Morgunblaðið - 18.08.1998, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
PRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 1 3
Fólk
Doktorsrit-
gerð um
verðlagseft-
irlit með
rafveitum
►PÁLL Harðarson hagfræðingur
lauk hinn 25. maí sl. doktorsprófi í
hagfræði frá Yale-háskólanum í
Bandaríkjunum.
Ritgerð Páls
nefnist „Policies
of Price Regul-
ators in Periods
of High or Incre-
asing Costs and
their Potential
Long-Term Ef-
fect on Invest-
ment: The Case
of the Electric
Utility Industry in the 1970s and
1980s“.
Ritgerðin fjallar um verðlagseft-
irlit með rafveitum í Bandaríkjun-
um á áttunda og níunda áratugnum.
Ytri aðstæður voru nokkuð aðrar á
þessum áratugum en þeim sem á
undan fóru vegna hás og sveiflu-
kennds verðlags eldsneytis. I rit-
gerðinni er sett fram einfalt líkan
sem síðan er notað við að meta lík-
legar langtímaafleiðingar viðbragða
verðlagsyfirvalda við hinum nýju
aðstæðum. Meginniðurstaða rit-
gerðarinnar er í stuttu máli sú að
þegar til lengri tíma er litið sé sú
stefna sem fylgt var við verðlags-
eftirlit á þessum árum líkleg til að
leiða til of lítillar fjárfestingar og að
lokum til hærra rafmagnsverðs. Á
þetta við stefnu verðlagsyfirvalda í
öllum þeim fylkjum Bandaríkjanna
sem úrtakið náði til, þótt mikill
munur hafi verið á stefnu mismun-
andi fylkja.
Leiðbeinendur Páls voru Ariel
Pakes og Steve Berry, prófessorar í
hagfræði við Yale-háskólann.
Páll er fæddur hinn 14. febrúar
1966. Hann lauk stúdentsprófi frá
Verzlunarskóla íslands vorið 1985.
Haustið 1986 hóf hann nám í hag-
fræði við Macalester College í
Bandaríkjunum og lauk þaðan BA-
prófi vorið 1988. Veturinn
1988-1989 stundaði hann frekara
nám við sama skóla, en haustið
1989 hóf hann framhaldsnám við
Yale-háskólann. Veturna 1991-1993
annaðist hann aðstoðarkennslu við
skólann. Páll er sonur Steinunnar
H. Yngvadóttur húsmóður og Harð-
ar Einarssonar hrl. Eiginkona hans
er Deborah Hughes, MA í afrísk-
amerískum bókmenntum og sögu,
en hún stundar nú doktorsnám í
amerískum bókmenntum og sögu
við Yale-háskóla.
Páll rekur nú fyrirtækið Ekono-
mika ehf. - hagfræðiráðgjöf ásamt
Magnúsi Harðarsyni.
Hópferða-
bflstjóri
grunaður
um ölvun
LÖGREGLUNNI á Húsavík
bárust á laugardag tvær til-
kynningar vegfarenda um ölv-
un ökumanns hópferðabíls í
grennd við Ásbyrgi. Tólf
Frakkar voru á ferð í bflnum
með íslenskum fararstjóra.
Lögreglan fór síðdegis að
Ásbyrgi og hitti fyrir bflstjór-
ann, sem þá hafði hleypt leið-
sögumanni og Frökkunum út í
gönguferð. Við öndunarmæl-
ingu reyndist bílstjórinn tölu-
vert ölvaður og var hann færð-
ur til blóðprufu. Lögreglan tók
síðan að sér að aka ferðamönn-
unum og leiðsögumanni í nátt-
stað á hópferðabflnum.
Nýjar reglugerðir frá sjávarútvegsráðuneyti
Verndun smáfísks og frið
unarsvæði við Island
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
hefur gefið út reglugerð um vemd-
un smáfisks við tog- og dragnóta-
veiðar fyrir Suðausturlandi og
reglugerð um friðunarsvæði við Is-
land. Reglugerðimar, sem báðar
taka gildi 1. september næstkom-
andi, leysa af hólmi eldri reglugerð-
ir um sama efni.
Með nýrri reglugerð um verndun
smáfisks við tog- eða dragnótaveið-
ar er stækkað verulega það svæði
við Suðausturland, þar sem smá-
fiskaskilja eða legggluggi era áskil-
in við tog- og dragnótaveiðar. Öllum
þeim skipum sem stunda togveiðar
á svæðinu er skylt að nota smá-
fiskaskilju. Þó er togbátum sem
taka trollið inn á síðunni heimilt til
loka árs 1998 að nota leggglugga í
stað smáfiskaskilju og dragnótabát-
um er skylt að nota leggglugga við
veiðar á svæðinu.
Með hinni nýju reglugerð um frið-
unarsvæði við Island em óverulegar
breytingar gerðar á fyrri reglugerð
um sama efni en þó em felld úr gildi
svæði í Lónsdýpi og á Papagrunni
þar sem allar togveiðar hafa verið
bannaðar. Þá er svæðið á Breiðdals-
gmnni, þar sem línuveiðar hafa ver-
ið bannaðar og togveiðar eingöngu
heimilaðar með leggglugga eða smá-
fiskaskilju, fellt niður í þeirri reglu-
gerð, enda verður það svæði allt inn-
an hins nýja svæðis þar sem legg-
gluggi eða smáfiskaskilja verða
áskilin eftir 1. september, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu frá
sjávarútvegsráðuneytinu.
Falleg borg sem býður ykkur velkomin af
einstaklega vingjarnlegu og gestrisnu *
fólki. Hótelin eru fyrsta flokks, veitinga- Æ
staðirnir hreint afbragð, krárnar liflegar
og opnar fram undir morgun. Hið ótrúlega
lága verðlag er þó helsta aðdráttaraflið - það
| hefur enginn efni á að sleppa ferð til Halifax.
Ferðir haustsins eru óðum að fyllast
Bókið sæti strax
Bókunarstaða:
3ja nátta ferðir
9. okt uppselt/biðlisti
16. okt uppselt/biðlisti
4 23. okt laus sæti
4ra natta ferðir
29. okt uppselt/biðlisti
5. nóv uppselt/biðlisti
12. nóv 9 sæti laus
19. nóv lOsæti iaus
26. nóv laus sæti
Iwám
Menning, matur og
meiriháttar verslanir. 3ja nátta
helgarferðir í október og nóvember,
ftM
Besta borgin fyrir þig. 3ja og 4ra
nátta ferðir í október og nóvember.
Laus sæti í helgarferðir:
13., 20. og 26. nóv
3. og 4. des
Aðrar ferðir uppseldar
Laus sæti í helgarferðir í október.
Uppselt 5. og 19. nóvember.
WjÆt
Brussel
í beinu leiguflugi 5.- 8. nóv. uppselt/biðlisti
Ferðir í miðri viku:
Úrvals-fólk 9. nóv. - örfá sæti laus
Gigtarfélagið 25. - okt. laus sæti
Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavíh: s(mi 421 1353,
Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: stmi 462 5000
- og hjá umboðstnönnum um land allt.
www.urvalutsyn..m