Morgunblaðið - 06.09.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 06.09.1998, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Reyndi að gera sjálfsmark THIRACHAI Wutthichai, landliðsþjálfari Taflands í knattspyrnu, hefur sagt af sér í kjölfar „farsakennds“ leiks liðsins við Indónesíu í Tiger-bikarnum svokallaða, sem fer fram annað hvert ár, en í honum eigast lands- lið ýmissa Asíuþjóða við. Bæði lið reyndu viljandi að tapa leiknum til að forðast að leika við gestgjafa Ví- etnam í undanúrslitum. Áhorfendur brugðust æva- reiðir við. Svo fór að Taí- lendingar sigruðu, 1:0, eftir að einn leikmanna Indónesiu gerði vísvitandi sjálfsmark á lokamínútunni, þrátt fyrir lieiðarlega til- raun nokkurra Taflendinga til að koma í veg fyrir það(!). „Sem þjálfari liðsins neyðist ég til að segja af mér til að lýsa ábyrgð minni á svo skammarlegri frammistöðu," sagði Wutt- hichai í viðtali við Reuters- fréttastofuna í gær. Taí- lendingar mæta því Ví- etnömum i undanúrslitum, en Indónesía leikur gegn Singapore, sem þykir vel sloppið. Kohl styð- urHM- umsókn Þjóðveija ÞJÓÐVERJAR hafa sótt um að halda heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu árið 2006 og það liafa einnig Englendingar, Suður-Af- ríkumenn, Ástralir og Bras- ilíumenn gert. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, mun ákveða það árið 2000 hvaða þjóð hlýtur hnossið. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, vill leggja sitt af mörkum svo möguleikar Þjóðveija á að fá keppnina verði meiri. Hann tilkynnti í gær að rfldsstjómin hafí ákveðið að setja 200 milljón- ir marka í uppbyggingu á tveimur knattspyrnuvöllum í austurhluta landsins, í Berlín og Leipzig. „Það var Ijóst frá byijun að Berlín og Leipzig hefðu ekki getað borið kostnað af uppbygg- ingunni," sagði Kolil. Ráðgert er að endurbæta Ólympíuleikvanginn í Berlín og nánast endur- byggja aðalleikvanginn í Leipzig. Eftir breytingarn- ar verða þessir vellir með þeim glæsilegustu í Evrópu. AMERÍSKI FÓTBOLTINN Reuters LEIKMENN Green Bay Packers, til vinstri, í varnarstöðu í leik gegn Kansas City Chief, er liðin léku í Tókýó á dögunum Nýliðar við stjórn NFL deildin hefur 79. keppnistímabil sitt nú um helgina og má búast við að mörg lið eigi eftir að blanda sér í baráttuna á toppnum. Tveir nýliðar hefja keppnistímabilið sem aðalleik- stjórnendur sinna liða, en það er orðið mjög óvenjulegt þar sem sóknarskipulag hjá flestum liðum er flókið. Keppnin í ár mun einkennast af því að ekkert lið virðist skara fram úr um þessar mundir. Þau lið sem hafa verið Gunnar Val- sterkust undanfarin 9®™son ár eru: Green Bay Bandarkjunum Packers, Dallas Cowboys og San Francisco 49ers. Þau eru ekki lengur yfirburðalið og búast má við að ný lið spili í úrslitaleiknum í lok janúar. Þau lið sem talin eru lflegust til sigurs í vetur eru Green Bay, Tampa Bay Buccaneers, San Francisco og New York Giants ur Landsdeild, og Jacksonville Jagu- ars, meistaralið Denver Broncos og Pittsburgh Steelers úr Ameríku- deild. ástæðan íyrir því hve mörg lið eru talin munu blanda sér í bar- áttuna á toppnum er sú að vegna strangra reglna um svokallað „launaþak" liðanna eru mörg þeirra álitin nokkuð jöfn. Lið Indianapolis Colts og San eru báðir taldir framtíðarstjömur í Diego Chargers hefja keppnistíma- deildinni. Flestum nýliðum í stöðu bilið með nýliða sem leikstjómend- leikstjómenda er gefið eitt til þrjú ur. Payton Manning hjá Indiana- ár til að átta sig á mun hraðari og polis og Ryan Leaf hjá San Diego flóknari leik en þeir eiga að venjast úr háskólaboltanum, en bæði Manning og Leaf era taldir tilbúnir í slaginn. Það verður athyglisvert að fylgjast með þeim í vetur. Leikstjórnandi meistaraliðs Denver Brorieos, John Elway, mun spila sitt síðasta keppnistímabil í vetur og mun verða erfitt íyrir liðið að finna annan eins snilling í hans stað. „Við vitum að andstæðingar okkar munu gera sitt besta gegn okkur í vetur, en ég mundi ekki vilja hafa það á neinn annan veg,“ sagði hann nýlega, sýnilega tilbú- inn í slaginn. Liðin 30 í deildinni spila sextán leiki í deildarkeppninni og af þeim komast tólf í úrslitakeppnina, sex úr Ameríkudeild (AFC) og sex úr Landsdeild (NFC). Sigurvegarar úr hvorri deild leika síðan í úrslita- leiknum (Super Bowl), sem að þessu sinni fer fram í Miami. KARATE Jón Ásgrímsson bætir sig um þrjá metra JÓN Ásgrímsson, spjótkastari úr FH og Norðurlandsmeistari unglinga 20 ára og yngri í greininni, kastaði í fyrsta sinn yfir 70 metra á kastmóti FH á Kaplakrikavelli í fyrrakvöld og bætti um leið eigið íslandsmet í unglingaflokki um tæpa þrjá metra. Jón kastaði spjótinu 72,47 metra en átti auk þess tvö önnur köst yfir 70 metra á mótinu, 71,18 og 70,50. Jón liefiir tekið gríðarlegum framförum á sl. ári og bætt sinn fyrri árangur um rúma 13 metra, að sögn Eggerts Bogasonar, kastþjálfara FH- inga og varaformanns fijálsíþróttadeildar félagsins. Árangur Jóns er sá besti sem íslenskur spjótkastari hefur náð á yfir- standandi ári. Sigrún Fjeldsted, FH, kastaði 41,01 metra og bætti eigið telpnamet. Signín, sem er aðeins 14 ára, hefur líkt og Jón tekið stórstígum framförum á árinu þrátt fyrir ungan aldur og alls bætt telpnamet Halldóru Jónasdóttur, UMSB, um 159 sentí- metra síðan í vor. „Borgaralegt“ stríð í Kiev UKRAÍNUMENN og Rússar mættust í fyrsta skipti í knattspymusögunni í lands- leik í gærkvöldi í Kiev, í Evrópukeppni lands- liða, fyrir framan 82 þús. áhorfendur. Þeir leika í sama riðli og Island, Frakkland, Armenía og Andorra. Leikurinn var sögulegur og má segja að „borgaralegt" stríð hafi verið í Kiev. Lands- lið Sovétríkjanna var lengi vel byggt upp á leik- mönnum frá Dinamo Kiev og átti liðið oft tíu leikmenn í byrjunarliði Sovétríkjanna. Eftir að Sovétríkin voru lögð niður fyrir sjö árum, ákváðu margir Úkraínumenn að leika undir merkjum Rússlands en ekki Úkraínu. Ástæðan fyrir því var að Rússar fengu það hlutverk að leika í EM í Svíþjóð 1992, en ekki Úkraínumenn sem urðu afar óhressir með þá ákvörðun. Tveir Úkraínumenn léku með landsliði Rússa í Kiev, fyrirliðinn Vitkor Onopko, sem hefur leikið 63 landsleiki fyrir Sovétríkin og Rússland, og útherjinn hjá Glsagow Rangers, Andrei Kanchelskis, sem hefur leikið 58 leiki. I landsliði Úkraínu var einn Rússi, Yuri Kalit- vintsev, fyrirliði og leikstjórnandi Dynamo Ki- ev, en þess má geta að liðið varð oftast Sovét- meistari, eða þrettán sinnum. Mikill áhugi er fyrir leiknum í Kiev og er reiknað með 82 þúsund áhorfendum á Olymp- íuleikvanginn í dag. Úkraínumenn, sem voru hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppni HM í Frakklandi, vonast eftir sigri til að kom- ast úr skugga stóra bróður í norðri. Úkraínu- menn tala um þetta verði leikur aldarinnar. Pressan var líklega mest á þjálfara Rússa, Anatoly Byshovet sem er fæddur í Kiev. Hann fær það verkefni að koma Rússum aftur á meðal þeirra bestu eftir að liðið náði ekki að komast í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í 20 ár. Ingólfur og Halldór í London HALLDÓR Svavarsson og Ingólfur Snorrason taka þátt í opna enska meistaramótinu í karate, sem fer fram í Crystal Palace-höllinm í London um helgina. Mótið er liður í undirbúningi þeirra fyrir heimsmeistaramótið, sem fer fram í Brasilíu í október. Ingólfur keppir í +80 kg flokki og Halldór í -65 kg flokki og þá keppa þeir báðir í opnum flokki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.