Morgunblaðið - 18.08.1998, Page 49
50 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
ÉG erwrinn
uta& sksmmta J
KEVNDU A&
:LA þus 'fi EMK
V1E> GLU66A-
TOÖLDlNi
éGl/ET _
GA&BA&l^
PAVÍ6 M-5
Tommi og Jenni
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavfk • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Afbrýðisamir
læknar
Sigrúnu Marinósdóttir:
ÉG GET ekki lengur orða bundist.
Hvernig hin íslenska læknastétt,
eða of margir í þeim hópi, hafa
snúist gegn Kára Stefánssyni og
hans frábæru framkvæmdum
landi og lýð til heilla.
Já; landi og lýð til heilla, segi
ég. Ég hef unnið samtals 10 ár á
sjúkrahúsi og 1 ár á heilsugæslu-
stöð og þekki þar til.
I Morgunblaðinu í dag birtist enn
ein greinin um þetta málefni, sem
sagt um persónuupplýsingaleynd ís-
lenskra sjúklinga. Guðmundur
Bjömsson og Gísli Einarsson rita
hana „Kára til höfuðs“ og hans
starfsemi, Islenskri erfðagreiningu.
Halda þessir menn, sem svona
láta, að við sem ekki höfum lagt
stund á læknisfræðinám séum
heilalausir hálfvitar?
Þeir sem vinna á sjúkrahúsum
og hafa fæðingardag og ár við-
komandi sjúklings geta gengið inn
á skjalasafn Landspítalans, ef þeir
starfa þar, og tekið þar út hvaða
,journal“ sem hann/hana langar
til að hnýsast í.
Ef þú leitar í nauðum þínum til
sérfræðinga innan læknastéttar-
innar íslensku ertu komin á eins-
konar „einstigi vonleysisins“, sem
getur legið beinustu leið til algjörs
heilsuleysis. Hvers vegna? Vegna
þess að ef sá sérfræðingur sem þú
leitar fyrst til setur á þig „sína
sjúkdómsgreiningu“ þá breyta
aðrir sérfræðingar henni ekki, þó
að allt bendi til að sú greining hafí
verið alröng.
Sjúklingurinn er spurður hjá
hvaða sérfræðingum hann hafi
verið áður og sá sem spyr, læknir-
inn, fær allar upplýsingar um
hann frá þeim sem fyrst var leitað
til, svo áfram frá öllum öðrum sér-
fræðingum sem sjúklingurinn hef-
ur reynt að fá einhverja viðunandi
lækningu hjá.
Læknirinn er ekki sá eini sem
gögnin fara í gegnum hendurnar
á, heldur læknaritarar, hjúkrun-
arfræðingar og guð má vita hverj-
ir fleiri. Þannig að verndun per-
sónuupplýsinga sjúklinga á þessu
landi, Islandi, er alls ekki til stað-
ar, nema líklega hjá Kára Stef-
ánssyni og Islenskri erfðagrein-
ingu, sem hann stýrir svo rögg-
samlega.
Ég veit að Kári er skarpur og
getur varið sig sjálfur betur en
nokkur annar, ég þekkti fóður
hans og honum kippir í kynið, svo
um munar og ánægjulegt er að
horfa á.
Góðir landar mínir, látið ekki
þessa „afbrýðisömu" andstæðinga
Islenskrar erfðagreiningar rugla
ykkur í ríminu. Þessi stílbrögð
þeirra eru „grátbrosleg", vægast
sagt.
Vil ég enda mál mitt með að
óska Kára Stefánssyni og hans
starfsfólki alls hins besta í fram-
tíðinni og ég vona að starf þeirra
eigi eftir að skipta sköpum fyrir
veikt fólk, ekki aðeins hér á landi
heldur víða um lönd.
SIGRÚN MARINÓSDÓTTIR,
Hátúni lOb, Reykjavík.
Hraðakstur
og slysin
Góður framkvæmdasljóri Góður framkvæmdastjóri
veit hvernig hann á að tala hefur jafnvel áhuga á vel-
við leikmennina ... ferð þeirra ...
A 600D MANA6ER
KN0WS HOU) TO
•C0MMUNICATE U)ITH
HIS PLAYER5..
A 600DMANA6ER
EVEN 5H0U)5 CÖNCERN
F0R THEIR WEIFARE..
how've vou)
^BEEN? y
Hvernig hefurðu haft það?
Ingimundi Gíslasyni:
EFTIR LESTUÍt greinar Óskars
Ásgeirssonar í Morgunblaðinu 12.
ágúst síðastliðinn um hraðakstur
og slys get ég ekki orða bundist.
Höfundur er margorður í tilraun
sinni að afneita þætti of mikils
hraða á vegum úti í orsakakeðju
slysa en minnist ekki einu orði á að-
alatriði málsins sem er að afleiðing-
ar slysa eru þeim mun hræðilegri
sem hraðinn er meiri. Þetta orsaka-
samband er tiltölulega einföld eðlis-
fræði og það er þetta, meðal ann-
ars, sem löggjafinn og önnur yfír-
völd eru að reyna að koma í veg
fyrir með umferðarlögum og fram-
kvæmd þeirra. Fyrir þessa viðleitni
eiga yfirvöld þakkir og stuðning
skilið frá öllum almenningi. Mann-
legt eðli er nú einu sinni þannig að
oft tekur fólk fyrst við sér til betri
vegar þegar buddan fer að kveina
og þess vegna er beiting sekta
nauðsynlegt verkfæri í réttarríki
nútímans og aðdróttunum Óskars
Ásgeirssonar um veskjaþjófnað
vísa ég því aftur til föðurhúsanna.
INGIMUNDUR GÍSLASON
augnlæknir, Víðimel 23.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Vettvangur fólks í fasteignaleit
ZM
\J www.mbl.is/fasteignir