Morgunblaðið - 19.08.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 19.08.1998, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tveggja ára barn féll af svölum TVEGGJA ára stúlkubarn féll niður af svölum á þriðju hæð húss við Þórufell í Breiðholti síðdegis í gær og lenti á grasflöt þar fyrir neðan. Barnið var flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur en slapp lítið meitt, að sögn læknis á vakt á slysadeild. Flugvél snúið við FARÞEGAVÉL frá , Flugleið- um sem var á leið til Óslóar var snúið við skömmu eftir flugtak í gærmorgun eftir að farþegi í vélinni veiktist alvarlega. Farþeginn, sem var Norð- maður, var fluttur á Heilbrigð- isstofnun Suðumesja, þar sem hann lést síðar um daginn, að sögn lögreglu á Keflavíkurflug- velli. Hlé á samstarfi Neytenda- samtakanna, ASI og BSRB SAMSTARFSVERKEFNI um verðkannanir og verðlagsaðhald sem Neytendasamtökin, ASÍ og BSRB hafa staðið að undanfarið ár liggur nú niðri og er framhaldið í athugun. Að sögn Jó- hannesar Gunnarssonar, formanns Neytenda- samtakanna, var gerður árs samningur við stétt- arfélögin um verkefnið og sl. júlí var komið að lokum þessa tímabils og fara nú fram viðræður um framhaldið. „Neytendasamtökin gera sér vonir um að framhald verði á verkefninu, við teljum það mik- ilvægt vegna þess að þetta verkefni er til þess fallið að örva samkeppni og aukin samkeppni skilar sér í pyngju almennings," sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið. Jóhannes segir kannanirnar sem gerðar hafa verið undanfarið ár hafa verið af ýmsum toga. „Við gerðum kannanir í matvöruverslunum, en ég hef ekki miklar áhyggjur af þeim því þar ríkir víða grimm samkeppni. En við höfum ekki síður horft til annarrar vöru og þjónustu, kannanir Mikilvægt að framhald verði á segir formaður N eytendasamtakanna hafa náð til sérvöru og einnig til opinberrar þjón- ustu sem er stór hluti útgjalda heimilanna." Framhald í athugnn stéttarfélaga Hann segir mikilvægi þessara kannana m.a. felast í því að þær hafi einnig verið gerðar úti á landi. „Samkeppnisstofnun sem einnig gerir verðkannanir hefur einkum gert kannanir á höf- uðborgarsvæðinu en við færðum þær út á land og reyndum að vinna fyrir landsbyggðina sem er mikils virði fyrir almenning og launafólk í land- inu.“ Einn starfsmaður var ráðinn til verkefnisins og greiddu stéttarfélög laun hans og launatengd gjöld og var miðað við félagafjölda í greiðslum þeirra. Neytendasamtökin útveguðu starfsmanni vinnuaðstöðu. Að sögn Eddu Rósar Karlsdóttur, hagfræðings ASÍ, er verið að kanna vilja aðildarfélaga ASI til að halda áfram þátttöku í samstarfinu og býst hún við niðurstöðu í byrjun september. „Verk- efnið var upphaflega fjármagnað til eins árs þannig að þetta voru eðlileg lok á verkefninu,“ sagði Edda. „Fulltrúar félaganna munu hittast bráðlega til að fara yfir stöðuna og það hvað hef- ur komið út úr verkefninu. En verkefnið var fjár- magnað af einstökum félögum en ekki af ÁSI. Því er ekki tekin ákvörðun á heildargrundvelli heldur hjá félögunum sjálfum.“ Að sögn Eddu eru félögin aðallega að velta fyr- irkomulagi verkefnisins fyrir sér, ekki samstarf- inu sem slíku, stefnt sé á að kannanirnar verði framkvæmdar þannig að þær hafi sem mest áhrif. Tillögur um „andlitslyftingu“ í Hafnarstræti TEIKNING Ragnhildar Skarphéðinsdóttur landslagsarkitekts sýnir hvernig lífga má VERKEFNISHÓPUR á vegum Reykjavikurborgar hefur skilað tillögum um hvemig fegra megi umhverfi Hafnarstrætis, frá Lækjargötu að Pósthússtræti, og voru tillögurnar nýlega sam- þykktar í borgarráði. Hópurinn leggur til að gatnamálastjóra verði falið að lagfæra göturýmið í samræmi við tillögur Ragnhild- ar Skarphéðinsdóttur Iandslags- arkitekts. I tillögum Ragnhildar er lagt til að skipt verði um brotnar hell- ur og kantar lagaðir. Bflastæði verði færð til svo hægt verði að koma fyrir gróðri og sett verði upp blómaker á ljósastaura og í götuna. Hitt húsið fái afnot af Zimsen-húsinu Lagt er til að timburpallur verði smíðaður yfir steypta pall- við götumynd Hafnarstrætis. Bæta þarf neikvæða götuímynd inn við Hafnarstræti 21, öðm nafni Zimsen-húsið og það verði lagfært. Hópurinn leggur til að húsið verði friðað og bendir á að hafnarmannvirki í kjallara húss- ins hafi varðveislugildi. Lagt er til að gerðar verði lágmarks- framkvæmdir á húsinu svo Hitt húsið geti nýtt það fyrir sína starfsemi, á meðan ekki hafa ver- ið teknar ákvarðanir um framtíð hússins. Verið er að skoða fram- tíðarskipulag á þessu svæði og í því kveður nánar á um framtíð hússins svo lagt er til að gerðar verði ráðstafanir til að viðhalda húsinu í góðu ástandi. I tillögum hópsins er lagt til að Byggingarfulltrúa/Borgarskipu- lagi verði falið að hvetja húseig- endur til að bæta ásýnd húsa sinna og Heilbrigðiseftirliti verði falið að fylgjast með því að hús- eigendur fjarlægi msl úr húsa- sundum og haldi þeim snyrtileg- um. Lagt er til að Hverfisbæki- stöð miðborgarinnar verði falið að fylgjast með veggjakroti og Qarlægja jafnóðum og það birt- ist, og að lögreglan fylgist betur með ólöglegri lagningu bifreiða í götunni. Aðeins er gert ráð fyrir lág- marksframkvæmdum og fyrirvari gerður á því að byggingamefnd og aðrar stofnanir sem hafa um- sögn með byggingarmálum, fallist á lágmarkslagfæringar. Andlát EINAR HEIMISSON EINAR Heimisson, kvikmyndagerðarmað- ur og doktor í sagn- fræði, varð bráðkvadd- ur í Munchen í Þýska- landi sl. sunnudag, 31 árs að aldri. Einar var fæddur í Kópavogi 2. desember 1966, sonur hjónanna Steinunnar Einars- dóttur og Heimis Þor- leifssonar. Hann ólst upp á Seltjamarnesi, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1986 og doktorsprófí í sagnfræði og bók- menntum frá Albert-Ludwigs-Uni- versitat í Freiburg í Þýskalandi sumarið 1992. Doktorsritgerð hans fjallaði um stöðu erlendra flótta- manna á Islandi á fjórða áratugn- um í samanburði við önnur Norð- urlönd. Einar þreytti samkeppnispróf inn í Kvikmyndaakademíuna í Miinchen haustið 1992 og lauk fyrrihlutaprófi í leikstjóm og hand- ritsgerð þaðan. Hann var blaða- maður á tímaritinu Þjóðlífi, vann í byggingavinnu og á eyrinni og fjallaði um sígilda tónlist í Ríkisút- varpinu 1987-1989. Hann gerði tíu heimildamyndir fyrir sjónvarp og eina leikna mynd sem allar vom sýndar í Sjónvarp- inu við mikið áhorf: Gyðingar á Is- landi (1989), Innflytjendur á ís- landi (1990), Ólafur Jóhann Sig- urðsson (1991), í fjarlægð - um Is- lendinga í Kaupmannahöfn á stríðsárunum (1991), Bjami - saga um vísindamann, um Bjarna Sæ- mundsson fiskifræðing (1991), ís- lenska íþróttavorið (1993), Hvíti dauðinn - saga frá Víf- ilsstöðum (1994), Benjamín í Berlín og Moskvu (1995), Ég sigra (1996) og Við höfðum ekkert vit á stríði (1998). Kvik- mynd eftir handriti og undir leikstjóm Ein- ars, María, var frum- sýnd í kvikmyndahús- um í Þýskalandi og á íslandi haustið 1997 og sýnd í íslenska sjónvarpinu 17. júní sl. Einar gerði fjöl- marga útvarpsþætti um bókmenntir, tónlist og sagn- fræði. Vaka-Helgafell gaf út tvær skáldsögur hans og var önnur þeirra, Götuvísa gyðingsins, til- nefnd til Islensku bókmenntaverð- launanna 1990. Hún kom út á þýsku, hjá Foram Verlag, árið 1993 undir heitinu Ins Land des Winters og hlaut góða dóma gagn- rýnenda þar í landi. Einar þýddi smásögur og ljóð ýmissa höfuðskálda Þýskalands, svo sem Heinrichs BöE, Gunthers Grass, Wolfgangs Borchert, Steph- ans Hermlin og fleiri. Þýðing hans á bókinni Hvíta rósin, sögu ungra andspymumanna í Þriðja ríkinu, kom út hjá Menningarsjóði árið 1988. Auk þess liggja eftir Einar smásögur og fjöldi greina um ýmis þjóðfélagsmál. Síðustu mánuðina var Einar að vinna að undirbúningi kvikmyndar um samband Benjamíns Eiríksson- ar og Vera Hertsch í Moskvu á fjórða áratugnum. í tengslum við það skrifaði hann meðal annars tvær greinar í sunnudagsblað Morgunblaðsins. 8SÍDUR ► VERIÐ fjallar meðal annars í dag um nýja aðferð, sem ekki hefur verið notuð áður við harðfiskverkun, sem Guðmundur Þór Kristjánsson i Hnffsdal hannaði. ÚRSLIT í LITALEIK KJÖRÍSS OG V MYNDASAGNA MOGGANS // ssfeuR Vala í úrslit í stangar- stökki Arnór í { Einn eins leiks {nýliði gegn bann : Lettum B4 B7 : B6 Emski ajoJtJJUJ www.mM.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.