Morgunblaðið - 06.09.1998, Side 22

Morgunblaðið - 06.09.1998, Side 22
22 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ hringdi Jórunn EjTjörð í mig og bauð mér vinnu við krabba- meinsrannsóknir. Eg var mjög ánægð með að fá þessa vinnu, ég þekkti Jórunni frá því hún kenndi mér í líffræðinni og mig hafði lengi langað til að vinna með henni.“ Sólveig segir árin hjá Krabbameinsfélaginu hafa verið mjög ánægjuleg en að hana hafí eftir sex ára starf þar langað að breyta til. Aður en Sólveig hélt utan til Svíþjóðar bjó hún um tíma í Bretlandi þar sem hún tók nokkur námskeið í fræðunum en þegar kom að því að velja stað til doktorsnáms kom fátt annað til greina en Lundur. „Maðurinn minn er vistfræðingur og við þurftum að finna stað þar sem við gætum bæði stundað doktors- námið. Mig langaði í mannerfðafræði en þá var reyndar ekki farið að kenna hana þar. Það sem komst næst því voru rann- sóknir á sameindaerfðafræði hvala sem dr. Úlfur Ámason við erfðafræðideild háskólans stýrði. Fljótlega eftir að ég kom heim frétti ég að farið væri að stunda sameindalíffræðilega mann- erfðafræði við háskólasjúkrahúsið í Lundi,“ segir Sólveig og brosir um leið og hún bætir við: „Það má eiginlega segja að ég hafí verið 2-3 árum of snemma á ferðinni." En hvað kom til að hún fékk áhuga á mannerfðafræði? „Ég fékk í raun áhuga á henni strax í menntaskóla og eftir að ég byrjaði í háskólanum kynntist ég sameindalíffræðinni og heill- aði hún mig mjög. Eftir að ég lauk B.Sc. námi í líffræði spurði ég Guðmund Eggertsson prófessor í líffræði ráða og hann ráð- lagði mér eindregið að læra sameindalíffræði því þar væri fram- tíðin.“ Núna stýrir Sólveig rannsókn Islenskrar erfðagreiningar á heilablóðfalli. „Þetta er ekki það sem kallað hefur verið arfgeng heilablæðing og prófessor Ólafur Jensson og hans samstarfsfólk rannsakaði," segir Sólveig og leggur áherslu á að erfðafræði hennar sé vel rannsökuð og þekkt. Sú tegund heilablóðfalls sem Sólveig og samstarfsfólk hennar rannsaka er algengust í elstu aldursflokkunum og stafar oftast af blóðþurrð vegna æðastíflu en stundum vegna blæðingar í heila. Gullkistur á hafsbotni „Maður fer út í lönd að læra en það var alltaf ætlunin að koma til baka,“ segir Ásgeir Bjömsson en hann bytjaði að vinna hjá íslenskri erfðagreiningu nú í sumar. „En við vorum búin að gefa það upp á bátinn að koma heim þegar ég réð mig hingað. Við reyndum að koma heim samhliða því sem ég var að klára en þá fengum við ekki vinnu.“ Fjölskyldan flutti því aftur til Svíþjóðar þar sem hann lauk doktorsnámi í örverufræði við Stokkhólmsháskóla árið 1994. Doktorsrannsóknirnar beindust aðallega að því hvernig prótein eru framleidd í bakteríum. Tveimur árum seinna fluttu þau til Árósa í Danmörku þar sem eiginkona Ásgeirs fór til náms. Sjálfur vann Ásgeir á rannsóknastofu við háskólann í Árósum að rannsóknum á þrivíddarmynd próteina. „Þrívíddarmyndir af próteinum eru sem gullkistur á hafsbotni," segir hann og út- skýrir það nánar þegar gesturinn hváir. „Það er oft mjög erfítt að ákvarða þrívíddarmynd próteins en þegar það heppnast er ómetanlegur fjársjóður af upplýsingum fundinn." I svipinn vinnur Ásgeir við rannsóknir á arfgengum skjálfta en þegar fram líða stundir fer hann yfu- í Alzheimer-rannsókn- arhópinn sem bráðlega verður hleypt af stokkunum. Viðfangs- efni hans eru því af allt öðrum toga en hann var vanur. „Það að hafa lokið doktorsnámi á að gera mann sjálfstæðan í hugsun og vinnubrögðum," segir hann og bætir við að í því felist m.a. að maður geti án vandræða tileinkað sér nýja þekkingu á skyldu sviði. Eins og böm Inga Reynisdóttir stjórnar tveimur verkefnum hjá íslenskri erfðagreiningu, hópnum sem leitar að geni sem veldui' sykur- sýki fullorðinna, en sú rannsókn er nýlega hafin, og þarma- bólguhópnum, sem hóf rannsóknir sínar í byrjun ársins. „Þetta verða eins og börnin manns, það er erfítt að sleppa hendinni af verkefnum sem maður er byrjaður á,“ svarar Inga þegar gest- urinn spyr hvers vegna hún fari fyrir báðum hópunum. Inga flutti frá New York borg til að hefja störf hjá fyrirtæk- inu eftir rösklega 13 ára búsetu ytra. „Ég hef eiginlega heimþrá í öfuga átt,“ segir hún og fínnst margs að sakna frá stórborg- inni. Heimþráin sótti aftur á móti aldrei á hana á meðan hún bjó erlendis. Þrátt fyrir það ákvað hún að athuga málið þegai- hún fyrir tilviljun rakst á litla grein um fyrirhugaða stofnun Is- lenskrar erfðagreiningar, þá á leið heim úr sumarfríi. Upp úr því komst hún í samband við forsvarsmenn fyrirtækisins og hóf síðan störf í júlí í fyrra. „Fyrstu árin mín í New York hélt ég alltaf að ég færi heim en ég var alveg hætt að gera ráð fyrir því. Ég ætlaði að sækja um aðstoðarprófessorsstöðu ytra og setja upp mína eigin rannsóknastofu." Inga tók doktorspróf í sameindalíffræði við Colombia há- skólann í New York árið 1993 og starfaði síðan við rannsóknir á rannsóknastofu háskólans og við Memorial Sloan-Kettering Cancer Center þar til hún flutti til íslands. Doktorsverkefni hennar fólst í að rannsaka krabbameinsveirur sem hafa eigið erfðaefni en nota prótein líkamsfrumna til að fjölga sér. „Þeg- ar maður hefur einu sinni farið í gegnum þennan skóla sem doktorsnám er hefur maður tileinkað sér ákveðnar aðferðir og vísindaleg vinnubrögð og maður er fljótur að setja sig inn í nýja hluti.“ Það vefst því ekki fyrir henni, ekki frekar en öðr- um viðmælendum, að söðla um frá sameindalíffræðinni þar sem starfsemi og tilgangur próteina er skoðaður yfír í erfða- fræðina. „Þessi vinnustaður er ekki frábrugðinn akademískum rann- sóknastofum," segir hún aukinheldur. Rannsóknastofan sé ein- ungis stærri og betur búin tækjum en rannsóknastofur háskóla eru yfirleitt. Ekki dugh' annað en besti tækjabúnaður sem völ er á á vinnustöðum eins og Islenskri erfðagreiningu því eins og einn starfsmaðurinn orðar það þá „eru bara fyrstu verðlaun í þessum bransa“. Annaðhvort verður fyrirtækið íyrst til að finna genin sem leitað er að eða það verður of seint. Æðahörsl á íslensku Guðmundur Guðmundsson kom heim til íslands frá Los Ang- eles í Bandaríkjunum til að hefja störf hjá Islenskri erfðagrein- ingu sumarið 1997. Hann stjórnar hópnum sem rannsakar erfðafræði útæðasjúkdóms er heitir á ensku Perlpheral Arterial Occlusive Disease. „Ég hef rekist á nafnið æðahörsl yfir eitt af aðaleinkennum sjúkdómsins,“ segir hann brosandi og vandar sig við framburðinn enda orðið ekki mjög þjált í munni. „Þessi vinnustaður er sambland af skóla og líftæknifyrir- tæki,“ segir hann ennfremur. „Fyr- irlestrar og nám- skeið eru haldin reglulega og við fáum fyrirlesara bæði utan úr bæ og utan úr heimi. Maður er ekki laus úr skóla þótt maður sé farinn að vinna. Þetta fyrirkomulag er bæði nauðsynlegt og skemmtilegt.“ Guðmundur og eiginkona hans, sem stundaði nám í samskiptatækni, bjuggu samtals í átta ár í Bandaríkjun- um, íyrst í Boston og síðan á vesturströndinni þar sem þau loku doktorsprófí. Guðmundur lærði fyrst líftækni en snéri sér síðan að sameindalíffræðinni. Doktorsverkefni hans var innan bakteríuerfðafræði þar sem hann stundaði rannsóknir á ensími á „uppáhaldsgæludýri erfða- fræðinga", E.coli. Þar rannsakaði hann hlutverk eins af þremur svokölluðum DNA-polymerösum en þeir taka þátt í eftirmynd- un erfðaefnis. „Ensímið hafði verið þekkt í ca 30 ár en það var ekki vitað hvað það gerði. Margir efuðust um að það hefði nokk- urt hlutverk.“ Guðmundi tókst hins vegar að sýna fram á að það gerir gagn í frumuskiptingu bakteríunnar. „Ég var nýútskrifaður þegar ég kom hingað. Við ætluðum að vera úti í nokkur ár í viðbót. Það var hins vegar mamma sem sá auglýst eftir starfsfólki hingað og hún hafði samband við fyrir- tækið að mér forspurðum,“ segir Guðmundur og er hinn ánægð- asti með frumkvæði og framtakssemi móður sinnar. Með frð byijun Þorlákur Jónsson stundaði doktorsnám í efnafræði við Berkley háskóla í Kaliforníu og lauk prófí fyrh- fjórum árum. Þá flutti hann og fjölskylda hans til Boston og bjuggu þau þar í 1V4 ár. „Þá var ég farinn að líta í kringum mig eftir vinnu á íslandi en sá fram á að fjárhagslega gengi það ekki upp að flytja heim. Maður leggur á sig margra ára nám, safnar skuldum á meðan og er ekkert að hugsa um hvernig maður kraflar sig út úr þeim síðar,“ segir hann. Það varð því úr að fjölskyldan flutti aftur til vesturstrandarinnar og þar hafði Þorlákur unnið í nokkra mán- uði hjá litlu líftæknifyrirtæki þegar hann frétti af stofnun Is- lenskrar ei-fðagreiningar. „Móðir mín sendi mér blaðagrein þar sem sagt var frá fyrirhugaðri stofnun fyrirtækisins. Ég hafði strax samband við Kára og réð mig fljótlega til vinnu því ég vildi vera með frá byrjun. Ég vildi taka þátt í að byggja upp starfsemina," segir Þorlákm-. Eiginkona hans, Soffía Hrafnkels- dóttir, er með meistarapróf í efnafræði og vinnur hún einnig hjá fyrirtækinu. Það að þau gátu bæði fengið vinnu hjá Islenskri erfðagreiningu segir Þorlákur að hafí einnig átt stói-an þátt í að þau ákváðu að flytja heim. Þorlákur hafði, áður en hann fór að vinna hjá íslenskri erfða- greiningu, aðallega fengist við að rannsaka prótein. Þar á meðal voru rannsóknir á próteinum sem gefa frá sér flúorgrænt ljós. Auðvelt er að fylgjast með hreyfíngum og virkni próteina sem tekist hefur að merkja með þessu græna Ijósi. Starf Þorláks fólst m.a. í að breyta röð amínósýranna í flúorgræna próteininu og leita þannig að nýjum litum. Þetta hefur mikla þýðingu því hefðbundnai- litunaraðferðir skemma frumur. Þorlákur er verkefnisstjóri hópsins sem rannsakar arfgengan skjálfta. Arfgengur skjálfti er eitt fyrsta rannsóknarverkefni Is- lenskrar erfðagreiningar og nú þegar hefur staðsetning á einu geni sem veldur sjúkdómnum fundist. Þá er hann einnig með rannsókn á Alzheimer sjúkdómnum á sinni könnu. Hægt og skyndilega Þorgeir Þorgeirsson bjó í á tíunda ár í Kaliforníu í Bandaríkj- unum þar sem hann lauk doktorsprófí í efnafræði og vann að námi loknu við vísindagrein sína. Hann og fjölskylda hans fluttu heim snemma árs 1997 og fór Þorgeir þá að vinna hjá íslenskri erfðagreiningu. Hann er verkefnisstjóri þess hóps sem leitar að erfðafræðilegum orsökum geðhvarfasjúkdóms. „Það gengur bæði hægt og skyndilega,“ svarar Þorgeir kank- vís þegar hann er inntur eftir því hversu hratt megi vænta þess að genin sem leitað er að fínnist. Leiðin er sem sé seinvirk en hún getur fengið snöggan endi þegar genið kemur loksins í leit- irnar. Fram til þess að Þorgeir hóf störf hjá Islenskri erfðagi'ein- ingu rannsakaði hann fyrst og fremst prótein í sjónhimnu sem kallast ródopsín. „Þær breytingar sem verða á ródopsíni við að ljós fellur á það ræsir svokölluð G-prótein,“ segir hann. „Fjöl- margir efnaviðtakar í mannslíkamanum örva á svipaðan hátt mörg mismunandi G-prótein.“ Með því að rannsaka ródopsínið er, að sögn Þorgeirs, hægt að skilja ýmsa líffræðilega ferla, m.a. hormónastarfsemi, betur en ella væri. Þá hefur Þorgeir einnig rannsakað bakteríuródopsín, sem unnið er úr saltelskum bakteríum, m.a. úr San Francisco-flóan- um. „Bakteríuródopsínið fannst í kringum 1970. í fyrstu voru rannsóknir á þeim reknar áfram af einskærri forvitni en 10-15 árum síðar var farið að huga að hagnýtingu þeirra. Þær hafa t.d. verið notaðar til að búa til sjónrænt minni í tölvum. „Þetta er eldgömul líffvera sem lifír við undarlegai' aðstæður. Til að geta lifað við þær hefur hún eiginleika sem hægt er að hagnýta. Hér á landi eru örverur, sem búa við álíka undarlegar aðstæður, þ.e.a.s. hitakærar örverur og það má búast við að þær hafi líka prótein sem hægt verður að nota til ýmissa hluta.“ Þorgeir segir að það hafí ekki verið á dagskránni að flytja heim um það leyti sem íslensk erfðagi'eining var stofnuð. En fyi'irtækið var lokkandi eða eins og hann segir: „Það má segja að ég hafí komið heim til að fá að taka þátt í einu mest spenn- andi vei;kefni sem verið er að fást við í heiminum í lífvísindum - og það í héimalandi mínu.“ Þorgeir telur að það sem komi í veg fyrir að fólk komi heim aftur að námi loknu sé m.a. að það gangi ekki upp fjárhagslega. „Það má aftur á móti þakka uppbyggingu Háskóla íslands og Lánasjóðnum að Islensk erfðagreining hefur tök á að fá til sín vel menntaða íslendinga. Þeir hafa getað lært það sem hugur- inn stóð til og kannski er það frekar heppni en annað að maður lærði eitthvað sem þörf var fyrir.“ Guðmundur | Fyrir- lestrar og námskeið eru haldin reglulega og við fáum fyrirlesara bæði utan úr bæ og utan úr heimi. Þetta fyrirkomulag er bæði nauðsynlegt og skemmti- legt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.