Morgunblaðið - 06.09.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
201. TBL. 86. ÁRG.
SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
:
Reuter
íranir hafa í hótunum við Talebana í Afganistan
Auka herumsvif
við landamærin
Tcheran, Islamabad. Reuters.
Schröder segir
Kohl í sömu
stöðu og Jeltsín
Bonn. Reuters.
GERHARD Schröder, kanslaraefni Jafn-
aðarmanna í Þýskalandi fyrir komandi
þingkosningar, sagði í gær að pólitísk
staða Helmuts Kohls kanslara væri jafn
erfið og staða Boris Jeltsúis Rússlands-
forseta, en kröfur um afsögn Jeltsíns hafa
gerst háværar á síðustu vikum, og sagði
Schröder að Kohl myndi tapa kosningun-
um vegna þess að jafnvel stuðningsmenn
hans liefðu misst trúna á kanslarann.
í viðtali sem sunnudagsblaðið Bild am
Sonntag birtir í dag segir Schröder að
kanslaratíð Kohls sé orðin alltof löng og
að Kohl sé ekki lengur það tákn stöðug-
leika sem hann var vegna þeirrar van-
trúar sem nú gæti á kanslarann heima-
fyrir. „Kohl er í nákvæmlega sömu erf-
iðu stöðunni og Jeitsín," sagði hann um
leið og hann blés á fullyrðingar þess efn-
is að þýskir kjósendur myndu veita Kohl
stuðning sinn vegna reynslu hans af því
að takast á við erfiðleika. „Ég hef alltaf
þakkað Helmut fyrir hans framlag en
Helmut, þinn tími er liðinn.“
Hjólið of dýrt fyrir
svartan mann?
GÍNEUBÚI, sem búsettur er í Osló, seg-
ist hættur að nota reiðhjólið sitt eftir að
norska lögreglan stöðvaði hann í sautj-
ánda skipti á þremur vikum vegna gruns
um þjófnað. „Þetta eru kynþáttafordóm-
ar. Svartur maður hefur greinilega ekki
rétt á að eiga dýrt reiðhjól í Osló,“ sagði
Mouctar Doumbouya, sem er 26 ára, á
föstudag. „Ég á fullt af norskum vinum
og enginn þeirra er nokkurn tímann
stöðvaður." Segist Doumbouya hafa
keypt sér nýtískulegt reiðhjól í júlí sem
kostaði hann næstum tuttugu þúsund
norskar krónur, tæplega tvö hundruð
þúsund íslenskar krónur, en síðan þá
hafí lögreglan ítrekað stöðvað hann.
Lögreglan neitaði á föstudag að tjá sig
um málið en Doumbouya hefur ákveðið
að komast hér eftir leiðar sinnar með
sporvagninum.
Eggin á þrotum
í Taívan
ALGER skortur er nú á eggjum í Taívan
vegna þess að þarlendir hafa fyllst dá-
læti á eggjabökum og borða þær nú í
tíma og ótíma. Stjórnarerindrekar
hvöttu almenning á föstudag til að sýna
skynsemi því eggjaframleiðendur hafa
ekki við og hefur verð á eggjum rokið
upp. Eggjabökurnar, sem ættaðar eru
frá Portúgal, eru lófastórar kökur með
sætri og ijómakenndri eggjafyllingu.
Hafa sérverslanir sem selja bökurnar
sprottið upp sem gorkúlur í höfuðborg-
inni Taipei að undanförnu.
IRANIR sögðust í gær áskilja sér rétt til að
grípa til allra tiltækra ráða gegn Talebönum,
sem fara með stjórn í Afganistan, en Iranir
saka þá um að halda írönskum diplómötum í
gíslingu. Sagði ríkisútvarpið í íran að stjórn-
völd í Teheran hefðu gert öryggisráði Sa-
meinuðu þjóðanna grein fyrir stöðu mála og
að nú hefðu íranir, í samræmi við sáttmála
SÞ, rétt til að grípa til allra tiltækra ráða í því
skyni að verja sig og þegna sína.
Greint var frá því í gær að Talebanar hefðu
gripið til þess að vopna almenna borgara
landamærahéraðsins Nimroz vegna mögu-
legrar árásar en íranir hafa mjög aukið hern-
aðarviðbúnað nærri landamærunum að
Afganistan.
Afghan Islamic Press greindi frá þvi að
stjórnvöld í Teheran hefðu sent um 70.000 her-
menn, flugvélar og skriðdreka til landamær-
anna. Hefur The Washington Post eftir banda-
rískum leyniþjónustumönnum að íranir búist
nú til að ráðast inn í Afganistan um leið og
samskipti ríkjanna komist á suðupunkt. I stað
beinna aðgerða gegn Talebönum er hins vegar
talið liklegra að íranir veiti einfaldlega Shíta-
múslimum, sem eru í útlegð í íran, ómælt lið í
þeirri viðleitni að veikja tök Talebana, sem eru
Súnní-múslimar, á völdum í Afganistan.
Harmur
á slysstað
NÆR þijú hundruð manns, ættingjar
þeirra 229 sem fórust með MD-ll-far-
þegaþotunni við strönd Nova Scotia í
Kanada aðfaranótt fimmtudags, komu til
Peggy’s Cove í gærmorgun. Reyndist
mörgum það erfið stund að líta út yfir úf-
inn sjóinn þar sem flugvélin kom niður og
reyndu björgunarmenn og annað hjálpar-
fólk að veita aðstandendum stuðning.
Þykk þoka var í gær við Peggy’s Cove og
jók það frekar á dapurlegt andrúmsloftið.
Leitarmenn hafa nú gefið upp von um að
finna nokkurn enn á lífi.
--------------
Clinton heldur heim á leið
Fórnarlömbum
Omagh-tilræð-
isins fjölgar
BILL Clinton Banda-
ríkjaforseti lauk í
gær heimsókn sinni
til Irlands og hélt
heim á leið þar sem
búast má við að mikl-
ir erfiðleikar bíði for-
setans. Sagði frétta-
maður Sky í gær að
ef marka mætti
orðróm um innihald
væntanlegrar skýrslu
Kenneths Starrs, sér-
legs saksóknara, sem gefur til kynna að í
skýrslunni verði að finna ofgnótt nýrra upplýs-
inga um vafasamt framferði forsetans, muni
Clinton vart eiga sér viðreisnar von.
Þrátt fyrir yfirvofandi orrahríð lék Clinton á
als oddi þegar hann ávarpaði íbúa Limerick í
gær og þykir ferð hans til Irlands hafa tekist
afar vel. Fjölmiðlar vestra hafa hins vegar lítið
gefið henni gaum.
Tala látinna vegna sprengjutilræðisins í
Omagh á N-írlandi 15. ágúst síðastliðinn
hækkaði um einn í gær þegar tilkynnt var að
rúmlega sextugur karlmaður hefði látist af
sárum sínum. Tala látinna er því komin í tutt-
ugu og níu og enn eru nokkrir þungt haldnir
vegna áverka sinna. Er tilræðið í Omagh það
mannskæðasta í þrjátíu ára sögu óeirða og
ódæðisverka á N-Irlandi.
-----♦-♦“♦----
Kirkjuþak gaf sig
Sao Paulo. Reuters.
TUTTUGU og tveir fórust og að minnsta
kosti 477 særðust þegar þak á kirkju nærri
Sao Paulo í Brasilíu gaf sig í gær og féll á um
1500 kirkjugesti. Atburðurinn átti sér stað í
Osasco, sem er eitt úthverfa Sao Paulo, og að
sögn lækna gæti tala látinna átt eftir að
hækka því 13 hinna særðu eru taldir í lífs-
hættu.
Landsbankinn
og lögmál
markaðarins io
Heimur líftækninnar
aldrei jafn spennandi