Morgunblaðið - 06.09.1998, Side 4
4 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 30/8 - 5/9
►RISASTÓR kanadískur
loftbelgur raskaði flugum-
ferð á Atlantshafi í vikunni,
meðal
annars í
fslenska
flugstjórn-
arsvæð-
inu.
Belgnum
var skotið
á loft í
Kanada til
vísinda-
rannsókna en sveif hærra
en ætlað var. Hann féll loks
til jarðar í Finnlandi.
►UM 33 þúsund laxar
höfðu veiðst á stöng í ís-
lenskum ám í lok ágúst og
er útlit fyrir að 25-30%
meiri veiði verði á þessari
vertíð heldur en á síðasta
sumri. Mesta veiðin hefur
verið í Eystri Rangá, þar
sem landað hefur verið
2.300 löxum.
►UMHVERFISRÁÐHERRA
felldi úr gildi úrskurð
skipulagsstjóra um leyfi til
140 MW virkjunar við
Vatnsfell. Ráðherrann vildi
nýtt umhverfismat vegna
virkjunarinnar þar sem tek-
ið væri fram að ekki væri
gert ráð fyrir Norðlinga-
ölduveitu.
►ÓLAFUR Bragi Braga-
son, sem grunaður er um
aðild að stórfelldu fíkni-
efnasmygli til Túnis, var
sleppt úr fangelsi í Þýska-
landi á mánudag. Yfirvöld-
um í Túnis hafði ekki tekist
að útvega nauðsynleg gögn
til framsals hans.
Æfingalending á Vest-
mannaeyjaflugvelli
FLUTNINGAVÉL af gerðinni C-17
frá bandaríska flughemum, sem flytja
á hvalinn Keikó frá Bandaríkjunum til
íslands, æfði lendingu á Vestmanna-
eyjaflugvelli á miðvikudaginn.
Sprunga kom í flugvöllinn en að öðru
leyti gekk bæði flugtak og lending vel.
Hæsta seiðavísitala
þorsks
SEIÐAVÍSITALA þorsks samkvæmt
mælingum í árlegum seiðarannsókna-
leiðangri Hafrannsóknastofnunar reynd-
ist sú hæsta síðan mælingar hófúst árið
1970. Seiðavísitala ýsu var sú þriðja
hæsta síðan mælingai- hófust en vísitala
loðnuseiða var nokkuð undir meðallagi,
en seiðin voru vel á sig komin.
2,76% lækkun
úrvalsvísitölu
ÚRVALSVÍSITALA Aðallista á Verð-
bréfaþingi íslands lækkaði um 2,76% á
þriðjudaginn og er það mesta lækkun
milli daga frá árinu 1993. Stefán Hall-
dórsson, framkvæmdastjóri Verðbréfa-
þings íslands, sagði að þetta væri í
fyrsta sinn sem menn greindu erlend
áhrif á verðmyndun hlutabréfa á VÞÍ.
Hlutafjárútboð Lands-
banka til almennings
VIÐSKIPTARÁÐHERRA og banka-
stjóri Landsbankans tilkynntu á
fímmtudaginn að nýtt hlutafé í bankan-
um að nafnvirði 1.000 milljónir kr. yrði
boðið út. Hlutaféð verður selt til starfs-
fólks bankans, fjárfesta og almennings
með áskriftar- og tilboðsfyrirkomulagi
og er áætlað söluandvirði bréfanna um
1.700 milljónir króna.
Clinton í Moskvu
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna,
heimsótti Moskvu í vikunni. Hann ít-
rekaði á fundum með Borís Jeltsín, for-
seta Rússlands, og
leiðtogum stjómar-
andstöðunnar að
Rússar þyrftu að
halda áfram umbóta-
veginn, ekki aðeins
til að tryggja sér
áframhaldandi
stuðning vesturveld-
anna, heldur einnig
einfaldlega af því að
það væri rétta leiðin fram á við fyrir
Rússland. Fundur forsetanna þótti litl-
um árangri skila enda eiga báðir undir
högg að sækja, Clinton vegna Lewin-
sky-málsins umtalaða og í Rússlandi
hafa kröfur um afsögn Jeltsíns gerst
afar háværar. Dúman, neðri deild rúss-
neska þingsins, hafnaði tilnefningu
Viktors Tsjemomyrdín í embætti for-
sætisráðherra á mánudag í fyrstu at-
kvæðagreiðslu sinni en annarri at-
kvæðagreiðslu var frestað á fostudag
fram yfir helgi og þótti það vísbending
um að stjómarandstaðan væri öllu til-
leiðanlegri til að semja við Jeltsín.
229 fórust í flugslysi
ENGINN komst lífs af þegai- far-
þegaþota í eigu svissneska flugfélags-
ins Swissair hrapaði í sjó skammt
undan Nova Scotia í Kanada aðfara-
nótt fimmtudags. 229 fórust með flug-
vélinni og er þetta sautjánda mann-
skæðasta flugslys sögunnar en flestir
farþegar vélarinnar vom Bandaríkja-
menn. Orsaka slyssins var leitað fyrir
helgi en ekkert var talið benda til að
um hermdarverk hefði verið að ræða.
Eldur mun hafa komið upp í farþega-
rýminu og beindi flugstjóri vélarinnar
henni þá í átt að flugvellinum í Halifax
en auðnaðist ekki að ná alla leið held-
ur skall í sjóinn undan Nova Scotia.
Flugvélin hafði lagt upp frá New York
og var ferðinni heitið til Genfar í
Sviss.
►LEIÐTOGAR _ Sinn Féin,
stjórnmálaarms írska Iýðveld-
ishersins (IRA), lýstu því yfir í
vikunni að ofbeldi yrði að
„heyra til liðinni tíð, vera lok-
ið fyrir fullt og allt“. Til-
nefndu þeir einnig Martin
McGuinness til viðræðna við
nefnd um afvopnun öfgahópa.
Var tiðindum þessum fagnað
mjög, m.a. af Bill Clinton,
Bandarikjaforseta; sem heim-
sótti N-írland og Irland að af-
loknum leiðtogafundinum í
Moskvu.
►TILKYNNT var á mánudag
að Kjell Magne Bondevik, for-
sætisráðherra Noregs, hygð-
ist taka sér
viku veik-
indaleyfi
vegna
þunglyndis
sem stafaði
af of miklu
vinnuálagi.
Hefur mál-
ið vakið
nokkra at-
hygli í Nor-
egi og víðar en margir efast
reyndar um að Bondevik snúi
strax aftur í embættið.
►WILLY Claes, fyrrvcrandi
framkvæmdastjóri Atlants-
hafsbandalagsins (NATO), var
einn tólf sakborninga sem
komu fyrir hæstarétt Belgíu á
miðvikudag vegna ákæru um
spillingu í tengslum við samn-
inga um kaup belgíska ríkis-
ins á hergögnum seint á ní-
unda áratugnum. Hefur málið
verið kallað „réttarhald aldar-
innar“.
►UM eitt hundrað manns var
á miðvikudag handtekið í tólf
löndum, m.a. Noregi, Svíþjóð
og Finnlandi, í stærstu sam-
ræmdu alþjöðlcgu lögregluað-
gerð sem gerð hefur verið
gegn starfsemi barnaníðinga
sem dreifa barnaklámi á net-
inu.
FRETTIR
Skortur á starfsmönnum hjá leikskólum borgarinnar
Dæmi um að deildum
hafi verið lokað
ERFIÐLEGA hefur gengið að
manna stöður leikskólakennara á
leikskólum Reykjavíkurborgar að
undanfórnu og að sögn Bergs Felix-
sonar, framkvæmdastjóra Dagvistar
barna, hafa viðbrögð við atvinnuaug-
lýsingum Dagvistar barna verið lítfi.
Skortur á leikskólakennurum eða
ófaglærðu starfsfólki í þeirra störf
hefur valdið erfiðleikum hjá
nokkrum leikskólum borgarinnar og
eru dæmi um að loka hafi þurft ein-
stökum deildum hluta úr degi og for-
eldrar hafi verið beðnir um að sækja
börn sín fyrr.
Sem dæmi má nefna að á Ægis-
borg hefur orðið að grípa til þess
ráðs að loka deildum eftir hádegi.
Sigrún Kr. Guðmundsdóttir leik-
skólastjóri segir að deildum leikskól-
ans, sem eru fjórar, sé lokað til
skiptis til að það komi sem jafnast
niður á foreldrum. Hefur orðið að
grípa til þessara lokana jafnvel þótt
tekist hafi í nokkrum tilvikum að fá
starfsmenn, sem vinna hálfan daginn,
til að vinna allan daginn um tíma.
Hún segir starfsmenn leikskólans
gjarnan húsmæður með böm sem
vilji helst vinna íyrir hádegi og enn
meiri krafa sé um það nú þegar skól-
ar eru mikið til einsetnir. A Ægisborg
vanti nú í fimm stöður síðdegis.
Sigrún segir ekki síst leikskóla-
kennarana sækjast eftir að vinna
fyrir hádegi og því sé hlutfall ófag-
lærðra hærra eftir hádegi. Hún segir
þennan vanda leikskólanna koma
niður á gæðum starfsins.
Að sögn Bergs Felixsonar eru yf-
irleitt miklai- breytingar á starfs-
mannahaldi hjá leikskólunum á
haustin, til dæmis vegna þess að
starfsmenn eru að fara í nám, og því
sé það nær árviss viðburður að_ á
þeim tíma vanti starfsmenn. „Eg
reikna með því að yfii'leitt hafi þurft
að ráða um 200 manns á haustin og
er það töluverður fjöldi,“ segir hann.
Einkafyrirtæki yfirbjóða
Bergur segir að það gangi mis-
jafnlega að ráða nýja starfsmenn á
haustin en bætir því við að í fyrra
hafi það gengið þokkalega. Þess
vegna hafi þau hjá Dagvist barna
verið bjartsýn á horfurnar í haust.
„Þegar þensluástand er í þjóðfé-
laginu verður samkeppnin um starfs-
menn meiri. Einkafyrirtæki yfir-
bjóða til dæmis ef þau eru í vand-
ræðum og þá líðum við, þessir opin-
beru aðilar, fyrir það,“ segir hann og
treystir því að í haust takist að
manna lausar stöður hjá leikskólum
borgarinnar.
Lokið við að
leggja bundið
slitlag kringum
Mývatn
MÝVETNINGAR fógnuðu því á
föstudag að lokið er við að leggja
bundið slitlag á veginn kringum
Mývatn. Sigbjörn Gunnarsson
sveitarstjóri sagði að langþráður
draumur væri nú orðinn að veru-
leika og þessi framkvæmd bætti
mjög samgöngur innan sveitar.
Vegurinn kringum vatnið er
um 37 km langur og í vikunni var
lokið við að leggja bundið slitlag á
siðustu 7 km, frá Vagnbrekku og
að vegamótum Kísilvegar norðan
vatns. Sveitarsljóm Skútustaða-
hrepps hélt upp á þessi tímamót
og bauð Halldóri Blöndal sam-
gönguráðherra, vegagerðar-
mönnum og öðrum sem komu að
verkinu og fleiri gestum til veislu
á Hótel Reynihlíð.
Áður var stutt athöfn við Nes-
landaafleggjara en á myndinni er
Halldór Blöndal að fiytja þar
ávarp.
----------------
IKEA
16% verðlækkun
á 800 vörum
VERSLUNIN IKEA mun lækka
verð á 800 vörum um 16% að meðal-
tali í nýjum vörulista, sem hafist
verður handa við að dreifa á morg-
un. Flestar aðrar vörur í nýja list-
anum verða á óbreyttu verði, að því
er segir í fréttatilkynningu, en
nokkrir liðir hækka lítillega. AIls
eru rúmlega 1600 vörur í listanum.
Morgunblaðið/Halla
GUÐBJÖRG Erla Ríkharðsdóttir og Ríkharður Atlason fra Vest
mannaeyjum halda í dag ásamt Önnu S. Krisljánsdóttur og Hálfdani
Helgasyni frá Eskifirði áleiðis til Bandaríkjanna til að heimsækja
Keiko áður en hann verður fluttur til Eyja.
Heimsækja Keiko
í Bandaríkjunum
TVEIMUR börnum frá Vest-
mannaeyjum og tveimur frá
Eskifirði hefur verið boðið að
heimsækja Keiko í Bandaríkjun-
um áður en hann verður fluttur
þaðan til Eyja. Halda þau áleiðis
þangað í dag.
Vestmannaeyingamir heita
Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir,
nemandi í Hamraskóla, og Rík-
harður Atlason sem er í Barna-
skóla Vestmannaeyja og em þau
bæði ellefu ára. Eskfirðingamir
era þau Anna S. Kristjánsdóttir
og Hálfdán Helgason, jafnaldrar
þeirra, og em í grunnskólanum á
Eskifirði.
Rannsóknasetrið í Vestmanna-
eyjum býður börnunum í ferðina
en Free Willy Keiko-stofnunin
uppihaldið í Oregon. Með böm-
unum í för verða Bryndís Boga-
dóttir kennari og Páll Marvin
Jónsson, forstöðumaður Rann-
sóknasetursins í Vestmannaeyj-
um. Bömunum gefst tækifæri ti
að fylgjast með Keiko í Oregon
þar til hann verður fluttur í fiug-
vélina sem fer með hann til Is-
lands. Eftir það munu börmn
heimsækja skóla og koma a sam-
bandi við böm í Oregon Coast og
hugmyndin er síðan að fy*SJa e
ir sambandinu með heimasi u.
Ferðalangamir koma heim að
viku liðinni.