Morgunblaðið - 06.09.1998, Page 6

Morgunblaðið - 06.09.1998, Page 6
6 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 Er ótti um að efnahagshnmið í Rússlandi og Asíu leiði til heimskreppu ástæðulaus? Alþjóðleg keðjuverkun sem ekki sér fyrir endann á ÞEGAR stemmningin í kauphöllinni skiptir úr bjartsýni í svartsýni ýkjast sveiflurnar og neikvæð keðjuverk- un fer af stað, sem enginn veit hvar endai-. STAÐAN I KELZTU KAUPHÖLLUM HEIMS Ólga undanfarinna vikna á fjármálamörkuðum heimsins hefur lækkað genqi verðbrefa i Evrópu í kring um 20% frá því í júlí sl., sem hefur spillt tiltrú fjarfesta og neytenda og leitt suma hagfræðinga til að spá kreppu. Slaðan við áramót: 7908,25 % Breyting (siðan20.júlí) -18,9 Staðan við áramót: 15258,74 % Breyting (siðan 20. júlí) -13,2 New York Dow Hámark sl. árs: 9376,84 Lágmark sl. árs: 6971,32 % Breyting (Irá I. sept.'97) -4,7 Tókýó Nikkei Hámark sl. árs: 18775,08 Lágmark sl. árs: 13792,76 % Breyting (Irá 1. sept.‘97) 5,83 N7 Staðan við áramót: 10722,76 % Breyting (siðan 20. júlí) -16,8 Hong Kong Hang Seng Hámark sl. árs: 15242,65 Lágmark sl. árs: 6544,79 % Breyting (írá I. sept.'97) ■ 34,14 Staðan við aramót: 5135,5 % Breyting (síðan 20. júli) -15- ^7 London FTSE100 Hámark sl. árs: 6183,70 Lágmark sl. árs: 4382,80 % Breyting (írá t. sept.'97) 2,22 Staðan við áramól: 4224,3 % Breyting (siðan 20. júli) -22,2 # Frankfurt Xetra DAX Hámark sl. árs: 6224,52 Lágmark sl. árs: 3366,03 % Breyting (Irá 1. sepl‘97) 13,9 Staðan við áramót: 2998,91 % Breyting (siðan 20. júlí) -16,4 París CAC40 I I Hámark sl. árs: 4404,94 Lágmark sl. árs: 2475,01 % Breyting (Irá 1. sept'97) 21,77 Staðan við áramót: 396,86 % Breyting (siðan 20. júlí) -66 □ <2 Moskva RTSMnteriax Hámark sl. árs: 571,66 Lágmark sl. árs: 61,15 % Breyting (Irá t. sept.V7) 83,47 LANGT er síðan kauphallarsérfræð- ingar víða um heiminn vöruðu við rússnesku hættunni. Hryndi rúblan myndu Vesturlönd óhjákvæmilega fá að kenna á því. En öðrum eins skjálfta og riðið hefur yfír fjármála- markaði hins vestræha heims í kjöl- far efnahagsöngþveitisins í Rúss- landi úndanfamar tvær vikur höfðu ekki einu sinni svartsýnismenn spáð. En hve langt þarf svartsýnin að ganga í kauphöllum Bandaríkjanna og V-Evrópu til að fyrirtæki fari að draga saman seglin og fækka staifs- mönnum? Það er að segja, mun kreppan á hinum alþjóðlegu fjár- málamörkuðum leiða til allherjar heimskreppu? Þetta eru lykilspurningar sem efnahagsmálaspekingar velta fyrir sér um allan heim þessa dagana. Mun öngþveitið í þeim heimshlutum, sem hafa verið að reyna að fóta sig í hnattvæðingu heimskapítalismans, draga hina heilbrigðari hluta hans - Bandaríkin og Vestur-Evrópu - með sér niður í ki'eppusvaðið? Flestir telja að líkurnar á þessu séu ekki miklar, en ýmis hættumerki eru samt á lofti. Keðjuverkun fór af stað. Fyrst lentu „tígrislöndin“ svokölluðu í SA-Asíu í því, síðan Jap- an og núna Rússland. Ei-u Rómanska Ameríka og Austur-Evr- ópa næst? Evrópa og Bandaríkin virka ekki lengur sem stuðpúðar „Evrópa og Bandaríkin vh-ka ekki lengur sem stuðpúði alþjóðlegra efnahagssveiflna," segir Andrew Bemard, hagfræðiprófessor við við- skiptaháskóla Yale í Bandaríkjunum í samtali við Washington Post. „Hver einasta misráðna stefnuákvörðun mun hafa neikvæð áhrif tafarlaust. Oll hin hagkerfin eru í slæmu ástandi eða í erfiðleikum.“ Það sem mun hafa mest að segja, að mati sérfræðinga beggja vegna Atlantsála, verður hvernig neytend- ur bregðast við lækkun á verði hluta- bréfa. Ef fólk ákveður að halda að sér höndum sem neytendur og slá á frest eða hætta við að kaupa hluti vegna þess að verðfallið á Wall Street, í Frankfurt, London eða París skapar hjá því þá tilfinningu, að kaupmáttur þess sé að minnka, þá mun efnahagur heimsins finna fyrir því. „Efnahagskerfi er ekki vél. Það bregzt við ákvörðunum milljóna manna, og mennirnir eru skrýtnai- skepnur," segir Max Steuer.' hag- fræðingur við London School of Economics. „Ef nógu margir halda að raunverulegt ófremdarástand sé skollið á, þá er það það.“ Efnahagslíf stoðrikja Vestur- landa við góða heilsu En öngþveitið á fjármálamörkuð- um heimsins hefur riðið yfir þegar bæði Bandaríkin og Vestur-Evrópa - hverra þjóðarframleiðsla til samans samsvarar um tveimur þriðju hlut- um af heimsframleiðslunni - eru við efnahagslega mjög góða heilsu. Ell- efu ríki Evrópusambandsins ætla eftir nokkra mánuði að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil, verðbólga, og vextir eru lágir og hagvöxtur i lagi. I Bandaríkjunum er at- vinnuleysi með minnsta móti, undir 5%, og vexth- hafa ekki verið lægri frá því á sjöunda áratugnum. Tvær meginleiðir eru mögulegar til að efnahagsógöngur Rússlands og Asíuríkja, auk Suður-Ameríkuríkj- anna, sem þegar hafa lent í kjölsogi kreppunnar, geti spillt þessu góða ástandi efnahagsmála í helztu iðn- ríkjum Vesturlanda. Fyrst ber að nefna samdrátt í milliríkjaverzlun. Þegar Asíuríkin ganga í gegn um kreppu með gengis- falli gjaldmiðla þeirra sem varað hef- ur í nærri því ár, munu íbúar þeirra hafa minna úr að spila til að kaupa Kollsteypur undanfar- inna vikna í helztu kauphöllum Vestur- landa í kjölfar efnahag- söngþveitisins í Rúss- landi hafa vakið upp spumingar um hvort ástæða sé til að óttast ______að allsherjar______ heimskreppa sé á næsta leiti. Auðunn Arnórsson kannaði vangaveltur erlendra sérfræðinga um betta. vestrænar iðnaðarvörur. Framleið- endur í Evrópu og Bandaríkjunum verða íyrir skakkaföllum vegna þess og neyðast tO að draga úr fram- leiðslu, takmarka fjárfestingar og/eða fækka starfsfólki. Tiltölulega litlar líkur þykja hins vegar á því að þetta geti orðið til þess að valda kreppu í V-Evrópu eða Bandaríkjunum. Viðskipti þessara landa við kreppuríkin í Asíu eru það lítill hluti af þjóðarframleiðslu að jafnvel þótt verulegur samdráttur verði í þessum viðskiptum mun það hafa lítil hlutfallsleg áhrif á þjóðar- framleiðslu iðnríkj- anna. Auk þess geta Vest- urveldin hagnast á óstöðugleikanum ann- ars staðar í heiminum, með því að þeir sem hafa fjárfest í kreppuríkjunum leita með sitt fé í öruggari hafnir. Aukið innstreymi fjármagns til V-Evrópu og Banda- ríkjanna stuðlar að lækkun vaxta og auknum hagvexti. Til dæmis er Rússland sem slíkt mjög lítill þáttur í heildarhagkerfi Evrópu. Þjóðarframleiðsla Rúss- lands er ekki meiri en einu og hálfu sinni þjóðarframleiðsla Sviss, þótt Rússar séu 21 sinni fjölmennari en Svisslendingar. Af útflutngingi Evr- ópusambandsríkjanna 15 fer aðeins 1,3% til Rússlands. Jafnvel Þýzka- land, sem hefur fjárfest mest þar eystra, sendir minna en 2% af sínum útflutningi til Rússlands. Mikið undir hugarfari hlutafjáreigenda komið Hin leiðin sem hugsanleg er til að sú kreppa sem gripið hefur fjármála- markaði Bandaríkjanna og V-Evr- ópu geti vaxið í allsherjar-heims- efnahagskreppu, er í gegn um huga allra þeirra milljóna manna sem hafa fjárfest í verðbréfum og þeirra sem hafa atvinnu af að sýsla með þetta fé. „Það er mikil hætta á því að þessi dómsdagsstemmning verði að sjálfs- uppfyllandi spádómi," hefur Wash- ington Post eftir Ulrich Cartellieri, sem á sæti í stjórn Deutsehe Bank! „Farðu í hvaða bío í heiminum sem er og fáðu tíu manns til að hrópa „eldur, eldur", og það er líklegt að þér takizt að skapa öngþveiti. En þótt finnist fyrir reyk núna þá er enginn eldur, og slökkviliðið er við- búið.“ Bæði Bandaríkin og iðnríki Evr- ópu hafa innan seilingar þau tæki sem duga til að byggja upp traust neytenda á efnahagnum. Verðbólga er ^S> svo að það er svigrúm til að lækka vexti og ýta þannig undir hag- vöxt. En þó eru hömlur á þessu: í Bandaríkjunum óttast menn að lækkun vaxta ýti upp verðbólgu og í Evrópu eru menn hik- andi við að hrófla við vaxtastiginu af ótta við að það evróið, hinn væntanlegi sameigin- legi Evrópugjaldmiðill, tapaði við það verðgildi. En með hallalausum fjárlögum í Bandaríkj- unum og þeim árangri sem náðst hefur í Evrópu á undanförnum árum í því að skera niður fjárlagahalla og opinberar skuldir skapar ríkisstjórn- um landanna svigrúm til að auka tímabundið ríkisútgjöld til að grípa undir arma efnahagslífsins, ef þurfa þykir. „Loftbóla" eins og 1929? Þegar verðbréfamiðlarar helztu kauphalla iðnríkjanna kepptust með offorsi um að selja, selja, selja í síð- ustu viku er ekki laust við að minn- ingar um „svarta þriðjudaginn“ 1929 rifjuðust upp, sem varð upphafið að heimski’eppunni miklu á sínum tíma. Hagfræðingar hafa borið ástandið þá og nú saman og þótt vissulega séu aðstæður nú allt aðrar þá megi benda á ýmsa sambærilega þætti. Til dæmis er hraðinn, sem gengi hlutabréfa í kauphöllunum við Wall Street, í London, Frankfurt o.s.frv. hækkaði á undanfornum misserum sambærilegur við þróunina 1929. Frá ársbyrjun 1996 fram á mitt þetta ár hækkaði Dow Jones-vísital- an á Wall Street úr 5.117 stigum í 9.328 stig. Þessi mikla hækkun ýar drifin áfram af slíkri blindri trú á takmarkalausan hagvöxt, að reyndir hagfræðingar á borð við Milton Friedman og Paul Samuelson hikuðu ekki við samlíkingu við þriðja ára- tuginn. Þá sem nú trúði fólk því að það lifði við upphaf nýs tímabils sög- unnar. Þá voru það bílar, kæliskáp- ar, útvörp, sími og tækni ýmiss kon- ar sem voru tákn nýrra tíma. Nú eru það tölvur og hnattvæðing. Friedman fullyrðir að bæði 1929 og nú hafi verð hlutabréfa verið orðið hærra en raunverulegt verðmæti. „Ég held að í báðum tilvikum hafi verið um loftbólu að ræða,“ hefur Der Spiegel eftii' Friedman. Hlutabréfa- verð hefði blásið út og verið kominn tími til leiðréttingar niður á við. En þótt það ástand sem nú hefur skapazt sé ekki eins eldfimt og það var 1929 þá er það samt allhættu- legt. Segja má að tilfinningar hafi tekið yfirhöndina af hagtölum og vandlega unnum efnahagsspám sem grundvöllur ákvarðana í kauphallar- viðskiptum. Svartsýnisstemmning nærist á svartsýni, rétt eins og áður nærðist bjartsýnin á bjarsýni. „Enn einu sinni ýkir kauphöllin - en að þessu sinni niður á við í stað upp,“ skrifar Spiegel. Annað áhyggjuefni, sem þróun síð- ustu vikna hefur opnað þeim sem láta sig hnattvæðingu markaðshagkerfis- ins varða, er aukin tilhneiging vald- hafa kreppulanda til að beita stjóm- valdshöftum í því skyni að draga úr neikvæðum áhrifum sveiflna á al- þjóðlegum fjái-málamai'kaði. Gott dæmi um þetta er Malasía, eitt „tígrislandanna“ svokölluðu sem naut mikils hagvaxtar unz kreppan skall á fyrir tæpu ári, en stjórn Ma- hathirs Mohammeds ákvað í vikunni að setja strangar hömlur við gjald- eyrisviðskiptum og fjármagnsflutn- ingum inn og út úr landinu, ásamt því að festa gengi gjaldmiðils lands- ins gagnvart Bandaríkjadollar. Ekki líta þó allir aðgerðir af þessu tagi eins neikvæðum augum. Að sumu leyti er jafnvel álitið að stjórn- valdsafskipti af fjármálamörkuðum geti verið af hinu góða með því að verka sem sveiflujafnandi þáttur á hið takmarkalausa flæði fjármagns, sem hefur undanfarinn áratug getað flutzt nær hindrunarlaust hvert sem er í heiminum með því einu að ýta á hnapp á tölvulyklaborði. Jafnvel Financial Times, hið skel- egga málgagn frjálsra heimsvið- skipta, fordæmdi aðgerðir Malasíu- stjórnar ekki. Slíkar aðgerðir yrði að álíta valkost fyrir sum ríki, vegna þess að „hömlulaust flæði fjármagns getur haft skelfileg eyðileggingará- hrif“. Trúverðugleikavandi IMF Það sem veldur þó ef til vill enn meiri áhyggjum hjá áhugamönnum um framgang heimsmarkaðsvæðing- arinnar, þegar litið er til aðgerða af því tagi sem Malasíustjórn hefur gripið til, er að þær eru framkvæmdar í trássi við tilmæli Alþjóða- gjaldeýrissjóðsins, IMF. Hranið í Rúss- landi er líka eins alvar- legt nú og raun ber vitni vegna þess að öll viðleitni IMF til að þvinga rússnesk stjói'nvöld til að grípa tím- anlega til nauðsynlegi'a efnahagsráð- stafana til að sú fjárhagsaðstoð sem þeim var látin í té skilaði raunvem- legum árangri, hafði greinilega mis- tekizt. IMF á við nýjan trúverðug- leikavanda að stríða, en þegar önnur eins lykilstofnun heimsfjái'málakerf- isins tapar trúverðugleika er ef til vill ekki að undra, að vestrænum kauphallarfjárfestum verði um og ó og vilji ólmir selja. Á ZVz ári nærri tvöfaldaðist Dow Jones-vísitalan Ýmsar hliðstæður við ástandið árið 1929

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.