Morgunblaðið - 19.08.1998, Side 31

Morgunblaðið - 19.08.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 31 í 1 I i I I I i i i i i i ! i 'uj i á hótei íslandi n.k. föstudagskvöld 21.ágúst ORKUMÁL FRÁ NÝJU SJÓNARHORNI Ekki fleiri málmbræðslur Pegar hefur verið gengið of langt í að ráðstafa hagkvæmustu virkjunar- kostum landsmanna til stóriðju með langtímasamningum. Núverandi rík- isstjóm hefur verið stórtæk í þeim efnum og þó aðeins hluti af gerðum orkusölusamningum kominn til framkvæmda. Raforkuverðið til stóriðjufyrirtækjanna sem áður var opinbert er nú lýst viðskiptaleyndar- mál en fáum dylst að um útsöluverð er að ræða, þar sem röskun á nátt- úru landsins er ekki tekin með í bók- haldið. Jafnframt hefur verið slegið rældlega af kröfum um mengunar- varnir, að ekki sé minnst á losun gróðurhúsalofttegunda sem stefnir langt yfír öll viðmiðunarmörk. At- hygli vekur að þingmenn Alþýðu- flokks og Þjóðvaka hafa á Alþingi greitt atkvæði með öllum stóriðju- samningunum ríkisstjómarinnar, jafnt við ÍSAL, Norðurál og ís- lenska jámblendifélagið og lítið haft við mengunarmálin að athuga. Verði haldið áfram á þessari braut er í senn verið að tefla á íslenskt um- hverfi með virkjunarframkvæmdum og mengun og takmarka möguleika þjóðarinnar í framtíðinni til að fram- leiða orku til eigin þarfa. Hugmynd- ir núverandi stjómvalda með Fram- sóknarráðherra í fararbroddi þess efnis að ráðstafa á næstu áratugum allt að 7-10 teravattstundum í áliðn- að Norsk Hydro hérlendis era stór- tækasta atlaga gegn íslensku um- hverfí og sjálfbærri orkustefnu sem sést hefur frá því Aiusuisse kynnti íslenskum stjómvöldum Áætlun INTRGRAL“ fyrir aldarfjórðungi. Hér er um að ræða allt að tvöfalt það orkumagn sem nú er framleitt í landinu og mestallt vatnsafl norðan Vatnajökuls er lagt á borðið fyrir út- lendingana til að púsla með. Til huggunar fyrir þá sem efast um ágæti þessara hugmynda er sagt að áliðnaðurinn komi ekki allur á einu bretti heldur í áfóngum! Þessu til viðbótar bíður Norðurál þess að fá þrefalt meiri orku við hentugleika, ISAL á völ á stækkun og á teikni- borðinu er magnesíumbræðsla á Reykjanesi. Ekki hefur heldur heyrst að hugmyndir um sæstreng séu úr sögunni þótt ekki séu þær í hámælum þessa stundina. Ný nálgun þolir enga bið Fátt er brýnna í stjórnmálum hérlendis en endui-metin verði frá granni stefnan í orkumálum lands- manna. Fyrsta verkefnið er að stöðva frekari áform um afhendingu raforku til hefðbundinnar stóriðju á meðan verið er að móta orkustefnu til næstu áratuga. Viðfangsefnið* kallar á nýja hugsun og ný málstök, þar sem orkumál og umhverfi era skoðuð í nánu samhengi og felld að • skipulagi til lengii tíma. Viðleitni í • þá átt er að finna í tillögum að ] skipulagi miðhálendisins. Aiþjóðleg- i ai- skuldbindingar og stefna Islands í umhverfismálum á alþjóðavett- j vangi era snar þáttur þessa máls. Það er mikill misskilningur að halda því fram að stefnubreyting í þessa átt þýði stöðnun og kyrrstöðu. Rannsóknir og þróun innlendra orkugjafa í stað innflutts eldsneytis era spennandi verkefni sem auð- veldað geta þjóðinni að uppfylla skuldbindingar um vemdun loft- hjúpsins. Orkulindir landsmanna máT hagnýta í miklu ríkari mæli en gert hefur verið til að skapa hlýlegra um- hverfí á byggðum bólum og til margháttaðrar ræktunar. Hér er um mörg heillandi verkefiú að ræða sem reyna á hugvit og framsýni. Sjálfbær orkustefna í sátt við um- hverfið þarf fyrr en síðar að verða snar þáttur í þróun íslensks samfé- lags í stað þeirrar skammsýnu stór- iðjustefnu sem stjómvöld nú ein- blína á. Nú loksins í Reykjavík ásamt hinum óviöjafnanlega Jóni Kr. Ólafssyni frá Bíldudal, DJ Herb Legowitz, íslensku fjallkonunni, rappsystrunum Real Flavaz, einum elsta og virtasta break-dansara þjóðarinnar Bjarna Bö Kynnir: Guðmundur Karl Friðjónsson Húsið opnar kl. 21:00. Dagskráin hefst kl. 23:00. Stuðmenn mæta á svið kl. 24:00 Forsala aðgöngumiða alla daga kl. 13:00 -18:00. Miðaverð kr. 1.500 Hótel Sýrland, Ármúla 9 (Hótel ísland / Broadway) ÞAÐ fer ekki fram hjá neinum að ört vaxandi andstaða er hérlendis við að breyta svipmóti hálendis Is- lands með miðlunarlónum og öðra raski sem tengist vatnsaflsvirkjun- um. Ástæður þessa era margvísleg- ar, þar á meðal aukin kynni almennings af óbyggðunum og vax- andi skilningur á gildi víðerna hálendisins og þeirra vistkerfa sem þar er að finna. Nýj- ustu dæmin um þetta era Hágöngumiðlun, umræðan um virkjanir norðan Vatnajökuls og áformin um miðlunar- lón í Þjórsárveram of- an Norðlingaöldu. Brátt bætist við Langisjór. Andstaðan er ekki lengur bundin við afmarkaða hópa, bændur eða náttúra- verndarfólk í þröngri merkingu, heldur skynja æ fleiri að breyta þarf um vinnubrögð frá því sem verið hefur. Rödd blaðamanns Dæmi um næman skilning á við- horfsbreytingu meðal almennings kom fram í grein sem Ólafur Þ. Stephensen blaðamaður skrifaði í Lesbók Morgunblaðsins 4. júlí 1998 og bar fyrirsögnina Hvenær er komið nóg? Hann bendir þar á ýmsar framkvæmdir frá liðinni tíð hérlendis og erlendis eins og fram- ræslu votlendis, mengandi verk- smiðjur og kjarnorkuver, þar sem stjórnvöld viðurkenni nú að gerð hafi verið mistök og farið sé að kosta miklu til að reyna að bæta fyrir þau. Örstuttar tilvitnanir verða að nægja í þessa ágætu grein. Ólafur segir m.a.: í einu stóra máli virðast íslenzk stjórnvöld ekki átta sig á að nú sé nóg komið og brátt kominn tími til að hætta áður en mistök verða gerð. Hér á ég við stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar... Þótt íslenzkum stjórnvöldum takist kannski að sannfæra heimsbyggð- ina um að hún eigi að vera þeim þakklát fyrir að vilja byggja hér mörg stóriðjuver, er hætt við að ekki takist að sannfæra íslenskan almenning. - Þetta er ekki aðeins vegna þess að stjóriðjuver era sjálf engin umhverfisprýði - þótt þau valdi sum hver ekki alvarlegri mengun á landi, vatni eða lofti má yfirleitt flokka þau undir sjón- mengun í íslenskri náttúra. Nei, virkjanirnar, sem þarf að byggja til þess að verksmiðjurnar fái orku, era miklu viðkvæmara mál. Meiri- hluta Islendinga finnst að nú hafi verið gengið nógu nærri hálendinu með virkjanaframkvæmdum og vegagerð." Vatnsafl og jarðvarmi sterkur bakhjarl Almennt er talað um vatnsafl og jarðvarma sem miklar auðlindir og vissulega hafa þær verið verðmætt búsflag fyrir þjóðina á þessari öld. Þetta á ekki síður við um jarð- varma en vatnsaflið, en það vill oft gleymast hvílík hlunnindi jarðhit- inn er til upphitunar og ylræktar þar sem hans nýtur við. Á sviði jarðhitaleitar og virkjana hafa ís- lendingar öðlast mikla reynslu og eru á því sviði alþjóðlega í fremstu röð. Þessar náttúraauðlindir, sem teljast endurnýjanlegar þótt tak- markaðar séu, verða áfram sterkur bakhjarl fyrir mannlíf á íslandi. Þær verða ffamvegis sem hingað til snar þáttur í lífskjörum lands- manna og í krafti þeirra er unnt að byggja hér upp atvinnulíf og sam- göngur á sjálfbæran hátt. Þjóðir sem að mestu eru háðar jarðefna- eldsneyti eða kjarnorku nú um stundir hafa ástæðu til að öfunda okkur af þessum náttúragæðum. Þeim mun mikilvægara er að fara vel með þau og nýta þau þannig að gagnist þjóð- inni um langa framtíð. Keppa ber að því að orkuframleiðsla og nýt- ing orkunnar skerði sem minnst önnur verð- mæti að meðtalinni náttúra landsins. Orkulindirnar tak- mörkuð gæði Islendinga vantar skýra orkustefnu, sem að sjálfsögðu þarf einnig að taka til orku- nýtingar. Alþýðubanda- lagið tók sig til á átt- unda áratugnum og setti fram íslenska orkustefnu byggða á allvíðtækri greiningu. Kvennalistinn hafði skýra fyrirvara um stóriðju. Aðrir stjómmálaflokk- ar hafa verið galopnir fyrir orku- frekum iðnaði á vegum útlendinga. Framsóknarflokkurinn hafði áður fyrr nokkra fyrirvara, en gengur nú í fararbroddi þeirra sem bjóða orkulindirnar falar fyrir erlend stóriðjufyrirtæki. I þeirri umræðu láta menn sem íslenskar orkulindir séu afar mikiar að magni til og vísa þá í mat sérfræðistofnana. Þar hef- Fátt er brýnna, segir Hjörleifur Gutt- ormsson, en að endur- meta orkustefnuna. ur talan 50 teravattstundir lengi verið notuð sem viðmiðun fyrir þann jarðvarma og vatnsafl sem hagkvæmt geti talist að virkja til raforkuframleiðslu. Ut frá þeirri viðmiðun er síðan ályktað og sagt að aðeins sé búið að beisla um 10% af forðanum“. Heildar raforku- framleiðsla hérlendis nam um 5,6 teravattstundum árið 1997, þar af fóra um 3 teravattstundir tií stór- iðju en 2,6 til almennra nota. Fráleitt er að ganga út frá ofan- greindri viðmiðun um 50 teravatt- stundir, enda er þar í engu tekið til- lit tfl áhrifa á náttúra og umhverfi, hvorki í virkjunum eða mengun frá verksmiðjum. Nær lagi væri að deila í þá tölu með tveimur eða þremur. Við mótun orkustefnu verður að taka alla þætti með og áætla forðann", þ.e. svigrúm til hagnýtingar, að teknu ríkulegu til- liti til umhverfisverndar. Jafnhliða þarf að verða til forgangsröð um hugsanlega hagnýtingu einstakra vatnsfalla og jarðhitasvæða út frá víðtæku mati og fella hana inn í skipulagsáætlanir. Undirritaður fékk samþykkta á Alþingi 1989 til- lögu um að hafin skyldi vinna að slíku mati á vegum Náttúravernd- arráðs í samvinnu við orkuyfirvöld, en vinna í þá vera dagaði uppi vegna fjárskorts! Sjálfbær orkustefna íslendingar hafa góðar forsend- ur til að móta og framfylgja sjálf- bærri orkustefnu í sæmilegri sátt við umhverfið. Til þess að svo geti orðið þarf hins vegar framsýni og vandað mat á þeim takmörkunum sem ber að virða. Leggja þarf mun meiri áherslu en nú er gert á orku- sparnað og að draga úr orkusóun, sem víða viðgengst. Gera þarf ráð fyrir hóflegum vexti til almennrar notkunar á næstu öld og að inn- Hjörleifur Guttormsson lend orkuöflun komi smám saman að fullu í staðinn fyrir innflutning á jarðefnaeldsneyti fyrir atvinnu- rekstur og samgöngur, að fiski- skipaflotanum meðtöldum. Til þess að ná slíkum markmiðum gæti raf- orkuframleiðsla þurft að verða 20- 30 teravattstundir að 50 árum liðn- um, mismunandi eftir því hversu langt yrði komist í nýtingu inn- lendrar orku í stað innfluttrar. Einnig skiptir máli hvers konar tækni yrði notuð við að taka inn- lenda orku í gagnið, t.d. hvort ráð er gert fyrir að nota vetni eða ann- að vistvænt eldsneyti í efnaraföl- um eða hefðbundnum brennsluvél- um. Hér er ekki rúm til að rekja nánar forsendur slíkrar orku- stefnu og vísa ég í því sambandi til greinargerðar með þingsályktun- artillögu um sjálfbæra orkustefnu [701. mál á 122. löggjafarþingi], sem ég flutti síðastliðið vor. Aðal- atriðið er að menn átti sig á að ef hagnýta ætti orkulindir okkar á þennan hátt, án frekari samninga um orkusölu til hefðbundinnar stóriðju, gæti samt þurft að fjófalda eða fimmfalda raforku- framleiðslu í landinu frá því sem nú er á fyrrihluta næstu aldar. Slíkt er afar vandasamt verkefni með tilliti til umhverfisáhrifa virkjana, hvort sem um er að ræða vatnsorkuver eða jarðvarmavirkj- anir. Höfundur er alþingismaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.