Morgunblaðið - 19.08.1998, Síða 30
. 30 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Um bók-
menntir og
markað
„ Undir þessu ofriki markaðarins verður
skírskotun bókmenntanna annarleg.
Það er eins ogþær tali út úr eyðu, ein-
hverju hugmyndalegu tómi og hafi ekk-
ert að markmiði nema sjálfar sig. “
Nýlegur listi
Random House-
bókaútgáfunnar í
Bandaríkjunum
yfir hundrað bestu
skáldsögur aldarinnar ritaðar á
ensku hefur vakið menn til um-
hugsunar um tengsl mai’kaðs og
bókmennta enn einu sinni. Það
hefur nefnilega komið í ljós, eins
og sagt var frá í Morgunblaðinu
fýrir skömmu, að upphaflega
var stofnað til listans af fyrrum
forstjóra Random House með
það fyrir augum að koma skriði
á bóksöluna. Sömuleiðis hefur
komið í Ijós að það voru í raun
ekki dómnefndarmennimir tíu
sem röðuðu
VIÐHORF
Eftir Þröst
Helgason
bókunum á
listann eftir
gæðum heldur
ráðamenn hjá
Random Hou-
se, sjálfsagt markaðs- og sölu-
stjórarnir sjálfir. Árangurinn
hefur heldur ekki látið á sér
standa: Bækumar sem vora á
listanum seljast eins og heitar
lummur, gamlir rykfallnir lager-
ar af Odysseifí eftir Joyce og
Brave New World eftir Aldous
Huxley hafa tæmst og pening-
amir streyma í kassann hjá út-
gefendum.
Margir hafa fengið óbragð í
munninn vegna þessara vinnu-
bragða bandaríska útgáfurisans
en aðrir hafa talað um „mark-
aðslegt meistaraverk". Umræð-
an myndi þó verða áhugaverðari
ef athyglinni yrði meira beint að
tengslum markaðsins og bók-
menntasköpunarinnar sjálfrar.
Það er þar sem markaðssjónar-
miðin era að vinna mest tjón og
eru raunar langt komin með að
gera bókmenntimar að kenni-
markalausri flatneskju.
„Eftir þær breytingar sem
hafa átt sér stað í Rússlandi að
undanfomu hefur staða rithöf-
unda breyst veralega,“ sagði
rússneski rithöfundurinn
Vyacheslav Kupriwanov í viðtali
sem birtist í Lesbókinni um
helgina og bætti við: „í dag er
ekki lengur spumingin: „Um
hvað má ég skrifa?“, heldur:
„Hvað get ég fengið útgefið?““
Breytingin hefur með öðram
orðum verið úr einu ritskoðun-
arkerfinu í annað. Það er engin
ný speki að markaðurinn rit-
skoði en það er vafalaust óþægi-
leg uppgötvun fyrir þann sem
hefur séð „frelsi" markaðarins í
hillingum í áratugi. Við þessar
breytingar segir Kupriwanov að
margir rússneskir höfundar hafi
misst fótanna og sumir jafnvel
tekið líf sitt. Ritskoðun mark-
aðsins birtist með einkar skýr-
um hætti í Rússlandi. Að sögn
Kupriwanovs er erfitt að fá
bækur útgefnar, „markaðssetn-
ing er dýr og vinnandi fólk hefur
ekki ráð á að kaupa bækur al-
mennt“. Útlitið er alls ekki gott
hjá þessu bókmenntalega stór-
veldi, að mati skáldsins: „Ný
kynslóð [rússneskra] rithöfunda
vex nú úr grasi, kynslóð sem
heyr erfiða lífsbaráttu og þarf
því að vinna jafnvel fulla vinnu
áður en sest er niður að ritstörf-
um. Þetta verður til þess að fag-
legum rithöfundum fækkar og
gæði bókmenntanna verða
síðri.“
Markaðurinn er nú meginvið-
miðun bókmenntanna. Fagur-
fræði markaðarins ræður því
hvað er lesið og hvað ekki og
hún spyr ekki að hugmyndaleg-
um eða listrænum átökum held-
ur að söluvænlegri ásjónu. í
kapphlaupi um kaupendur
skiptir bros rithöfunda meira
máli en bókmenntagáfa þeirra.
Matthías Viðar Sæmundsson,
dósent í íslenskum bókmennt-
um við Háskóla íslands, segir
þetta bei’a vitni um óöryggi og
vanmáttarkennd bókmennt-
anna frammi fyrir markaðnum í
grein sinni „Markaður, ríki,
bókmenntir" (1991): „skáld-
skapurinn stendur ekki lengur
undir sjálfum sér. Þegar svo er
komið að útlit og framkoma
höfundar skipta meira máli í
huga fólks en bókmenntasköp-
un hans, þegar höfundurinn
sjálfur tekur þátt í og gengst
upp í hringdansi vitleysunnar,
þá er illt í efni. Þetta líkist
einna helst æðisgengnu dauða-
hlaupi; nöfnum og bókum er
troðið í fólk eins og fiski sem
úldnar næsta dag sé hann ekki
strax etinn.“
Undh' þessu ofríki markaðar-
ins verður skírskotun bók-
menntanna annarleg. Það er
eins og þær tali út úr eyðu, ein-
hverju hugmyndalegu tómi og
hafi ekkert að markmiði nema
sjálfar sig. Viðmiðin era ætíð
aðrar afurðir markaðarins. Öll
sérkenni skírskota þangað en
listrænn og hugmyndalegur
framleiki era tabú.
Og afstaða er auðvitað ekki
tekin nema í samræmi við skoð-
un markaðarins. Raunar má líta
á hina bókmenntalegu orðræðu
sem eins konar markaðstorg þar
sem menn hittast og skiptast á
textum. Hér verður ekkert nýtt
til, heldur aðeins endurteknar
tilvitnanh- og vísanir úr eldri
textum. Til að þrífast í þessu
markaðsumhverfi þarf rithöf-
undurinn aðeins að ná tökum á
þeirri orðræðuhefð sem fyrir er;
tali hann svo innan hennar er
hann hólpinn, þá er hann í lif-
andi samræðu við markaðinn en
útkoman, útkoman verður ávallt
„hið sama“. Sú er krafa markað-
arins: „Hið sama“.
Undir ofríki markaðarins er
eins og rithöfundar skrifi í kappi
við dauðann. Það verður að
koma bók annað hvert ár, ann-
ars er dauðinn vís. Lögmálið er:
Skrifið eða hverfið! Markaður-
inn er orðinn að eins konar nátt-
úrulögmáli sem höfundar verða
að taka mið af, ef ekki veslast
þeir upp, deyja og gleymast.
Lífslíkur aukast með hverri bók.
Hvemig bók skiptir ekki máli.
Bara að það sé útgefin bók.
Bara að menn nái að skila af sér.
Framleiða. Framleiða. Fram-
leiða.
Sjúklingarnir eiga upp-
lýsingar í sjúkraskrám
FYRIR nokkram ár-
um vann ég mál fyrir
Hæstarétti um rétt
einstaklinga til að
kynna sér sjúkraskrár
um sjálfa sig. Upphaf-
lega ætlaði ég að krefj-
ast eignarhalds á eigin
skrám til að fá úr því
skorið hver væri í
rauninni eigandi þess-
ara skráa, en lögfræð-
ingur minn réð mér frá
því, illu heili. Síðar var
fest í læknalög að
sjúkraskrá væri eign
þeirra sjúkrastofnana
eða læknis er gerði
hana. Mikilvægt atriði
sem skýrist hér fyrir neðan! En
þegar lögin um réttindi sjúklinga
vora sett i fyrra var þessu breytt.
Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlög-
maður hefur fært rök fyrir því að í
þeim lögum hafi það verið vilji lög-
gjafans, Alþingis, að sjúklingarnir
sjálfir séu eigendur ski’ánna
(Læknablaðið, júní 1998, bls.500-
502). Össur Skarphéðinsson, sem
var formaður heilbrigðisnefndar
þingsins þegar lögin um réttindi
sjúklinga voru afgreidd, tekur und-
ir það sjónarmið í leiðara DV 10.
ágúst, enda mælti hann svo í fram-
söguræðu sinni á Alþingi fyrir
framvarpinu um réttindi sjúklinga
„... að það sé siðferðilega ekki hægt
að segja að sjúkraskrá sem felur í
sér sjúkrasögu einstaklings sé eign
einhvers annars en viðkomandi
sjúklings." Og þessi „siðferðilega"
viðmiðun varð sem sagt að lögfest-
um rétti sjúklinga með lögunum.
Þótt ég sé ekki löglærður vil ég
draga augljósar ályktanir af þess-
um forsendum, en vegna afskipta
minna af rétti sjúklinga varðandi
sjúkraskrár þeirra er ég ef vill ekki
lakari „fulltrúi" þein’a en Elín
Pálmadóttir! Þetta hlýtur að
merkja það að hver og einn sjúk-
lingur eigi sína sjúkraskrá. Það er
eina hugsanlega eignarhald þeirra
vegna einstaklingseðlis skránna.
Eg á mínar sjúkraskrár en engar
aðrar. Sameiginlegur eignarréttur
og sameiginlegt forræði nokkurs
aðila yfir öllum skránum getur því
ekki verið fyrir hendi. Sjúklingur á
eigin sjúkraski’á og þar með einnig
upplýsingarnar í henni, því þær
era sá kjarni skránna sem gefur
þeim bæði heilsufarslegt og fjár-
hagslegt gildi. Án upplýsinganna
er engin sjúkraskrá.
I athugasemdum við endurskoð-
að frumvarp til laga um gagna-
grann á heilbrigðissviði stendur
hins vegar: „Vegna eðl-
is þessara upplýsinga
og hvernig til þeirra er
stofnað geta þær ekki
lotið lögmálum eignar-
réttar í venjulegum
skilningi. Stofnanfr,
fyrirtæki eða einstak-
lingar geta því ekki átt
þær eða verið með for-
ræði þeirra." Þetta
stangast heldur betur
bæði á við læknalögin
frá 1988, en eftir þeim
höfðu stofnanfr eða
einstakir læknar ótví-
rætt lagalegan eignar-
rétt á skránum um
hríð, og sömuleiðis lög-
in um réttindi sjúklinga þar sem
Alþingi færði beinlínis eignarrétt-
inn frá sjúkrastofnunum til sjúk-
linga (einstaklinga) eftir skýlaus-
um orðum framsögumanns þess
Sjúklingur á eigin
sjúkraskrá, segir
Sigurður Þdr Guðjóns-
son, og þar með einnig
upplýsingarnar í henni.
lagaframvarps, þótt sá eignarrétt-
ur sé bundinn ýmsum takmörkun-
um líkt og eignarréttur læknalag-
anna. En nú geta einstaklingar allt
í einu ekki átt skrámar á neinn
hátt! Maður fer nú bara hjá sér yf-
ir þessu hringlandaragli löggjafar-
samkundunnar. En Alþingi verður
að standa við sín lög og vita hvað
þau merkja. Það er óþolandi að það
umbylti skilningi sínum á eigin lög-
um eftir hentisemi eða vegna hags-
muna eins aðila án þess að breyta
þeim fyrst að réttum þingræðis-
reglum. Og það er óhjákvæmilegt
að komi til kasta dómstóla ef ríkis-
valdið ætlar að ráðskast með
sjúkraskrárnar þrátt fyrir lögin
um réttindi sjúklinga.
En jafnvel þó sjúklingarnir ættu
ekki skrárnar, að hyggju dómstóla,
heldur væra þær sameign þjóðar-
innar, opnaði það ríkisvaldinu eng-
an veginn siðferðilega greiðan veg
til að ráðstafa þeim. Það er að mínu
viti reginvilla að flokka sjúkra-
skrár sem auðlind á sama hátt og
auðæfi hafsins og hálendisins eins
og gert hefur verið. Auðlindir hafs
og hálendis eru fyrst og fremst
efnahagslegar þó náttúraverndar-
sjónarmið og vistfræði komi við
sögu. Þetta era ekki mennskar
auðlindir. Við þurfum ekki að
spyrja þorskhausana í sjónum eða
þúfnakollana á heiðunum um eitt
eða neitt. Við getum ekki ofboðið
sæmd þeirra eða persónuhelgi.
Upplýsingar úr sjúkraskrám
snerta hins vegar alltaf beint ein-
hvern sérstakan, mjög auðsæran-
legan einstakling, sem umgangast
verður af tillitssemi og nærgætni
eftir skráðum og óskráðum regl-
um. Sjúkraskráin er hluti af ævi-
sögu hans, oft og tíðum sársauka-
fyllsti og viðkvæmasti hluti hennar.
Það nær því engri átt að líta á
sjúkraskrár þjóðarinnar, jafnvel
þótt þær væra sameign hennar,
sömu augum og efnahagslegar auð-
lindir hafs og hálendis. Það sam-
ræmist blátt áfram ekki hugsunar-
hefðum siðmenntaðs þjóðfélags til
að gera sér skynsamlega grein fyr-
ir heiminum; náttúralögmálunum
og manneskjunni. Og það er í hróp-
andi andstöðu við mannvirðingu og
húmanisma. Aldrei má líta á mann-
eskjuna eingöngu sem tæki að
markmiðum, þó góð séu, eða svifta
hana mennsku sinni með því að
hlutgera hana sem hverja aðra
vöru, eins og bíl eða heimilistæki,
er lúti þá engu nema viðskiptaleg-
um markaðslögmálum. Mér virðist
sem enginn Islendingur hafi geng-
ið lengra í slíkri hlutgeringu í mál-
flutningi sínum en Kári Stefáns-
son, nú síðast í Ríkissjónvarpinu
12. ágúst, þar sem hann ræddi hik-
laust um upplýsingar úr sjúkra-
skrám sem hvem annan söluvarn-
ing. Og þessi viðskiptahugsunar-
háttur smitar hratt út frá sér í
þjóðfélaginu og er háskalegri en
flest annað. Hann er hvorki afrek
né ævintýri. Og það er varla ein-
leikið hve mjög menn forðast að
fjalla um siðferðilega undirstöðu
gagnagrunnshugmyndarinnar.
Það leiðir af framansögðu að
skilyrðislaust verður að afla form-
legs leyfis hvers sjúklings að fyrra-
bragði til að flytja upplýsingar úr
sjúkraskrá hans yfir í miðlægan
gagnagrunn. Að öðrum kosti er
brotið á lögfestum mannréttindum
hans og eignarrétti. Þessari mann-
réttindakröfu (ekki „ósk“ heldur
kröfu) mun ég fylgja eftir innan
tíðar í annarri blaðagrein. Einnig
verður reynt að sýna fram á það að
ákvæðið um rétt sjúklinga til að
standa utan við gagnagrunninn sé
óframkvæmanlegt í reynd í núver-
andi mynd þess í framvarpsdrög-
unum.
Höfundur er rithöfundur.
Sigurður Þór
Guðjónsson
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Tæplega 30 pör í
sumarbrids
FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 13.
ágúst spiluðu 26 pör Mitchell tví-
menning. Spilaðar vora 9 umferðir
með 3 spilum í umferð. Meðalskor
var 216 og þessi pör urðu efst:
N/S
Ragnheiður Nielsen - Hjördís Sigurjónsd. 253
Erla Sigurj ónsdóttir - Guðni Ingvarsson 237
Eggert Bergsson - Þórir Leifsson 235
Una Ámadóttir - Kristján Jónasson 225
A/V
Hrafnhildur Skúlad. - Jörundur Þórðarson 273
Hallgr. Hallgrímss. - Sigm. Stefánss. 268
Arngunnur Jónsd. - Vilhj. Sigurðss. jr. 256
Þórður Ingólfsson - Eyvindur Magnússon 237
Föstudaginn 14. ágúst mættu 28 pör til leiks.
Miðlungur var 216 og árangur efstu para varð
þessi:
N/S
Arngunnur Jónsdóttir - Jakob Kristinsson 282
Rúnar Lárusson - Magnús Sverrisson 254
Guðl. Sveinsson - Sæmundur Bjömsson 253
A/V
Isak Örn Sigurðsson - Jón Þorvarðarson 271
Guðjón Bragason - Hermann Friðriksson 265
Alda Guðnadóttir - Kristján B. Snorrason 237
Eftir tvímenninginn var að
venju spiluð útsláttarsveita-
keppni. Tíu sveitir tóku þátt og
eftir skemmtilega og spennandi
spilamennsku vann sveit Önnu
Ivarsdóttur keppnina. Með Önnu
spiluðu Guðjón Bragason, Gylfi
Baldursson og Hermann Friðriks-
son. I öðru sæti varð sveit Frið-
riks Jónssonar en auk hans spil-
uðu Páll Þór Bergsson, Vilhjálmur
Sigurðsson jr., Eggert Bergsson
og Baldur Bjartmarsson í sveit-
inni.
Staðan er enn óbreytt í Horna-
fjarðarleiknum. Reglur leiksins
eru þær að bronsstig einhverra
fjögurra samliggjandi spilakvölda
eru lögð saman og þeir tveir spil-
arar sem ná flestum stigum á slíku
tímabili fá vegleg verðlaun. Þar er
um að ræða flugfar á Hornafjarð-
armótið í tvímenningi sem haldið
verður í haust, keppnisgjöld og
gistingu á Hótel Höfn. Eins og
staðan er núna eru það Gylfi Bald-
ursson og Anton R. Gunnarsson
sem eru á leiðinni austur í haust.
Gylfi skoraði 109 stig á fjögurra
daga tímabili, en Anton fékk 92
stig. Báðir náðu þessum árangri
snemma sumars.
Siglufjarðarleikurinn stendur frá
19. júlí til 19. ágúst. Hæsta pró-
sentuskor eins kvölds í sumar-
brids á þessu tímabili mun gefa
rétt til eftirfarandi verðlauna:
Keppnisgjöld á 60 ára afmælismót
Bridsfélags Siglufjarðar, auk gist-
ingar á staðnum á meðan mótið
stendur yfir (21. - 23. ágúst nk.).
Jón Viðar Jónmundsson og Leifur
Aðalsteinsson eru líklegir til að
hljóta verðlaunin, því þeir náðu
69,09% skori 24. júlí og enn hefur
ekkert par náð sambærilegum ár-
angri.
I sumarbrids er spilað öll kvöld
nema laugardagskvöld og hefst
spilamennskan alltaf kl. 19:00
Spilastaður er að venju Þöngla-
bakki 1.
Allir eru velkomnir og hjálpað
er til við að mynda pör.