Morgunblaðið - 18.08.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.1998, Blaðsíða 1
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður Sigurðarson Brúin yfír Rjúpnabrekkukvísl lagfærð UNDANFARNA daga hefur verið unnið að viðgerðum á brúnni yfír Rjúpna- brekkukvísl á Gæsavatnavegi. Gðlf brúar- innar brast undan snjóþunga veturinn 1996-97. Vinnuflokkur undir stjórn Jóns Valmunds- sonar verkstjóra vann í tvo daga við að skipta um gólfíð og styrkja það með því að fjölga þvertrjám. Gífurlegur þungi hvflir að vetrarlagi á brúnni, einkum þegar hlánar og snjórinn blotnar, og eru mörg dæmi um brýr sem hreinlega hafa brostið undan farginu og skiptir þá efniviðurinn í þeim engu máli. Miklir jámbitar og voldugir trébolir hafa beðið lægri hlut fyrir náttúmöflunum. Rjúpnabrekkukvísl er skammt vestan við Gæsavötn, norðan við Vonarskarð. SE~bankinn aflar upplýsinga um Landsbanka Islands hf. Akvörðun um viðræður í kjölfar gagnaöflunar FJÓRTÁN fulltrúar SE-bankans sænska safna um þessar mundir upplýsingum um starfsemi Lands- banka íslands hf. með hugsanleg kaup á hlut í bankanum í huga. Þórður Friðjónsson, ráðuneytis- stjóri iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytis, segir að fulltrúar Lands- bankans sjái um að láta Svíunum upplýsingar í té og að í framhaldi af þessari gagnaöflun verði tekin ákvörðun um viðræður. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segii- að ósk hafi komið frá viðskiptaráðuneytinu um að taka á móti sendinefnd SE- bankans og veita henni upplýsingar um stöðu bankans, afkomu og af- komumöguleika í breyttu umhverfi til að hún gæti gert sér grein fyrir verðmæti hans. „Við munum líka fara með þeim yfir rekstrarforsendur bankans fram í tímann og veitum þeim inn- Morgunblaðið/Arnaldur FULLTRÚAR SE-bankans í Svíþjóð eru um þessar mundir staddir hér- lendis til að afla gagna um stöðu Landsbanka íslands hf. til að gera sér grein fyrir verðmæti hans með hugsanleg kaup í huga. sýn í okkar mat á rekstrarstöðu Landsbankans í breyttu umhverfi," sagði Halldór í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann sagði ekki síður mikilvægt að fulltrúar SE-bankans gerðu sér grein fyrir almennu rekstrarumhverfi bankastofnana hérlendis. Halldór lagði áherslu á að hér væri einungis um upplýs- ingagjöf að ræða, næsta skref væri viðræður um hugsanleg kaup og ef til þeirra kæmi yrðu þær algjörlega á vegum viðskiptaráðuneytisins. Auk Halldórs bera fjórir fram- kvæmdastjórar Landsbankans hit- ann og þungann af fundunum með fulltrúum SE-bankans, þeir Gunn- ar Andersen, Brynjólfur Helgason, Bjöm Líndal og Jakob Björnsson. Nokkrir aðrir starfsmenn koma einnig við sögu. Fundirnir fara fram í húsnæði Landsbankans við Lauga- veg 77 í Reykjavík. Halldór taldi að fundum yrði lokið á fimmtudag. Unglings- piltur fórst í eldsvoða FIMMTÁN ára piltur, Halldór Hörður Sigtryggsson, til heim- ilis að Garðbraut 72, Garði, lést er kviknaði í áhaldahúsi Gerða- hrepps í Garði aðfaranótt laug- ardags. Eldsvoðinn varð með þeim hætti að þrír piltar fóru inn í áhaldahúsið til að sækja sér bensín sem þar var geymt. Varð eldur laus vegna ógæti- legrar meðferðar og náðu tveir piltanna að forða sér út. Allt til- tækt slökkvilið Suðumesja var kallað út og kom á vettvang rétt eftir klukkan þrjú. Þá logaði í austm-hluta hússins og var Hall- dór Hörður þá látinn og báru lífgunartilraunir ekki árangur. Lögregla tók 39 ökumenn án bílbeltis LÖGREGLAN í Reykjavík kærði 39 ökumenn á siðasta sól- arhring fyrir að hafa ekki bíl- beltin spennt. Aukin áhersla er nú lögð á að fylgjast með bíl- beltanotkun, að sögn lögreglu, ekki síst vegna fjölda dauðaslysa í umferðinni að undanfómu, sem mörg hver má rekja til þess að beltin voru ekki spennt. Arnór rekinn af velli KNATTSPYRNUMAÐURINN Amór Guðjohnsen var enn í sviðsljósinu með liði sínu í meistaradeild karla í gærkvöldi. Þá tóku Keflvíkingar á móti Valsmönnum og lyktaði leikn- um með 2:2-jafntefli. Valsmenn höfðu komist í 2:0, en heima- menn náðu að minnka muninn og jöfnuðu svo metin eftir að Amóri hafði verið vísað af leik- velli fyrir að mótmæla dómi ■ Arnór/B3 Lést í bflslysi PILTURINN, sem lést í bílslysi á Landvegi fyrir ofan Galtalæk sl. föstudag, hét Hjalti Óli Eiríksson, til heimilis að Faxatúni 40, Garðabæ. Hjalti var tæplega 18 ára gam- all, fæddur 24.10. 1980. m sibuíí A ÞRIÐJUDÖGUM Enski bsltiM www.ulil.is HllraTOMitmirÍMP 3W& 3»«áí »» lleiinili ra FASTHGMR ; Arsenal hóf titilvörnina með : sigri / B3 ; Kristján besti nýliðinn í I áraraðir í snóker/BI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.