Morgunblaðið - 06.09.1998, Side 26
26 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR Landmannalaugum. Ljósmynd úr bók Roni Horn „To Place: Pooling Water“, sem ijallar um laugar á Islandi.
„ÞETTA EKKERT
SEM ER “
eftir Roni Horn
Greinarhöf-
undur er í
hópi virt-
ustu sam-
tímalista-
manna
Bandaríkj-
anna og
hefur komið
á hverju ári
til Islands
allt frá ár-
inu 1975.
Meðal
verka hennar eru átta bækur með ljós-
myndum, teikningum og textum sem
tengjast íslenskri náttúru.
S
G OLST upp innan um tré. Eg
tel þau með mikilvægustu
hlutum í lífi mínu. Samt er það
svo furðulegt að þegar ég kem
til íslands og trjálauss landslags þess þá
sakna ég þeirra aldrei. Á ferðalögum
hér í gegnum árin hefur vítt, ótakmark-
að útsýni eyjunnar líka orðið mér mjög
mikils virði. Þetta útsýni er tré Islands.
Því einn mikilvægasti eiginleiki trjáa er
hvemig þau tengja hlutina saman: jörð-
ina himninum, ljósið myrkrinu, vindinn í
laufi þess kyrrðinni sem umlykur það,
hið smáa rými innan trésins stóra rým-
inu sem það byggir. Hér á Islandi þjón-
ar rýmið þessu hlutverki og felur um
leið í sér skynjun á tilverunni sem er al-
gjörlega einstök. Veðrið á stóran þátt í
þessari skynjun á staðnum og útsýni hér
er aldrei án þess. Það veitir leiftursýn
inn í liðna tíð og stundum inn í það sem
koma skal. I útsýninu er hið nálæga og
hið fjarlæga oft álíka skýrt. Það breiðir
út lögun hnattarins í víðáttu og tærleika
sem ekki finnst á mörgum öðrum stöð-
um. Það fangar mann í einveru sem ger-
ir mann að meiri manni. Utsýnið tengir
mann veröldinni sem á Islandi er fyrst
og fremst af náttúrulegum toga, steinar
og gróður og vatn: allt eru þetta flóknir
og margþættir hlutir sem eru jafnframt
merkilega ungir.
Ég ólst upp í fyrstu úthverfum New
York borgar. Fyrsta ferð mín til útlanda
þegar ég var 19 ára, leiddi mig til ís-
lands árið 1975. Síðan þá hef ég komið
hingað einu sinni og stundum tvisvar á
ári, ár hvert. í eitt skiptið, árið 1979, var
mér unnt að dveljast í fimm mánuði.
Mestan hluta þess tíma dvaldi ég úti í
landslaginu í tjaldi og ferðaðist um á
mótorhjóli. Undir lok dvalar minnar,
höfðu þessi ferðalög leitt mig um gjör-
vallt landið, en þó fyrst og fremst um
hálendið. Víðfeðmi landsins hafði óskap-
lega mótandi áhrif á mig; það er nógu
stórt til að villast á, en þó nógu smátt til
að maður finni sjálfan sig.
Síðan þá hafa vegirnir, sem voru sér-
staklega ógreiðfærir (en höfðu þó lag á
að koma ferðalanginum í náið samband
við landið, bæði líkamlega og andlega)
verið lagaðir að hraðari og þægilegri
ferðamáta. Með malbikuðum vegum og
meiri ferðahraða fann ég samt sem áður
hvernig mitt samband við landið varð
fjarlægara, jafnvel óhlutbundnara. Að
viðhalda tengslum við landið krafðist
virkari þátttöku, meiri ábyrgðar af hendi
ferðalangsins. Þetta virtist þó smávægi-
leg fórn miðað við þá aukningu lífsgæða
sem slík framþróun hafði í fór með sér.
Meðal margra forréttinda sem
ísland nýtur (þó íslendingar
komi ekki auga á það, að ég
held) er einstök staða sögu-
lega séð miðað við aðrar menningar-
heildir nútímans. Það er að segja, að
vegna þess hve efnahagslegar framfarir
drógust á langinn á íslandi, er landið
fyrir tilviljun úr takti við aðra nútíma
menningarheima. Þið eruð úr takti
vegna þess að umhverfi ykkar, ólíkt því
sem gerist í öðrum nútíma samfélögum,
er enn óskaddað. Þetta setur landið nú, í
lok annars árþúsunds, í aðstöðu til að
horfa gagnrýnum augum upp á þá eyði-
leggingu sem önnur samfélög hafa
steypt sínu umhverfi í með óvandaðri og
hömlulausri uppbyggingu og misnotkun
á náttúrulegum auðæfum.
ísland er í aðstöðu til að bera vitni um
vafasaman afrakstur þessa athæfis. Og
það verður að nota þá þekkingu til að
setja spurningarmerki við víðfeðmi og
eðli þein-ar uppbyggingar sem það hef-
ur hug á að sækjast eftir. Olíkt öðrum
þeim menningarheimum sem framþróun
á enn eftir að setja mark sitt á, liður ís-
land ekki fyrir víðtækt ólæsi eða fáfræði
vegna ritskoðunar fjölmiðla. Þið líðið
ekki fyrir afskræmandi fátækt, óheyii-
lega mannfjölgun eða síendurteknar
náttúruhamfarir á borð við þurrka, flóð
eða óhefta útbreiðslu sjúkdóma.
Þar til nýverið virðist sem nýting á nátt-
úrulegum auðæfum hafi verið takmörk-
uð af smæð efnahagslífsins. En nú þeg-
ar efnahagslífið er farið að eflast, er
þjóðfélagið fremur reiðubúið til að íhuga
enn afdrifaríkari leiðir til þenslu, til að
mæta síauknum kröfum um meiri
allsnægtir. Og með þessum nýju mögu-
leikum er markvisst ýtt undir frekari
tæknilega afkastagetu og viljann til að
umbreyta náttúrunni, eins og það sé
nauðsyn.
Sem útlendingur hef ég fylgst með og
dáðst að staðfastri höfnun Islendinga á
erlendum áhrifum sem stofnað gætu
tungumáli ykkar í voða. Ég hef dáðst að
þeim stórfenglegu bókmenntaverkum
sem þið hafið skapað og eru svo djúp-
stæður þáttur í sjálfsvitund ykkar.
Einnig dáðist ég að elstu húsagerðarlist
ykkar og upprunalegum byggingum
sem margar hverjar voru einstæðar fyr-
ir ykkar menningu. Og svo eru hinar
fjölmörgu hliðar á félagslegri menningu
sem bera vott um upplýsingu: ein hin at-
hyglisverðasta - raunsætt umburðar-
lyndi gagnvart nánum kynnum og sú
ábyrgð sem tekin er á ávöxtum þeirra.
En nú þegar ég heimsæki eyj-
una velti ég því fyrir mér
hvort þið takið eftir þeim
hröðu breytingum sem ís-
lenskt samfélag hefur orðið fyi-ir, sér-
staklega á síðustu fimmtán árum, og
hvemig þær eru nú að byrja að hafa
áhrif á hina viðkvæmu vistfræði sem
umlykur ykkur. Náttúran umhverfis
ykkur er einstaklega viðkvæm og ein-
staklega dýrðleg vegna þess að hún er
óvenjulega ung. Og nú sömuleiðis,
vegna þess að geta ykkar til að breyta
náttúrunni og eyðileggja hana er mun
meiri en nokkru sinni fyrr.
Nútíma þjóðfélag hefur upplifað það
sem virðist vera óseðjandi þörf fyrir
neyslu - sem oft er langt umfram þarfir
einstaklingsins. Afleiðing þessa er ofnýt-
ing náttúrulegra auðæfa sem hefur eyði-