Morgunblaðið - 13.08.1998, Page 64
Það besta
úr báðum heimum!
unix og NT = hp
OPIN KERFIHF
r/,íl hewlett
mLILM packaro
'TVIAtÆLALAUST
1 i
ÞARFASTI
ma
N TÞJONNINN
WWW.NYHERJ1.IS
Ilw Netfmíty
CQ> NÝHERJI
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 8040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Stefnir í 7,5 milljarða króna rekstrarhalla ríkissjóðs í ár
Tekjur ríkissjóðs 5,4 millj-
arðar kr. umfram áætlanir
TEKJUAFGANGUR af almennri
starfsemi ríkissjóðs á greiðslugrunni
nam 3,6 milljörðum ki-óna á fyrstu
sex mánuðum ársins, en það er rúm-
um sex milljörðum króna umfram
áætlanir sem gerðu ráð fyrir 2,5
milljarða króna halla á ríkissjóði á
þessu tímabili. Tekjur ríkissjóðs eru
5,4 milljörðum króna hærri en áætl-
að hafði verið og gjöldin eru einnig
minni en reiknað hafði verið með eða
sem nemur 700 milljónum króna á
fyrri hluta ársins.
Hins vegar stefnir í að halli ríkis-
v-“s35óðs á rekstrargrunni verði 7,5
milljarðar kr. í ár, en í fjárlögum var
gert ráð fyrir lítilsháttar afgangi af
rekstri ríkissjóðs á árinu. Astæðan
er einkum sú að gjaldfærðar lífeyris-
skuldbindingar vegna ríkisstarfs-
manna reyndust verða 9-10 milljörð-
um króna hærri en reiknað hafði
verið með í fjárlögum, en auk þess er
gert ráð fyrir 3,5 milljarða útgjalda-
auka á árinu vegna breyttra for-
sendna og veikleika í fjárlögum.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi sem fjármálaráðherra boðaði
til i gær til að gera grein fyiir af-
komu ríkissjóðs fyrstu sex mánuði
ársins og horfunum fyiir árið í heild.
Fram kom að á fyrri hluta ársins
hafi í fyrsta skipti í hálfan annan
áratug ekki verið þörf á lántökum
íikissjóðs til að mæta halla og lán-
veitingum. Afgangur í rekstrinum
hafi gefið svigrúm til þess að greiða
niður skuldir rikissjóðs um tæpa sex
milljarða króna, en á sama tímabili í
fyrra hafi ríkissjóður þurft að taka
5,4 milljarða króna að láni til að
mæta fjárþörf sinni.
A fyrri hluta ársins námu heildar-
tekjur ríkissjóðs tæpum 80 milljörð-
um króna sem er 5,4 milljörðum
króna umfram áætlun. Fram kemur
að þrjá fjórðu hluta aukinna tekna
megi rekja til mun meiri umsvifa í
efnahagslífinu en ráð hafi verið gert
fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Afgang-
urinn stafi af því að gjöld hafi inn-
heimst fyrr en áætlanir hafi gert ráð
fyrir. Tekjuskattur einstaklinga var
1,9 milljörðum króna hærri en áætl-
anir gerðu ráð fyrir, tryggingagjald
500 milljónum kr. hærra, tekjur af
virðisaukaskatti tæpum 1.700 millj-
ónum kr. hæm og tekjur af bifreiða-
gjöldum 200 milljónum kr. meiri. Þá
urðu arðgreiðslur rúmum 700 millj-
ónum kr. hærri en áætlanir gerðu
ráð fyrir.
Heildai’útgjöld ríkissjóðs námu
hins vegar 75,7 milljörðum króna,
sem er 700 milljónum króna undir
áætlun eins og fyrr sagði. Frávik eru
á einstökum liðum. Þannig ui’ðu
rekstrargjöld stofnana 1,6 milljarðar
króna umfram áætlun. Mestu munar
þar um stóru sjúkrahúsin í Reykja-
vík, en greiðslustaða þeirra var óhag-
stæð um 446 milljónir kr. á fyrri
hluta ársins. Þá var greiðslustaða
framhaldsskólanna neikvæð um 320
milljónir króna. Rekstrartilfærslur,
þ.e. tryggingagreiðslur, niðurgreiðsl-
ur og framlög, reyndust hins vegar
vera 1,1 milljarði króna undir áætlun.
■ 7,5 milljarða/32
Krabbameins-
félag Islands
Upplýsing-
ar ekki í
gagnagrunn
HELGA Ögmundsdóttir, yfir-
læknir rannsóknarstofu í sam-
einda- og frumulíffi’æði hjá
Krabbameinsfélagi Islands,
sagði í gær að þær heilsufars-
upplýsingai- sem rannsóknar-
stofan hefði yfir að ráða kæmu
aldrei til með að fara í miðlæga
gagnagrunna á heilbrigðissviði
sem fjallað er um í frumvarpi er
lagt verður fyrir Alþingi í haust.
Hún segir jafnframt að sjúk-
lingar hafi þegar haft samband
við sig og beðið um að heilsu-
fai’supplýsingar um þá fari
ekki í þann sameiginlega gagn-
agi’unn sem rætt hefur verið
um að stofna.
■ Sjúklingar/10
Landmannalaugar
Eftir-
—grennslan
með leitar-
hundi
LÖGREGLAN á Hvolsvelli sendi í
gær þrjá menn með leitarhund til
að grennslast fyrrir um ferðir
Bandaríkjamanns á Landmanna-
laugasvæðinu. Þegar lögreglan
heyrði í leitarmönnum seint í gær-
kvöldi hafði hundurinn elt slóð en
maðurinn ekki enn fundist.
Farangur fannst í Landmanna-
laugum í fyrrakvöld, tjald, svefn-
ýtoki og bakpoki. Tjaldinu hafði
ekki verið tjaldað og enginn orðið
var við eiganda þess, að sögn lög-
reglunnar á Hvolsvelli. I far-
angrinum fannst farmiði með
nafni mannsins en engin önnur
skilríki.
------------
Skúta strandar
í Helguvík
Komust
klakklaust
í land
SKÚTUNA ísold KE rak upp í
kletta við Helguvík um níuleytið í
gærkvöldi. Skútan var að koma frá
Snæfellsnesi í leiðindaveðri. Talið
er að drepist hafi á vél hennar og
skipverjar ákveðið að sigla henni
með seglum að landi í Helguvík.
Mun lendingin hafa gengið illa
og rak skútuna upp í kletta
skammt frá höfninni. Maraði hún
þar í hálfu kafi en karl og kona,
-•sem um borð voru, komust af
sjálfsdáðum í land og mun þeim
ekki hafa orðið meint af.
Þegar Morgunblaðið fór í prent-
un var unnið við að bjarga skút-
unni en leitað var eftir aðstoð lög-
reglu og björgunarsveita. Skútan
mun nokkuð skemmd en við
jj^randið myndaðist gat á botni
Tennar.
Norska strandgæslan á Barentshafí
Dregiir úr getu til
bj örgunaraðgerða
A við um veiðisvæði íslenskra skipa
MJÖG hefur dregið úr getu
norsku strandgæslunnar til
björgunaraðgerða í Barentshafi
eftir að Sea King-þyrla hersins
hætti að fljúga á svæðum þar sem
ekki er hægt að halda uppi fjar-
skiptum. Á þetta m.a. við um þau
svæði sem Islendingar stunda
veiðar á, að því er segir í norska
dagblaðinu Aftenposten í gær.
Ástæða þessa er sú að 1. júní sl.
var flugi Örion-véla hersins hætt
frá Andoya í Norður-Noregi en
vélarnar hafa aðstoðað þyrlurnar
við fjarskipti í verkefnum sem eru
langt undan ströndum Noregs. Þá
eru þær búnar björgunarbúnaði
sem varpa má til nauðstaddra á
hafi úti.
Nú hafa þyrluflugmenn fengið
skipun um að fljúga ekki lengra
frá ströndinni en sem nemur 100
sjómílum, nema það taki innan við
fimm klukkustundir að koma
þeim til aðstoðar við björgun, og
að flugmennirnir geti gefið upp
staðsetningu sína á 20 mínútna
fresti. Eftir að Orion-vélarnar
hættu að fljúga frá Andoya er
ekki hægt að ti-yggja þetta.
Talsmenn hersins harma ástand-
ið en segja ekki hægt að stefna lífi
þyrluílugmannanna í hættu á
svæði þar sem veður séu válynd.
Morgunblaðið/Þorkell
FLAK vélarinnar sem fórst í Vesturhorni.
Rannsókn á orsök flugslyssins í Vestur-
horni heldur áfram
Bið á endanleg-
um niðurstöðum
RANNSÓKNARNEFND flug-
slysa lauk í gær vettvangsrannsókn
á slysstað flugslyssins í Vestur-
horni. Rannsókninni lauk upp úr
hádegi í gær og voru lík Þjóðverj-
anna þriggja, sem fórust með vél-
inni, þá flutt til Hafnar og var því
lokið á sjötta tímanum í gær. Áð-
stæður voru erfiðar og þurftu fjórt-
án félagar Flugbjörgunarsveitar-
innar að fara þrjár ferðir til að
koma líkunum niður. Urðu þeir að
hjálpast að við að bera þau niður
eitt í einu.
Skúli Jón Sigurðsson í rannsókn-
arnefnd flugslysa telur ljóst að flug-
vélin hafi flogið nánast beint inn í
lóðréttan klettavegginn, sem er hátt
í 200 m í Vesturhorni, töluvert fyrir
neðan brúnina. Við það hafi kviknað
í henni og hún fallið niður í gil og
skriðu og brunnið þar. í brunnu
flakinu voru lík mannanna þriggja
sem í henni voni og er enginn vafi
talinn leika á því að þeh’ hafi látist
samstundis.
Rannsóknum og gagnasöfnun
verður haldið áfram bæði hér og er-
lendis og er talið líklegt að nokkur
tími muni líða þar til endanlegar
niðurstöður um orsök slyssins
verða ljósar.
■ Lík mannanna/6