Morgunblaðið - 19.08.1998, Side 42
42 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Sólberja- og blá-
berjakrap (Sorbet)
✓
I síðustu viku fóru Kristín Gestsdóttir
og bóndi hennar út á Snæfellsnes að
heilsa upp á vinkonu þeirra sem var
farþegi á þýsku skemmtiferðaskipi.
VIÐ höfðum pantað
svefnpokapláss á Hótel
Framnesi, sem er ný-
stofhað hótel í hjarta
bæjarins með útsýni yfír höfnina.
Á móti okkur tók elskuleg kona
sem vísaði okkur á stúdíóíbúð
með dásamlegum rúmum, snyrt-
ingu og vel útbútnum eldhúskrók
með eldavél, ísskáp og öllum
áhöldum meira að segja brauðrist
og kaffivél. Þetta greiddum við
fyrir eins og annað svefnpoka-
pláss. Skipið hafði hreppt vont
veður í hafi og var 9 V2 klst. á eftir
áætlum. Það lagðist upp að á
Grundarafirði kl. 17.30 í þvílíkri
rigningu að við höfum sjaldan
upplifað annað eins. Þegar við
ókum niður á hafnargarðinn full
tilhlökkunar að hitta góða vin-
konu, sprakk á bílnum og mátti
bóndi minn snarast í regngalla og
vaðstígvél og skipta um dekk
meðan ég fagnaði gestinum. Á
M/S Bremen voru yfir fjögur
hundruð manns - farþegar ásamt
áhöfh og þjónustuliði að koma úr
siglingu frá vesturströnd Græn-
lands og Baffinslands. Rútur
komu sér fyrir við skipshlið og
farþegar klæddir rauðum úlpum
og vaðstígvélum streymdu í þær
til að fara í útsýnisferð fyrir jökul
- til hvers - það sá ekki út úr aug-
um fýrir þoku og rigningu. Við
heyrðum einn farþegann segja
um leið og hann renndi upp
rennilásnum á úlpunni: „Þetta er
nú einu sinni Island.“ Hin aust-
uriska vinkona okkar mótmælti
kröftuglega, hún hefði oft komið
til íslands og þar væri Paradís á
jörðu. Við hefðum vel getað hald-
ið gesti okkar veislu í matsalnum
á hótel Framnesi, en þar var boð-
inn gimilegur matseðill, en vin-
konan bauð okkur í staðinn til
málsverðar um borð í skipið, sem
kalla má fljótanadi lúxushótel,
þar nutum við margréttaðrar
máltíðar með bukkandi þjór.a á
hverjum fingri. Einn réttanna
sem við borðuðum var sól-
beijakrap (sorbet) í kampavíni
sem ég stældi þegar heim kom,
en ég bjó líka til blábeijakrap.
Þegar við ókum heimleiðis frá
Grundarftrði daginn eftir var
stytt upp og litimir vom hreinir
og ógleymanlegir eftir rigning-
una, enda geysifagurt á þessum
slóðum, en þá vom farþegar M/S
Bremen fjarri góðu gamni. Við
stoppuðum bílinn við lyngi vaxinn
hvamm í Kerlingarskarði og tínd-
um nokkur vel þroskuð aðalblá-
ber til að setja í krapið.
Sólbeijakrap
1 kg vel þroskuð sólber
_______ö di vatn_____
2 V2 dl flórsykur
safí úr Vá sítrónu
4 eggjahvítur
kampavín eða eplasafi
með gosi (cider)
1. Hreinsið sólberin af grein-
um, þvoið og setjið í pott ásamt 2
dl af vatninu og sjóðið við hægan
hita þar til berin eru orðin mjúk.
Setjið þá á sigti og merjið í gegn
með sleif.
2. Setjið sykur og það sem eft-
ir er af vatninu í pott og hitið
varlega þar til sykurinn er upp-
leystur. Aukið þá hitann og sjóð-
ið þar til þetta er um 1 V2 dl.
Kælið.
3. Blandið kaldri sykurkvoð-
unni út í kaldan berjasafann.
Setjið í skál í frysti í u.þ.b. 2 klst.
Hrærið tvisvar í meðan þetta er
að frjósa en það á ekki að harð-
frjósa.
4. Þeytið eggjahvíturnar,
blandið saman við ísinn með
gaffli, setjið aftur í frysti og
harðfrystið.
5. Takið ísinn úr skálinni með
kringlóttri ísskeið, nota má
stærstu skeið af mæliskeiðum,
setjið ískúluna í glas á fæti og
hellið kampavíni eða eplasafa yf-
ir. Setjið skeið í glasið.
Blábeijakrap
_________1 lítri bláber_______
___________5 dl vatn__________
_________2 dl flórsykur_______
_________4 eggjahvítur________
Grand Marnier eða annar
líkjör (má sleppa)
1. Þvoið og hreinsið bláberin,
setjið síðan í matvinnslukvöm
eða blandara og merjið alveg í
sundur.
2. Búið til sykurlög eins og
segir í sólberjauppskrifinni hér á
undan.
3. Blandið saman bláberjum
og sykurkvoðunni og frystið eins
og segir í sömu uppskrift. Setjið
þeyttar eggjahvítur út í og farið
að eins og segir þar.
4. Takið úr frysti um 15 mín-
útur fyrir notkun, hrærið laus-
lega í sundur með gaffli, setjið í
glas og berið strax á borð. Setja
má ögn af líkjör yfir ef ykkur
sýnist svo.
í DAG
VELMKMDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Mótmæli gler-
augum á Esjuna!
ÉG mótmæli harðlega að
það verði sett gleraugu á
Esjuna. Er ekki hægt að
setja þau á einhvern annan
stað, þau eyðileggja hana
alveg hvað sem þau verða
þarna lengi. Esjan er fal-
leg eins og hún er og það
er ekkert að augunum í
henni, hún þarf ekki að
nota gleraugu. Ég krefst
þess að þessi fáránlegu
gleraugu verði sett á ann-
an stað.
Ásta Sigurðardóttir,
8 ára.
Innsigli skal
hann heita
EYGLÓ og Margrét höfðu
samband við Velvakanda
vegna fyrirspurnar í Vel-
vakanda um hvað hringur-
inn á kók-flöskunum væri
kallaður. Þær segjast kalla
þennan hring innsigli.
Góð þjónusta
KATRÍN hafði samband
við Velvakanda og vildi
hún lýsa ánægju sinni með
góða þjónustu sem hún
fékk hjá versluninni Radix
ehf. á Grensásvegi. Segist
hún keypt hvíldardýnu hjá
þeim sem hún er mjög
ánægð með og vill hún
senda þeim þakidr.
Tapað/fundið
Filma týndist í
Paradís
FILMA í svörtu plasthylki
tapaðist við Glanna eða
Paradísarlaut í Borgarfirði
föstudaginn 7. ágúst sl.
Finnandi er vinsamlegast
beðinn um að láta vita í
síma 557 7502 (á kvöldin)
eða 453 8153.
Sjóngleraugu týndust
SJÓNGLERAUGU með
svartri umgjörð týndust
líklega á Skuggabar eða á
Sólon sl. laugardagskvöld.
Upplýsingar í síma 898-
3477 eða 552 3477. Fund-
arlaun.
Minolta-myndavél
týndist
MIN OLTA-myndavél
týndist í Stykkishólmi eða
í nágrenni 25.-26. júlí. Þeh'
sem hafa orðið varir við
myndavélina hafi samband
í síma 555 3486.
Taska týndist við
Vífilsstaði
TASKA týndist í nágrenni
Vífilsstaða sl. sunnudag.
Taskan er brún leðurtaska
og í henni var seðlaveski,
vasabók, snyrtivörur og
fleira. Þeir sem hafa orðið
varh' við töskuna hafi sam-
band í síma 5812911,
557 3286 og 5812955.
Fundarlaun.
Bakpoki tekinn í mis-
gripum á Heijólfi
BAKPOKI, grænn, var
tekinn í misgripum á
Herjólfi um verslunar-
mannahelgina. I pokanum
var myndavél, fatnaður
o.fl. Þeir sem kannist við
bakpokann hafi samband í
síma 567 5025.
Kvenreiðhjól týndist
frá Blönduhlíð
ROADMASTER, fjólu-
blátt og bleikt, 26 tommu
kvenreiðhjól hvarf frá bak-
garði við Blönduhlíð 7 um
sl. helgi. Þeir sem hafa
orðið varir við hjólið hafi
samband í síma 561 5488.
Sandalar teknir í
misgripum
SANDALAR voru teknir í
misgripum í sundlauginni í
Húsafelli. Ef einhver
kannast við þetta ei' hann
beðinn um að hafa sam-
bandí síma 560 9496 eða
553 7647.
Dýrahald
Högni óskar
eftir heimili
4 MÁNAÐA blíður og
manneskur högni fæst gef-
ins vegna sérstakra
ástæðna. Upplýsingar í
síma 557 6315.
Kettlingar óska
eftir heimili
KETTLINGAR óska eftir
heimili. Kassavanir og vel
upp aldh'. Upplýsingar i
síma 567 5327.
Túlli er týndur
TÚLLI er svartur högni
sem týndist frá Drápuhlíð
47 sl. fóstudag. Hann er
með hvítan blett á bringu
og eyrnamerktur. Þeh'
sem hafa orðið varir við
hann hafi samband í síma
561 0005.
SKAK
llni.vjón Margcir
Pétnrsvon
STAÐAN kom upp á
opna „LASK“ mótinu í
Svíþjóð sl. vetur. Gunnar
Finnlaugsson (2.200)
hafði hvítt og átti leik
gegn Per Sörenfors.
16. Bxh7+!! -
Kxh7 17. Bxg7?
(Gunnar hyggst
vinna með glæsi-
legu fléttustefi
sem fyrst sást í
skák hjá Emanúel
Lasker, síðar
heimsmeistara.
Það er oft kallað
tvöföld biskups-
fórn Laskers. En
Gunnar velur
ekki rétta leikja-
röð sem var: 17.
Dh5+! - Kg8 18.
Bxg7! - Kxg7 19. Dg4+ -
Khö 20. Hb3! og svartur
er vamarlaus) 17. - Hg8!
18. Bal - f6 19. Hb3 -
Hg6? (Það bjargar hvitu
sókninni að svartur finnur
ekki bestu vörnina, sem
var 19. - Da5 að mati
Gunnars.) 20. Dh5+ -
Kg7 21. Hh3 - Kf7 22.
Hg3 - Re5 23. Bxe5 -
Dxc2 24. Re4 og svartur
gafst upp.
HVÍTUR leikur og vinnur.
HÖGNI
HREKKVÍSI
„ Rafmagnsteppið /xms nxr ekjo' lengf&!‘
Víkverji skrifar...
YÍKVERJI er ekki áhugasamur
sjónvarpsglápari en tvær síð-
ustu helgar hefur svo brugðið við að
hann hefur verið nánast límdur við
skjáinn. Ástæðan er sú að sjón-
varpsstöðin Sýn hefur verið með
beinar útsendingar frá golfi. Um
fyrri helgi var það Landsmótið sem
fram fór í Keflavík og síðustu helgi
var það PGA atvinnumannamótið í
Bandaríkjunum.
Er skemmst frá því að segja að
þeim tíma var vel varið sem eytt var
fyrir framan skjáinn. Bæði mótin
voru ákaflega spennandi fram á síð-
ustu holu og mörg falleg tilþrif
sáust, sem glöddu golfáhugamenn.
Það gefur auga leið að mun fag-
mannlegar var staðið að sýningu
bandaríska mótsins enda þaulvanir
menn með margfaldan tækjakost á
við íslenzka kollega sína. En út-
sendingin frá Keflavík var merki-
lega góð og snurðulaus þegar haft
er í huga að um var að ræða íyrstu
beinu útsendingu sinnar tegundar
hérlendis.
Páll Ketilsson og Úlfar Jónsson
önnuðust lýsingar frá báðum mót-
unum og fórst það mjög vel úr
hendi. Víkverji telur sig mæla fyrir
munn golfáhugamanna á íslandi
þegar hann þakkar Sýn framtakið
og vonast eftir framhaldi á beinum
útsendingum.
XXX
FYRST Víkverji er byrjaður að
ræða um íþróttir og sjónvarp
verður hann að viðurkenna að bein-
ar útsendingar frá Formulu 1
kappakstrinum á RÚV hafa reynst
meira spennandi sjónvarpsefni en
hann bjóst við. Víkverji átti ekki
von á að endast til að horfa á bíla
aka hring eftir hring í tvo klukku-
tíma en annað kom á daginn. Þessi
íþrótt hefur margar hliðar þegar
betur er að gáð og sérfræðingur
RÚV, Gunnlaugur Rögnvaldsson,
hefur gert sitt til að gera kappakst-
urinn að mjög áhugaverðu sjón-
varpsefni. Gunnlaugur var svolítið
seinn af stað, eins og það er kallað á
kappakstursmáli, en hefur náð góð-
um tökum á verkefninu eftir því
sem á sumarið hefur liðið.
XXX
HÉR í blaðinu hafa að undan-
fómu verið talsverð blaðaskrif
um veitingastaðinn Bing Dao á
Akureyri. Hafa menn bæði skrifað
með og á móti staðnum. Svo vill til
að Víkverji hefur sr.ætt á Bing Dao
í nokkur skipti á undanförnum
misserum og er tilbúinn að gefa
honum hin beztu meðmæli. Til að
mynda hefur Víkverji fengið á Bing
Dao þá beztu pekingönd sem hann
hefur bragðað á ævinni. Þjónustan
var þar að auki mjög góð í alla staði.
Víkverji mun hiklaust heimsækja
staðinn næst þegar hann leggur leið
sína til Akureyrar.