Morgunblaðið - 19.08.1998, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 27
Reuters
VRISKIR vegfarendur fylgjast með sjónvarpsávarpi Clintons á Times-torgi í New York.
„óþarflega afdráttarlausar".
Lögmenn forsetans voru andvígir
því að hann bæri vitni fyrir rannsókn-
arkviðdómnum og óttuðust að hann
kæmi sér í óleysanlegar lagaflækjur.
Kendall vildi að Clinton hafnaði því
að Starr gæti kallað forsetann íyrir,
að því er Washington Post hefui’ eftir
heimildamönnum sínum, og Robert
Bennett, sem er lögfræðingur forset-
ans í máli Jones, hvatti til þess að for-
setinn myndi annaðhvort neita að
svara saksóknara eða veita greið svör
við öllum spurningum.
Efnisleg
sönnunargögn
Fréttaskýrendur telja að ein helsta
ástæða þess að Clinton breytti fram-
burði sínum þegar kom að vitnisburð-
inum frammi fyrir rannsóknarkvið-
dómi Starrs hafí verið sú, að saksókn-
arinn hafi undir höndum sterkar, efn-
islegar vísbendingar um samband
forsetans við Lewinsky. Fréttaritið
Time birti lista yfir umræddar vís-
bendingar:
Kjóllinn. Kom aftur í ljós í júlí og
talið var að hann gæti komið sér illa
fyrir forsetann, fyndust á honum líf-
jlintons
Reuters
>sávarp sitt í Hvíta húsinu.
sóknara sem í fyrstu beindist að
einkaviðskiptum sem fóru fram fyr-
ir 20 árum. Má ég bæta því við, að
fyrir tveim árum fann óháð alríkis-
stofnun ekkert rangt við umrædd
viðskipti, hvorki af minni hálfu né
eiginkonu minnar. Rannsókn sér-
staks saksóknara beindist sfðan að
starfsliði mínu og vinum, síðan að
einkalifi minu. Og nú er verið að
rannsaka rannsóknina. Þetta hefur
staðið of lengi, kostað of mikið og
sýni sem samræmdust erfðaefni for-
setans. Alríkislögreglan hefur rann-
sakað kjólinn, en niðurstöðunum er
haldið vandlega leyndum.
Umræðupunkarnir. Minnisplagg
sem Lewninsky lét Lindu Tripp 1 té
með tillögum um hverju Tripp ætti að
svara yrði hún yfirheyrð. Ljóst þykir
að Lewinsky hafi notið aðstoðar lög-
lærðra manna við samningu punkt-
anna.
Afhendingarnótur. Sýna hvaða
gjöfum Lewinsky tók við í Hvíta hús-
inu.
Bækurnar. Lewinsky keypti skáld-
söguna Vox, sem fjallar um símakyn-
líf, Clinton mun hafa gefið henni Lea-
ves of Grass, eftir Walt Whitman.
Stuttermabolur, hattprjónn og
næla. Gjafir frá forsetanum, Lewin-
sky mun hafa sagt að forsetinn hafi
sagt við sig: „Ef þú átt þær ekki get-
urðu ekki afhent þær.“
Harði diskurinn. Lewinsky sendi
mörg tölvuskeyti sem gætu veitt vís-
bendingar um sambandið.
Símsvarasegulbandið. Vitni hafa
greint frá því að þau hafi heyrt skila-
boð frá forsetanum.
Aðgönguskjölin. Hver hleypti
skaðað of marga sem ekkert hafa
til saka unnið.
En þetta mál er á milli mín,
þeirra tveggja manneskja sem ég
elska mest - konu minnar og dóttur
okkar - og Guðs. Ég verð að laga
það sem farið hefur úrskeiðis og ég
er reiðubúinn til að gera allt sem
þarf til að það takist. Ekkert skipt-
ir mig meira máli. En þetta er mitt
einkamál og fjölskyldulíf mitt á að
tilheyra fjölskyldu minni einni.
Þetta kemur engum við nema okk-
ur. Jafuvel forsetar eiga einkalíf.
Það er kominn tími til að láta af
tilraunum til að eyðileggja líf ein-
staklinga og hætta snuðri um
einkalíf og fara að huga að þjóðlíf-
inu. Þetta mál hefur truflað lands-
menn allt of lengi, og ég axla
ábyrgðina á mínum þætti í þessu
öllu saman. Meira get ég ekki gert.
Nú er kominn tími - reyndar er
komið fram yíír þann tíma - til að
halda áfram.
Okkar bíða mikilvæg verkefni -
við þurfum að grípa tækifæri sem
máli skipta, Ieysa knýjandi vanda-
mál, horfast í augu við öryggismál
sem ekki verður vikist undan. Þess
vegna fer ég þess á leit við ykkur í
kvöld að þið snúið baki við sýning-
unni sem staðið hefur undanfarna
sjö mánuði, reynið að þjappa þjóð-
inni aftur saman og beinið athygl-
inni aftur að verkefnum og öllum
þeim fyrirheitum sem bíða Banda-
ríkjanna á næstu öld. Ég þakka
þeim sem hlýddu. Góða nótt.
Lewinsky inn í Hvíta húsið og hve
oft?
Áleitnasta
spurningin
Fréttaskýrandi New York Times
velti því fyrir sér í gær hvort vitnis-
burður og ávarp forsetans á mánudag
hafi sýnt fram að að „maðurinn sem
varð forseti með því að tala máli
þeirra sem „fara að reglunum" hafi
rétt eina ferðina látið undan með-
fæddri hvöt til að beygja þær og
brjóta".
Hvernig svo gáfaður maður og
snjall pólitíkus hafi getað látið eftir
sér að haga sér svo sem raun hafi
borið vitni einmitt þegar Starr var að
hefja rannsókn sína á embættisfærsl-
um hans sé áleitnasta spurningin um
William Jefferson Clinton.
Þetta sé þó ekki ný spurning, og að
mörgu leyti hefð mátt búast við
þessu, að svo færi fyrir þessum for-
seta að loforð hans féllu í skuggann af
göllum hans. Clinton hefði nefnilega
alltaf verið sannfærður um að hann
væri snjallari, orðheppnari og betur
máli farinn en nokkur andstæðingur,
og oft hafi sú reynst raunin - nógu oft
til að hann héldi að þetta væri satt.
„Flestir vilja telja sjálfa sig harla
góða,“ sagði Stanley Renshon, stjórn-
málafræðingur og sálkönnuður við
New York-háskóla, í bók sinni um
Clinton, Glæstar vonir (High Hopes),
1996. „En Bill Clinton virðist vera
farinn að trúa því besta um sjálfan
sig, annaðhvort með því að víkja sér
undan eða virða að vettugi vísbend-
ingar úr eigin gjörðum um að ekki sé
allt svo sem hann telur það vera.“
Afneitun og
hólfaskipting
Fréttaskýrandi New York Times
segir að Clinton kunni að hafa fengið
í vöggugjöf hæfileikann til afneitunar
og hólfaskiptingar. Þessir hæfileikar
hafi verið meðal þess sem hafi gert
móður hans, Virginíu Kelley, kleift að
komast af eftir að faðir Clintons lést,
þrem mánuðum áður en hann fædd-
ist. Þessir sömu hæfileikar hafi gert
forsetanum kleift að halda það sem
margir nefndu frábæra stefnuræðu
aðeins nokkrum dögum eftir að
Lewinsky-málið kom upp á yfirborð-
ið.
„Þegar slæmir atburðir gerast
heilaþvæ ég mig þai' til þeir eru
horfnir úr huga mér,“ skrifaði móðir
Clintons í sjálfsævisögu sinni, sem
birt var 1994, eftir að hún lést. „í
huganum bý ég til loftþéttan kassa.
Inni í honum hef ég það sem ég vil
hugsa um og allt annað er hinum
megin við veggina. Inni er hvítt, úti
er svart. Einu gráu tónarnir sem ég
tek mark á eru í mínu eigin hári.“
Misjöfn við-
brögð við játn- ,
ingu forsetans
Washington, París, Bonn, Páfagarði, Bagdad. Reuters.
VIÐBROGÐ í Bandaríkjun-
um við uppljóstrunum Bills
Clintons, Bandaríkjaforseta,
þess efnis að hann hefði ekki
sagt allan sannleika um samskipti sín
við Monicu Lewinsky voru af ýmsum
toga í gær og fyrrakvöld. Viðbrögð
stjórnmálamanna í Bandaríkjunum
tóku oftar en ekki mið af flokksskír-
teinum manna og þannig lýstu þau AI
Gore, varaforseti Clintons, og Madel-
eine Albright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, bæði stuðningi sínum
við Clinton. Newt Gingrich, leiðtogi
Repúblikana í fulltrúadeildinni
bandarísku, sagði hins vegar of
snemmt að dæma í máli Clintons og
kvaðst vilja bíða uns Kenneth Stan-,
sérlegur saksóknari, nokkuð um mál-
ið.
Gore sagðist „stoltur" af Clinton
fyrir að sýna það hugrekki að viður-
kenna þau mistök sín að hafa átt í
kynferðislegu sambandi við Lewin-
sky. Sagði Gore tíma til kominn að
þessi mál öllsömul yrðu tekin af dag-
skrá þannig að Clinton gæfist næði til
að gegna starfi sínu.
Óldungadeildarþingmaðurinn Tom
Harkin tók í sama streng. „Við erum
öll mannleg. Við gerum öll mistök,
jafnvel forsetar."
Quayle vill afsögn Clintons
Repúblikanar voru hins vegar
fæstir á sama máli. Dan Quayle, fyrr-
verandi varaforseti Bandaríkjanna,
sagði t.d. í viðtali á sjónvarpsstöðinni
ABC í fyrrakvöld að forsetinn ætti að
setja hagsmuni þjóðarinnar ofar sín-
um eigin og fór Quayle fram á afsögn
Clintons.
Bob Barr, þingmaður Repúblikana
í fulltrúadeildinni, sagðist ekki hafa
áhuga á því sem forsetinn vildi að
fólk tryði enda væru staðreyndir
málsins ljósar. „Hér höfum við for-
seta sem segir við þjóð sína: „Ég er
lygari. Ég framdi meinsæri." Það er
ljóst að staða slíks forseta er afar
veik á alþjóðlegum vettvangi,“ sagði
Barr.
Margir flokksfélaga Clintons í
Demókrataflokknum voru reyndar
varkárir í viðbrögðum sínum, t.d.
sagði fulltrúadeildarþingmaðurinn
James Traficant jr. á Fox News
Channel að sumir félaga sinna væru
ekki alveg sannfærðir. „Ef forsetinn
laug að okkur í kvöld í annarri um-
ferð, eins og hann laug að okkur í
fyrstu umferð, þá er ég einn þeirra
Demókrata sem munu styðja form-
lega ákæru vegna embættisafglapa."
Viðbrögð dagblaða
Leiðarahöfundar The New York
Times voru langt frá því sáttir við _
sjónvarpsávarp Clintons. Segja þeir ’’
að Clinton hafi látið hjá líða gott
tækifæri til að græða sár bandarísku
þjóðarinnar. Játning Clintons hafi
„varla verið fullnægjandi" og segir
blaðið að fullyrðing hans um að svör
hans við yfirheyrslur í janúar hafi
verið „lagalega rétt“ sé „móðgun“.
Segir blaðið að helstu erfiðleikar rík-
isstjórnar Clintons hafi ávallt tengst
þeim eiginleika Clintons að tefja,
rangtúlka og afvegaleiða en að hann
ætti að gera sér ljóst að allt misjafnt
komist upp um síðir.
Dagblöð í Evrópu virtust mest
hneyksluð á því hvers vegna einkalíf
forsetans og kynlíf væri svo mjög í
rannsókn. Þetta átti sérstaklega við^.
um dagblöð í Frakklandi og Þýska-
landi og sagðist þýska blaðið Bild vita
um marga hneykslissöguna af þýsk-
um stjórnmálamönnum en að rit-
stjórum þess myndi aldrei láta sér
koma til hugar að fylgja þeim eftir af
slíkri hörku. Franska dagblaðið Le
Monde hafði síðan játningu Clintons í
flimtingum á forsiðu sinni. Gat þar að
líta skopteikningu af Clinton þar sem
hann grátandi biður frelsisstyttuna
afsökunar um leið hann styður hönd
sinni á öxl hennar. „Ekki káfa á mér,“
er hins vegar svar styttunnar.
Bresku dagblöðin fordæmdu flest
Clinton og The Sun sagði forsetann
hafa dregið embætti sitt niður í svaðið.
Sænska dagblaðið Aftonbladet spurði
hvort Bandaríkin ættu eftir að geta
„hreinsað af sér smánarblettiná* sem
komið hefðu á ímynd þeiiTa eftir „hina
fáránlegu uppákomu" á mánudag.
Áhrifamesta dagblað í írak kom
hins vegar með áhugaverðustu kenn-
inguna í málinu öllu þegar það hélt
því fram í gær að öll væru kvenna-
vandræði Clintons komin upp á yfir-
borðið vegna samsæris Israels og
gyðinga í Bandaríkjunum sem vildu
sjá á bak Clinton til að A1 Gore, vara-
forseti, gæti tekið við forsetaembætt-
inu, en að sögn dagblaðsins Babel er -*
Gore hallari undir ísraelsstjórn en
Clinton.
Hillary gegndi
lykilhlutverki
EIGINKONA Banda-
ríkjaforseta, Hillary
Rodham Clinton, hef-
ur gegnt lykilhlut-
verki í skipulagningu
vitnisburðar eigin-
manns síns og sjón-
varpsávarpinu sem
hann flutti að því
loknu, að því er
kanadíska blaðið Glo-
be and Mail hefur eftir
„nokki-um ráðgjöfum"
forsetans.
Einn ráðgjafanna
sagði að Hillary hefði
aðstoðað við að skrifa
ávarp forsetans og tekið virkan
þátt í allri skipulagningu sl. helgi.
„Hún hefur sýnt styrk eins og
venjulega,“ sagði ráðgjafinn.
„Hvernig heldurðu að það sé að
eiga svona konu?“
Aðstoðarmenn forsetans og
fréttaskýrendur hafa margir hald-
ið því fram að Hillary hafi fyrst
fyrir fáeinum dögum komist að því
að eiginmaður hennar hafi átt í ein-
hverskonar sambandi við Monicu
Lewinsky. Nokkrir
vina hennar hafa þó
sagt að þeir neiti að
trúa því að hún hafi
ekki vitað hvemig
komið var.
Náinn vinur forset-
ans tjáði Globe and
Mail að hann væri
sannfærður um að
Hillary hafi vitað
strax í janúar sl. að
eiginmaður hennar
hefði staðið í kynferð-
islegú sambandi við
Lewinsky. „Við hverju
býstu? Hún er snjall-
asti lögfræðingurinn í bænum.“
Þessi sami vinur, sem ekki vildi
láta nafns síns getið, sagðist telja
að þeim upplýsingum hefði verið
lekið til fjölmiðla að forsetafrúin
hefði ekki vitað hvemig í pottinn
var búið til þess að bæta ímynd
hennar. Sagði hann að skoðana-
könnun, sem Hvíta húsið hafi stað-
ið að, hafi sýnt að vinsældir hennar
meðal almennings hafi stóraukist
undanfama daga.