Morgunblaðið - 18.08.1998, Side 1
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sigurður Sigurðarson
Brúin yfír Rjúpnabrekkukvísl lagfærð
UNDANFARNA daga hefur verið unnið
að viðgerðum á brúnni yfír Rjúpna-
brekkukvísl á Gæsavatnavegi. Gðlf brúar-
innar brast undan snjóþunga veturinn
1996-97.
Vinnuflokkur undir stjórn Jóns Valmunds-
sonar verkstjóra vann í tvo daga við að
skipta um gólfíð og styrkja það með því að
fjölga þvertrjám.
Gífurlegur þungi hvflir að vetrarlagi á
brúnni, einkum þegar hlánar og snjórinn
blotnar, og eru mörg dæmi um brýr sem
hreinlega hafa brostið undan farginu og
skiptir þá efniviðurinn í þeim engu máli.
Miklir jámbitar og voldugir trébolir hafa
beðið lægri hlut fyrir náttúmöflunum.
Rjúpnabrekkukvísl er skammt vestan við
Gæsavötn, norðan við Vonarskarð.
SE~bankinn aflar upplýsinga um Landsbanka Islands hf.
Akvörðun um viðræður
í kjölfar gagnaöflunar
FJÓRTÁN fulltrúar SE-bankans
sænska safna um þessar mundir
upplýsingum um starfsemi Lands-
banka íslands hf. með hugsanleg
kaup á hlut í bankanum í huga.
Þórður Friðjónsson, ráðuneytis-
stjóri iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytis, segir að fulltrúar Lands-
bankans sjái um að láta Svíunum
upplýsingar í té og að í framhaldi af
þessari gagnaöflun verði tekin
ákvörðun um viðræður.
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, segii- að ósk
hafi komið frá viðskiptaráðuneytinu
um að taka á móti sendinefnd SE-
bankans og veita henni upplýsingar
um stöðu bankans, afkomu og af-
komumöguleika í breyttu umhverfi
til að hún gæti gert sér grein fyrir
verðmæti hans.
„Við munum líka fara með þeim
yfir rekstrarforsendur bankans
fram í tímann og veitum þeim inn-
Morgunblaðið/Arnaldur
FULLTRÚAR SE-bankans í Svíþjóð eru um þessar mundir staddir hér-
lendis til að afla gagna um stöðu Landsbanka íslands hf. til að gera sér
grein fyrir verðmæti hans með hugsanleg kaup í huga.
sýn í okkar mat á rekstrarstöðu
Landsbankans í breyttu umhverfi,"
sagði Halldór í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Hann sagði ekki síður
mikilvægt að fulltrúar SE-bankans
gerðu sér grein fyrir almennu
rekstrarumhverfi bankastofnana
hérlendis. Halldór lagði áherslu á
að hér væri einungis um upplýs-
ingagjöf að ræða, næsta skref væri
viðræður um hugsanleg kaup og ef
til þeirra kæmi yrðu þær algjörlega
á vegum viðskiptaráðuneytisins.
Auk Halldórs bera fjórir fram-
kvæmdastjórar Landsbankans hit-
ann og þungann af fundunum með
fulltrúum SE-bankans, þeir Gunn-
ar Andersen, Brynjólfur Helgason,
Bjöm Líndal og Jakob Björnsson.
Nokkrir aðrir starfsmenn koma
einnig við sögu. Fundirnir fara fram
í húsnæði Landsbankans við Lauga-
veg 77 í Reykjavík. Halldór taldi að
fundum yrði lokið á fimmtudag.
Unglings-
piltur fórst
í eldsvoða
FIMMTÁN ára piltur, Halldór
Hörður Sigtryggsson, til heim-
ilis að Garðbraut 72, Garði, lést
er kviknaði í áhaldahúsi Gerða-
hrepps í Garði aðfaranótt laug-
ardags. Eldsvoðinn varð með
þeim hætti að þrír piltar fóru
inn í áhaldahúsið til að sækja
sér bensín sem þar var geymt.
Varð eldur laus vegna ógæti-
legrar meðferðar og náðu tveir
piltanna að forða sér út. Allt til-
tækt slökkvilið Suðumesja var
kallað út og kom á vettvang rétt
eftir klukkan þrjú. Þá logaði í
austm-hluta hússins og var Hall-
dór Hörður þá látinn og báru
lífgunartilraunir ekki árangur.
Lögregla tók
39 ökumenn
án bílbeltis
LÖGREGLAN í Reykjavík
kærði 39 ökumenn á siðasta sól-
arhring fyrir að hafa ekki bíl-
beltin spennt. Aukin áhersla er
nú lögð á að fylgjast með bíl-
beltanotkun, að sögn lögreglu,
ekki síst vegna fjölda dauðaslysa
í umferðinni að undanfómu, sem
mörg hver má rekja til þess að
beltin voru ekki spennt.
Arnór rekinn
af velli
KNATTSPYRNUMAÐURINN
Amór Guðjohnsen var enn í
sviðsljósinu með liði sínu í
meistaradeild karla í gærkvöldi.
Þá tóku Keflvíkingar á móti
Valsmönnum og lyktaði leikn-
um með 2:2-jafntefli. Valsmenn
höfðu komist í 2:0, en heima-
menn náðu að minnka muninn
og jöfnuðu svo metin eftir að
Amóri hafði verið vísað af leik-
velli fyrir að mótmæla dómi
■ Arnór/B3
Lést í bflslysi
PILTURINN, sem lést í
bílslysi á Landvegi fyrir ofan
Galtalæk sl. föstudag, hét
Hjalti Óli Eiríksson, til heimilis
að Faxatúni 40, Garðabæ.
Hjalti var tæplega 18 ára gam-
all, fæddur 24.10. 1980.
m sibuíí
A ÞRIÐJUDÖGUM
Enski bsltiM
www.ulil.is
HllraTOMitmirÍMP
3W& 3»«áí
»» lleiinili ra
FASTHGMR
; Arsenal hóf titilvörnina með
: sigri / B3
; Kristján besti nýliðinn í
I áraraðir í snóker/BI