Morgunblaðið - 18.08.1998, Síða 3
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Herra Karl Sigurbjörnsson biskup í stólræðu á Hólahátíð
Þjóðin stendur andspænis
vali milli kristni og heiðni
„ÍSLENSK þjóð stendur í fyrsta
sinn í þúsund ár andspænis vali
milli kristinna og heiðinna grund-
vallarviðhorfa," sagði herra Karl
Sigurbjömsson biskup meðal ann-
ars í predikun sinni á Hólahátíð síð-
astliðinn sunnudag. Sagði hann ís-
lendinga hafa álitið sig kristna þjóð
og að álfar og tröll gögnuðu ekkert
þegar á reyndi þótt Spölur hefði lát-
ið sér sæma að útnefna bergtröll
sem verndara Hvalfjarðarganga.
Biskup sagði þjóðina nú búa sig
undir að minnast þess er hún hafn-
aði heiðnum átrúnaði, heiðnum
vættum og gekk Kristi á hönd. „Síð-
an hafa Guð og góðir englar hans
verið ákallaðir um vernd og hlífð og
sú vemd signir landið okkai’. Gleym-
um því ekki. Snúum ekki baki við
því í oflæti auðs og velsældar. Það
varðar mestu um hverja vegferð,
sérhvem spöl, að Guð sé með í för.
Þess vegna bemm við böm okkar til
skírnar, signum þau fyrir svefninn,
kennum þeim að biðja í Jesú nafni.
Því innst inni vitum við að „mann-
anna stoð og styrkur bregst“.
Arfur úr viskubrunni
kynslóðanna
Álfar og tröll gagna ekkert þegar
á reynir, slík vernd er aðeins tál,
jafnvel þótt Spölur láti sér sæma að
útnefna bergtröll sem verndara
Hvalfjarðarganga."
Stjórnarformaður Spalar
Alls ekki ætlunin
að vega að kirkjunni
EKKI var á nokkurn hátt ætl-
unin að vega að kirkjunni með
því að útnefna bergtröllið
Staupastein sem verndara Hval-
Qarðarganga, að sögn Gísla
Gislasonar, stjórnarformanns
Spalar, en biskup íslands, herra
Karl Sigurbjörnsson, gerði opn-
unarathöfn Hvalfjarðarganga
m.a. að umtalsefni í stólræðu
sinni á Hólahátíð á sunnudag-
inn.
Gísli segir að á Akranesi hafi
oft verið kvaddur til prestur til
þess að blessa ný mannvirki og
starfsemi þeirra og það hafi
raunar lauslega komið til tals
þegar opnun ganganna var
undirbúin. Hins veg-
ar hafi honum fróð-
ari menn bent á að
aldrei hafi tíðkast að
prestur væri fenginn
til að koma við opn-
un samgöngumann-
virkja, hvorki við
brýr, jarðgöng né
vegspotta. Þar væri
algengara að maður-
inn með skærin, þ.e.
samgönguráðherra,
mætti á vettvang.
„Á þeim tíma sem
verkið hefur verið í
gangi vill svo til að við höfum
lent í því að stíga á tæmar á
ýmsum, svo sem
verkfræðingum,
sveitarsfjórnar-
mönnum, slökkvi-
liðsmönnum, dag-
blaðsritsfjórum og
núna síðast kirkj-
unni. Það var hins
vegar alls ekki
meiningin að raska
ró kirkjunnar,“ seg-
ir Gísli og bætir við
að staða kirkjunnar
hljóti að vera mun
sterkari en svo að
hún láti „lítinn kall
í merki lítils fyrirtækis raska
ró sinni“.
STAUPA
STÉINN
VERNDARI
HVALFJARDAROANOA
Biskup sagði sögur álfa og trölla
sér kærar eins og þorra íslendinga,
þær væru dýrmætur arfur úr visku-
brunni genginna kynslóða og lýstu
gjarnan þeirri ógn sem það væri að
vera ginntur af álfum og trylltur í
björg. „En Hóladómkirkja vitnar
um náð og hlífð sem aldrei bregst.
Hún vitnar um lifandi Guð og raun-
verulega vemd í lífi og dauða, eins
og kirkjurnar byggðir um lands
hafa gert um aldir. En tökum eftir
því og gleymum ekki að þær hafa
gert það af því að þær hafa verið
hluti lifaðs veruleika návistar Guðs.
Ekki áminning um ævintýri og
helgisagnir. Klukknahljómurinn,
helgin, söngurinn, bænamálið end-
urómur, bergmál þess sem iðkað
var á heimilum landsmanna, í bæn
og trúarlífi sem varðað hefur lífsveg
manna frá vöggu til grafar. Er það
liðin tíð? Víst er að nú í fyrsta sinn í
þúsund ár, í fyrsta sinn í þúsund ár,
stendur íslensk þjóð andspænis vali,
raunverulegu vali milli kristni og
heiðni, kristinna og heiðinna grund-
vallarviðhorfa. Við skulum ekki
vera í nokkrum vafa um það hvort
við viljum sjá varða veg barna okk-
ar og niðja.“
Síðar í ræðunni sagði biskup:
„Margir hafa áhyggjur af upplausn
siðgilda í íslensku samfélagi. Og
með réttu. En það vill gleymast að
siðgæði kemur ekki af sjálfu sér.
Það vex af rótum lotningarinnar,
virðingarinnar íyrir því sem er
manninum æðra, vex af því uppeldi
þar sem þetta er iðkað og ástundað,
virðingin, helgin. Á heimilunum, í
skólastofunum, í önnum og hvíld
daganna, í umgengni, orðum og at-
ferli.“
Hefja á byggingu nýs hátæknidýraspítala 1 októbermánuði næstkomandi
Bætt aðstaða
fyrir hross
RÁÐGERT er að hefja byggingu
nýs hátæknidýraspítala í byrjun
október næstkomandi. Það er
sjálfseignarfélagið Dýraspítali
Watsons sem stendur að bygging-
unni en hún mun leysa af hólmi
eldri spítala félagsins á Fákssvæð-
inu í Víðidal. Hinn nýi spítali verð-
ur á sömu slóðum og verður stærð
hans um 1.000 fermetrar. Ráðgert
er að byggja húsið í tveimur áföng-
um og vonast aðstandendur til að
sá fyrri verði tekinn í notkun í
byrjun árs árið 2000.
Kostar 20 til
30 milljónir
Að sögn Sigfríðar Þórisdóttur
mun nýi spítalinn leysa úr brýnni
þörf á bættri aðstöðu fyiár dýra-
lækningar en 25 ár eru síðan Is-
landsvinurinn Mark Watson gaf
núverandi spítala.
Með nýbyggingu, sem talin er
kosta um 20 til 30 milljónir króna
með tækjum, verður bætt aðstaða
fyrir meinatækna auk þess sem í
fyrsta sinn verður boðið upp á að-
stöðu til lækninga á hrossum. Þá er
gert ráð fýrir að aukin sérhæfing
geti átt sér stað hjá dýralæknum
en aðstaða verður fyrir 6 til 8
lækna. Að sameignarfélaginu
standa Reykjavíkurborg, Fákur,
Dýraverndurfélag Reykjavíkur,
Samband sveitarfélaga á Suður-
nesjum og Samband dýraverndun-
arfélaga Islands.
Morgunblaðið/Jim Smart
Skútur
við Ing-
ólfsgarð
SKÚTUR liggja bundnar
við bryggju við Ingólfsgarð,
þar sem togarar Kveldúlfs,
stærsta útgerðarfyrirtækis
landsins, lönduðu fiski á milli-
stríðsárunum.
Forseti
eistneska
þingsins á
Islandi
TOOMAS Savi, forseti eist-
neska þingsins, kom í gær í
opinbera heimsókn til Islands
ásamt eiginkonu sinni. Hann
er hér í boði Ólafs G. Einars-
sonar, forseta Alþingis, ásamt
þremur öðrum þingmönnum,
Ants Kaarma, varaforseta
þingsins, Rein Jarlik, for-
manni umhverfisnefndar, og
Jurgen Ligi, varafoi-manni
fjárlaganefndar.
Þingmennirnir ræða á
fimmtudag við forseta Alþing-
is, en þeir munu einnig ræða
við forseta íslands, forsætis-
ráðherra og embættismenn
utanríkisráðuneytisins í heim-
sókninni, sem stendur til 21.
ágúst.
Hestamaður
slasaður eft-
ir ákeyrslu
EKIÐ var á ríðandi mann á
Skagastrandarvegi í Austur-
Húnavatnssýslu aðfaranótt
sunnudags. Ljóst þótti að
meiðsl hins slasaða væru al-
varleg og var hann fluttur
með sjúkrabíl að Laugar-
bakka í Miðfirði þar sem þyrla
Landhelgisgæslunnar beið því
ekki reyndist unnt að lenda
henni á Blönduósi. Hinn slas-
aði fór í aðgerð á Borgarspít-
alanum á sunnudag og liggur
enn á gjörgæsludeild. Líðan
hans er óbreytt, en hann hlaut
höfuðáverka og beinbrot.