Morgunblaðið - 18.08.1998, Page 41
42 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓNÍNA ÞÓRDÍS
. ÞORSTEINSDÓTTIR
+ Jóm'na Þórdís
Þorsteinsdóttir
fæddist í Vatnsfirði
við Isaljarðardjúp
5. september 1930.
Hún lést á heimili
sínu í Reykjavík
hinn 10. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar eru séra
Þorsteinn Jóhann-
esson, fyrrum pró-
* fastur í Vatnsfirði,
f. 24. mars 1898,
sem lifir dóttur
sína, og Laufey
Tryggvadóttir, f.
16. desember 1900, d. 30. des-
ember 1990. Systkini Jónínu
eru Tryggvi, f. 30.12. 1923,
Þuríður, f. 22.6. 1925, Jóhannes
f. 25.9. 1926, og Haukur, f. 26.2.
1938. Uppeldissystur hennar
eru Elín B. Jónsdóttir, f. 26.10.
1922, og Sigurlína Helgadóttir,
f. 4.12. 1932.
Hinn 7. september 1950 giftist
Jónína eftirlifandi eiginmanni
sínum, Guðmundi O. Finn-
björnssyni frá Isafirði, f. 7. nóv-
ember 1923. Foreldrar hans
voru Finnbjörn
Finnbjömsson mál-
arameistari og
Ragnhildur G. Guð-
mundsdóttir. Dætur
Jónínu og Guð-
mundar eru: 1)
Ragnhildur Guðrún,
f. 28. ágúst 1951,
maki: Haukur Garð-
arsson. Synir þeirra
eru, Guðmundur,
Garðar, Þorsteinn
og Hörður. 2) Lauf-
ey, f. 29. ágúst
1953, maki Gylfi
Georgsson. Börn
þeirra eru, Díana og Ólafur Ge-
org. 3) Sigríður, f. 22. júlí 1956,
maki Brynjólfur Jónsson. Dæt-
ur þeirra eru Jónína, Halldóra
og Unnur Kristín. 4) Helga, f. 1.
júní 1964, maki Sigurður E.
Einarsson. Synir þeirra eru,
Tryggvi, Einar og Guðmundur.
Síðustu 18 ár var Jónína
starfsmaður Eimskipafélags ís-
lands.
Utför Jónínu verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Ég sá Nínu, mágkonu mína fyrst
í júní 1946, þegar ég kom vestur í
Vatnsfjörð þeirra erinda að kvæn-
ast Þuríði, Lúlú, eldri systur henn-
ar. Mér var tekið opnum örmum af
tilvonandi tengdaforeldrum og fjöl-
skyldu þeirra. Þá var bjart yfir
Djúpinu og sól skein frá morgni til
morguns. Daginn eftir að ég kom
vestur fór ég út í Borgarey á mb.
Nonna, sem sr. Þorsteinn, tilvon-
^andi tengdafaðir, minn átti. Með í
för voru m.a. systurnar Nína og
Lúlú. í Borgarey iðaði allt af lífi.
Þar sungu saman í margradda kór
kríur, mávar, lundar og æðarfuglar.
Selir stungu upp hausnum í sjónum
rétt fyrir utan og hlustuðu eins og
við hugfangnir á fuglakórinn. Þessi
dagur með kátu og fallegu systrun-
um Lúlú og Nínu hefur orðið mér
ógleymanlegur. Ég man, að á leið-
inni í land varð mér hugsað til
Björns Jórsalafara og hins trygga
hvítabjamar hans, sem ekki vildi
við hann skiljast og synti út í skip
hans, er hann fór sína hinstu för.
Þær systur sögðu mér margt um
Vatnsfjörð og sögu þessa fornfræga
höfuðbóls. Einnig um heyskapinn í
Borgarey og skemmtilegar stundir
sem þær höfðu átt þar. Meðan
tengdaforeldrar mínir bjuggu í
Vatnsfirði var þar sannarlegt menn-
ingar- og rausnarheimili. Hljómlist
og bókmenntir hverskonar var í há-
vegum haft. Hefðarþokka og reglu-
festu var hvarvetna að mæta. Slíkt
umhverfi og uppeldi setti að sjálf-
sögðu mark sitt á unga fólkið, sem
þar ólst upp og hefur fylgt því síð-
an.
Þegar Nína hafði aldur til fór hún
í Húsmæðraskólann á Laugalandi í
Eyjafirði til að búa sig sem best
undir húsfreyjustarfið, enda var
hún ekki lengi látin ein. Hún giftist
7. september 1950 Guðmundi Olafi
Finnbjörnssyni, sem þá var ný-
brautskráður úr Verzlunarskóla Is-
lands og byggðu þau hjón hús sitt
við Bugðulæk 18 í Reykjavík í féiagi
við foreldra Nínu. Hafa þau búið
þar síðan, sín fjöskyldan á hvorri
hæð. Eins og vænta mátti reyndist
Nína afburða húsmóðir og upp-
alandi. Hún var viljasterk, stjórn-
söm og smekkvís og bar heimili
hennar þess fagurt vitni. Guðmund-
ur eiginmaður hennar lét heldur
ekki sinn hlut eftir liggja. Hann er
listfengur smekkmaður og þúsund-
þjalasmiður, sem hefur allt í röð og
reglu og leikur á öll heimsins hljóð-
færi. í veislum á heimili þeirra Nínu
og Guðmundar hefur oft verið hrein
unun að hlusta á samleik Guðmund-
ar svila míns og Tryggva mágs
míns. Nína hafði mikið yndi af
ferðalögum og útivist. M.a. stundaði
hún stangveiði töluvert ásamt eigin-
manni sínum. Hún var snjall brids-
spilarí. Spilaði á seinni árum oft við
bónda sinn, föður og Lúlú. Var þá
glatt á hjalla. Nína var bjargtraust
kona, sem reyndist öllum ættingj-
um sínum og vinum vel. Vil ég sér-
staklega nefna hvílík stoð hún var
föður sínum eftir að líkamsþrek
hans fór minnkandi. Fyrir um sex
mánuðum veiktist Nína af þeim
skæða sjúkdómi sem nú hefur fært
hana til nýrra heimkynna. Hún
kvartaði aldrei og hélt ró sinni og
reisn til hinstu stundar. Hún var
LEGSTEINAR t Marmari
Islensk framleiðsla Granít
Vönduð vinna, gott verð Blágrýtí
Sendum myndalista Gabbró
MOSAIK Líparít
J| Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík 1
flf sími 5871960, fax 5871986
sannkölluð hefðarkona. Þess skal
minnst hversu nærfærna hlýju og
ást Guðmundur eiginmaður hennar
sýndi henni í veikindum hennar.
Hinar mikilhæfu og góðu dætur
hennar og aðrir aðstandendur
reyndu líka eftir megni að létta
henni veikindastríðið. Allir sem
þekktu hana elskuðu hana og virtu.
Þeir mest, sem þekktu hana best.
Við Lúlú vottum Guðmundi, afkom-
endum þeirra Nínu og föður hennar
dýpstu samúð okkar. Guð styrki og
huggi alla ástvini hennar.
Barði Friðriksson.
Elskuleg frænka okkar, Jónína
Þorsteinsdóttir eða Nína eins og
hún var alltaf kölluð, er látin. í febr-
úar fengum við þær hræðilegu
fréttir að Nína frænka væri með
krabbamein, núna, aðeins fimm
mánuðum síðar er hún öll. Um það
leyti sem Nína fékk staðfestingu á
sjúkdómnum varð faðir okkar sex-
tugur. Þar sem hann hafði ákveðið
að halda ekki upp á afmælið ákváð-
um við að koma honum á óvart og
halda upp á það fyrir hann. Tveimur
dögum eftir að búið var að bjóða í
veisluna fengum við þessar fréttir
og ætluðum að aflýsa öllu. En Nína
mátti ekki heyra á það minnst að
hætt yrði við boðið vegna þess að
hún væri lasin. Þetta lýsir henni vel.
Þegar við minnumst Nínu er margt
sem kemur upp í hugann. Nína var
svo falleg og góð og ríkur þáttur í
fari hennar var umhyggja fyrir öðr-
um. Hversu vel hún hugsaði um for-
eldra sína alla tíð er aðdáunarvert.
Ef einhver var lasinn eða átti um
sárt að binda var Nína alltaf fyrst
allra að hringja eða koma og bjóða
fram hjálp sína. Nína átti stóran
þátt í hversu samrýnd fjölskylda
okkar er því hún var þeim kostum
gædd að allir löðuðust að henni al-
veg sama hvort um börn eða full-
orðna var að ræða. Alltaf hafði hún
tíma til að tala við alla og aldrei
sparaði hún hrósið. Börnin okkar
urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að fá
að kynnast Nínu og hittu hana oft
um helgar þegar afi í Búlandi fór
með þau inn á Bugðulæk. Var hún
þeim svo góð að þau töldu hana eina
af ömmunum og þurftum við stund-
um að útskýra fyrir þeim hin réttu
tengsl.
I erfiðum veikindum sínum barð-
ist Nína hetjulega allt fram á síð-
asta dag við óvininn án þess
nokkurn tíma að kvarta, en því mið-
ur sigrar það góða ekki alltaf. Ekki
má gleyma að minnast á þann ómet-
anlega stuðning sem Bubbi veitti
henni, en segja má að hann hafi vart
vikið frá henni allan þann tíma sem
baráttan stóð yfir.
Stórt skarð sem ekki verður fyllt
hefur myndast í fjölskyldu okkar en
eftir lifir minningin um yndislega
konu sem öllum vildi vel.
Elsku Nína, við vitum að núna
líður þér vel og við erum viss um að
amma hefur tekið vel á móti þér.
Með þessum fátæklegu orðum lang-
ar okkur til að kveðja þig, elsku
frænka, það voru forréttindi að fá
að þekkja þig. Elsku Bubbi, afi,
Ragna, Laufey, Sirrý, Helga og fjöl-
skyldur, megi góður Guð styrkja
ykkur í ykkar miklu sorg.
Hin langa þraut er liðin
nú loksins hlaustu Mðinn
og allt er orðið rótt
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(B. Briem.)
Axel, Laufey, Baldvin,
Sigrún og Baldur.
Mig langar að skrifa fáein kveðju-
orð vegna fráfalls elskulegrar
frænku minnar. Þungbært hefur
síðasta háifa árið verið fyrir hana og
ástvini hennar, því að í febrúar varð
ljóst hvert stefndi. Samt veit ég að
Nína og hennar nánasta fjölskylda
voru samtaka um að njóta síðustu
mánaðanna og tókst það vel þrátt
fyrir að örlagadómur hefði fallið.
Hún spilaði bridge fram á síðustu
stund, fór í skemmtiferðir og heim-
sóknir þótt fárveik væri og skrapp í
veiðitúr fyrir rúmri viku. Það er líka
ómetanlegt að hún gat verið heima
þar til yfir lauk og átti ljúfan við-
skilnað, með Bubba hjá sér og um-
kringd öllum sínum afkomendum.
Sem barn var ég tíður gestur á
heimili Nínu og fékk stundum að
gista þar hjá frænkum mínum, en
þar var alltaf gaman að vera. Við
hlustuðum mikið á tónlist, enda er
fjölskyldan músíkölsk og Bubbi
leikur á mörg hjóðfæri. Einnig var
þar oft spilað á spil. Nína var blíð og
hlýleg og sinnti okkur stelpunum
vel. Hún var heimavinnandi meðan
systurnar voru að komast á legg og
mikil fjölskyldumanneskja. Þegar
Laufey amma mín og móðir hennar
var orðin of lasburða til að geta
lengur gegnt hlutverki þeirrar
sterku ættmóður sem hún hafði ver-
ið tók Nína við því að stórum hluta
og „Bugðulækurinn“ hélt áfram að
vera fjölskyldumiðstöðin. Hún og
Bubbi hafa líka verið stoð og stytta
Þorsteins afa okkar, eftir að hann
fór að eldast. Nína var sterk og fal-
leg kona, hún var gæfusöm, átti
yndislegan mann og afkomendur og
ræktaði vel sambandið við þau.
Nú þegar hún er horfin stendur
eftir óumræðilega stórt tómarúm.
Hugurinn dvelm- hjá Bubba, systr-
unum og fjölskyldum þeirra. Það er
þó gott að vita til þess að þau
standa sérlega þétt saman og að
minningasjóður þeirra er ríkur og
mun veita huggun og gleði í fram-
tíðinni.
Laufey Tryggvadóttir.
Elsku Nína, nú þegar þú ert farin
frá okkur langar mig að þakka þér
alla þá ást og umhyggju sem þú
ávallt sýndir, fyrir það hversu góð
amma þú varst börnunum og svo
ótal margt annað. Alltaf var jafn
notalegt að koma á Bugðulækinn og
ógleymanleg eru jólaboðin, afmælin
og fleiri tilefni.
Þú varst fáguð og glæsileg kona,
hreinlætið og snyrtimennskan í fyr-
irrúmi enda heimili þitt lýsandi
dæmi þess.
Að lokum vil ég þakka þér sam-
fylgdina, minningin um þig lifir.
Guð geymi þig.
Gylfí.
Elsku amma Nína. Nú þegar þú
hefur fengið þína hinstu hvíld eftir
erfíða baráttu minnumst við þess
hversu jákvæð og ákveðin þú varst í
því að láta engan bilbug á þér finna
fram á hinn síðasta dag. Tómarúmið
sem þú hefur skilið eftir þig er svo
stórt að það mun aldrei verða fyllt en
við höfum afa hjá okkur og við mun-
um saman reyna að komast yfir
missinn. Enda þótt þú sért farin
heyrist enn ómur raddar þinnar á
Bugðulæknum. Þér verður best lýst
með því að þú hugsaðir alltaf fyrst
um aðra og lést umhyggju þína vel í
Ijós. Hvemig þú hugsaðir um okkur
hvert og eitt en aldrei vildir þú að við
hefðum áhyggjur af þér. Við munum
alltaf eftir spenningnum sem fylgdi
því að fá að gista hjá ömmu Nínu og
afa Guðmundi á Bugðulæknum, þar
sem dekrað var við okkur.
Elsku amma, við gætum skrifað
endalaust um góðmennsku þína,
þitt stóra og góða hjarta, og hvað
allt sem þig snerti var fallegt. Þú
varst mörgum okkar eina amman
og betri ömmu væri ekki hægt að
hugsa sér.
Við hittumst á ný, elsku amma,
guð blessi þig.
Kalbð er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinknb' kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Þín ömmubörn.
í dag kveðjum við elskulega
frænku okkar, Jónínu Þorsteins-
dóttur, hinstu kveðju. Þótt öll séum
við sannfærð um að ekkert stöðvi
tímans þunga nið þá þarf aftur og
aftur að minna okkur á að manninn
með ljáinn fær heldur ekkert stöðv-
að. Nína frænka varð því miður
langt um aldur fram að láta í minni
pokann fyrir honum. Eftir hetjulega
baráttu við hinn illvíga sjúkdóm,
krabbamein, andaðist hún á heimili
sínu umvafin ástúð og hlýju eigin-
manns, dætra, aldraðs föður,
tengdasona og barnabarna.
Nína frænka var engin venjuleg
frænka, hún var okkur bræðrunum
miklu meira. Það bregður í minn-
ingunni sérstökum ævintýraljóma á
fyrstu kynni okkar af Nínu og fjöl-
skyldu hennar þegar við komum til
Reykjavíkur í fyrsta skipti í heim-
sókn til ömmu og afa árið 1960.
Nína og Bubbi höfðu þá nýlega
byggt ásamt ömmu og afa hús á
Bugðulæk 18 þar sem þau hafa búið
æ síðan. Það líður okkur seint úr
minni hvernig þau hjónin tóku okk-
ur opnum örmum og lögðu sig í
framkróka við að kynna okkur höf-
uðborgina og umhverfi hennar, en
borgin var á þeim tíma mjög fram-
andi fyrir unga drengi utan af landi.
Heimsókn í Tívolí, veiðiferð að
Kleifarvatni og ótal akstursferðir
um borgina í Chevrolettinum með
þeim hjónum og dætrum er meðal
þess sem kemur upp í hugann þegar
við minnumst fyi-stu kynna okkar af
Nínu frænku.
Síðar er við dvöldum um árabil á
heimili ömmu og afa á Bugðulæk 18
urðu samverustundimar með Nínu
og fjölskyldunni fleiri, þá skynjuð-
um við betur þá mannkosti sem
prýddu frænku okkar. Hún var
glæsileg kona, reglusöm, réttsýn og
lét sig miklu skipta velferð vina og
vandamanna. Það var ekkert sjálf-
sagðara en að við bræðurnir yrðum
strax hluti af fjölskyldunni á „efri
hæðinni" og þær voru ófáar
ánægjustundirnar, sem við áttum
þar umvafðir ást og hlýju, en þeir
eiginleikar einkenndu samskipti
Nínu við aðra alla tíð. Heimili þeirra
hjóna bar ávallt vott um sérstakan
myndarskap og gestrisni svo eftir
var tekið.
Ræktarsemi Nínu og umhyggja
fyrir öldruðum foreldrum þegar
starfsþrek þeirra fór þverrandi
var einstök. Dyggilega studd af
eiginmanni veitti hún foreldrum
sínum alla þá aðstoð og hjálp sem
þurfti til að þeim gæti ávallt liðið
sem best. Þessi alúð og umhyggja
gerði ömmu og afa kleift að búa
alla tíð á sínu fallega heimili á
Bugðulæk 18.
Otímabært fráfall Jónínu Þor-
steinsdóttur skilur eftir sig stórt
skarð í okkar samhentu fjölskyldu,
sem seint verður fyllt. Missir fjöl-
skyldunnar er mikill en sárastur er
missir eiginmanns, dætra, fjöl-
skyldna þeirra og aldraðs föður. Við
biðjum góðan guð að styðja þau og
styrkja í sorg sinni. Minning um
einstaka frænku mun lifa.
Magnús og Þorsteinn
Jóhannessynir.
Þegar þú ert sorgmædd, skoðaðu
þá hug þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess, sem var gleði
þín. (Kahlil Gibran.)
Það er mikil gæfa hvers manns
að eiga samleið með góðu fólki á
lífsleiðinni. í dag kveðjum við í
hinsta sinn kæra vinkonu okkar til
margra ára, Jónínu Þorsteinsdótt-
ur. Nína var mjög heilsteypt per-
sóna, hæglát og prúð en jafnframt
ákveðin í skoðunum. Við áttum
marga gleðistundina saman, ekki
síst nú í seinni tíð þegar við fórum
saman í leikhús, áttum fjölmörg
kvöld við spilaborðið og margt
fleira.
Styrkur Nínu og kjarkur kom vel
fram í erfiðum veikindum hennar.
AJdrei var kvartað þrátt fyrir að
ljóst væri að veikindin gengu henni
nærri. Kjarkurinn og rósemin voru
engu lík. Ekki hvaifiaði að mér þeg-
ar við spiluðum í síðasta sinn að
hinsta kallið kæmi viku síðar.
Elsku Bubbi minn og dætur og
Þorsteinn. Það er erfitt að finna
orð til að lýsa tilfinningunum þessa
dagana. Ykkar missir er mikill. Við