Morgunblaðið - 06.09.1998, Page 24
24 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Stefna stjórnvalda er að auka sjálfstæði Háskóla íslands og ljóst er að margt í starfí stofnunarinnar mun taka
verulegum breytingum á næstu árum. Páll Skúlason háskólarektor segir í viðtali við Kristján Jónsson að vel
geti farið saman að framkvæmdavald stjórnar skólans sé sterkt en jafnframt vandlega tryggt að hver deild og
hver kennari njóti akademísks frelsis til að skipuleggja kennslu og rannsóknir.
Sannleikurinn er sá að stærð Há-
skóla Islands, um 6.000 nemendur,
400 fastir kennarar og á annað þús-
und stundakennarar, er talin mjög
heppileg erlendis. Þetta er ekki svo
stórt að fírringin verði of mikil, hér
vita allir af öllum ef svo má segja,
fólk þekkist þótt það séu ekki alltaf
náin kynni. Það er viss hvatning
fyiir líffræðing að vita að heimspek-
ingur og hagfræðingur eru að vinna
að einhverju sem tengist hans eigin
sviði.
Um akademíu vil ég segja að við
íslendingar verðum að sníða okkur
svolítið stakk eftir vexti. Við erum
fámenn þjóð og það þýðir ekkert
fyrir okkur að dreifa kröftunum
alltof mikið.
Háskóli er í vissum skilningi aka-
demía, hér eru rannsóknaprófessor-
ar að störfum og sérfræðingar sem
hafa engar skyldur nema við fræð-
in. Akademíski þátturinn er því lif-
andi hér. Styrkur okkar og sérstaða
er hins vegar að fræðin lifa í miklu
nábýli við hagnýt verkefni á vett-
vangi dagsins."
-Háskólamenn ræða oft um sjálf-
stæði skólans, segja að hann megi
ekki vera um of háður peningaleg-
um og stjórnmálalegum hagsmun-
um, skammtímasjónarmið megi ekki
ráða ferðinni. Hvernig gengur þér
að útskýra þessi sjónarmið fyrir t.d.
mönnum úr atvinnulífmu? Finnst
þeim eðlilegt að hér sé svona mikið
batterí sem ekki hh'ti hefðbundnum
lögmálum fyiirtækjareksturs?
„Satt að segja fmnst mér auðvelt
að útskýra það og mér hefur komið
á óvart að almenningur og forstjór-
ar fyrirtækja sem ég hef rætt við
hafa meiri skilning á þörfínni fyrir
svona fræðasetur en ég átti von á.
Ég gerði ráð fyrir að verða meira
var við fordóma sem voru trúlega
öflugri þar til fyrir skemmstu, þá
skoðun að hér væru menn í ein-
hvers konar fílabeinstumi að fást
við hluti sem kæmu þjóðfélaginu
ekki að gagni. Þessi hugsunarháttur
er til allrar hamingju að hverfa. Það
em æ fleiri dæmi þess að fræða-
störf sem virðast ekki þjóna neinum
tilgangi skila í rejmd miklu til þjóð-
félagsins.
Ég nefni tvö dæmi. Fyrir
nokkrum áratugum var byrjað að
kenna hér tölvufræði og vildu marg-
ir að eingöngu yrði kennt að nota
þau foi-rit sem þá vom í notkun.
Fyrirtækin þyrftu að fá fólk sem
kynni á þau. Prófessorar og kennar-
ar hér við skólann vissu að það var
miklu mikilvægara að efla fræðilega
hugsun í tölvufræði og kenna fólki
að búa til forrit. Þeira sjónarmið
varð ofan á og lagður var grannur
að þessari blómstrandi atvinnugrein
á Islandi. Við fengum miklu hæfara
starfsfólk en ella.
í upphafi þessa áratugar var
dregið mikið úr framlögum til skól-
ans og þá var talað um að réttast
væri hætta kennslu í vissum undir-
stöðugreinum líffræði eins og sam-
eindalíffræði sem væri alltof kostn-
aðarsöm. Betra væri að nemendur
lærðu þetta annars staðar. Nú er
komið á daginn að það er einmitt
fólk með þessa þekkingu og færni
sem við höfum hvað mesta þörf fyr-
ir í líftækninni.
Líkja má þeim mannauði sem
fólginn er í rannsóknum og fræðum
við áhættufjármagn banka og fyrir-
tækja. Engum heilvita athafna-
manni dytti í hug að efast um gildi
þess nú á tímum. Það er stórhættu-
legt fyrir háskóla ef helsta mark-
miðið verður eitthvað annað en að
stunda sjálf fræðin. Þá úreldist
þekkingin á skömmum tíma og það
getur reynst ógerlegt að vinna upp
tapað forskot.
Allt fræðastarf er nýsköpun sem
enginn veit fyrirfram hvað getur af
sér. Enginn veit hvenær einhver
gerir mikilvæga uppgötvun eða
uppfinningu, hvenær ný hugmynd
fæðist. Gildi fræðanna er að vera
ótæmandi uppspretta hugmynda
um eitthvað nýtt og merkilegt í
heiminum og kveikja athafna."
.... ...................... 1 ,,r’ 1111'—............................... iviorgunuiaoio/ivnsunn mgvarsson
PÁLL Skúlason, rektor Háskóia íslands. „Það er stórhættulegt fyrir háskóla ef helsta markmiðið verður eitthvað annað en að stunda sjálf fræðin.
Þá úreldist þekkingin á skömmum tíma og það getur reynst ógerlegt að vinna upp tapað forskot.“
Otæmandi
uppspretta
hugmvnda
HÁBORG æðri menntunar og
fjölmennasti vinnustaður
landsins, Háskóli íslands, er
nú á nokkrum tímamótum.
Ný lög um stofnunina em í
mótun og aukið sjálfstæði mun
valda því að stjórnendur og starfs-
lið þurfa að temja sér breytt við-
horf og starfshætti. Unnið er að þvi
að Háskólinn geri þjónustusamn-
ing við ríkisvaldið um kennsluna
við stofnunina, og er þá gert ráð
fyrir að fjárveitingar verði auknar
þannig að þær verði framvegis í
samræmi við þarfirnar. Einnig
verði gerður sambærilegur samn-
ingur um rannsóknir.
Nýtt launakerfi merkir að stjórn
skólans mun framvegis sjálf koma
að kjarasamningum við Félag há-
skólakennara og þarf að ákveða
hvernig raða beri í launastiga eftir
frammistöðu og verðleikum. Varla
verður auðvelt að gera öllum til
hæfis í þeim efnum.
Páll Skúlason, prófessor í heim-
speki, hefur nú gegnt embætti há-
skólarektors í eitt ár. Hann er
fyrst spurður hvort hann sakni
gamla starfans.
„Stundum sakna ég auðvitað
kennslunnar en þetta er skemmti-
legra starf en ég átti von á! Það er
feikilega fjölbreytt, erilsamt og
spennandi og rektor hefur marg-
vísleg samskipti við fjölda fólks af
öllu tagi, í háskólanum og utan
hans. Oft á ég mjög áhugaverðar
og upplífgandi samræður við fólk
sem á erindi við mig og skólann.
Ég hef kynnst mörgum, það er
eitt af því besta við svona starf.
Margir af bestu fræðimönnum okk-
ar segja lítið frá störfum sínum op-
inberlega vegna þess að þeir vilja
hafa næði til að einbeita sér. En
þeir komast stundum ekki hjá því
að ræða við rektor og segja honum
frá starfi sínu. Þetta gefur mér oft
tækifæri til að fylgjast með því
hvernig nýjar uppgötvanir eða
kenningar verða til.
Áður þurfti ég að sinna alls kon-
ar verkefnum fyrir utan fræða-
störfin en nú get ég einbeitt mér að
þessu eina starfi. Það er að vísu af-
skaplega lítill tími til fræðilegra
skrifa en ég bæti mér það upp með
því að lesa heimspeki á hverjum
degi.“
Lærdómssetur og fagskóli
-Háskólinn gegnir því hlutverki
að vera skjól fyrir fræðastörf en um
leið á hann að framleiða starfsmenn
og þekkingu fyrir atvinnulíf og
stjómkerfi. Er hætt við að fyrr-
nefnda hlutverkið muni eiga undir
högg að sækja í framtíðinni? Ætti
að stofna akademíu á íslandi til að
treysta stöðu hreinna fræðastarfa?
„Forsendan fyrir því að háskólinn
veiti fólki góða menntun er að kenn-
ararnir séu mjög viridr í
akademísku starfi og njóti þannig
friðar og næðis. Um leið er þetta
skjól sem skólinn veitir algjör nauð-
syn fyrir námsmenn. Þeir verða að
geta einbeitt sér fyllilega að náminu.
Þó að oft sé talað um starf með
námi tel ég heppilegra fyrir ungt
fólk, sem er að undirbúa sig fyrir
lífið, að það hafi þennan möguleika
á að helga sig alveg námi sínu í há-
skólum um nokkurra ára skeið til að
þroskast og öðlast fullt vald á þeim
fræðilegu vinnubrögðum sem nýt-
ast því síðan í lífinu. Háskólinn
verður því að veita bæði kennumm
og nemendum skjól ef hann á að
gegna hlutverki sínu.
Samtímis því að skólinn er lær-
dómssetur er hann fagskóli, hann er
blanda af þessu hvorutveggja eins
og flestir góðir háskólar i heimin-
um. Eigi háskóli að vera skapandi
stofnun þurfa menn að geta fengið í
honum hvatningu úr öllum áttum.
Stærðin þarf að vera hæfileg.