Morgunblaðið - 06.09.1998, Page 28

Morgunblaðið - 06.09.1998, Page 28
28 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ s Islendingar lögðu við hlustir þegar fréttir bárust af því að Islendingur hefði í fyrsta sinn hlotið æðstu við- urkenningu norrænna læknavísinda nú í ár. Hver er maðurinn? var spurt og ef til vill ekki nema von því að lítið hefur borið á Karli Tryggvasyni, prófessor í líf- efnafræði við Karolinska Institutet í Stokkhólmi, hér á landi í 30 ár. Anna G. Qlafsdóttir hafði engu að síður uppi á honum einn vindasaman ís- lenskan haustdag fyrir skömmu. Talið barst fljótlega að vísindunum og því hvernig Karli og tveimur rann- sóknarhópum á hans vegum hefur tekist að fínna sjúkdómsgen fimm alvarlegra erfðasjúkdóma. Morgunblaðið/Júlíus líftækninnar aldrei j afn- spennandi ISLENDINGAR kíma gjarnan og minnast orð- spors Garðars Hólm þeg- ar talað er um heims- frægð íslendinga í útlönd- um. Jafnvíst og að álykt- unin á stundum rétt á sér er að lít- ið hefur farið fyrir afrekum ann- arra Islendinga á erlendri grund í íslenskum fjölmiðlum. Ekki síst á staðhæfingin við þegar afrek hafa verið unnin á afmörkuðum sviðum vísinda og tækni. Karl Tryggva- son, prófessor í lífefnafræði, er þar ágætt dæmi enda hefur hann unn- ið að byltingarkenndum rannsókn- um á sviði læknavísinda í þrjá ára- tugi. Heldur hljótt hefur farið um hversu góðan vísindamann Islend- ingar hafa alið af sér þar til fréttir bárust af því að Karli hefði verið veitt æðsta viðurkenning nor- rænna læknavísinda iyrir skömmu. Verðlaunin eru kennd við norska útgerðarmanninn Anders Jahre og hafa aldrei verið veitt ís- lendingi áður. Karl berst ekki á. Framkoma hans er hæversk og tjáningin ber vott um einlæga vii'ðingu fyrir móðurmálinu. Hann talar skýrum, hægum rómi og áhuginn á við- fangsefninu leynir sér ekki. Nýjar og hvetjandi upplýsingar spretta fram. Heimur líftækninnar hefur aldrei verið jafnspennandi svo tal- að er um að flóðgátt gagnlegra upplýsinga í baráttunni gegn ill- vígum sjúkdómum eigi eftir að bresta innan 10 ára. Rannsóknirn- ar eru vísindamanninum nautn og fjarstæða að ætla að afmarka þeim tímaramma frá 9 til 5. Meira að segja sumarfríum hefur verið ýtt til hliðar í fjölda ára. Engin ástæða til að taka hlé frá jafnfullnægjandi verki. Leit og sköpun En Karl ætlaði sér ekki alltaf að verða læknir. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1967 var stefnan tekin á nám í arkitektúr við háskólann í Oulu í Norður-Finnlandi. Húsagerðarlist Alvars Aalto heillaði og hinn frjálsi andi ‘68 kynslóðarinnar sveif yfir vötnunum. Smám saman varð Karli hins vegar ljóst að hann væri ekki á réttri hillu. Hann ákvað að söðla um og hóf nám í læknisfræði við læknadeild háskólans árið 1970. Karl lauk almennu lækna- prófi frá háskólanum árið 1975 og doktorsgráðu árið 1977. Með náminu stundaði hann rannsóknir. „Ég fann fljótlega hvað rannsóknirnar áttu vel við mig. Ef til vill tengist ástæðan því að ákveðin líkindi eru á milli starfs vísindamannsins og listamannsins. Vísindamaðurinn er, eins og lista- maðurinn, alltaf að leita og skapa. Vinnutími læknis í rannsóknum er heldur ekki jafn niðumjörvaður og vinnutími læknis á sjúkrahúsi. Vís- indamaðurinn verður að hafa frelsi til að vinna þegar honum hentar best,“ segir Karl. Eftir doktorsprófið lá leiðin til Bandaríkjanna og starfaði Karl við National Institute of Health í Washington í rúmt ár. Karl sér- hæfði sig því næst í meinefnafræði í Finnlandi og hélt að því búnu aft- ur til Bandaríkjanna þar sem hann var aðstoðarprófessor við Rutgers Medical School í New Jersey á árabilinu 1983 til 1985. í dvölinni lagði hann stund á sameindalíf- fræði og fór að þreifa sig áfram í rannsóknum á sviði genatækni. Enn lá leiðin til Finnlands og var Karl prófessor í lífefnafræði við háskólann í Oulu frá 1985 til 1995. Sama ár var honum boðið að taka við starfi prófessors í lífefnafræði við Karolinska Institutet í Stokk- hólmi. Karl segist ekki með nokkru móti hafa getað afþakkað tilboðið enda hafí honum staðið til boða eins góð rannsóknaraðstaða og hugsast gat. Nú stýrir Karl rann- sóknum 35 vísindamanna í tveimur löndum. Annars vegar er um að ræða 25 manna hóp við Karolinska Institutet og hins vegar 10 manna hóp í svokölluðu Biocenter í Oulu. Biocenter stofnaði Karl ásamt samstarfsmanni sínum árið 1987. Rannsóknastofan er ein virtasta rannsóknastofa í öllu Finnlandi í dag. Þar íýrir utan gegnir Karl ýmsum trúnaðarstörfum og hefur t.a.m. átt sæti í sænsku Nóbels- verðlaunanefndinni í læknisfræði í tvö ár. Doktorsverkefnið tekið upp Eins og stendur felst megin- þungi rannsóknanna í doktors- verkefni Karls frá því á námsárun- um í Finnlandi. „Ég skrifaði dokt- orsverkefni um arfgengan erfða- sjúkdóm í nýrum. Sjúkdómurinn er nokkuð algengur í Finnlandi enda hefur verið talið að einn af hverjum 60 beri erfðaefnið. Ef smitberar eignast saman barn eru 25% líkur á því að barnið fæðist með sjúkdóminn. Foreldrarnir hafa þurft að horfa upp á börnin þjást og tútna út með svipuðum hætti og börn með næringarskort. Eina vonin hefur falist í því að halda börnunum á Iífi í nýmavél þar til hægt hefur verið að fram- kvæma nýmaskipti. Aðgerðin hef- ur heldur ekki alltaf tekist og þá hafa börnin dáið innan tveggja til þriggja ára.“ wm&sis8&!íi KARL sarir að alefrei hafi alvarfega komið tiig^eina *að vinna að rann- sóknunumJiér heima. Aðstæður til vísindárannsókna séu einfaláléga mun betri á hinum Norðurlöndunum. C r jg- T OsLiÉÉk. V. 1 x

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.