Morgunblaðið - 19.08.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 19.08.1998, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Afkoma Samvinnu- * sjóðs Islands 30% betri en í fyrra Rekstrartekjur Olís drógust saman um 6% á milli ára Hagnaðurnam 124 milljónum króna Wm Olíuverslun íslands hf. 1 1 1 1 r- 1 Ur milliuppqjöri 1998 Jan.-júni 1998 Jan.-júní 1997 Rekstrarreikningur MHijónír króna Breyting Rekstrartekjur 3.558 3.777 -6% Rekstrarqjold 3.371 3.554 -5% Rekstrarhagn. I. afskr. og fjárm.liði 187 223 -16% Afskriftir (74) (65) +14% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) 12 (38) - Skattar (35) (40) -13% Hagnaður af reglulegri starfsemi 90 80 +13% Óreglulegar tekjur 34 - Hagnaður tímabilsins 124 80 +55% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 ‘97 30/6 '96 Breyting I Eignir:_\ Veltuf jármunir Fastafjármunir 2.808 3.226 2.899 2.901 -3% +11% Eignir samtals 6.034 5.800 +4% \ Sku/dir oa eiaið fé;Á Skammtímaskuldir 2.158 2.272 -5% Langtímaskuldir 1.523 1.339 +14% Eigið fé 2.353 2.189 +7% Skuldir og eigið fé samtals 6.034 5.800 +4% Kennitölur Jan.-júní: 1998 1997 Breyting Veltufjárhlutfall 1,30 1,28 Eiginfjárhlutfall 39% 38% Veltufé frá rekstri Milijónir króna 152 159 -4,4% Arðsemi eigin fjár 11,0% 8,0% HAGNAÐUR Olíuverzlunar ís- lands hf. (OLÍS) nam 124 milljón- um króna á fyrri árshelmingi en þar af var hagnaður af óreglulegri starfsemi 36 milljónir. Hagnaður af reglulegri starfsemi varð um 90 milljónir króna, samanborið við 80 milijónir í fyrra, og nemur aukningin um 13%. Rekstrartekjur OLÍS námu 3.558 milljónum króna á tímabilinu, saman- borið við 3.777 millj- ónir í fyrra, og hafa því lækkað um 6%. Rekstrargjöld hafa lækkað um 5% milli ára, námu nú 3.371 milljón króna en 3.554 milljónum á umræddu tímabili í fyrra. Miklar endurbætur á þjónustustöðvum Lækkun rekstrar- tekna má einkum rekja til lækkunar eldsneytisverðs á heimsmarkaði að því er fram kemur í frétt frá OLÍS. Þar kemur fram að á árinu hafí verið unnið að veiga- miklum endurbótum á þjónustu- stöðvum félagsins á Reykjavíkur- svæðinu og þar með ljúki því end- urbótastarfi á stöðvunum, sem hófst árið 1996. Nýlega gekk OLÍS frá sölu allra eigna og lóða í aðalstöðvum fyrir- tækisins í Laugamesi til Reykja- víkurhafnar, vegna endurskipu- lagningar svæðisins. Samhhða því hefur stjórn félagsins ákveðið að reisa nýjar aðalstöðvar fyrir félag- ið á lóð þess við Sundagarða 2. Framkvæmdir munu hefjast innan tíðar og áætlað er að þeim ljúki haustið 1999. Heildareignir OLÍS 30. júní sl. námu 6.034 milljón- um króna, eigið fé var 2.353 milljónir og eiginfjárhlutfall 39%. Arðsemi eigin fjár var 11%. Bók- fært verð eignar- hluta félagsins í öðr- um félögum var í lok júní 720 milljónir króna. Þar af var eignarhlutur í félög- um á hlutabréfa- markaði bókfærður á 510 miiljónir króna en markaðs- verð sömu hluta var 1.356 milljónir. Það var því 846 milijón- um hærra en bók- fært verð og hafði hækkað um 208 milljónir króna á ár- inu. Minni framlegð Heiðar Guðjónsson, verðbréfa- miðlari hjá Lslandsbanka, segir að afkoma OLIS sé umfram vænting- ar á verðbréfamarkaði, helst vegna viðsnúnings á fjánnagnsliðum þai- sem muni 50 milljónum króna á milli ára. „Raunveruleg framlegð úr rekstri hefur minnkað, hún var 224 milljónir króna í fyrra en 187 milljónir nú. Framlegð virðist því fara minnkandi hjá OLIS eins og hinum oh'ufélögunum. Ekki má þó gleyma sjómannaverkfallinu en það hafði töluverð áhríf á rekstur OLÍS til hins verra. OLÍS og ESSO standa nú upp úr í þessari grein, líklega að stóru leyti vegna samstarfsins í Olíudreifíngu hf. sem hefur skilað þeim verulegri rekstrarhagræðingu. Bilið virðist því vera að breikka á milli ESSO og OLÍS annars vegar og Skelj- ungs hins vegar. Búast má við að gengi hlutabréfa í OLIS haldist óbreytt þrátt fyrir þessa niður- stöðu og ekki útlit fyrir að þau hækki á næstunni," segir Heiðar. HAGNADUR Samvinnusjóðs ís- lands hf. á fyrri árshelmingi þessa árs nam tæpum 56 mkr., sem er 30% betri afkoma en á sama tíma í fyrra en þá var hagnaðurinn 43 mkr. I fréttatilkynningu frá sjóðn- um segir að þessi afkoma sé mun betri en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Hagnaður fyrir skatta var 69 mkr. en var 51 mkr. á sama tíma í fyrra. Heildarútlán jukust um 24% og námu ný lán til viðskiptavina félags- ins um 2,3 milljörðum króna á fyrri hluta ársins. Útlán og aðrar eignir í lok tímabilsins námu alls rúmum 6,8 milljörðum ki-óna en niðurstaða efnahagsreiknings tæpum 7,9 millj- örðum. Eigið fé sjóðsins fyrstu sex mán- uði ársins nam 1.408 mkr. eða um 17,9% af heildar fjármagni félags- ins. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var nokkuð lakari en á sama tíma- bili fyrra árs eða 8,2% í stað 12,9% á sama tímabili í fyrra. Eiginfjárhlut- fall (CAD) var 16,6%. í fréttatilkynningunni segir að lækkun arðseminnar megi rekja til sterkrar eiginfjárstöðu félagsins. „Með sömu aukningu í umsvifum á síðari hluta ársins má reikna með betri arðsemi eiginfjár síðari hluta ársins en fyrri hluta þess,“ segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Framkvæmdastjóraskipti Kristinn Bjarnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sam- vinnusjóðsins tímabundið frá 1. september nk. Hann tekur við starfínu af Arnóri H. Arnórssyni, sem fer í eins árs námsleyfi. Kristinn hefur gegnt staifi fjár- málastjóra hjá fyrirtækinu frá því hann hóf störf þar vorið 1996. Krist- inn starfaði áður hjá endurskoðun- arfyrirtækinu PrieewaterCoopers í Reykjavík. Hagnaður rúmlega tvöfaldaðist hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi Svipuð velta en meiri framlegð Haraldur Böðvarssi Úrmilliuppgjöri 19' - ■■ }n hf. i 98 ÉMsa&yJ Rekstrarreikningur Muijónir króna Jan.- júnf 1998 Jan.- júní 1997 Breyting Rekstrartekjur (nettó) 2.270,3 2.231,5 +2% Rekstrargjöld (nettó) 1,815,7 1.797,7 +1% Hagnaður fyrir afskriftir 454,5 433,8 +5% Afskriftir (193,3) (211,6) -9% Fjármagnsliðir nettó (12,4) (102,1) -88% Eignaskattur (9,4) (11,0) -15% Hagnaður af reglulegri starfsemi 239,5 109,1 +120% Aörar tekjur 22,0 98,8 -78% Áhrif hlutdeildarfélaga (8,1) 0 - Hagnaður tímabilsins 253,4 207,9 +22% Efnahagsreikningur m jmb 1998 1997 Breyting 1 Eianir. I Milliónir króna Fastafjármunir 5.500,1 5.228,4 +5% Veltufjármunir 1.054,3 787,9 +34% Eignir alls 6.554.4 6.016.4 +9% i Skuldir og eigið tó:; Eigið fé 2.765,2 2.132,2 +30% Langtímaskuldir 2,881,7 3.110,1 -7% Skammtímaskuldir 907,5 774,1 +17% Skuldir og eigið fá alls 6.554.4 6.016.4 +9% Sjóðstreymi Milljónir króna 1/1-30/6 '98 1/1-30/6'97 Breyting Veltufé frá rekstri 375,8 312,0 +20,4% HAGNAÐUR Haralds Böðvars- sonar hf. fyrstu sex mánuði ársins var 253 milljónir króna, samanbor- ið við 208 milijónir á sama tíma í fyrra, og jókst því um 22% á milli ára. Rekstrartekjur jukust um 2% á milli ára og námu nú 2.270 millj- ónum en rekstrargjöld jukust um 1% og námu 1.815 milljónum króna. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri HB, segir nokkrar ástæður hafa vegið þyngst varð- andi bætta afkomu fyrirtækisins. „Veiðar og vinnsla gengu vel á fyrri árshelmingi, bæði hvað varð- ar uppsjávarfisk og bolfisk. Betur veiddist af úthafskarfa en í fyira og við náðum meira af kvótanum í Síldarsmugunni til vinnslu heima fyrir en í fyiTa. Vegna upptöku aflamarkskerfis á síldinni gátum við landað henni hér á Akranesi og nýtt hana í eigin bræðslu í stað þess að landa henni hjá öðrum. Af- urðaverð er hátt um þessar mund- ir, ekki síst á mjöl og lýsi, og það hefur að sjálfsögðu komið sér vel.“ Hagnaður af reglulegri starf- semi HB var 239 milljónir á fyrri árshelmingi, samanborið við 109 milljónir á sama tímabili í fyrra, og nemur aukningin tæpum 120%. Veruleg breyting til batnaðar verð- ur á fjármagnsliðum og munar þar 90 milljónum króna á milli ára. Skiptir miklu máli í því sambandi að gengisþróun hefur verið fyrir- tækinu hagstæð á árinu. Landvinnslan skilar arði HB hefur sameinast nokkrum öðrum sjávarútvegsfyi-ii-tækjum á síðustu áram, síðast Miðnesi hf. í Sandgerði í fyrra. Haraldur segir að hagræðing vegna samlegðará- hrifa sé byrjuð að skila sér og gam- an sé að geta nú skýrt frá því að allar deildir fyrirtækisins skili hagnaði. „Sala HB á frystiskipinu Ólafí Jónssyni í síðustu viku var liður í því hagræðingarferlinu og kvóti þess fer nú til annarra skipa fyrirtækisins. Landvinnslan hefur lengi verið erfíð og afkoman ekki viðunandi. Það hefur nú breyst til betri vegar, bæði á Akranesi og í Sandgerði, og má þakka það hag- ræðingu, hærra afurðaverði og aukinni tæknivæðingu." 370 miiljóna hagnaði spáð Samkvæmt rekstraráætlun HB í ársbyrjun var gert ráð fyrir að hagnaður ársins af reglulegri starf- semi yrði um 250 milljónir króna og lætur næiri að það markmið hafi náðst á fyrri hluta ársins. Nú hefur rekstraráætlun verið endur- skoðuð og segir Haraldur að með fyrirvara um óvissu í veiðum og vinnslu sé gert ráð fyrir að hagnað- ur af reglulegri starfsemi verði um 370 milljónir á árinu. Þá megi áætla að velta fyrirtækisins verði um fimm milljarðar króna á árinu. „Ástand þorskstofnsins virðist fara batnandi og útlit með loðnuveiðar er gott og því lítum við með bjart- sýni fram á við,“ segir Haraldur. Langt umfram væntingar Töluverð viðskipti urðu með hlutabréf í HB í gær eða fyrir 14 milljónir króna að markaðsvirði. I þeim hækkaði gengi bréfanna um 3,5% og var lokaverðið 6,52. Heiðar Guðjónsson, verðbréfa- miðlari hjá Islandsbanka, segir að milliuppgjör HB sé gott og langt umfram væntingar. „I fljótu bragði sýnist mér að HB sé eina sjávarút- vegsfyrirtækið sem skilar meiri vergum hagnaði á milli ára, þ.e. meiri hagnaði fyrir afskriftir og vexti. Loðnuvertíðin kom talsvert ver út nú en á síðasta ári og ekki náðist að veiða allan kvótann. Ha- græðing innan fyrirtækisins virðist hins vegar vera svo mikil að hún nær að vega upp þessi áfóll og það er eitthvað sem markaðurinn bjóst ekki við. Búast má við að HB eigi að geta náð enn frekari hagræð- ingu á árinu og hagnaður ætti því að geta orðið enn meiri á næsta ári. Það ætti því ennþá að vera eitthvað svigrúm til hækkana hlutabréfa HB í ljósi aukins hagnaðar á næsta ári.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.