Morgunblaðið - 18.08.1998, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 15
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
Víðavangs-
hlaup UMSE
VÍÐAVANGSHLAUP UMSE fer
fram fimmtudaginn 20. ágúst kl.
20.00. Skráning fer fram á staðnum
milli kl. 19.30 og 20.00 en mæting er
við Heilsugæslustöðina á Dalvík.
Keppt er í átta aldursflokknum og
eru hlaupalengdirnar mismunandi
langar, frá 750 metrum og upp í 8
kílómetra. Verðlaun eru veitt fyrir
þrjú fyrstu sætin í hverjum flokki,
svo og eignargripur fyrir fyrsta sæt-
ið í hverjum flokki.
Mótið er öllum opið. Nánari upp-
lýsingar fást á skrifstofu UMSE.
Ungir og upprenn
andi kúasmalar
Hafnasamlag
Eyjafjarðar BS.
Atta um-
sóknir um
starf hafn-
arstjóra
ÁTTA umsóknir bárust um
starf hafnarstjóra Hafnasam-
lags Eyjafjarðar BS. en um-
sóknarfrestur rann út sl. laug-
ardag.
Starf hafnarstjóra felst
m.a. í því að hafa eftirlit með
rekstri og stjórnun þeirra
hafna innan hafnasamlagsins
sem ei’u á Olafsfirði, Dalvik,
Árskógssandi, Hauganesi og
Hrísey.
Garðar Björnsson, núver-
andi hafnarstjóri, lætur af
starfi sínu 20. september nk.
og sagði Hálfdán Kristjáns-
son, bæjarstjóri í Olafsfirði,
að stefnt væri að því að ráða í
stöðuna sem allra fyrst. Hann
hafði ekki fengið allar um-
sóknirnar í hendur í gærdag
og gat því ekki gefið upp nöfn
umsækjenda.
AksjóN
Þríðjudagur 18. ágúst
21.00Þ-Sumarlandið Þáttur fyrrir
ferðafólk á Akureyri og Akureyr-
inga í ferðahug.
BÆNDUR á 24 búum víðs veg-
ar um landið buðu gestum og
gangandi heim sl. sunnudag.
Tilgangurinn var að gefa fólki
tækifæri til að fá innsýn í lífið í
sveitinni og búreksturinn.
I Eyjaflrði var opið hús á
fímm bæjum og þar á meðal hjá
Borghildi Freysdóttur og Árna
Amsteinssyni á Stóra-Dunhaga í
Hörgárdal. Borghildur sagði í
samtali við Morgunblaðið að
dagurinn hefði tekist mjög vel
og að á annað hundrað gestir
hafi komið í heimsókn. Meðal
gesta var hópur ítalskra ferða-
manna, sem ekki komst í hvala-
skoðun og brá sér því í heim-
sókn í sveitina í staðinn.
Á myndinni em ungir og upp-
rennandi kúasmalar að sækja
kýrnar á Stóra-Dunhaga sl.
sunnudag.
Skemmtileg
verslun
Hafnarstræti 98, Akureyri
sími 461 4022
Háþrýstidælur og fylgihlutir
©DæluwcuD ehf
Ármúla 34, 108 Reykjavík
Sími: 533 4747 Fax: 533 4740
www.mbl.is
Samnorrænt jazznámskeið
Sumarháskdlans á Akureyri
N emendatónleik-
ar í Deiglunni
SAMNORRÆNT jazznámskeið
stendur nú yfir á vegum Sumarhá-
skólans á Akureyri. Þátttakendur eru
30 frá Færeyjum, Grænlandi, Norð-
ur-Noregi og Islandi og eru þeir flest>
ir á aldrinum 18-20 ára.
Þetta er í annað sinn sem sumarhá-
skólinn stendur fyrir jazznámskeiði
og er það gert í samvinnu við Sigurð
Flosason, yfirkennara jazzdeildar
Tónlistarskóla FIH og saxófónleikara
og Tónlistarskólann á Akureyri, þar
sem námskeiðið er haldið.
Kennarar á námskeiðinu eru Sig-
urður Flosason, Einar Scheving,
trommuleikari, Gunnar Hrafnsson,
kontrabassaleikari og Hilmar Jens-
son, gítarleikari, og eru allir þessir
menn í fremstu röð íslenskra jazzista.
Kennararnir á
Heitum fimmtudegi
Námskeiðið stendur í tæpa viku,
frá sunnudeginum 16. ágúst og því
lýkur fóstudaginn 21. ágúst með
nemendatónleikum í Deiglunni.
Fimmtudaginn 20. ágúst koma kenn-
aramir fjórir fram á Heitum
fimmtudegi í Deiglunni sem eru
vikuleg jazzkvöld á Listasumri.
Kennaratónleikarnir hefjast kl.
21.30 eins og venjan er en nemenda-
tónleikamir á föstudaginn verða að-
eins seinna á ferðinni, eða kl. 22.30.
Aðgangur á báða tónleikana er
ókeypis.
Gjafavörur,
silfurskartgripir,
kristalsglös
oq fleiro
Stórkostlegt úrval
Allt að 50% afslóttur stgr.
SILFURBUÐIN
Kringlunni 8-12 - Sími 568-9066
Magnaðir
bílar
á mögnuðu
verði