Morgunblaðið - 18.08.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 18.08.1998, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 11 FRÉTTIR Forseti Islands gerði miðlægan gagnagrunn að umtalsefni á Hólahátíð Hvorki þröngsýni né hagn- aðarvon má blinda okkur ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti Islands, sagði m.a. í umfjöllun sinni um erfðavísindi á Hólahátíð á sunnudag að sú umræða sem fram hefði farið í samfélagi okkar um hin nýju fræði erfðagreining- arinnar, væri því miður enn skorð- uð um of við þröngan stakk við- skiptahagsmuna einstakra fyrir- tækja, kröfur um einkarétt á söfn- un og flokkun erfðaefnis Islend- inga til að styrkja vigstöðu á verslunartorgi kauphallanna. Við þyrftum hins vegar, bæði sem þjóð og einstaklingar, að sjá og skilja til hlítar samhengið í sér- stöðu Islendinga, íslenskra rann- sóknargagna, og tæknibyltingun- um sem einkenndu framrás vís- indanna. Eiguin að ganga hægt um þessi nýju og óþekktu hlið „Á þessu sumri hafa örlögin hagað því svo að ég hef í Banda- ríkjunum átt kost á samræðum við öndvegisfólk í framvarðasveit læknisfræði og erfðavísinda, fólk sem beitir bestu tækni rannsókna og upplýsingavinnslu sem völ er á til að færa mannkyni von um lækningu á ýmsum helstu sjúk- dómum sem herja á samfélag okk- ar, ættingja og vini, foreldra, börn og sálufélaga, heimsbyggð alla,“ sagði hann. „I ljósi þeirra sam- ræðna er ég sannfærður um að við Islendingar eigum að ganga hægt um þessi nýju og óþekktu hlið, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands hyggja vel til allra átta, rasa ekki um ráð fram.“ Ólafur Ragnar sagði ennfremur í ræðu sinni að tíminn væri nægur og að nú og á næsta áratug yrðu aðeins tekin byrjunarskrefin á þróunarbraut erfðavísindanna þótt þau mundu síðar og að líkindum langt fram eftir næstu öld verða í hásæti þekkingarsköpunarinnar. Síðan sagði hann: „Vegna samspils þjóðareinkenna okkar og rann- sóknargetu erfðavísindanna höfum við íslendingar í aðdraganda hins nýja árþúsunds betra tækifæri en nokkru sinni fyrr frá landnámi og kristnitöku tO að verða mannkyni öllu til blessunar, leggja grundvöll að lækningu og heilbrigði milljóna manna um heim allan sem annars myndu lúta í lægra haldi í glímunni við krabbamein, hjart- veiki eða tugi annarra sjúkdóma sem nú læsa helgreipum um ást- vini og ættingja. En þá megum við hvorki láta þröngsýni eyjarskeggjans né hagnaðarvon fjárfesta blinda okk- ur svo að við tökum í skyndi ákvarðanir sem ganga þvert á heilbrigðishagsmuni alls mann- kyns og reyndar einnig þvert á tækifæri íslenskrar þjóðar til vel- sældar og virðingar á nýrri öld.“ Ólafur Ragnar sagði því næst að honum væri til efs að við íslend- ingar, þing og þjóð, samfélag og máttarstofnanir, þar með kirkjan sjálf, hefðum fengið í hendur stærra viðfangsefni til úrlausnar, að jafn afdrifaríkar ákvarðanir hefðu borist á okkar borð. Hver verður afstaða Islendinga? „Afstaða okkar mun ráða úrslit- um, ekki aðeins um störf og hag- sæld í okkar eigin landi, heldur einnig um getu og hæfni vísinda- samfélagsins um heim allan til að færa mannkyni lækningu, heil- brigði og betra líf um alla fram- tíð,“ sagði hann. Þá sagði Ólafur Ragnar í ræðu sinni að það væri ekki aðeins á umræðutorgi íslenskrar fjölmiðl- unar sem fylgst væri með fram- vindu þessara mála. „I fremstu vísindastofnunum heims er spurt: Hver verður afstaða íslendinga? Vill íslenska þjóðin rétta sam- starfshönd til þeirra sem fremstir fara að þekkingu og tækni í för mannsins um ókunn lönd erfðavís- indanna og hljóta um leið eðlilega umbun fyrir heimssögulegt fram- lag sitt, eða verður haldið inn á braut sem allh- þeir frábæru er- lendu vísindamenn, sem ég hef rætt við á þessum sumartíma, telja í senn þröngt og ófært ein- stigi,“ spurði hann. „Sömu sérfræðingar og nú gefa Guðrúnu Katrínu og öðrum sem þjást af lífshættulegum sjúkdóm- um von um bata, sérfræðingai- sem stjómað hafa um langa hríð mikilvægustu rannsóknarstofnun krabbameinslækninga í heimin- um; eru reyndar einnig í náinni samvinnu við þorra þeirra sem fremstir eru taldir í þessum fræð- um, jafnframt því að þekkja betur en aðrir samspU fjármagns og rannsókna, fjárfestingar og mark- aðshagsmuna lyfjafyrirtækja og alþjóðlegrar fjármögnunar, spyrja af einlægum áhuga um áform okk- ar íslendinga og eru reiðubúnir að leggja þjóðinni lið,“ sagði Ólafur Ragnar m.a. í ræðu sinni á Hóla- hátíð. Menntamálaráð- herra um umræðu um SE-banken Spillir fyrir sölu ríkis- bankanna BJÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra telur að um- ræða um að selja einum er- lendum banka ráð- andi hlut í Lands- banka ís- lands hafi almennt mælst illa fyrir og spillt fyrir sölu ríkis- bankanna. Þetta kem- ur fram á heimasíðu ráðherr- ans á veraldarvefnum. Björn segir einnig að um- ræður um sölu ríkisbankanna endurspegli ný viðhorf til hlut- verks ríkisins, sem snerti auk bankanna ríkisfjölmiðlana, sjúkrahús og skóla. Viðhorf til ríkisrekstrar breytast fljótt Hann segir að viðhorf til ríkisrekstrar breytist fljótt, en nefnir þó í öðru sambandi að „enn séu viðhorfín þau, að ekki beri að flytja alla háskóla og framhaldsskóla og háskóla í hendur einkaaðila". FRANK SINATRA, BING CROSBY, DEAN MARJIN, TONY BENNETT, NAT KING COLE, BILLIE HOLIDAY, ELLA FITZI nti * -j&aSSfeték rl iERALD \ \ • | 1 ^ ** •. » * Hliómsveitin Cpsino m vsj® ** W $\*** pstJf * seí1' og Póll Oskar leika fyrir aansi á eftir. LENN MILLER, COUNT BASIE, LOUIS ARMSTRONG, SAMMI DAVIS JR. O.FL. O.FL. Kristján Gtslason Hulda Gestsdóttir Jón Jósep Snæbjörnsson RúnaG. « Stefánsdómr Birgitta Haukdal BROADWA\ HÓTEL ÍSLANDI Miða-og borðapantanir í síma 533 1100. r Verð 4.900, matur og sýning. 1.950, skemmtun. 950, dansleikur. Skoóaðu vefinn okkar, m.a.veisluþjónustuna, www.broadway.is indi*ú"ir>9' VeHuo' FRUMSYNING 26 EIN BESTA SYNll SEM SETT HEFiJQÉ VERIÐ UPP! I 14 manna hljómsveiWundir stjórn Þóris Baldurssonar. Kynnir er Jón Axel Ólafsson. Vegna fjölda áskoranna ! Aóeins þessi eina synmg næsta laugardag,22. ágúst Frábærir söngvarar Sviðssetning: Egill Eðvarðsson. Hljómsveitarstjóri: Gunnar Þórðarson. i Dansstjórn: i , Jóliann Örn. M • Hljóðstjórn: M l, Gunnar Smári U

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.