Morgunblaðið - 18.08.1998, Page 21

Morgunblaðið - 18.08.1998, Page 21
22 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Morgunblaðið/Arnaldur ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra afhenti Róbert Hlöðvers- syni, forstjóra Nýju skoðunarstofunnar, starfsleyfið sl. fimmtudag. Nýja skoðunarstofan hf. hlýtur faggildingu Uppfylla þarf kröfur um hæfni og hlutleysi NÝJA skoðunarstofan Iif. hlaut ný- lega viðurkenningu Löggildingar- stofu og sænsku iöggildingarstof- unnar SWEDAC, sem fyrsta fag- gilda skoðunarstofan í sjávarútvegi. I kjölfarið veitti Fiskistofa Nýju skoðunarstofunni hf. starfsleyfí á grundvelli laga um starfshætti óháðra skoðunarstofa í sjávarút- vegi. Nýja skoðunarstofan hf. sótti um faggildingu til Löggildingar- stofu hinn 18. desember 1997 og fóru matsúttektir Löggildingar- stofu og SWEDAC fram 18.-19. maí og 30. júní til 1. júlí. Nýja skoðunarstofan hf. var stofnuð í ársbyrjun 1993 í kjölfar þeirra breytinga, sem þá urðu er sjálfstæðar skoðunarstofur tóku við eftirliti með hreinlæti, búnaði og innra eftirliti með sjávarútvegsfyi'- irtækjum, en eftirlit þetta hafði áð- ur verið í höndum Ríkismats sjávar- afurða. Stofnendur NS voru upp- haflega fiskverkendur, útflytjendur og fleiri aðilar innan sjávarútvegs. Á sl. ári setti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) fram þá kröfu að einkareknar skoðunarstofur yrðu að uppfylla kröfur staðalsins EN- 45004 um hæfni og hlutleysi. Til þess að standast hlutleysiskröfuna urðu þáverandi eigendur stofunnar að draga sig út úr rekstrinum. Allt hlutafé NS var því selt Frumherja hf., sem áður var Bifreiðaskoðun hf. í dag eru starfræktar þrjár skoðun- arstofur og er NS þeirra stærst með um það bil 60-65% markaðs- hlutdeild. NS starfrækir skoðunar- starfsemi um allt land og er með skoðunarmenn á Húsavík, ísafirði, Stöðvarfirði og í Reykjavík. Fram- kvæmdastjóri NS er dr. Róbert Hlöðversson. Opinbert fískmat lagt niður Við undirritun samningsins um EES gengust Islendingar undir öll ákvæði tilskipunar ESB um holl- ustuhætti við framleiðslu og mark- aðssetningu sjávai-afurða og skuld- bundu sig jafnframt til að taka ákvæðin inn í íslenska löggjöf. Þetta var síðan gert um áramótin 1992/1993 þegar ný lög um meðferð sjávarafurða og eftirlit með fram- leiðslu þeirra gengu í gildi. Á sama tíma voru gerðar miklar skipulags- breytingar í eftirlitsgeiranum. „Allt opinbert fiskmat var lagt niður með niðurfellingu laga um Framleiðslu- eftirlit sjávarafurða svo og eftirlit og mat á fiski og fiskafurðum," sagði Róbert m.a. í ræðu, sem hann flutti í tilefni faggildingarinnar sl. fimmtudag. „Þar með hurfu af vett- vangi allir opinberir fiskmatsmenn, sem höfðu verið starfandi víðsvegar um landið. Ríkismat sjávarafurða, sem hafði m.a. haft eftirlit með hreinlæti, búnaði og hollustuháttum í sjávarútvegsfyrirtækjum, var einnig lagt niður, en í þess stað var Gæðastjórnunarsvið Fiskistofu stofnað. Hlutverk þessa sviðs Fiski- stofu er fyrst og fremst að vera framkvæmdaaðili laga og reglu- gerða fyrir hönd sjávarútvegsráðu- neytisins. Framkvæmd eftirlitsins með framleiðendum var hins vegar færð í hendur einkarekinna skoðun- arstofa. Ekki ber þó að skilja þessi orð mín þannig að hið opinbera hafi ekk- ert eftirlit með framleiðslu sjávaraf- urða lengur. Hins vegar eru notaðar aðrar og mun árangursríkari aðferð- ir, sem byggjast á því að ábyrgðin á gæðum framleiðslunnar er flutt yfir á framleiðandann. Honum er gert skylt að koma á innra eftirliti með framleiðslu sinni en það byggist á greiningu áhættuþátta í vinnslu- rásinni. Þetta gæðaeftirlitskerfi, sem kallað hefur verið HACCP, er fyrirbyggjandi kerfi þar sem fram- leiðandanum er gert skylt að halda uppi kerfisbundnu eftirliti með or- sakavöldum skemmdanna í vinnslu- umhverfinu. Þannig er fylgst með því hvort hráefni sé óskemmt, hvort kælar og frystar gefi rétt hitastig, hvort starfsfólk ástundi rétt vinnu- brögð og persónulegt hreinlæti, hvort þrif séu framkvæmd á réttan hátt o.s.frv. Ef öllum þessum áhættuþáttum er haldið innan hættumarka leiðir það til þess að fiskurinn kemst óskemmdur ofan í pakkningamar. Allar mælingar þarf að skrá reglulega og það eru þessar skráningar sem skoðunaraðili skoð- ar og metur út frá því hvort viðkom- andi framleiðandi sé að tryggja gæði vörunnar. Að mínu mati er þessi að- ferð mun vænlegri til árangurs en stopult mat opinbers eftirlitsmanns á því hvort afurðin reynist skemmd eða óskemmd.“ Fjölmargir kostir Til þess að öðlast faggildinu þarf skoðunarstofan að byggja upp gæðakerfi sem sannar hæfni hennar og hlutleysi. Þetta hafði þær breyt- ingar í för með sér að skoðunarstof- unum fækkaði úr sex í þrjár. Ljóst er að það íslenska eftirlitskerfi, sem nú er að líta dagsins ljós, er komið til að vera, að mati Róberts. Kostir þess fram yfir opinber kerfi væru fjölmargir, t.d. sæi sami aðilinn ekki um að meta ástand fyrirtækis og dæma síðan í málinu ef til ágrein- ings kæmi. Aðstoðarutanríkisráðherra Þýzkalands í Islandsheimsókn Evrópa sækir styrk til fjölbreytileikans Werner Hoyer er annar af tveimur aðstoð- arutanríkisráðherrum Þýzkalands og hefur sem slíkur m.a. Evrópumál á sinni könnu. I samtali við Auðun Arnórsson segir hann að Þýzkaland standi með Islandi í mörgum mikilvægum málum og að dyrnar að Evr- ópusambandinu séu því alltaf opnar. DYRNAR standa alltaf opn- ar fyrii' aðild íslands að Evrópusambandinu (ESB) og Þjóðverjar myndu bjóða íslendinga hjartanlega vel- komna í það. Þetta segir Werner Hoyer, annar af tveimur aðstoð- arutanríkisráðherrum Þýzkalands, sem fer með Evrópumál í ríkisstjóm Helmuts Kohls. En sannur vilji verð- ur að vera að baki umsókn um aðild að Evrópusambandinu, því það sé meira en „dýpkað fríverzlunarbanda- lag“. Hoyer, sem í dag heldur heim úr sex daga einkaferð til Islands, hefur sérhæft sig sem Evrópumálaráð- herra í að sinna annars vegar málum sem varða eiturlyf og alþjóðlega glæpastarfsemi, og hins vegar gjald- miðilsmálum. Þessi tvö sérsvið hans koma bæði við íslenzka hagsmuni; Schengen-samningurinn um afnám vegabréfaeftirlits, sem Island er aukaaðili að, á að færast undir vald- svið stofnana Evrópusambandsins á næsta ári, þegar Amsterdam-sátt- málinn, endurskoðaður stofnsáttmáli sambandsins, tekur gildi. Þar sem Schengen-samningurinn byggist á nánu samstarfi tolla-, dóms- og lögregluyfirvalda í aðildar- ríkjunum breytir aðlögun þessa sam- starfs að ESB forsendunum fyrir þátttöku Noregs og Islands í því, en sú þátttaka er nauðsynleg til að við- halda norræna vegabréfasamband- inu. Fyrr í þessum mánuði náðu ESB-ríkin 15 loks samkomulagi um samningsumboð, sem þjónað getur sem grundvöllur fyrir nýtt samkomu- lag um þátttöku Noregs og íslands í samstarfinu eftir að það færist undir stofnanir ESB. Hér er tvennt, sem Hoyer segir að taka verði með í reikninginn. „Schengen snýst um meira en afnám landamæraeftirlits á innri landamær- um Evrópu. Schengen snýst líka um að koma á upplýstu og skilvirku lög- gæzlu- og upplýsingakerfi um af- brotamenn." Þegar þetta kerfi verð- ur komið í fulla notkun geti til dæmis maður sem er eftirlýstur fyrir glæpi í Frakklandi verið handtekinn við að reyna að fljúga írá flugvelli í Þýzka- landi. Hitt atriðið sé gífurlega mikil- vægt fyrir ísland og hin Norðurlönd- in, það er norræna vegabréfasam- bandið. Á mikilvægi þess hafi flestir innan ESB, ekki sízt þýzk stjórnvöld, mikinn skilning. Á því sem mest hefur verið tekizt á um innan ESB og tafði afgreiðslu samningsumboðs, þ.e. hvernig þátt- töku Islands og Noregs í ákvarðana- töku skuli háttað, segir Hoyer að sé í raun auðfundin lausn. „Ég er von- góður um að raunhæf lausn, sem allir geta sætt sig við, finnist þegar í þess- um mánuði." Bretland örugglega inn í EMU og Norðurlönd í kjölfarið Varðandi hitt Evrópumálasérsvið Hoyers, gjaldeyrismál, er eitt stórt mál sem mun snerta hagsmuni ís- lands ekki síður en annarra Evrópu- landa, það er Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu (EMU). Aðspurður um þessi áhrif sagði Hoyer að það sé alveg ljóst, að þau verði töluverð á öll lönd Evrópu, mismikil þó. Mynt- bandalagið sé í raun markvisst svar Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞEIR sem bera ábyrgð á lokun Goethe-stofnunar- innar hafa slæma samvizku, segir Werner Hoyer. Evrópu við hnattvæðingu mark- aðsviðskiptanna og keppinautar Evr- ópubúa í Austur-Asíu og Ameríku skiiji það einnig sem slíkt. ,Aðildarriki Evrópusambandsins hafa þar með gert öðrum það ljóst, að Evrópa ætli ekki á 21. öld að vera iðn- aðarminjasafn 20. aldarinnar," segir Hoyer. Þess vegna sé hin sameigin- lega mynt nauðsynleg forsenda til að tryggja samkeppnishæfni Evrópu, en ekki sú sem dugi til ein og sér. „Eins og horfur standa er ég bjartsýnn á að Evrópa muni standa sig vel í sam- keppninni á næstu öld. Og þá á ég við Evrópu í heild sinni. Framleiðniaukn- ingin er að eiga sér stað út um allt, ekki bara í ESB-ríkjunum.“ Fyrst ESB-ríkjanna til að ná þess- ari framleiðniaukningu er Bretland. „Bretar hafa forskot á okkur, hag- sveiflan hjá þeim er annars staðar en hjá okkur á meginlandinu og þess vegna er gott að þeir sláist ekki í hóp EMU-ríkja fyrr en nokkrum árum síðar,“ segir Hoyer. „En þeir munu örugglega gera það skömmu eftir aldamót, um það er ég handviss. Þá munu einnig Norðurlöndin, sem núna vilja bíða [Svíþjóð og Danmörk], fylgja í kjölfarið. Þau fylgjast grannt með því sem gerist í Bretlandi að þessu leyti.“ Það Evrópuríki sem lenda muni í mestum vanda við upptöku evrósins er að sögn Hoyers bankalandið Sviss. Um væntanleg áhrif evrósins á Is- land sagði Hoyer að þar sem utanrík- isviðskipti íslendinga væru að mjög miklu leyti við lönd sem verða utan EMU-svæðisins yrði áhrifanna sennilega minna vart hér en víða annars staðar í álfunni, en áhrifin yrðu þrátt fyrir það töluverð og myndu vaxa mikið þegar að EMU- aðild Bretlands og Norðurlandanna kemur. Finnland sker sig reyndar úr að sögn Hoyers, og tekur þátt í ESB-samstaifi með góðum árangri. Hoyer segist skilja það svo, að á íslandi sé hins vegar algengt að Evr- ópusambandið sé álitið einhvers kon- ar ógnun, við fullveldið, þjóðemið, menningarlegt sjálfstæði landsins. Úr þessu verði að bæta og til að svo geti orðið þurfi tvennt að gerast. „Við í ESB verðum að gera eðli sam- bandsins greinilegra, styrkja ná- lægðarregluna, gera það ljóst að markmiðið sé sameinuð Evrópa fjöl- breytileikans en ekki bræðslupottur á borð við Bandaríkin, þar sem allt er steypt í sama mót. Evrópa sækir styrk til fjölbreytileika síns. Þetta er boðskapur sem við verðum að koma vel til skila til íslendinga, sem eru alltaf velkomnir til að gerast fullgild- ir aðilar að sambandinu." Samvizkan slæm vegna lokun Goethe-stofnunarinnar I marz sl. var Goethe-stofnuninni í Reykjavík lokað. Yfirstjórn þeirrar stofnunar er þýzka utanríkisráðu- neytið, og því hefur Hoyer sem að- stoðarutanríkisráðherra ekki farið varhluta af óánægju þeirri sem ríkt hefur hérlendis frá því þessi ákvörð- un var tekin og hrint í framkvæmd. „Hin sterku viðbrögð hér gera það augljóst, að við höfum gert mistök með þessari ákvörðun,“ segir Hoyer. „Tilvist Goethe-stofnunar hér var og er greinilega að mjög miklu leyti táknræns eðlis. Islendingum sárnaði þessi ákvörðun. Þess vegna voru þetta mistök, en þetta er búið og gert og ekki annað að gera núna en að gera það besta úr stöðunni." Með nýrri menningarstofnun, sem reyndar enn er óljóst hvemig mun verða skipulögð, áframhaldandi þjón- ustu þýzkra stjómvalda við íslenzka þýzkukennara og fleiri íslenzk-þýzk- um menningarverkefnum segist Hoyer trúa því að þegar allt kemur til alls muni miðlun þýzkrar menningar i Reykjavík verði öflugri en áður var, að minnsta kosti að gæðum. „En þrátt fyrir það - sárindin sitja eftir.“ Hoyer segist sannfærður um að til- raunir til að koma á fót stofnun eða félagsskap sem taki við hlutverki Goethe-stofnunarinnar muni skila ár- angri fljótlega. „Ég er reyndar sann- færður um að það verði hreinlega ekki hægt að vísa frá umsóknum um stuðning frá stjómvöldum í Bonn eða höfuðstöðvum Goethe-stofnunarinn- ar í Miinchen vtö skynsamleg menn- ingarverkefni á íslandi. Með öðram orðum, samvizkubitið er slíkt að það verður öragglega lögð mikil áherzla á að á Islandi verði auðvelt að nálgast þýzka menningu." Hvað kjama málsins varðar telur Hoyer því að vel hafi verið brugðizt við. „Ég vona að til þess komi að Is- lendingar fái þetta á tílfinninguna og að gróa megi um heilt í þessum mikil- væga þætti samskipta þjóðanna, sem hafa ætíð verið með hinum mestu ágætum." Kveðjusöngxir yfir ríkisstjórninni ótímabær Hoyer er eins og Klaus Kinkel fé- lagi í Frjálsa demókrataflokknum, FDP. í skoðanakönnunum hefur flokkurinn að undanförnu mælzt með á bilinu 5-7% fylgi, en til að fá úthlutað þingsætum á Sambands- þinginu, sem kosið verður til 27. september nk., þarf flokkur að fá a.m.k. 5% atkvæða. En Hoyer segir sinn flokk vera í góðu formi og er bjartsýnn á horfur sinna manna í kosningunum framundan. „Jafnaðarmenn hafa sennilega ver- ið of öruggir um sig of snemma," seg- ir Hoyer. „Fylgi Græningja hefur verið í frjálsu falli frá því fyrir hálfu ári og þeir róa lífróður. Það er því óvíst hvort jafnaðarmenn og græn- ingjar geti myndað þingmeirihluta." Þá sagði Hoyer að það sýndi sig á nýhöfnum lokaspretti þessarar kosn- ingabai-áttu eins og í þeim sem á undan eru gengnar að Helmut Kohl kanzlari sé mikill bai'áttujaxl. Svo fremi sem stjómarflokkunum verði ekki á alvarlegar skyssur á síðustu vikunum fyrir kosningai' eigi þeir góðan möguleika á að halda sínu fylgi. „Kveðjusöngvar yfir ríkisstjórn Kohls og Kinkels era ótímabærir."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.