Morgunblaðið - 13.08.1998, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 49
i
I
I
]
I
j
:
4
i
1
4
4
í
í
4
4
4
4
4
I
4
I
4
4
4
4
I
í
4
FRETTIR
Leit hafin að
*
herra Islandi
LEIT er nú hafín að keppendum
í keppnina Herra Island 1998
sem fram fer á Broadway 19.
nóvember nk. að undangenginni
forkeppni í öllum landshlutum.
Leitað er að reyklausum herrum
á aldrinum 18 til 25 ára og eru
allar ábendingar vel þegn-
ar. Eyðublöð liggja víða
frammi, á sólbaðsstofum, líkams-
ræktarstöðvum og víðar, en
ábendingum má einnig koma til
Fegurðarsamkeppni Islands á
Broadway.
Garðyrkjufélag íslands
heiðrar fímm félaga
Á AÐALFUNDI Garðyrkjufélags
Islands, sem haldinn var á vordög-
um, voru fimm félagar sæmdir heið-
ursmerkjum fyrir mikið og gott
starf að ræktunarmálum.
Silfurmerki fyrir 25 ára sjálf-
boðastarf í frænefnd félagsins hlutu
þær Jóna Hannesdóttir, Sigríður
Jóhannsdóttir og Pórdís Sigurðar-
dóttir. Starfsmenn frænefndar taka
á móti fræi, sem félagar og starfs-
menn grasagarða safna, flokka það,
dreifa og afgreiða síðan til félags-
manna, samkvæmt pöntunum
þeirra. Petta er starf sem tekur all-
an veturinn og þessar mætu konur
hafa unnið félaginu ómetanlegt
starf á liðnum árum.
Gullmerld hlutu þeir Rristinn
Guðsteinsson garðyrkjufræðingur
og Hermann Lundholm garðyrkju-
fræðingur. Kristinn hefur unnið ís-
lenskum ræktendum mjög mikið
gagn með ræktunartilraunum sínum
og óþreytandi leit að plöntum, jafnt
trjám, runnum og blómplöntum, sem
auðga íslensku garðaflóruna og
henta íslenskum aðstæðum. Ki-istinn
rak um skeið garðyrkjustöð og frá
honum eru komnar fjölmargar þær
plöntur, sem mestur fengur þykir að
í görðum. Hermann Lundholm hefui-
starfað í 50 ár á Islandi við garð-
rækt. Hann var garðyrkjustjóri
Kópavogs um langt ái'abil og óþreyt-
andi við að hjálpa og leiðbeina öllum
þeim sem til hans hafa leitað, auk
þess sem hann hefur prófað fyrstur
manna ýmsar þær plöntur sem hér
hafa reynst vel. Bæði Kristinn og
Hermann hafa skrifað fjölmargar
greinar í Garðyrkjuritið.
Innan Garðyrkjufélagsins eru
starfandi tvær fastanefndir, fræ-
nefnd og laukanefnd. Félagið flytur
inn lauka fyrir félagsmenn bæði
haust og vor, en á laukalista þess
eru oft ýmsar tegundir lauka, sem
erfitt er að nálgast með öðru móti.
Starfsemi félagsins er fjölbreytt. Á
vetrum eru haldnir fræðslufundir,
en á sumrum rís garðaskoðunar-
dagurinn hæst. Þá er félögum af
öllu landinu boðið að heimsækja
ákveðna garða í Reykjavík eða ná-
grannabæjum. Auk þess hefur fé-
lagið skipulagt skoðunarferðir inn-
an lands og utan. Útgáfustarfsemi
félagsins er fjölbreytt. Félagið hef-
ur gefið út ýmsar bækur um rækt-
un og nú síðast bókina Garðurinn -
hugmyndir að skipulagi og efnisvali.
Fréttabréf félagsins kemur út 6-8
sinnum á ári og Garðyrkjuritið í
júní. Ritið er nú nær 200 bls. og höf-
undar greina tíu talsins. Meðal efnis
í ritinu er grein um sýrenur, blóma-
skoðun í svissnesku ölpunum, fag-
urlit laufblöð, krydd og liljur í Lett-
landi. Garðyrkjufélagið er opið öllu
áhugafólki um hvers kyns ræktun
og eru félagar hátt í 3.000. Deildir
eru starfandi víðs vegar um landið.
Árgjaldið 1998 er 2.000 kr. í því er
innifalið fréttabréf félagsins, Garð-
yrkjuritið, og fræ- og laukapöntun-
arlistar, auk þess sem ýmis fyrir-
tæki veita félagsmönnum afslátt.
Námskeið
í torfbyggingu
TRYGGVI Hansen verður föstu-
daginn 14. ágúst til sunnudagsins
16. ágúst að hlaða og vinna að bað-
stofubyggingum í Þingborg í
Hraungerðishreppi, rétt austan við
Selfoss. Þangað eru allir velkomn-
ir að koma og skoða og vinna að
nýi’ri torfbæjarbyggingu.
Torfbærinn í Þingborg, sem
unnið er að, ber vinnuheitið
Rauðakot. Þar eru tvær baðstofur
í smíðum, ein baðstofa til þess að
baða sig í og önnur fjósbaðstofa.
Sú fyrrnefnda er 11. aldar gerð en
hin 17. aldar gerð. Þar fyrir fram-
an er skáli í snúðum.
Tryggvi hefúr verið með nám-
skeið í torf- og gijótbyggingum á
hveiju sumri síðan 1981. Nemend-
ur frá fyrri árum eiu sérstaklega
boðnir velkomnir. Rauðakot er
hannað af Tryggva til þess að
segja frá sögu baðstofúnnar og
sögu cldsins fyrir iðnbyltingu á ís-
landi.
Allir eru velkomnir. Námskeiðs-
gjald er 555 kr. fyrir daginn en
ókeyjús fyrir nemendur frá fyrri
árum.
Athug’asemd
frá Gallup
VEGNA gagnrýni sem fram hefur
komið á könnun um viðhorf Aust-
firðinga til virkjunarframkvæmda
og stóriðju vill Gallup koma eftirfar-
andi á framfæri:
Markmið umræddrar könnunar
er að fá fram afstöðu Austfirðinga
til virkjana- og stóriðjufram-
kvæmda almennt og einnig til ým-
issa mála sem tengjast þeim, bæði
jákvæðra og neikvæðra. Gallup er
óháð rannsóknarfyrirtæki sem
byggir á fagmennsku og hlutleysi.
Gallup tryggir það að spurningarn-
ar séu hlutlausar og könnunin á
engan hátt leiðandi, enda var upp-
bygging spurningalistans, þ.e. röð-
un spurninga og orðalag þeirra, í
höndum sérfræðinga hjá Gallup.
Ekki er hægt að birta spurningar
í könnuninni að svo stöddu, þar sem
könnuninni er ennþá ólokið, en
Gallup er tilbúið að svara faglegri
gagnrýni á hana, þegar niðurstöður
liggja fyrir og spurningalistinn
verður lagður fram.
LEIÐRÉTT
Rangt nafn
í GREIN blaðsins um ELITE ljós-
myndafyrirsætukeppnina var farið
rangt með nafn sigurvegarans. Hið
rétta nafn er fris Hrund Þórarins-
dóttir. Beðist er velvirðingar á þess-
um leiðu mistökum.
Rangir myndatextar
í grein Braga Ásgeirssonar í
Morgunblaðinu í gær sem heitir
Byggðasöfn, voru tveir rangir
myndatextar, annars vegar stóð
gamalt geysmluhús á Hofsósi, en
það er pakkhús og hins vegar var
sagt að torfbærinn neðst á síðunni
væri á Grenjaðarstað, en hið rétta
er að þetta er gamli bærinn á Hól-
um í Hjaltadal. Beðist er afsökunar
á þessum mistökum.
RAUÐAKOT í Þingborg í Hraungerðishreppi.
AFHENDING heiðursmerkja. Á niyndinni eru frá vinstri talið: Jóna Hannesdóttir, Hermann Lundholm, Sig-
ríður Hjartar, formaður GÍ, Þórdís Sigurðardóttir og Sigríður Jóhannsdóttir. Kristinn Guðsteinsson var fjar-
staddur þegar myndin var tekin.
ÚR eldsmiðjunni.
Handverks-
,dagur
í Arbæjar-
safni
HANDVERKSDAGUR verður í
Árbæjarsafni sunnudaginn 16.
ágúst. Þar verður kynnt hand-
verk fyrri tíma. Hvernig
lijuggu menn grjót í hleðslur
eða hlóðu veggi úr torfi?
Hvernig voru verkfæri smiðuð
í eldsmiðju?
Einnig verður sýndur út-
skurður, silfur steypt í mót og
gullsmiður smíðar skart. I
safninu verða einnig söðla-
smiður, netagerðarmaður, úr-
smiður, veggfóðrari og prent-
ari. í Árbænum verður tóvinna
og gerðir roðskór. í Suðurgötu
7 verður saumað út og kniplað.
Kaffíveitingar verða í
Dillonshúsi.
Lýst eftir
vitnum
LÖGREGLAN á Hólmavík
lýsir eftir vitnum að umferðar-
óhappi sem varð í Hrútafirði
12. júlí sl.
Þar valt flutningabifreiðin
NT 787 við bæinn Hlaðhamar.
Sérstaklega er óskað eftir því
að ökumaður á rauðri fólksbif-
reið gefi sig fram en hann
stöðvaði hjá flutningabifreið-
inni og aðstoðaði ökumann
hennar.
Þeir sem hafa upplýsingar
fram að færa vinsamlega hafi
samband við lögi-egluna á
Hólmavík í síma 451 3268 eða
852 1785.