Morgunblaðið - 18.08.1998, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
ÞRIÐ JUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 41
Bikarmót Norðurlands
á Króksstaðamelum
Akureyringar
atkvæðamiklir
að venju
EINS og oft áður voru það Akureyr-
ingar sem sigi'uðu í bikarmóti Norð-
urlands í hestaíþróttum þar sem
fimm sveitir sem kepptu undir
merkjum héraðssambanda mættu til
leiks. Engin sveit mætti frá Þingey-
ingum að þessu sinni.
Sigurvegararnir, félagar í Létti,
kepptu undir merkjum íþrótta-
bandalags Akureyrar og 'hlutu alls
1361,65 stig, næstir urðu félagar í
Þyt sem kepptu undir merkjum
Ungmennasambands Vestur-Húna-
vatnssýslu, með 1291,91 stig. Skag-
firðingar komu næstir en það voru
félagar í Stíganda, Léttfeta og Svaða
undir merkjum Ungmennasambands
Skagafjarðar með 1125,62. í fjórða
sæti urðu svo félagar í Funa í Eyja-
firði, sem kepptu undir merkjum
Ungmennasambands Eyjafjarðar
með 974,97 stig, og lestina ráku fé-
lagai- úr Neista, Oðni og Snarfara
undir merkjum Ungmennasambands
Austur-Húnavatnssýslu með 780,85.
Mótið fór fram á Króksstaðamel-
um í Miðfirði og var í umsjá USVH
og hestamannafélagsins Þyts. Keppt
var í opnum flokki og unglingaflokki
en mótið var samhliða stigakeppni
héraðssambandanna einstak-
lingskeppni og urðu úrslit sem hér
segir:
Opinn fiokkur - tölt
1. Baldvin A. Guðlaugsson IBA, á
Tuma frá Skjaldarvík, 7,13/7,70.
2. Kolbrún S. Indriðadóttir USVH, á
Sölva frá Skáney, 6,43/7,03.
3. Halldór G. Guðnason USVH, á
Dreyra frá Þóreyjamúpi, 6,43/6,93.
4. Guðjón Björgvinsson UMSS, á
Garpi frá Krossi, 6,17/6,92.
5. Bjarni Jónasson UMSS, á Lykli frá
Flugumýri, 6,10/6,69.
Fjórgangur
1. Baldvin A. Guðlaugsson ÍBA, á
Tuma frá Skjaldarvík, 6,67/7,07.
2. Halldór G. Guðnason USVH, á
Dreyra frá Þóreyjamúpi, 6,57/6,87.
3. Gréta B. Karlsdóttir USVH, á Dofra
frá Brún, 6,20/5,63.
4. Bjarni Jónasson UMSS, á Lykli frá
Flugumýri, 6,17/6,68.
5. Herdís Einarsdóttir USVH, á Krafti
frá Grafarkoti, 6,10/6,33.
Fimmgangur
1. Þórir ísólfsson USVH, á Toppu frá
Lækjamóti, 6,27/7,06.
2. Baldvin A. Guðlaugsson ÍBA, á Ör
frá Akureyri, 6,07/6,95.
3. Bjarni Jónasson UMSS, á Snældu
frá Ytra-Skörðugili, 6,07/6,78.
4. Þór Jónsteinsson UMSE, á Seifi frá
Skriðu, 5,97/6,76.
5. Arnai' Grant IBA, á Loga frá
Brennihóli, 5,53/6,44.
Gæðingaskeið
1. Baldvin A. Guðlaugsson ÍBA, á Ör
frá Akureyri, 8,78.
2. Gunnlaugur Jónsson UMSS, á Kór-
ónu frá Garði, 7,89.
3. Arnar Grant IBA, á Loga frá
Brennihóli, 7,60.
4. Erlendur A. Öskarsson ÍBA, á
Dimmalimm frá Akureyri, 7,37.
5. Tryggvi Björnsson USAH, á Samúel
frá Steinnesi, 6,95.
Fimi
1. Guðrún Magnúsdóttir UMSS, á
Jarpskjóna frá Enni, 6,30.
2. Magnús Lárasson USVH, á Alí frá
Þórukoti, 5,67.
3. Herdís Einarsdóttir USVH, á Krafti
frá Grafarkoti, 5,66.
4. Edda Ömólfsdóttir UMSE, á Loga
frá Hólakoti, 5,45.
5. Þorsteinn Egilsson UMSE, á Hanni-
bal frá Dæli, 4,75.
Hindrunarstökk
1. Matthildur Hjálmarsdóttir USVH, á
Eldibrandi frá Búrfelli, 8,79.
2. Guðrún Magnúsdóttir UMSS, á
Jarpskjóna frá Enni, 7,83.
3. Þorbjörn Matthíasson ÍBA, á Galsa,
7,71.
4. Valur K. Valsson USAH, á Irpu frá
Ármúla, 7,46.
5. Kolbrún S. Indriðadóttir USVH, á
Flipa frá Grafarkoti, 7,29.
Skeið 150 m
1. Baldvin A. Guðlaugsson á ÖOsp frá
Brennihóli ÍBA, 7,70/15,3 sek.
2. Tryggvi Björnsson USAH, á Samúel
frá Steinnesi, 7,30/15,7 sek.
3. Halldór P. Sigurðsson USVH, á
Svertu frá Höfðabakka, 7,20/15,6
sek.
4. Þór Jónsteinsson UMSE, á Sindra
frá Kirkjubæ, 6,70/16,3 sek.
5. Magnús Lárasson USVH, á Rögni
frá Laugarbakka, 6,60/16,4 sek.
Unglingar - fjórgangur
1. Sonja L. Þórisdóttir USVH, á Öld
frá Lækjamóti, 6,23/6,81.
2. Ragnhildur Haraldsdóttir ÍBA, á
Gauta frá Akureyri, 5,70/6,43.
3. Dagný B. Gunnarsdóttir ÍBA, á
Þokka frá Akureyri, 5,57/6,33.
4. Eydís Ó. Indriðadóttir USVH, á
Trítli frá Fögrabrekku, 4,93/6,05.
5. Ásdís H. Sigursteinsdóttir UMSE, á
Freistingu, 4,23/3,69.
Tölt
1. Ragnhildur Haraldsdóttir ÍBA, á
Gauta frá Akureyri, 5,83/6,74.
2. Dagný B. Gunnarsdóttfr ÍBA, á
Þokka frá Akureyri, 5,70/6,46.
3. Sonja L. Þórisdóttir USVH, á Öld
frá Lækjamóti, 5,60/6,0.
4. Þórunn Eggertsdóttir USVH, á
Snotra frá Bjargshóli, 5,50/6,0.
5. Ásdís H. Sigursteinsd. UMSE, á
Freistingu, 5,30/5,79.
Valdimar Kristinsson
Fimm daga mót
á Gaddstaðaflötum
SUÐURLANDSMÓTI og stórmóti
sunnlenskra hestamanna er slengt
saman í eitt mót auk þess sem árleg
síðsumarssýning kynbótahrossa á
Suðurlandi er með í pakkanum. Úr
verður eitt stærsta mót ársins þar
sem skráningar eru á fimmta
hundraðið auk kynbótahrossanna og
dugir ekki minna en fimm dagar fyr-
ir samkomuna.
Dagskráin verður á þá leið að á
miðvikudag klukkan 12.30 hefjast
dómar í B-flokki gæðinga, 17.30 ung-
lingaflokkur og 18.45 ungmenni. Á
fimmtudag hefst dagski'á á sama
tíma með B-fiokki, barnaflokkur
verður á dagskrá klukkan 18.30. Á
föstudag verður byrjað klukkan 9 á
fjórgangi í öllum flokkum. Fyrri
sprettir kappreiða hefjast klukkan
13 en yfirlitssýning kynbótahrossa
hefst klukkan Í6.30 en áætlað er að
hún standi yfir í þrjá tíma. Á laugar-
dag verður byi'jað klukkan 9 á tölti
en seinni sprettir kappreiða hefjast
klukkan 12.30. Verðlaunaafhending
kynbótahrossa hefst klukkan 16 en á
sama tíma verður keppt í gæðinga-
skeiði. Úrslit í öllum greinum gæð-
ingakeppninnar hefjast að því loknu
og reiknað er með að dagskrá ljúki
klukkan 20.30. Sunnudagurinn fer
allur í úrslit sem hefjast klukkan 9
en klukkan 15.30 hefst skeiðmeist-
arakeppnin vinsæla þar sem bæði
verður keppt í 150 og 250 metra
skeiði, þrír keppendur í 250 metrun-
um en fjórir í 150 metrunum.
FULLTRÚAR á þingi LÍF 1998.
Örva þarf frímerkja
söfnun í landinu
FRÍMERKl
Félagsheimili
Landssambandsins
ÞRÍTUGASTA
LANDSÞING LÍF
6. júní 1998. í tengslum við það
var haldin frfmerkjasýningin
Frímerki 98.
NOKKUÐ hefur dregizt að geta
hins árlega atburðar í heimi ís-
lenzkra frímerkjasafnara, þess er
þing Landssambands íslenzkra
frímerkjasafnara er haldið. Það
varð einmitt þrítugt á þessu ári.
Svo sem venja hefur verið um
langt skeið, var frímerkjasýning
haldin í tengslum við þingið,
FRÍMERKI 98. Frá henni verð-
ur sagt í næsta þætti. Þingið var
haldið í félagsheimili Landssam-
bandsins í Síðumúla 17 laugar-
daginn 6. júní.
Landsþingið sátu 15 fulltrúar
allra aðildarfélaga LÍF nema frá
Akka á Dalvík. Þaðan kom enginn
að þessu sinni. Formaður LÍF,
Sigurður R. Pétursson, setti þing-
ið og bauð fulltrúa velkomna til
þess og sérstaklega Jón Aðalstein
Jónsson, sem var heiðursgestur
þingsins. Fundarstjóri var kosinn
Þór Þorsteins, en fundarritari
Sveinn Ingi Sveinsson, formaður
FF.
Formaður flutti skýrslu
stjórnar LÍF og kom víða við.
M.a. varð honum tíðrætt um þá
deyfð, sem virðist vera í röðum
íslenzkra frímerkjasafnara um
þessar mundir og hefur reyndar
verið um allmörg ár. Ræddi hann
um það, hvað gera mætti til úr-
bóta, því að hér þarf að bregðast
við eftir mætti. Nokkrar umræð-
ur urðu um skýrslu formanns og
þá einkum, hvað unnt væri að
gera til þess að örva frímerkja-
söfnun í landinu og þá sérstak-
lega meðal unglinga. Einn fund-
armanna vék að því, hvort ekki
væri unnt að fá skólana til liðs í
þessum efnum. Jafnframt benti
hann á, að nota þyrfti nýja tækni
til að kynna frímerkjasöfnun og
þá ekki sízt internetið eða ver-
aldarvefinn svonefnda. Annar
fundarmaður sagðist skilja vel
áhyggjur formanns yfir þeirri
þróun, sem hefur verið að gerast
í röðum íslenzkra frímerkjasafn-
ara. Benti hann á, að þetta væri
ekki einungis áhyggjuefni hér á ■
landi, heldur víða um heim og
ekki sízt á öðrum Norðurlöndum,
svo sem oft hefur komið fram í
frímerkjatímaritum. Benti hann
á, að tímar hefðu breytzt veru-
lega frá því, er Félag frímerkja-
safnara var stofnað 1957 og LIF
1968. Alls konar önnur afþreying
hefði komið upp og þá ekki sízt
tölvan, sem gripið hefur hugi
margra og þar á meðal unglinga.
Hér væri því við ramman reip að
draga. ÞÁ kom það fram í um-
ræðunni, að margir frammá-
menn í röðum safnara, sem hafa
reynslu og þekkingu til að leið-
beina ungum söfnurum, sæjust
því miður sjaldan eða aldrei á
venjulegum félags- eða
skiptifundum safnara. Slíkt væri
vissulega ekki til að örva áhuga
yngri manna og laða þá til frí-
merkjasöfnunar. Þá kom enn
fremur fram, að of margir safn-
arar væru það, sem kallað er
„passífir" safnarar, en ekki
„aktífir", þ.e. vildu einungis
þiggja alls konar þjónustu af fé-
lögunum, en ekki beita sér sjálfir
í þeim efnum. Ýmsir fundarmenn
sögðust sjálfir þekkja þetta vel
af gamalli reynslu. Bent var á, að
bein leið ætti að vera að fjölmiðl-
um, þar sem koma mætti á fram-
færi upplýsingum frá LÍF og að-
ildarfélögum þess, svo að menn
vissu, hvað væri að gerast meðal
frímerkjasafnara.
Þá var minnzt á það, að enginn
kynningarfulltrúi virtist lengur
vera starfandi á vegum LIF.
Fyrir bragðið vissu fáir, hvað
væri að gerast innan sambands-
ins eða meðal íslenzkra safnara
almennt. Menn voru allir sam-
mála um, að finna þyrfti hér leið-
ir til úrbóta.
Eitt sinn var ráðinn sérstakur
kynningarfulltrúi á vegum
Landssambandsins, en hann
réðst fljótt til annarra starfa, og
enginn komið í stað hans. Þannig
féll þetta starf niður. Eins hefur
verið fyrirhuguð endurlífgun
blaðs LIF, Grúsksins, enn ekki
orðið að veruleika þrátt fyrir
nokkra tilraun. Kæmi þar margt
til, ekki sízt erfiðleikar að fá
menn til að skrifa í blaðið. Vonir
standa samt til, að úr því máli geti
rætzt innan tíðar. Má líka öllum
ljóst vera, að sérstakt málgagn á
vegum LIF hlýtur að vera því og
frímerkjasöfnun í landinu mikil
lyftistöng. Þá var rætt um að end-
urvekja þann sið, sem eitt sinn
tíðkaðist, að reyndir safnarar
væru á laugardögum í félagsher-
bergi FF til ráðuneytis um frí-
merki og frímerkjasöfnun al-
mennt. Töldu menn ekki ósenni-
legt, að íslandspóstur hf. vildi
styrkja þá viðleitni frímerkjasafn-
ara, enda hagur beggja auðsær.
Þetta gerði líka Póstur og sími
um allmörg ár.
Formaður LÍF ræddi um ung-
lingastarf í skólum. Sagðist hann
hafa samið ásamt Hálfdani
Helgasyni bréf, sem sent var til
43 skóla, þar sem beðið var um
samstarf við kynningu frímerkja-
söfnunar. Einungis eitt símatal
barst varðandi þetta mál. Verður
því ekki sagt, að skólamenn hafi
sýnt mikinn áhuga á frímerkja-
söfnun og á gildi hennar fyrir
unga skólanemendur.
Ýmis önnur mál bar á góma á
þinginu, en þau skipta einungis
innri starfsemi frímerkjasafnara.
Er því ástæðulaust að greina frá
þeim á þessum vettvangi.
Formaður Landssambandsins
var endurkjörinn til eins árs Sig-
urður R. Pétursson. Aðrir stjórn-
armenn eru Sigtryggur R. Ey-
þórsson varaformaður, Sverrir
Einarsson gjaldkeri, Sveinn Ingi
Sveinsson ritari og meðstjómend-
ur Garðar Schiöth, Hálfdan
Helgason og Jón Zalewski. Vara-
menn eru Eiður Amason og
Steinar Örn Friðþórsson.
r -
e"
Jón Aðalsteinn Jónsson
www.mbl.is
— i