Morgunblaðið - 19.08.1998, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.08.1998, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 15 VIÐSKIPTI ✓ Nærri 600 milljóna króna hagnaður af rekstri Islandsbanka fyrstu 6 mánuðina Hagnaður bankans aldrei verið meiri HAGNAÐUR af rekstri íslands- banka hf. var 596 mkr. fyrstu sex mánuði þessa árs og er það aukn- ing um 32% frá sama tímabili í fyrra, en þá nam hagnaðurinn 451 mkr. Vaxtatekjur námu 4.483 mkr. fyrstu sex mánuðina og höfðu auk- ist um 16% frá sama tíma í fyrra. Vaxtagjöld jukust um 21% og lækkaði vaxtamunur úr 3,9% í 3,5% milli áranna. Hreinar rekstrartekjur bankans námu alls 3.075 mkr. fyrstu sex mánuði ársins og er það 16% aukn- ing frá sömu mánuðum 1997 þegar rekstrartekjur numu 2.656 mkr. Gengishagnaður af annarri fjár- málastarfsemi nam 569 mkr. og jókst um 102%. Önnur rekstrar- gjöld námu 1.985 mkr. samanborið við 1.811 mkr. á sama tíma í fyrra og jukust þau því um 10% milli ára. Eigið fé fyrirtækisins nam 6.642 mkr. og hafði aukist um 411 mkr. frá áramótum. Arðsemi eiginfjár var 21,9% fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra var hún 18,9%. I fréttatilkynningu frá bankan- um segir að sala fullnustueigna bankans hafí gengið vel á árinu og hefur þeim fækkað um þriðjung. Samkvæmt fréttatilkynningunni skiluðu öll dótturfélög bankans hagnaði fyrstu sex mánuði ársins 32% aukning frá sama tíma í fyrra og er það eitt það helsta sem ein- kennir milliuppgjör bankans. Sameining hefði töluverð áhrif á afkomu næstu mánaða Valur Valsson, bankastjóri Is- landsbanka, segist vera sáttur við afkomu bankans á tímabilinu. „Hagnaður er nú meiri en nokkru sinni fyrr og arðsemi eiginfjár einnig. Það sem ræður þessari góðu afkomuþróun er að ytri skil- yrði hafa verið okkur hagstæð. Stöðugleiki ásamt hagvexti, sem og vaxtalækkun á markaði fyrri hluta árs, varð til þess að töluverður gengishagnaður varð,“ sagði Valur. Hann sagði einnig ljóst að ný starf- semi, sérstaklega starfsemi við- skiptastofu, væri mikilvægt atriði í afkomutölunum auk velgengni dótturfélaga, en afkoma þeirra er inni í heildarhagnaðartölu bank- ans. Um horfur það sem eftir lifir árs sagði hann rekstrarskilyrði ágæt núna en veður skipuðust skjótt í lofti. „Við viljum vera varkár í spám. Við getum ekki vænst þess að markaðsvextir lækki með sama hætti og gerðist fyrri hluta árs til dæmis og einnig er töluverð óvissa um skipan mála í bankakerfinu. Það myndi hafa töluverð áhrif á rekstur bæði Islandsbanka og Búnaðarbanka næstu mánuðina ef tekin yrði ákvörðun bráðlega um kaup íslandsbanka á Búnaðar- banka,“ sagði Valur, en Islands- banki hefur gert formlegt kauptil- boð í öll hlutabréf ríkissjóðs í Bún- aðarbanka Islands hf. Albert Jónsson hjá Fjárvangi segir að afkoma bankans sé svipuð og gert hafi verið ráð fyrir. „Við spáðum bankanum 4-500 mkr. hagnaði og þetta er ívið betra. Um- hverfi þessara fjármálafyrirtækja er mjög gott um þessar mundir og það er ávísun á góða afkomu,“ sagði Albert. Hann sagði marga hagræðingar- möguleika framundan með hugsan- legri sameiningu banka og upp- stokkun á fjármálamarkaði. „Það mun hugsanlega þýða rými til ein- hverra hækkana á hlutabréfum en er allt undir því komið hvernig landslagið breytist á næstu vikum. Strax og ákvarðanir liggja fyrir fara menn að spila eftir því og áhrif á hlutabréfamarkaði skila sér fljótt, enda eru horfur á að samein- að fyrirtæki myndi verða arð- bært.“ /UANDSS^^k ^ BANK.I hf. Úr milliuppgjöri 1998 I Rekstrarreikningur samstæðunnar 1.1 - 30.6.98 Milljónir króna 1998 1997 Breyting Vaxtatekjur 4.483 3.881 +16% Vaxtagjöld 2.819 2.322 +21% Hreinar vaxtatekjur 1.664 1.559 +7% Aðrar rekstrartekjur 1.411 1.097 +29% Hreinar rekstrartekjur 3.075 2.656 +16% Önnur rekstrargjöld 1.985 1.811 +10% Framlag í afskriftareikning -449 -376 +19% Skattar -45 -18 +150% Hagnaður ársins 596 451 +32% I Efnahagsreikningur samst. 30. júní 1998 EIGNIR, milljónir króna 30/6 ‘98 31/12 '97 Breyting Sjóður, ríkisvíxlar og bankainnist. 7.672 7.181 +7% Útlán 74.079 69.555 +7% Markaðsverðbr. og eignarhlutir 12.667 9.352 +35% Aðrar eignir 3.383 3.370 - EIGNIR SAMTALS 97.801 89.458 +9% SKULDIR og EIGIÐ FÉ, m.kr. 30/6 '98 31/12 '97 Breyting Skuldir við lánastofnanir 12.830 13.388 -4% Innlán 45.231 43.205 +5% Lántaka 30.245 23.686 +28% Aðrar skuldir 1.266 1.346 -6% Tekjuskattsskuldbinding 2 2 - Vikjandi LÁN 1.585 1.600 -1% Eigið fé 6.642 6.231 +7% SKULDIR SAMTALS 97.801 89.458 +9% Nokkrar LYKILTÖLUR Arðsemi eigin fjár 21,9% 21,1 % Hreinar vaxtatekjur/heildarfjármagn 3.5% 4.0% Kostnaður/Tekjur 65% 67% Framl. á afskriftarr./heildarfjármagn -0,9% -0,9% Meðalstöðugildi 714 710 *EI£> Sértilboð á barnahjólum TREK 800 5PORT TREK 820, 21 gíra Shimano Alivio, krómólí stell og V-bremsur á kr. 28.36 T (áður kr. 37.816) GARY FISHER PIRANHA: 21 gíra Shimano Acera-X, krómólí stell og V- bremsur á kr. 19.891 (áður kr. 31.573) Beinf sfýri Breið gróf- mynstruðde kk V*bremsur HJÓLAFATNAÐUR OG HJÓLATÖSKUR Ýmsar gerðir með SO% afslættil 16"kr.9r&80 (áðurkr.14.676) 20r’kr. i G.9BZ (áBurkr.15.679 Sferlcar álfeli Hjálmatilboð kr. 500 Kr. 19.849, (áður kr. 27.191,-, sb sa neionioiaversiunin im eLZLÍLLÍLiL/ Helstu útsölustaðir: ÖRNINN REYKJAVÍK - Pípó Akranesi - Olíufélag útvegsmanna ísafiröi - Hegri Sauðárkróki - Sportver Akureyri - KÞ Húsavík - Króm & hvítt Höfn - Klakkur Vlk - Skeljungsbúðin Vestmannaeyjum - Hjólabær Selfossi - Birgir Oddsteinsson Hveragerði - Músik og Sport Hafnarfirði - Stapafell Keflavík - Hjólið Seltjarnarnesi. SKEIFUNNI T T VERSLUN SÍMI 588-9890 VERKSTÆÐI SÍMI 588-9891 OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-16 Tilboðið stendur aðeins í nokkra daga á örfáum hjólum af árgerð 7 998 ALLIR LINUSKAUTAR MEÐ 30% AFSLÆTTI!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.