Morgunblaðið - 13.08.1998, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 13.08.1998, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ * KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Hólahátíð 1998 ÁRLEG Hólahátíð verður haldin heima á Hólum í Hjaltadal nk. sunnudag, 16. ágúst. Hefst hún með guðsþjónustu í Hóladómkirkju kl. 14. Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup íslands, prédikar og vígslu- biskup, hr. Bolli Gústavsson, þjónar fyrir altari. Jóhann Már Jóhanns- son syngur stólvers og leiðir al- mennan safnaðarsöng ásamt Tjam- arkvartettinum. Organisti er Jó- hann Bjarnason á Hólum. Að lok- inni guðsþjónustu verður veitt kaffi í Bændaskólanum. Hátíðarsamkoma hefst í dóm- kirkjunni kl. 16.30. Forseti íslands, herra Olafur Ragnar Grímsson, flytur hátíðarræðu og fjallar um kristni og kirkju á vegamótum ár- þúsunda. Tjarnarkvartettinn syng- ur sígilda kirkjutónlist frá ýmsum tímum. Kvartettinn skipa þau Rósa Kristín Baldursdóttir sópran, Krist- jana Arngrímsdóttir alt, Hjörleifur Hjartarson tenór og Kristján Hjart- arson bassi. Vígslubiskup Hólastift- is flytur lokaorð. Löngum hefur Hólahátíð verið haldin í sólskini og er það von Norð- lendinga að vel viðri til hátíðar á sunnudag. Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl. 12-12.30. Kári Þormar leikur. Háteigskirkja. Kvöldsöngur með taizé-tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir velkomnir. Digraneskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Bænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar, einnig má setja bænarefni í bæna- kassa í anddyri kirkjunnar. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 22, kaffí og létt meðlæti á eftir. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 lof- gjörðarsamkoma. Kafteinn Miriam Oskarsdóttir talar. í DAG VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir ÉG VIL senda þakklæti mitt til krakkanna sem unnu að garðahirðu fyrir ellilífeyrisþega í Bú- staðahverfi og sérstak- lega til leiðbeinanda þeirra, hennar Guðfinnu Róbertsdóttur. Þetta voru einstaklega stilltir og prúðir krakkar og garðvinnan hefur aldrei verið betur unnin en í ár. Kærar þakkir. Ellilífeyrisþegi. Þakkir til útvarpsstöðv- arimiar Matthildar ÉG VIL senda þakklæti mitt fyrir góða dagskrá og tónlist á útvarpsstöð- inni Matthildi. Gulli Helga fær sérstakar kveðjur og hann fær þakkir fyrir að vera alltaf í góðu skapi og taka vel á móti hverjum þeim sem í hann hringir. Ánægður hlustandi - Mattý Jóhanns. Skýrari veðurspár í sjónvarpsstöðvum! ÞAÐ getur verið nokkuð fyndið að hlusta og horfa á veðurútskýringar í sjónvarpinu. Sleppum því, en í öllum bænum, sem mest sömu orð um sama hugtakið. Fákunn- andi Norðlendingur sunnan heiða er líklegur til að verða úti í „byl“ á Suðurlandi, þegar Sunn- lendingar trúir ekld lengur sínum eigin eyr- um þegar þeir heyra um sláttubyrjun norður í Eyjafirði viku eftir að fé er dregið úr fönn. Beiðni okkar er nú ekki stór í þetta sinn, að- eins hitatölurnar á skjánum. Hitinn hér og þar kl. 12 á hádegi gerir okkur óörugga. Hvaða hádegi! Hér er kl. 10.30 (rétt klukka, og verður kannski á næsta alþingi 9.30 ca). Það sem okkur varðar um er hámarks og lágmarks hiti sólar- hringsins, 7-11 eða 8-18, svo dæmi sé tekið. Þá vitum við hvaða peysa skal tekin með í ferða- lagið. Enn frekar á þetta við um útlönd, jafnvel bráðnauðsynlegt. Inter- netið bjargað að vísu þeim sem það hafa. En vel á minnst, Intemetið krefst þess ekki að að- eins komi hitatölur frá vesturströnd íslands. Með þakklæti, Maniskir ferðalangar. Óhirt svæði í VELVAKANDA 24. júlí sl. var verið að skrifa um óhirt svæði þar sem stytta Ásmundar, Vatns- berinn, er. Ég á oft leið framhjá þessu svæði og tók eftir því fyrir nokkru að búið var að slá svæðið, en það er ekki ennþá bú- ið að hirða grasið. Það er ekki nóg að slá ef ekki er hirt. Þarna er mikið út- sýni og fagurt og mikill ferðamannastraumur í nágrenninu, eins og t.d. í Perluna, og því synd að hafa þetta svæði ekki snyrtilegt. Eldri borgari. Tapað/fundið Grár kvenskór týndist GRÁR KVENSKÓR týndust á Skagaströnd laugardagskvöldið 8. ágúst. Finnandi vinsam- lega hringið í síma 567 8118. Fundarlaun. Grænt dömuveski týndist GRÆNT dömuveski týndist sl. laugardags- kvöld. Skilvís finnandi hafi samband í síma 552 2864. Kvenúr týndist við IKEA KVENÚR með gull- keðju týndist við IKEA fimmtudaginn 6. ágúst. Skilvís finnandi hafi samband í síma 555 3876. Fundarlaun. Dýrahald Svartur köttur týndist MJÖG styggur svartur köttur týndist í Neðri- Hraunbæ sl. laugardag. Ef einhver veit um afdrif hans vinsamlega hringið í síma 587 7709. Fundar- laun. Ljósgrænn páfa- gaukur týndist LJÓSGRÆNN páfa- gaukur, lítill kvenfugl, týndist frá Meistaravöll- um sl. þriðjudag. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 5519452. Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem glöddu mig með skeytum, gjöfum og heimsóknum í tilefni 80 ára afmœlis míns þann 28. júlí síðastliðinn. Lifið heil. Kjartan Pálsson, Vaðnesi. BALLETSKOLI EDDU SCHEVING Haustnámskeið hefst um miðjan ágúst. Upplagt tækifæri Au fyrir byrjendur. Allir aldurshópar frá fjögurra ára. Innritun og upplýsingar í síma 553 8360 frá kl. 16:00 og 18:00. Félag íslenskra listdansara fimmtudag - lastudng og laugardaff Ennþá hægt ad gera góð kaup Tískuverslun Kringlunni SKAK hm.vjón IVlargeir Pétur.vson STAÐAN kom upp á rúss- neska meistaramótinu í Sánkti Pétursborg sem lauk um mánaðamótin. Sergei Smagin (2.575) hafði hvítt og átti leik gegn V. Filippov (2.595) 31. Bxf7+ og svartur gafst upp, því eftir 31. - Kxf7 32. Db3+ blasir mátið við. Þeir Aleksander Morosjevits, Pet- er Svidler, Kon- stantín Sakajev og Sergei Shipov urðu efstir og jafnir með 7!4 vinning af 11 mögulegum, en hinn fyrstnefndi var úrskurðaður sigurvegari á stigum. 5.-11. Dolmatov, Drej- ev, Pigusov Khar- lov, Episín, Pop- ov, Kobalija 7 v. Keppendur voru 60 talsins og þar af voru 43 stórmeistarar! Menn komast ekki langt í Rússlandi á stórmeist- aratitlinum einum sér. HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI ,y Fri&ur og gcéui/jí 'óUum músum tiL handa ■" 11-10 Víkverji skrifar... KUNNINGI Víkverja sem þurfti á dögunum bæði að tala við embætti Skattstjórans í Reykjavík og Tollstjórans gat ekki orða bundist eftir þau samskipti, hversu algengt væri að símaþjón- usta opinberra stofnana væri fyrir neðan allar hellur. Þegar hann hringdi í embætti Skattstofunnar byrjaði hann á því að útskýra erindi sitt fyrir síma- stúlkunni, sem gaf honum sam- band við starfsmann, sem gaf hon- um aftur samband við annan starfsmann og þannig var honum hent fram og til baka innanhúss, án þess að nokkur segði annað en: „Augnablik, ég ætla að gefa þér samband ...“ eða „Nei, þú ert ekki á réttum stað ...“ Ekki var tekið fram við hvern væri verið að gefa samband, þannig að þegar hringdi út gat hann ekki einu sinni hringt aftur og beðið um viðkomandi starfs- mann. Þegar þolinmæðina brast hringdi hann enn í skiptiborðið, kvaðst bera búinn að hringja nokkrum sinnum en útilokað virtist að hann fengi samband við réttan aðila. Að þessu sinni baðst símastúlk- an afsökunar fyrir hönd embættis- ins og tókst að vísa honum á réttan aðila. Þetta tók að sjálfsögðu drjúgan tíma frá vinnu kunningj- ans, en þess má geta, að erindið sem hann átti við skattstjóraemb- ættið var vegna rangrar tölvu- vinnslu embættisins eða innsláttar- villu. „Það sem mér gremst mest er að fólkið sem svarar í símann virðist vera svo fegið að málefnið er ekki á þess könnu, að það gefur sér ekki tíma til að hlusta á erindið til fulls heldur vísar áfram og þá kannski á rangan aðila. Væri ekki nær að fólkið tæki starfið sitt alvarlegar og reyndi að leysa úr málum við- skiptavina stofnunarinnar?" spurði þessi kunningi. Undir þetta getur Víkverji dagsins tekið og telur lág- markskurteisi, að fólk nefni nafn þess sem það hyggst gefa við- skiptavininum samband við, en á það skortir mjög oft, hvort sem er í einkafyrirtækjum eða hjá hinu op- inbera. xxx HJÁ Tollstjóra lenti kunninginn í því að stanslaust var á tali, enda mikill álagstími á þeirri stofnun um þessar mundir. Þegar loksins var svarað vantaði klukk- una fimm mínútur í tólf, en þá hringdi út og starfsfólkið trúlega farið í mat. Eftir hremmingamar í sambandi við embætti Skattstjóra var nú mælirinn fullur hjá kunn- ingja Víkverja. Fleiri sögur hefur skrifari heyrt af leiðinlegri reynslu í símavið- skiptum við stofnanir hins opin- bera. Vonandi verða þessar línur til þess að einhverjir taka starf sitt af meiri alvöru og átta sig á að hlut- verk þeirra er að þjóna viðskipta- vinum en ekki þreyta þá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.