Morgunblaðið - 19.08.1998, Page 35

Morgunblaðið - 19.08.1998, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998 35 MINNINGAR AUÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Auður Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 10. október 1928. Hún lést í Kanada 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Halldóra Dani- valsdóttir f. 10.8. 1909 á Litla-Vatns- skarði í Austur- Húnavatnssýslu sem lifir dóttur sína, og Guðmund- ur Guðmundsson, f. 20.11.1898 í Ófeigs- firði, d. 25.2. 1982. Auður átti eina alsystur, Ernu, f. 5.6. 1930, d. 12.7. 1996, og þijú hálfsystkini, Gretti Páls- son, f. 6.8. 1935, Hallgerði Páls- dóttur, f. 10.2. 1945, d. 28.11. 1993, og Steinunni Öldu Guð- mundsdóttur, f. 6.4. 1945. Á nýársdag 1948 giftist Auð- ur eftirlifandi eiginmanni sín- um Magnúsi K. Randrup, f. Önduð er og grafín Auður Guð- mundsdóttir leikkona og fyn-um hvíslari við Þjóðleikhúsið um langt árabil. Hún lést á sjötugasta ald- ursári á ferðalagi í Kanada hinn 5. ágúst sl. og fór útför hennar fram í kyrrþey hér í Reykjavík fyrir skömmu. Auður var samtíða mér í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og samstarfskona í nemendaleikhúsi sem starfrækt var af okkur skóla- systkinum í Lindarbæ veturinn eftir að við lukum námi. Svo mörg voru þau orð - næsta fátækleg þegar lýsa á þeim hluta mannsævinnar þegar allt er að gerast sem máli skiptir fyr- ir framtíðina. Þetta var vorið 1967 en mér finnst stutt síðan við sátum prúðbúnar sex nýútskrifaðar leikkonur úr Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins yfir kaffibollum í Ingólfs- kaffi og ræddum hvað framundan væri það sumarið. „Ég vildi helst fai-a eitthvað út í sveit að vinna, ég er orðin þreytt á borgarlífí í bili,“ sagði ég og horfði út í sumarblíðuna fyrir utan gluggann. Slðan leystist sam- kvæmið upp og hver hélt til síns heima. Daginn eftir spurði Auður: „Var þér alvara að vilja fara í sveit?“ Jú, ég hélt það nú, en vildi vita af hverju hún spyrði. „Af því að ef þú vilt fara þá er ég búin að ráða þig sem ráðskonu austur í Breiðdal," svaraði hún blátt áfram. Ég vai’ að vonum hissa en hugsaði með mér að þarna gripu forlögin í taumana og fór austur viku síðar með dóttur mína barnunga og Höllu dóttur Auð- ar. Gunnar sonur hennar var þar fyrir í sveit hjá Boga Jónssyni á Gljúfraborg. Segii’ svo ekki af þessu ævintýri meira, nema hvað sú reynsla sem ég hlaut í ráðskonu- starfínu var mér að öllu leyti til góðs og sumarið þetta eitt hið blíðasta í mínum endurminningum. Þessi saga lýsh Auði nokkuð vel. Hún sá oftast hvað hentaði í hverju tilviki, var æðrulaus og lítt tilfmningasöm. Hlý í samskiptum sínum við fólk sem henni líkaði við og reyndi að gera því svo gott sem hún kunni. Hún hafði áður verið ráðskona nokkur sumur hjá Boga og vissi að hag mínum var vel borgið þar, hún taldi líka víst að ég yrði notaleg við börnin hennai’ sem þarna voru í sveit, þetta var því 24.9. 1926 í Hafnar- firði. Þau eignuðust fimm börn. Guð- mund, f. 11.6. 1946, stýrimann á Siglu- firði; Halldóru, f. 17.7. 1948, skóla- sljóra í Vestmanna- eyjum; Gunnar Kára f. 19.7. 1954, fjölmiðlafræðing í Gautaborg; Magnús Jakob, f. 19.9. 1955, auglýsingateiknara og málara í Reykja- vík; og Höllu, f. 10.2. 1959, kennara í Reykjavík. Barnabörn Auðar og Magnúsar voru orðin 14 en tvö eru látin. Barnabarnabörnin eru tvö. Auður útskrifaðist úr Leik- listarskóla Þjóðleikhússins 1967 og starfaði sem leikþulur hjá Þjóðleikhúsinu til ársins 1995. Utför Auðar fór fram í kyrr- þey 14. ágúst síðastliðinn. ráðslag sem öllum hentaði. Það mat hennar reyndist rétt, dómgreind hennar var góð. Það er ekki ofsögum sagt að það hafi komið sér vel fyrir okkur skóla- systkinin sem flest vorum kornung, að hafa Auði með okkur í leiklistar- náminu. Hún var komin undir fer- tugt þegar hún hóf þetta nám og átti mann og fimm börn en áhugi hennar á leiklistinni var brennandi. Hún vildi læra það sem hægt væri í þess- um efnum, hafði enda starfað sem áhugaleikari í mörg ár þegar þarna var komið sögu. Reynsla hennar jafnt í leiklistarefnum sem í lífsins skóla kom okkur hinum níu leiklist- arnemunum mjög vel. Hún tók að sér af móðurlegri umhyggju hlut- verk eldri systur, hlustaði þolinmóð á okkur segja frá áhyggjum og ást- arsorgum, gaf hollráð en án þess að það bitnaði nokkurn hlut á þeim fé- lagsanda sem hún átti ekki hvað síst- an þátt í að skapa með okkur öllum. Þátttaka í leiklistarnámi krefst ná- vígis af ýmsu tagi og það kemur við fólk tilfínningalega. Það er mikill skóli fyrir ungt fólk að reyna að setja sig inn í ólík hlutverk, reyna að átta sig á hvað stendur milli línanna í handritinu og loks að leitast við að túlka það sem síast hefur inn. Auður var jafnan tilbúin til að segja sitt álit ef eftir var leitað en gerði það alltaf þannig að ekki sveið undan. Gagn- rýni er þó viðkvæmt mál og ekki öll- um hent að koma henni til skila á svo jákvæðan hátt. Eftir að námi og samstarfi okkar tíu skólasystkina Iauk strjáluðust sameiginlegir fundir okkar. Tvær skólasystur okkur keyptu að vísu um þetta leyti hattabúð og þar komum við öll í heimsókn öðru hvoru. En þegai’ því ævintýri lauk hittumst við fyrri árin mest í kringum starf við leikhús - sjaldan í samkvæmum alls hópsins, sem þó hafði áður verið afai' vinsælt. Síðai-i árin áttum við skóla- systurnar sex reglulega fundi sem huggun er að að hugsa til nú. I starfi fórum við skólasystkinin smám sam- an sitt í hverja áttina, sum okkar áttu mikið samstarf en önnur ekki - eitt áttum við þó sameiginlegt, okkur þótti öllum vænt um Auði Guð- mundsdóttur, mér fannst hún alltaf vera visst sameiningartákn fyrir hópinn. Nú er hún horfin okkur og það er áfall. í vor sem leið hringdi ég í hana og bað hana að leyfa mér að eiga við sig viðtal um hvíslarastarfið sem hún gegndi í Þjóðleikhúsinu í áratugi. Ég ætlaði líka að fá hana til að segja frá starfi sínu sem leikari fyrr og síðar. Auður var að eðlisfari fremur hlé- dræg manneskja og flíkaði sínum málefnum eða skoðunum ekki, þótt hún léti óhikað álit í ljós ef eftir því var leitað, eins og fyrr kom fram. Hún tók lítt undir málaleitan mína, kvaðst þurfa að fara í augnaðgerð sem legðist illa í sig, „en við skulum tala saman undir haustið, Guðrún mín, þá verður þetta yfirstaðið,“ sagði hún og kvöddumst við svo með virktum. Eftir sumarfrí vai’ ég farin að hugsa til þessa samtals okkar Auðar. Það var eins og að fá högg í andlitið þegar Jónína Herborg Jónsdóttir skólasystir okkar hringdi til mín til að segja mér lát Auðar og það með að hún hefði þegar verið jörðuð í kyrrþey. Ég hugsaði til síðustu funda okkar Auðar, annars vegar í Kringlunni fyrir síðustu jól - þar urðu fagnaðarfundir þegar ég hitti hana og Höllu dóttur hennar mitt í jólainnkaupunum. Þá var óvenjulega langt liðið frá síðasta fundi okkar skólasystra. Við ákváðum að hittast sem allra fyrst. Þá ákvörðun höfðum við enn á orði þegar við mættumst nokki-u síðar í Sundlaug Kópavogs. Auður var dugleg sundkona löngu áður en það komst í tísku að synda daglega sér til heilsubótar. Nú er Auður dáin - við munum ekki sjást framar i þessu jarðlífi og það harma ég. Eiginmaður hennar, Magnús Randrup, börn þeirra fimm og barnabörn hafa mikið misst og ég votta þeim innilega samúð mína. Jafnframt þakka ég fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með Áuði Guðmundsdóttur fyrr og síðar. Guðrún Guðlaugsdóttir. Þegar ég minnist hennar Auðar kemur fyrst í hugann þakklæti og aðdáun. Þótt við höfum þekkst frá því að við vorum ungar stúlkur varð kunningsskapur okkar ekki náinn fyi’r en hún gekk til liðs við leikfélag- ið okkar, Snúð og Snældu, haustið 1996. Þjóðleikhúsið var hennar aðal- starfsvettvangur og þaðan fékk ég oft kveðjur frá henni. Þegar ég frétti að hún hefði lokið störfum þar bað ég hana að koma til okkar og það var auðsótt mál. Síðan höfum við sett upp tvö leikrit og lék hún stór hlut- verk í þeim báðum. Auður var ekki aðeins lærð leikkona, heldur var hún góður leikari og gædd miklum metn- aði. Fyrir rúmum tveimur vikum lögð- um við af stað til Kanada. Hópurinn var stór, alls níutíu manns. Við vor- um fimm úr leikfélaginu og fluttum hluta úr leikritum, bæði í Gimli og Árborg, og tókst það vel. En Auður gekk ekki heil til skógai’, þótt hún kvartaði aldrei. Það var haldið vest- ur á bóginn til Red Deer. Hinn 5. ágúst fórum við á Islendingaslóðir þar í nágrenninu. Um kvöldið höfð- um við öll snætt saman. Þá kom kall- ið. Auður var öll. Það vai’ hnípinn hópur sem hittist daginn eftir. Við höfðum minningar- stund um þessa elskulegu konu. Ég þakka henni ómetanlegar samveru- stundir og votta Magnúsi og börnum þeirra samúð mína. Sigrún Pétursdóttir. ÚTFASARÞJÓNUSIM m Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurdur Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri Eiginkona mín, elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Gullsmára 5, Kópavogi, lést í Kanada miðvikudaginn 5. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Magnús K Randrup og aðrir aðstandendur. + Elskulegur sonur okkar, bróðir, sonar- og dóttursonur, mágur og frændi, GUÐMUNDUR TÓMAS GUÐMUNDSSON, sem lést mánudaginn 10. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, miðvikudaginn 19. ágúst, kl. 13.30 Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Birna Vilhjálmsdóttir, Guðleif Þórunn Stefánsdóttir, Kristján Ingi Kristjánsson, Ólafur Guðmundsson, Lára Magnea Jónsdóttir, Þórarinn Gísli Guðmundsson, Svanhvít Gunnarsdóttir, Guðleif Árnadóttir, Þóra Guðmundsdóttir barnabörn og aðrir vandamenn. + Elskuleg eiginkona min, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT LEÓSDÓTTIR, verður jarðsungin frá ísafjarðarkirkju laugar- daginn 22. ágúst kl. 11.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsam- legast bent á Minningarsjóð Margrétar Leós- dóttur hjá Fjórðungssjúkrahúsi ísafjarðar. Minningarspjöldin fást í blómaverslunum á ísafirði og í Fjórðungssjúkra- húsi ísafjarðar. Jóhann Júlíusson, Kristján Jóhannsson, Inga Ólafsdóttir, Leó Jóhannsson, Erika Jóhannsson, Jónfna Högnadóttir, Birkir Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir og dóttir, OLGA HARÐARDÓTTIR, Kleppsvegi 134, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 21. ágúst kl. 15.00. Alexander Serna Marchán, Róbert Alexander Alexandersson, Sigrún L. Sigurðardóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför okkar ástkæra sonar, fóstursonar, bróður og barnabarns. JÓHANNS ÞÓRS JÓHANNSSONAR, Háengi 8, Selfossi. Jóhann Þorvaldsson, Dagbjört K. Ágústsdóttir, Hulda Snorradóttir Jóhann Finnsson, Snorri Þór Jóhannsson, Þorsteinn Jóhannsson, Ágúst Jóhannsson og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU NIKULÁSDÓTTUR, Brávallagötu 46, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og læknum Heimahlynningar Krabbameins- félagsins fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Guðmundur Einarsson, Einar Guðmundsson, Stefanía Sörheller, Esther H. Guðmundsdóttir, John Wanros, María Guðmundsdóttir, Páll Ragnarsson, Sigurður Guðmundsson, Kristín Ósk Óskars, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.