Morgunblaðið - 06.09.1998, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
EINS og steinn sem hafíð fágar
nefnist framhald minninga Guð-
bergs Bergssonar sem er meðal út-
gáfubóka Forlagsins í ár. Faðir og
móðir og dulmagn bernskunnar
vakti mikla athygli í fyrra og hlaut
Guðbergur Islensku bókmennta-
verðlaunin fyrir þá bók. Þeir sem til
þekkja segja að nýja bókin muni
ekki síður þykja athyglisverð.
Guðbergur lætur ekki þar við
sitja hjá Forlaginu. Hann er líka
höfundur viðamikillar bókar: Ævi og
list Sæmundar Valdimarssonar sem
kunnur er fyrir tréstyttur sínar.
Hann skrifar einnig texta lista-
verkabókar sem nefnist Kenjarnar
en í bókinni birtast áttatíu ætingar
meistarans Goya sem hann kallaði
Kenjamar. Guðbergur túlkar verkið
og fjallar um hverja einstaka mynd.
Eftir Fríðu A. Sigurðardóttur
kemur ný skáldsaga: Maríuglugg-
inn, en fjögur ár eru síðan hún
sendi frá sér skáldsögu. Þetta er
saga úr samtímanum.
Þórunn Valdimarsdóttir er aftur
á móti með skáldsögu sem gerist
um aldamót. Þetta er söguleg
skáldsaga um unga alþýðustúlku og
nefnist Stúlka með fingur.
Skáldsagnaár hjá Forlaginu
Skáldið Sig-
urður Pálsson
kveður sér hljóðs
sem skáldsagna-
höfundur með
Parísarhjólinu.
Þar segir frá einu
sumri í lífi ungs
íslensks mynd-
listarmanns sem
tekst á við sorg.
Mikael Torfa-
son, höfundur
skáldsögunnar
Falskur fugl, er
höfundur Sögu af
stúlku sem fjallar
um unga Reykja-
víkurmær og
Guðbergur
Bergsson
sannleiksleit hennar. Skáldsagan er
sprottin af samvinnu þeirra Mika-
els og Ragnars Bragasonar kvik-
myndaleikstóra.
Fríða Á.
Sigurðardóttir
Leikritið Óskastjarnan eftir
Birgi Sigurðson er meðal útgáfu-
bóka. Meiri gauragangur eftir Ólaf
Hauk Símonarson kemur út í kilju.
Ævisaga Þor-
valdai' í Síld og
Sigurður fisk, Saga at-
Pálsson hafnaskálds, er
eftir Gylfa Grön-
dal. I kynningu segir að Þorvaldur
hafi alist upp í fátækt hjá einstæðri
móður, en orðið einn af mestu at-
hafnamönnum síðari tíma og borg-
Fyrr á árinu kom
ljóðabókin Sjald-
gæft fólk eftir
Sigmund Erni
Rúnarsson og
hlaut góðar við-
tökur, en það er
eina ljóðabókin
hjá Forlaginu í
ár.
Borgaði
skattana með
glöðu geði
Hafið fágar steininn
að háa skatta með glöðu geði. Sagt
er að margt muni koma fram í bók-
inni, til dæmis verði fjallað um
gamanvísnasöngvarann og leikar-
ann Þoi’vald Guðmundsson.
Eftir Svövu Jakobsdóttur er rit-
gerðasafnið Skyggnst á bak við ský
þar sem hún fjallar um Jónas Hall-
grímsson og birtir nýjar niðurstöður
sem munu sæta tíðindum að sögn út-
gefanda.
Booker-verðlaunasagan Guð hins
smáa (The God of Small Things) eftir
Arundhati Roy er meðal útgáfubóka
Forlagsins. Einnig Veraldarviska í
þýðingu ísaks Harðarsonar. Þá kem-
m' ísland landið hlýja á ítölsku,
spænsku, norsku, dönsku, finnsku og
japönsku og íslandsbók (Amazing
Iceland) Sigurgeirs Sigurjónssonar
og Helga Guðmundssonai'.
Meðal annarra nýrra útgáfna og
endurprentana eru Tómas Jónsson
metsölubók eftir Guðberg Bergs-
son, Lítill leiðarvísir, Listin að lifa
og Orðið ljóst.
Tvær bamabækur era væntan-
legar eftir Sigrúnu Eldjárn: Teitur
tímaflakkari og Málfríður og
geimskrímslið. Kiðhús er barnabók
eftir Guðrúnu Hannesdóttur.
Guðrún Jóhanna Jdnsdóttir á sínum fyrstu einsöngstónleikum
Stærsta áskorunin að
syngja fyrir sitt fólk
Morgunblaðið/Þorkell
GUÐRÚN Jóhanna Jónsdóttir sópransöngkona og William Hancox
píanóleikari við flygilinn í Hafnarborg.
GUÐRÚN Jóhanna Jónsdóttir
sópransöngkona heldur sína fyrstu
einsöngstónleika hér á landi í Hafn-
arborg annað kvöld, mánudags-
kvöld, kl. 20.30. William Hancox
leikur með á píanó.
„Ég er mjög spennt en jafnframt
kvíðin. Það er alltaf stærsta áskor-
unin að syngja fyrir sitt fólk og því
leggur maður alltaf örlítið meira á
sig þegar maður er að syngja hér
heima en erlendis," segir Guðrún
Jóhanna sem búsett er í Lundún-
um.
Fyrir tveimur árum lauk hún
framhaldsnámi frá Trinity College
of Music og á liðnum vetri nam hún
við The Mayer - Lismann Opera
Center, þar sem lögð er áhersla á að
nemendur kynnist ýmsum hliðum
óperuflutnings. Þar söng Guðrún
Jóhanna aðalhlutverkið í The Turn
of the Screw eftir Britten í vor.
Guðrún Jóhanna leggur áherslu
á, að hún sé ennþá að læra en ein-
söngstónleikar sem þessir séu liður
í undirbúningi hennar fyrir átök
framtíðarinnar. „Maður er sífellt að
afla sér reynslu í þessu fagi - safna í
sarpinn."
A efnisskrá tónleikanna eru ann-
ars vegar íslensk sönglög eftir Pál
Isólfsson og Jón Asgeirsson, föður
Guðrúnar Jóhönnu, og hins vegai'
erlendir sönglög og aríur eftir
Obradors, Brahms, Serrano, Cilea
og Verdi. „An þess að ég hafi ætlað
mér það sérstaklega er efnisskráin
með spænsku og tatörsku ívafi. Ég
hef lengi verið hrifin af spænskri
tónlist en eftir að ég tók þátt í tón-
listarhátíð á Spáni um síðustu páska
hefur áhugi minn á henni aukist til
muna.“
Strauss í október
Lög föður síns sem Guðrún Jó-
hanna syngur eru úr lagaflokknum
Svartálfadans sem saminn er við
ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson.
„Reyndar tileinka ég þessa tón-
leika foreldrum mínum, Jóni As-
geirssyni og Elísabetu Þorgeirs-
dóttur, sem þakklætisvott fyrir
ómetanlegan stuðning á undan-
förnum árum. An þeirra hjálpar
væri ég ekki að syngja þessa tón-
leika!“
Næsta verkefni Guðrúnar Jó-
hönnu verður að syngja Vier letzte
Lieder eftir Richard Strauss með
Metropolitan Symphony Orchestra
í Lundúnum í október. Segir söng-
konan það verða mikla áskorun. En
hvað er framundan hjá henni að
öðru leyti?
„Það er erfitt að spá í framtíðina
en á komandi misserum mun ég án
efa fara meira út á þá braut að
„prufusyngja“. Ég hef lítið gert af
því til þessa. Svo er ég í dúett ásamt
annarri söngkonu og hugsanlega
bíða okkar einhver verkefni á kom-
andi vetri en við höfum verið með
leikræna sýningu þar sem við
blöndum öllum tónlistarstefnum
saman, allt frá dramatískri klassík
að dægurlögum. Þá er búið að bjóða
mér aftur á áðumefnda tónlistarhá-
tíð á Spáni á næsta ári.“
En hvar dreymir Guðrúnu Jó-
hönnu um að syngja í framtíðinni?
„Helst vildi ég búa hér heima en
því miður sé ég það ekki gerast.
Markaðurinn er einfaldlega of lítill.
Hér er fullt af góðum söngvurum
sem hafa lítið sem ekkert að gera.
Ég reikna því með að búa áfram í
Bretlandi, enn um sinn að minnsta
kosti, annars er ég opin fyrir því að
reyna fyrir mér annars staðar. Það
sem mestu máli skiptir er að geta
unnið með skemmtilegu og metnað-
argjörnu fólki - helgað sig tónlist-
inni, söngnum.“
Bretinn William Hancox starfar
sem undirleikari í Lundúnum, auk
þess að koma fram sem einleikari
og efna til meistaranámskeiða. Þá
er Hancox listrænn stjórnandi og
píanisti við The Weingarten Ens-
emble. Guðrún Jóhanna ber mikið
lof á Hancox - segir hann afskap-
lega góðan píanista, músíkalskan og
þægilegan í samvinnu. „Við náum
virkilega vel saman!“
Hancox kemur nú í fyrsta sinn
fram á íslandi og segir tónleikana
leggjast vel í sig. „Það hefur verið
virkilega fróðlegt að kynnast ís-
lenskri tónlist og nú íslensku tón-
listarlífi lítillega. Segja má að nýr
heimur hafi lokist upp fyrir mér því
íslensk tónlist er ólík öllu öðru sem
ég hef kynnst áður, meira að segja
norskri tónlist, svo sem Grieg. Is-
lensk tónlist er mjög dimm. Það er
einhver dapurlegur tónn í henni,
jafnvel glæðværustu verkum. Tíu
alda strit og barátta þjóðarinnar við
náttúruöflin leyna sér ekki í tónlist-
inni. Þetta er áhrifamikið!"
I&hgzXþig...
... leiíía.?
... a.'S tajsetja teiftnimyn<í?
... a'5 syngj* leiíía
í tón]i^t^rmyn<ífca.ii<íi?
... fá. a.3 prófa.?
þig Jaligar, J>á er 18 lÍMa liáMskei'S
Hljóíselningar ehf. eins og sniíií fyrir þig.
Skráhilig fer fraM j. - 11. SepIeMier
ftl. 1 y.00 - 18:00 aí LaugaVegi lé^ (» horni
Lavgave|s og Hofíatúhs) eDa i SÍMa
HljÓðsetníng Ehf.
Laugavegi 163 / 106 R.eykjavík / Sími 662 9960
Þrjú ný íslensk verk í
Hafnarfj arðarleikhúsinu
HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ
Hermóður og Háðvör frumsýnir
þrjú ný leikrit leikárið 1998-99, öll
íslensk, auk þess sem sýningum á
Síðasta bænum í dalnum verður
fram haldið frá síðasta vetri. Til
þessa hefur Hafnarfjarðarleikhús-
inu, af tæknilegum orsökum, ekki
verið unnt að bjóða upp á meira en
eina sýningu í húsinu á sama tíma en
nú er fyrirhugað að þær verði allt að
þrjár. „Má segja að þetta sé lítið
skref fyrir mannkynið en risavaxið
fyrh' leikhúsið," segir Gunnar Helga-
son, einn forsvarsmanna Hermóðs
og Háðvarar.
Við feðgamir eftir Þoivald Þor-
steinsson er fyrsta verkið sem frum-
sýnt verður í Hafnarfjarðarleikhús-
inu í vetur. Er áætlað að gera það 19.
september. Að sögn Gunnars er hér
á ferð stofudrama með hafnfirskum
brag. „Þoivaldur er þekktur fyrir sín
þrumuskot en hér má segja að hann
kanni nýjar leiðir í sífelldri mannlífs-
skoðun sinni og að sjálfsögðu er
kímnin ekki langt undan.“
Leikendur í verkinu eru Ari
Matthíasson og Eggert Þorleifsson,
sem þreyta nú frumraun sína í Hafn-
arfjarðarleikhúsinu, Björk Jakobs-
dóttir, Gunnar Helgason og Þrúður
Vilhjálmsdóttir.
Ásta Hafþórsdóttir sér um gervi,
Þórunn María Jónsdóttir hannar
búninga, Margrét Ömólfsdóttir sem-
ur tónlist, Egill Ingibergsson hannar
lýsingu, Finnur Amar Amarson ger-
ir leikmynd og Hilmar Jónsson leik-
stýrir.
I nóvember verður frumsýnt í
samvinnu við Stopp-leikhópinn
leikritið Vírus eftir Armann Guð-
mundsson, Þorgeir Tryggvason og
Sævar Sigurgeirsson. Þar verður
tekið á tölvuvandanum sem blasir
við um aldamótin 2000. Gunnar
segir að ýmsum áleitnum spurning-
um verði svarað í verkinu, svo sem
Eru sölusamningar 1 höfn? Er for-
ritið tilbúið? og Ert þú konan mín?
Leikarar em Björk Jakobsdóttir,
Eggert Kaaber, Hinrik Ólafsson,
Erla Ruth Harðardóttir, Jón St.
Kristjánsson, Dofri Hermannsson
og Katrín Þorkelsdóttir.
Listrænir stjórnendur eru allir í
nýjum stöðum þó þeir hafi áður
starfað fyrir Hafnarfjarðarleikhús-
ið. Þeir eru: Kjartan Þórisson ljósa-
hönnuður, Magnús Sigurðarson
leikmyndahönnuður og Gunnar
Helgason leikstjóri.
Eftir áramót verður síðan frum-
sýnt nýtt verk eftir Arna Ibsen sem
Gunnar kallar hirðskáld Hafnar-
fjarðarleikhússins. Efni þess og
heiti verður ekki upplýst að svo
stöddu en Gunnar fullyrðir að ekki
verði þar fetaðar troðnar slóðir
frekar en áður i samvinnu Arna og
Hennóðs og Háðvarar.
Ráðgert er að sýna Síðasta bæinn
í dalnum alla sunnudaga út október
og jafnvel lengur ef aðsókn leyfir.