Morgunblaðið - 06.09.1998, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Svíar velta vöngum
yfir valkostum
Sænskir stjórnmálamenn hafa í sumar verið á ferðalögum um
landið að kynna stefnu flokka sinna fyrir almenningi. Qli Jón
Jónsson segir að þrátt fyrir misjafnt tíðarfar fari engum sögum
af því að slæmt veður hafí orðið til að afstýra stjórnmálafundum
og þyrfti sjálfsagt meira til þegar kosningar eru í nánd.
Reuters.
KOSNINGABARATTAN er í fullum gangi í Svíþjoð. Hér er einn af stuðningsmönnum Þjöðarflokksins að
koma fyrir kosningaspjaldi með mynd af Lars Lejonborg, formanni flokksins.
SVÍAR kjósa sér nýtt þing
og fulltrúa í héraða- og
sveitastjómir þann 20.
september og hefur fylgi
flokkanna sveiflast tölu-
vert í skoðanakönnunum undanfar-
ið, einkum fylgi jafnaðarmanna.
Styrkur flokksins fór lengi vel vax-
andi í könnunum og mældist hann
með tæplega 40% fylgi nú í byrjun
sumars. Upp á síðkastið hefur fylgið
hins vegar aftur farið minnkandi og
er nú aðeins um 36% samkvæmt ný-
legum mælingum. Báðar tölumar
eru þó langt frá því sem flokkurinn
hlaut í síðustu kosningum, sem var
ríflega 45% atkvæða, en borgara-
legu flokkarnir fengu þá um 40%
samanlagt. Fylgistap jafnaðar-
manna virðist raunar ekki hafa skil-
að sér í auknu fylgi hinna síðar-
nefndu, ef tekið er mið af skoðana-
könnunum. Af þeim era það einna
helst Hægriflokkurinn sem undan-
farið hefur verið að bæta vjð sig og
mælist nú með 26% fylgi. Á síðasta
ári endurheimtu hægrimenn for-
mann sinn, Carl Bildt, frá störfum
við alþjóðlega friðargæslu i Bosníu
og urðu ýmsir til að spá flokknum
auknu fylgi í kjölfar þess. Gengi
hans í könnunum hefur þó ekki að
öllu leyti verið í samræmi við þær
spár þótt flokkurinn sé enn sá
langstærsti á hægrivængnum.
Samkvæmt skoðanakönnunum
virðist það einkum vera Vinstri-
flokkurinn sem bætir við sig fylgi á
kostnað jafnaðarmanna. Flokkurinn
fékk rúm 6% í kosningunum 1994,
sem var þá besti árangur sem flokk-
urinn hafði náð um áratuga skeið,
en mælist nú með allt að helmingi
meira fylgi eða tæp 12%. Aftur á
móti hefur Miðflokkurinn tapað all-
miklu fylgi sé miðað við útkomu
flokksins í síðustu kosningum. Er
almennt talið að samstarf miðju-
manna við ríkisstjóm jafnaðar-
manna hafi angrað kjósendur
flokksins sem fremur munu aðhyll-
ast hefðbundið samstarf til hægrí.
Ekki er enn ljóst að hve miklu leyti
nýr formaður flokksins, Lennart
Daléus, mun geta unnið upp það
fylgistap sem skoðanakannanir gefa
til kynna.
Er kreppunni lokið?
Aðstæður í sænsku efnahagslífi
eru að mörgu leyti ólíkar því sem
þær vora fyrir kosningarnar 1994.
Rætt er um að niðursveifla undan-
genginna ára sé liðin hjá og merki
um bata farin að sjást. Að minnsta
kosti sá Göran Persson forsætisráð-
herra ástæðu til að lýsa því yfir að
kreppan væri yfirstaðin þegar hann
kynnti fjárlög nú í byrjun árs. Að
nokkra leyti mun það vera rétt.
Reglu hefur verið komið á ríkisfjái'-
málin sem lengi höfðu verið í ólestri;
mikill halli á fjárlögum sem fjár-
magnaður var með innlendum og er-
lendum lántökum. Fyrir vikið hafa
vextir farið lækkandi og verðbólga í
Svíþjóð er nú með því lægsta í Evr-
ópu. Fyrirtækin skila nú aftur um-
talsverðum hagnaði og merki eru
um að fjárfestingar og einkaneysla
séu farin að taka töluvert við sér.
Ekki er þó nema hálf sagan sögð
og sá árangur sem núverandi ríkis-
stjórn kann að hafa náð í að rétta af
halla ríldssjóðs hefur reynst sænsk-
um almenningi dýrkeyptur. þrátt
fyrir batamerki er atvinnuleysi enn
gífurlegt, eða allt að 10-12% sé allt
talið með, og niðurskurður í heil-
brigðis- og menntakerfinu hefur
sumsstaðar skapað neyðarástand í
skólum og sjúkrastofnunum. Þannig
má t.a.m. benda á að um 80.000
manns hafa orðið að láta af störfum í
heilbrigðiskerfinu á þessu kjörtíma-
bili.
Skattalækkanir
Til að skapa atvinnu þegar ráðu-
neyti Ingvars Carlssonar tók við
eftir kosningarnar 1994 (Göran
Persson tók við af Ingvari 1996)
gáfu jafnaðarmenn það loforð að
dregið yrði úr atvinnuleysinu um
helming fyrir aldamót. Stjórnarand-
staðan hefur bent á að þetta mark-
mið muni ekki nást ef heldur fram
sem hoi-fír og að róttækari aðgerða
sé þörf.
I byrjun júní birtu flokksleiðtog-
ar borgaralegu flokkanna; þ.e.
Hægriflokksins, Þjóðarflokksins og
Kristilega demókrataflokksins,
grein í blaðinu Dagens Nyheter þar
sem línur vora lagðar í kosninga-
baráttunni. I greininni era
stefnumið flokkanna sett fram í sjö
atriðum og er megináhersla lögð á
baráttuna við atvinnuleysið. Að
mati borgaralegu flokkanna eru
ástæður atvinnuleysisins fyrst og
fremst miklar skattaálögur sem
sænskt atvinnulíf og sænskur al-
menningur þarf að búa við. Svíar
eru sú af þjóðum heims sem greiðir
hæsta skatta samkvæmt mati
OECD (um.þ.b. 54% af þjóðarfram-
leiðslu). Einkum eru jaðarskattar á
meðal- og lágtekjufólk háir í Svíþjóð
samanborið við önnur lönd en fyrir-
tæki bera einnig þungar skattbyrð-
ar, sér í lagi er vinnuafl mikið skatt-
að. Atvinnurekendur bera þannig
háan kostnað af hverjum starfs-
manni, ekki síst í formi allskyns
launatengdra gjalda.
Aukið frjálsræði
á vinnumarkaði
Annað meginatriðið í málflutningi
hægri flokkanna varðar breytingar
á vinnumarkaðslöggjöfinni. Flokk-
amir telja eina ástæðu atvinnuleys-
isins vera þá hve erfitt er fyrir fyr-
irtækin að reka og ráða starfsfólk.
Lögin veita launþegum mjög mikið
starfsöryggi sem hægrimenn telja
að bókstaflega komi í veg fyrir að
ný störf verði tíl. Einnig er á það
bent að vegna þess að launamyndun
á sér alfarið stað í heildarsamning-
um verkalýðshreyfingar og atvinnu-
rekenda séu lægstu laun einatt of
há og hæstu laun jafnan of lág. Auk-
inn sveigjanleiki í launum mundi, að
mati hægri flokkanna, stuðla að
aukinni atvinnu. Raunar era flokk-
arnir með þessu að sneiða að
sænsku verkalýðshreyfingunni
(LO) og þeim hefðbundnu áhrifum
sem hún hefur á sænskum vinnu-
markaði. Þótt talsvert sé farið að
hrikta í stoðum „sænska módelsins"
hefur staða hreyfingarinnar ekki
veikst að ráði, sem m.a. er staðfest í
nýlegum dómi Mannréttindadóm-
stóls Evrópu í Strasbourg. Þess má
reyndar geta að LO hefur fyrir sitt
leyti lýst sig reiðubúið til viðræðna
við atvinnurekendur um nýtt
„Saltsjöbaden“-samkomuIag, eða
þjóðarsáttarsamninga þar sem mót-
uð yrði ný tilhögun á vinnumarkaði
fyrir nýja öld.
Velferðarmálin ganga fyrir
Jafnaðarmenn hafa svarað mál-
flutningi borgaralegu flokkanna á þá
leið að skattalækkanir komi ekki til
greina meðan vandamál velferðar-
kerfisins séu óleyst. Að auki beri að
hlúa sérstaklega að þeim sem verst
hafa orðið fyrir barðinu á niður-
skurði undangenginna ára, nú þegar
reglu hefur verið komið á ríkisfjár-
málin. I kosningastefnuskrá jafhað-
armanna era boðaðar umtalsverðar
kjarabætur til almennings, einkum
fyrir barnafjölskyldur og aldraðra.
Jafnaðarmenn vilja hækka bama-
bætur og lækka leikskólagjöld,
ásamt því að hækka ellilífeyri. Með
þessu móti telja jafnaðarmenn að
fyllsta réttlætis sé gætt og tryggt sé
að bætt staða ríkissjóðs komi þeim
hópum til góða sem mest þurfi á að
halda. Flokkurinn boðar einnig
auknar fjárveitingar til heilbrigðis-
og menntamála og að haldið verði
áfram að greiða niður skuldir ríkis-
ins. Þá fyrst verði svigrúm til að
ræða skattalækkanir þegar framan-
greind stefnumið hafi komið til
framkvæmda og í öllu falli ekki fyrr
en á seinni hluta næsta kjörtímabils.
EMU og Barseback
Af öðrum málum sem víst er að
setja munu mark sitt á kosninga-
baráttuna í ár má einkum nefna
deilumar um efnahags- og mynt-
bandalag Evrópu (EMU) og kjarn-
orkuna.
Svíþjóð var ekki í hópi þeirra
ríkja sem framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins tilkynnti í vor að
myndu hefja samstarf innan EMU,
Efnahags- og myntbandalags Evr-
ópu. Ástæðan var sú að Svíar höfðu
sjálfir ákveðið að standa utan við
myntbandalagið þótt ekki hefðu þeir
samið um það sérstaklega, líkt og
Danir og Bretar höfðu gert í Ma-
astricht-sáttmálanum á sínum tíma.
Ríkisstjóm jafnaðarmanna tók þá
ákvörðun um áramót að sökum þess
hve almenningsálit í landinu er
andsnúið Evrópusambandsaðildinni,
væri ekld mögulegt að svo stöddu
fyrir Svía að gerast aðilar að banda-
laginu.
Ekki hefur þó staðið á gagmýni á
ríkisstjómina fyrir þessa afstöðu,
úr ólíkum áttum. Borgaralegu
flokkamir hafa lýst yfir eindregn-
um stuðningi við aðild Svíþjóðar að
EMU og saka jafnaðarmenn um að
valda því að þjóðin dragist aftur úr
öðram þjóðum sem njóta muni
ávinningsins af myntbandalaginu
frá upphafi. þeir hafa einnig bent á
að ákvörðunin um að standa utan
við sé í raun óframkvæmanleg, að
fyrirtækin muni hvort eð er taka
upp evrana í rekstri og viðskiptum,
og þar að auki geti farið svo að á
bresti fjármagnsflótti frá Svíþjóð ef
myntbandalagið verði árangursríkt.
Slíkt mundi hleypa upp vöxtum inn-
anlands og ógna stöðugleikanum.
Andstæðingar aðildar; Vinstriflokk-
urinn, Umhverfisflokkurinn og Mið-
flokkurinn hafa aftur á móti sakað
ríkisstjómina um óheilindi og að
vilja ekki segja hug sinn allan í mál-
inu. Þeir væna stjórnina um að vilja
bíða átekta þangað til almenningsá-
lit í landinu hefur snúist til fylgis við
EMU og þá muni hún ekki bíða boð-
anna að ganga frá aðild Svíþjóðar.
Nýlega hefur EMU orðið meira
áberandi í umræðunni í takt við
vaxandi óróleika á gjaldeyris- og
fjármagnsmörkuðum í Evrópu. Sví-
þjóð hefur ekki farið varhluta af
duttiungum markaðarins upp á
síðkastið og sænska krónan hefur
átt töluvert undir högg að sækja
þrátt fyrir sterka efnahagslega
stöðu landsins. Þótt enn sé ástandið
ekkert í líkingu við gengiskreppuna
1992 hafa ýmsir hægrimenn, eink-
um Carl Bildt, bent á að stöðugleiki
krónunnar sé minni en ef Svíþjóð
ætti aðiid að efnahags- og mynt-
bandalaginu. Máli sínu til stuðnings
benda þeir á að Finnar njóti nú
góðs af aðild sinni að EMU og gengi
finnska marksins sé tryggt í skjóli
hins þýska, meðan t.d. Norðmenn
verða að bjarga sér alfarið á eigin
spýtur. Atburðir undanfarið sýni
þannig að litlir gjaldmiðlar eigi erf-
iðai-a uppdráttar þegar ólga ríki á
mörkuðum og besta ráðið sé að
sækja öryggi innan EMU.
Annað mál sem víst er að verði
mun áberandi í kosningabaráttunni
er spurningin um framtíð kjarn-
orkunnar í Svíþjóð. Enn er það svo
að kjarnorkuver svala stórum hluta
af orkuþörf landsins en nú eru hart
nær tveir áratugir síðan Svíar
ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að
hætta að nota kjarnorku. Þó var
það ekki fyrr en í byrjun síðasta árs
að íTkisstjórnin í samvinnu við Mið-
flokkinn og Vinstriflokkinn tók
ákvörðun um að loka öðram af
tveimur kjamakljúfum í kjarnorku-
verinu í Barseback á Skáni.
Litið var á ákvörðunina sem mik-
ilvægt fyrsta skref í átt til löngu
tímabærra breytinga á tilhögun
orkuframleiðslu í landinu. En
ákvörðun stjórnsýsludómstólsins í
Stokkhólmi, sem ógilti ákvörðun
ríkisstjórnarinnar í vor sökum þess
að hún þótti brjóta lög á eiganda
versins, Sydkraft, var áfall fyrir rík-
isstjórnina. Hægri flokkarnir hafa
ekki aðeins gagnrýnt ríkisstjórnina
fyrir hve slælega hún hefur haldið á
málum heldur einnig vegna þess að
þeir telja ekki raunhæft að hefja
umskiptin að svo stöddu.
Óvissa um stjórnarmyndun
Fyrir utan að fjalla um stefnu
flokkanna í einstökum málefnum
hafa sænskir fjölmiðlar verið upp-
teknir af spurningunni um hvers
konar stjórn verði mynduð að lokn-
um kosningum. Velta þeir því eink-
um fyrir sér hver eða hverjir muni
verða samstarfsflokkar jafnaðar-
manna fari svo að flokkurinn verði
sigurvegari kosninganna. Þess má
geta að langflestar ríkisstjórnir í
Svíþjóð frá lokum seinni heims-
styrjaldar hafa verið minnihluta-
stjómir jafnaðarmanna, en flokkur-
inn hefur ávallt notið stuðnings ann-
arra flokka sem varið hafa ríkis-
stjórnir vantrausti. Lengstum voru
það kommúnistar (Vinstri flokkur-
inn frá 1990) sem studdu ríkis-
stjórnir jafnaðarmanna, en á síðasta
kjörtímabili hefur Miðjuflokkurinn
verið helsti samstarfsaðilinn eins og
áður segir.
Vangaveltur hafa verið uppi um
hvort um áframhaldandi samstarf
milli jafnaðarmanna og miðjumanna
verði að ræða eftir kosningar, en
fremur er það er talið ólíklegt vegna
ummæla sem Lennart Daléus, for-
maður Miðflokksins, hefur látið falla
í kosningabaráttunni. Reyndar hef-
ur Daléus ekki heldur viljað lýsa sig
hlynntan samstarfi við hægrimenn
þótt fréttaskýrendur telji að stefna
flokksins komi í mörgum atriðum
heim við stefnu hægn flokkanna.
Næsta víst er að Carl Bildt mun
ekki geta myndað meirihlutastjórn
án stuðnings Miðjuflokksins en
spurningin er hvaða verði hann
muni þurfa að kaupa stuðning
flokksins. Hvað varðar orkumálin og
EMU er t.a.m. stefna Miðfiokksins
og hægri flokkanna mjög ólík og það
kynni að valda erfiðleikum ef hægri
öflin hyggjast mynda stjórn eftir
kosningar.
Svo gæti því einnig farið að jafn-
aðarmenn leiti stuðnings til vinstri
við myndun ríkisstjórnar eftir kosn-
ingar. Gudrun Schyman, formaður
Vinstriflokksins, hefur tekið það
skýrt fram að stuðningur við ríkis-
stjórn jafnaðarmanna muni verða
háður ströngum skilyrðum. Ahersl-
um vinstri flokksins svipar raunar
að nokkru leyti til stefnumiða jafn-
aðarmanna, eri víst er að vinstri-
menn munu vilja ganga lengra í að-
gerðum til að jafna launa- og lífs-
kjaramun í landinu. Ekki er því
heldur víst að ganga muni saman
með sænsku félagshyggjuflokkun-
um og reyndar hafa nokkrir ráð-
herrar jafnaðarmanna, þeirra á
meðal Göran Persson sjálfur, látið
orð falla sem túlka má sem and-
stöðu við vinstra samstarf að Iokn-
um kosningum.
Höfundur er búsettur í Lundi i Svi-
þjáð og lauk nýlega meistaragráðu í
Evrópustjómmálum.