Morgunblaðið - 18.08.1998, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 23
28 fórust og fjöldi særðist í mannskæðustu sprengjuárás sem um getur á N-írlandi
Beindu fólki
í átt að bíl-
sprengjunni
Stjórnvöld á Bretlandi og írlandi hafa heitið að
draga til ábyrgðar þá sem stóðu að sprengjutil-
ræðinu í Omagh á Norður-írlandi á laugardag,
segir Davíð Logi Sigurðsson. Klofningshópur úr
IRA er sterklega grunaður um verknaðinn.
GÍFURLEG reiði og sorg ríkir á N-
írlandi í kjölfar sprengjutilræðisins
á laugardag í bænum Omagh en
sprengjan varð tuttugu og átta
manns að bana. Eiga flestir erfltt
með að skilja þá grimmd sem að baki
verknaðinum býr en sökudólganna
er nú leitað logandi ljósi. Ottast
menn mjög áhrif tilræðisins á fram-
tíð friðaramleitana á N-írlandi.
Óttast er að fleiri kunni að látast
því ellefu voru í gær enn á gjör-
gæsludeild. Flytja þui'fti slasaða á
sjúkrahús annars staðar á N-Irlandi
enda varð sjúkrahúsið j Omagh fljótt
yfírfullt. Meira en hundrað manns
þurftu aðhlynningar við og höfðu
margir tapað útlimum í sprenging-
unni eða voru á einhvern hátt varan-
lega örkumlaðir.
Villandi viðvörun
Sprengjan sprakk í bifreið sem
komið hafði verið fyrir nærri versl-
unarmiðstöð Omagh á háannatíma,
eða um kl. 15 að staðartíma. Tilræð-
ismennirnir höfðu gefíð lögreglu við-
vörun vegna sprengjunnar um fjöru-
tíu mínútum áður en sagt sprengj-
una vera í nágrenni dómshúss bæj-
arins. Varð þessi viðvörun til þess að
. lögregla beindi fólki burt frá dóms-
húsinu, og þá um leið nær verslunar-
miðstöðinni sem jók enn frekar á
blóðbaðið. Villandi viðvörun ódæðis-
mannanna er talin með algerum ein-
dæmum og áttu menn vart orð til að
lýsa hneykslan sinni á þeirri grimmd
sem hér liggur að baki.
Tilræðismenn fóru semsé ekki í
manngreinarálit og bæði kaþólikkar
og mótmælendur létust í árásinni.
Meðal hinna látnu var sextíu og
fímm ára gömul kona, þrítug dóttir
hennar og átján mánaða gamalt
barnabam. Var yngri konan jafn-
framt komin langt á leið með tví-
bura.
Níu börn voru meðal hinna látnu
og fjórtán konur en meðal þeiiTa var
fjögurra barna móðir. Mörg barn-
anna höfðu verið við innkaup fyrir
komandi skólaár. Hópur Spánverja
var í verslunarmiðstöðinni þegar
sprengjan sprakk og fórust tveir
þeirra, annar þeirra tólf ára gamall
drengur. Sautján ára gömul stúlka,
sem á von á barni, tapaði báðum fót-
leggjunum í árásinni.
Tilræðið fordæmt
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og Bertie Ahern, forsæt-
isráðherra Irlands, hittust í Belfast á
sunnudag og hétu því í sameiginlegri
yfíi'lýsingu að gera allt sem í þeirra
valdi stæði til að handsama „glæpa-
mennina og geðsjúklingana“ er
frömdu þennan verknað og veita
þeim makleg málagjöld. Var rætt um
það í gær að svo gæti farið að bresk
og írsk stjórnvöld leyfðu handtökur
án dóms og laga yfír mönnum grun-
uðum um tilræðið, en á áttunda ára-
tugnum beittu Bretar þessari neyð-
arheimild ítrekað í baráttu sinni við
Irska lýðveldisherinn (IRA). Hún
var mjög umdeild á sínum tíma, enda
auðvelt að misbeita slíku valdi.
Stjórnmálaleiðtogar hvar 1 flokki
sem þeir standa fordæmdu tilræðið
og sagði John Hume, leiðtogi hóf-
samra kaþólikka (SDLP), að tilræð-
ismenn væru „hreinræktaðir fasist-
ar“ og að þeir væru „óvinir almenn-
ings á N-írlandi.“ Mesta athygli vek-
ur hins vegar að Gerry Adams, leið-
togi Sinn Féin, fordæmdi verknaðinn
og fór fram á að hinir seku gengjust
við tilræðinu og hættu öllum frekari
aðgerðum. Þetta mun vera í fyrsta
sinn sem leiðtogar Sinn Féin for-
dæma verk af þessu tagi, þrátt fyrir
að oft hafí verið hart að þeim gengið
á liðnum árum að fordæma ódæðis-
verk IRA.
„Hið raunverulega IRA“
grunað um verkið
Þetta er mannskæðasta árás sem
um getur í þrjátíu ára sorgarsögu á
N-írlandi þar sem meira en 3.500
manns hafa fallið. I nóvember árið
1987 fórust ellefu óbreyttir borgarar
í sprengjuárás IRA í bænum
Enniskillen, sem er norður af
Omagh, og hefur þess atburðar oft
verið minnst þegar rifjuð eru upp
helstu óhæfuverk vargaldarinnar á
N-írlandi. Sennilegt er að Omagh
leysi nú Enniskillen af hólmi sem
vettvangur versta óhæfuverksins.
Sprengjan var afar öflug og olli
gífurlegri eyðileggingu. Henni hafði
verið komið iyrir í bifreið, sem stolið
var í bænum Carrickmacross í
Monaghan-sýslu sunnan landamæra
írlands í síðustu viku, en líklegt er
talið að sprengjan sjálf hafi verið út-
búin norðan landamæranna. Er þeir
hringdu inn viðvörun sína notuðu til-
ræðismennirnh- leyniorð sem vitað
er að samtökin „hið raunverulega
IRA“ hafa notað og telja menn
næsta víst að þessi samtök hafi stað-
ið fyrir tilræðinu.
Samtök þessi klufu sig út úr IRA í
október á síðasta ári vegna óánægju
þeirra með þá stefnu sem IRA, og
stjórnmálaarmur þess Sinn Féin,
hefur tekið, en Sinn Féin á aðild að
páskasamkomulaginu umrædda.
Hefur „hið raunverulega IRA“ stað-
ið fyrir nokkrum sprengjutilræðum
síðan þá, síðast fyrir þremur vikum í
bænum Banbridge. Talið er að sam-
tökin telji nú um hundrað meðlimi,
og munu flestir þeirra áður hafa ver-
ið í IRA.
Framtíðin óljós
IRA hefur á síðustu árum einbeitt
sér að því að ráðast að „lögmætum"
skotmörkum eins og hermönnum,
lögreglumönnum, stjórnmálamönn-
um eða stöðum þar sem hægt var að
valda Bretlandi miklu fjárhagslegu
tjóni, líkt og átti við um sprengjuna í
fjármálahverfinu í London árið 1992.
Þegar um óbreytta borgara var að
ræða gáfu samtökin oftast nær við-
varanir þannig að fjai'lægja mætti
viðstadda, þótt vitaskuld hafí það
ekki ávallt tekist vel.
Þessar reglur þverbrutu tilræðis-
mennirnir nú og geta menn sér þess
til að markmið þeirra hafi verið það
eitt að binda enda á friðarferlið á N-
Irlandi, enda munu þeir telja Sinn
Féin hafa gengið of langt í málamiðl-
unai-átt. Óttast menn nú að öfgahóp-
ar sambandssinna (UVF, UDA), sem
verið hafa í vopnahléi síðan 1994, sjái
sig tilneydda til að svara þessari
árás og myndi þá væntanlega vera
úti um frið þann sem sóst er eftir.
Reuter
JOHN Prescott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, skoðaði um-
merki sprengjunnar í Omagh á sunnudag.
Að minnsta kosti 28 manns, 9 börn, 14 konur og 5 karlar, létust í
mannskæðasta sprengjutilræði sl. þriggja áratuga á Norður-írlandi. Sprengjan
sprakk á aðalverslunargötunni í bænum Omagh um miðjan dag á laugardag.
Rúmlega 220 manns slösuðust, margir alvarlega. Fjöldi fólks var á götunni og hafði lögregla
vísað því frá dómshúsi, sem stendur skammt frá, vegna hótunar um sprengju þar.
Kl.14.30: Hringt i lögreglu
og hún vöruð við því að
sprengju hafi verið
komið fyrir við
dómshúslð
Lögregla girðir af nágrenni dóms-
hússins. Fólki er vísað þaðan.
/p NORÐUR i
\ Jrland k
® Omagh /pELFáST
Kl. 15.10:
Bílsprengja
springur á horni Market
Street og Dublin-vegar, þangað
sem fólki hafði verið beint.
ÍRSKA LÝÐVELDIÐ
Á mánudag var 200 manns
skipað að yfirgefa byggingar
stjórnvalda í Stormont-
kastala i Belfast vegna
hættu á sprengingu.
Grunaður
höfuðpaur
nafn-
greindur
London. The Daily Telegraph.
VIÐBRÖGÐ við sprengjutil-
ræðinu í Omagh á laugardag
voru afar hörð í gær á Bret-
landseyjum og gekk The
Daily Telcgraph svo langt að
birta nafn mannsins sem
grunaður er um að vera leið-
togi „hins raunverulega IRA“.
Er þetta afar athyglisvert
skref því dagblöð hafa hingað
til ekki nafngreint menn fyrr
en sekt þeirra er sönnuð, og
umræddur aðili hefur auk
þess aldrei hlotið dóm fyrir
meinta glæpi sína í þágu lýð-
veldissinna á N-írlandi.
The Daily Telegraph hefur
eftir heimildarmönnum innan
bresku leyniþjónustunnar að
leiðtogi „hins raunverulega
IRA“ sé Michael McKevitt, 48
ára gamall atvinnurekandi
sem þar til í október á síðasta
ári var háttsettur foringi í
Irska lýðveldishemum (IRA).
Býr McKevitt í bænum
Blackrock í Louth-sýslu, sunn-
an landamæra Irlands, sem er
einungis steinsnar frá borg-
inni Dundalk. Rekur hann þar
ljósritunarstofu ásamt eigin-
konu sinni Bernadette Sands,
en hún er systir Bobby Sands,
sem svelti sig til bana í Maze-
fangelsinu í útjaðri Belfast ár-
ið 1981 eins og frægt er orðið.
Á meðan á vem hans í IRA
stóð var McKevitt ábyrgur
fyrir vopnabúri hersins og er
hann sagði skilið við IRA í
fyrra mun hann hafa heitið
því að nota ekki vopn úr
vopnabúri IRA en nú virðist
ljóst að hann hafí látið greip-
ar sópa þar. Hitt er vitað að
samkvæmt reglum IRA hefur
hann, með því að bijóta fyrr-
nefndan eið, framið brot sem
herinn hefur hingað til refsað
grimmilega fyrir.
McKevitt mun hafa fengið
marga fyrmm meðlimi IRA til
liðs við sig og hafa þeir staðið
fyrir nokkmm sprengjutilræð-
um á þessu ári sem þó hafa
ekki kostað nein mannslíf.
Ekki er talið að meðlimir IRA
hafi haft samstarf við
McKevitt í þessum tilræðum
og benda fordæmingar Gerry
Adams, leiðtoga Sinn Féin, á
Omagh-sprengjunni til að hún
hafí komið sljómmálaamii
IRA í opna skjöldu.
Ioppskórinn
v/l ngólfstora
g
Allir skór á
1.
minna