntun, sál- fræðingar eða aðrir sérfræðingar á sviði upp- eldis- og menntamála. Umsóknir sendist Skólaskrifstofu Reykjanes- bæjar, Hafnargötu 57, 230 Keflavík, Reykja- nesbæ. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst nk. Laun skv. kjarasamningum Reykjanesbæjar og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar veitir Eiríkur Hermannsson, skólamálastjóri, í síma 421 6700. Skólamálastjóri. Verkamenn Fossvirki — Sultartanga sf. óskar að ráða nokkra verkamenn til byggingar Sultartangavirkjunar. Upplýsingar í síma 487 8008, Ingibjörg, Hákon. FOSSVTRKT SULTARTANGA SF RAQAUGLÝ5INGAR KENNSLA Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Dagskóli Allir nýir nemendurá haustönn 1998 eru boðaðir í skólann föstudaginn 21. ágúst kl. 13.00. Eldri nemendur geta sótt stundatöflur frá 18.-20. ágúst frá kl. 15.00-19.00. Minnt er á að aðeins þeir nemendur, sem greitt hafa skólagjöld haustannar 1998, fá afhentar stundatöflur. Skráning ítöflubreytingar verðurfrá kl. 18.00— 19.00 sömu daga. Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst kl. 8.10 og kennsla hefst að henni lokinni. Öldungadeild Innritun fer fram dagana 19.—21. ágúst frá kl. 15.00—19.00. Innritunardagana verða náms- ráðgjafar og matsnefnd til viðtals. Deildarstjórar verða til viðtals föstudaginn 21. ágúst frá kl. 17.00-19.00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánu- daginn 24. ágúst. Drög að stundatöflu og bókalista má finna á heimasíðu: http://ismennt.is/~ham/ Kennarafundur verður haldinn föstudaginn 21. ágúst kl. 10.00-12.00. Stöðupróf verða haldin í skólanum sem hér segir: í ensku og tölvufræði mánudaginn 17. ágúst kl. 18.00. í dönsku, norsku, sænsku og frönsku þriðjudaginn 18. ágúst kl. 18.00. í stærðfræði miðvikudaginn 19. ágúst kl. 18.00. í ítölsku, spænsku og þýsku fimmtudaginn 20. ágúst kl. 18.00. Gjaldið er 2.000 kr. og greiðist við upphaf prófs. Skráningu í stöðupróf lýkur föstudaginn 14. ágúst. * Rektor. Menntamálaráðuneytið Stöðupróf í framhaldsskólum — íslenska fyrir heyrnarlausa eda heyrnarskerta Stöðupróf í íslensku fyrir heyrnarlausa eða heyrnarskerta ferfram í Menntaskólanum við Hamrahlíð þriðjudaginn 18. ágúst nk. kl. 18.00. Skráning ferfram á skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlíð frá kl. 8.00—16.00 dagana 12. —14. ágúst, sími 568 5140. Prófgjald er kr. 2.000 og greiðist áður en próf hefst. Menntamálaráðuneytið, 7. ágúst 1998. TIL SÖLU Arðbært, rótgróið fyrirtæki Landsþekkt sérverslun í miðbænum til sölu af sérstökum ástæðum. Um er að ræða mjög góða arðsemi í rekstri, sem skilar góðum hagnaði. Enn frekari vaxtarmöguleikar eru til staðar innan fyrirtækisins ef áhugi er fyrir hendi. Hagstætt verð og greiðslukjör. Lysthafendur vinsamlegast leggi inn nafn sitt og símanúmer á afgreiðslu Mbl., merkt: „Sérverslun", fyrir 20. ágúst nk. Lítið fjölskyldufyrirtæki Til sölu er lítið arðbært þjónustufyrirtæki með tryggða verkefnastöðu. Engin sérmenntun nauðsynleg. Fyrirtækið ertilvalið fjölskyldufyrir- tæki, en hjá því starfa 8 manns. Fyrirtækið er í 180 fm leiguhúsnæði. Langtímaleigusamning- ur fylgir. Áhugasamir sendi fyrirspurnir til af- greiðslu Mbl., merktar: „1. september — 5651". HÚSNÆÐI í BOÐI Til leigu á góðum stað í Grafarvogi 160 fm einbýlishús með bílskúr í 1 —2 ár. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 17. ágúst, merktar: „P — 5661". TILBOÐ/ÚTBOÐ Forval um gerð samanburðartillagna að viðbyggingu við Árbæjarskóla Byggingadeild borgarverkfræðings f.h. bygg- ingarnefndar skóla og leikskóla óskar að nýju eftir umsóknum arkitekta/teiknistofa um gerð samanburðartillagna vegna viðbyggingar við Árbæjarskóla. Rétt til þátttöku í forvalinu hafa allir þeir, sem rétt hafa til að skila inn aðaluppdráttum til byggingarnefndar Reykjavíkur. Valdirverða 3—5 þátttakendurtil að gera sam- anburðartillögur. Við val á þátttakendum verður færni, menntun, reynsla, afkastageta og hæfileikartil samvinnu og stjórnunar ásamt árangri í samkeppnum lögð til grundvallar. Forvalsnefnd mun velja þátttakendur og starfs- hópur meta tillögur sbr. forvalsgögn. Breyttforvalsgögn liggja frammi hjá bygginga- deild borgarverkfræðingsins í Reykjavík, Skúla- túni 2, fimmtu hæð, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 13. ágúst 1998. Þeir, sem hafa lagt inn umsókn, fá send ný for- valsgögn og er litið svo á að umsókn þeirra sé fullgild. Umsóknum skal skila til byggingadeildar borg- arverkfræðingsins í Reykjavík, Skúlatúni 2, fimmtu hæð, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 16.15 föstudaginn 21. ágúst 1998, merktum: „Forval um gerd samanburdartillagna að vidbyggingu vid Árbæjarskóla". FÉLAGSSTARF HEIMDALLUR Þingmaður ársins f • u • s Heimdallur tilnefnir Friðrik Sophusson þingmann ársins. Af því tilefni verður hann sérstakur gestur á hádeg- isverðarfundi, sem Heimdallur stendur fyrir á Sól- on fslandus föstudaginn 14. ágúst kl. 12.00. Ljúffengar veitingar, girnilegur grænmetisréttur, súpa og brauð á tilboði. Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórn Heimdallar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.