Morgunblaðið - 06.09.1998, Síða 32

Morgunblaðið - 06.09.1998, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. DOMAR OG DÓMSTÓLAR ATHYGLISVERÐAR rökræð- ur hafa farið fram hér í Morg- unblaðinu í sumar um dóma og gagnrýni á dómstóla og þá ekki sízt Hæstarétt. Þessar umræður hafa fyrst og fremst snúizt um dómsniðurstöðu Hæstaréttar frá 22. maí sl. í skaðabótamáli. Niður- staða Hæstaréttar var gagnrýnd af ýmsum lögmönnum í viðtölum við Morgunblaðið. I framhaldi af því fóru fram athyglisverð skoð- anaskipti hér í blaðinu á milli Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl., sem var sækjandi í skaðabótamálinu og gagnrýndi dóm Hæstaréttar ásamt fleiri lögmönnum og Jakobs R. Möller, hrl. formanns Lög- mannafélags íslands, sem í leiðara í Lögmannablaðinu hvatti lög- menn til að gæta hófsemdar í orðalagi, þegar þeir gagnrýna dómsniðurstöður. Alþingi hefur tvívegis sett lög- gjöf um skaðabótamál á undan- förnum árum. Hin fyrri lög tóku gildi 1. júlí 1993 og samkvæmt þeim var svonefndur margfeldis- stuðull 7,5 en sá stuðull var hækk- aður með seinni lagasetningu á ár- inu 1996 í 10. I dómi Hæstaréttar, sem upp var kveðinn 22. maí sl. var tekizt á um skaðabætur vegna slyss, sem varð 4. október 1993 eða rúmum þremur mánuðum eftir að hin fyrri lög voru sett en dómur er hins vegar kveðinn upp u.þ.b. tveimur árum eftir síðari laga- setningu. Hæstiréttur ákvað að fylgja ákvæðum hinna fyrri laga m.a. með svofelldum rökstuðn- ingi: „Ekki verður annað séð en að þau ákvæði skaðabótalaganna, sem hér er um fjallað, þ.e. 5.-7. gr. eins og þau voru við setningu laganna 1993 hafi stuðst við mál- efnaleg sjónarmið og ekki falið í sér mismunun. Að öllu athuguðu verður að telja, að ekki hafi verið sýnt fram á það í málinu, að lögin hafi ekki getað þjónað ofan- greindu markmiði og verði því ekki beitt um tjón áfrýjanda. I þeim fólst skýrt og ótvírætt mat löggjafans sem við svo búið verð- ur ekki haggað af dómstólum. Líta verður svo á, að með nýjum margfeldisstuðli 6. gr. skaðabóta- laga, sem ákveðinn var með lög- um nr. 42/1996 hafi komið fram breytt mat löggjafans á þeim tíma. Lög þessi öðluðust gildi 1. júlí 1996 eins og fyrr var getið og er þar ekki gert ráð fyrir því, að hinu nýja ákvæði verði beitt um mál, sem eiga rætur að rekja til fyrri tíma. Er því ekki grundvöll- ur til þess, að dómstólar beiti ákvæðinu með þeim hætti.“ Af þessum orðum er ljóst, að Hæsti- réttur túlkar eigið svigrúm mjög þröngt. I þessu tiltekna máli er sú óvenjulega staða uppi, að Alþingi sjálft kemst að þeirri niðurstöðu þremur árum eftir setningu skaðabótalaganna frá 1993, að margfeldisstuðull þeirra laga sé ekki viðunandi og hækkar hann. Þegar dómur Hæstaréttar er kveðinn upp liggur því fyrir ótví- ræð niðurstaða Alþingis þess efn- is, að með þeim lögum, sem Hæstiréttur byggir á sé réttlæt- inu ekki fullnægt gagnvart tjón- þolum. Það liggur í augum uppi, að frá sjónarhóli tjónþola í þessu tiltekna máli og öðrum sambæri- legum málum er réttlætinu ekki fullnægt, ef mál þeirra eru dæmd skv. lögum, sem löggjafarvaldið sjálft hefur komizt að niðurstöðu um, að séu óréttlát. Meirihluti Hæstaréttar lítur hins vegar bersýnilega svo á, að dómstóllinn hafi ekki heimild til að dæma eftir hinum nýrri lögum. Einn dómaranna í Hæstarétti, sem um málið fjallaði, komst hins vegar að annarri niðurstöðu um þetta tiltekna atriði. I sératkvæði Hjartar Torfasonar segir: „Þessu til viðbótar er það höfuðatriði í málinu, að Alþingi kvað ekki sér- staklega á um gildistöku stuðuls- ins 10 við setningu laga nr. 42/1996 heldur aðeins um gildis- töku laganna sjálfra. Unnt var að segja skýrum stöfum, hliðstætt því, sem var í 28. gr. laga nr. 50/1993, að stuðullinn 7,5 ætti að gilda við uppgjör á tjóni af slysum, sem orðið hefðu fyrir 1. júlí 1996 en þetta var ekki gert. Verður að telja, að dómstólar hafi þannig svigrúm til að ákveða eftir al- mennum reglum laga, hvort annað eigi við ... Er rétt að hann (þ.e. tjónþoli) njóti þess, að löggjafinn hefur endurskoðað mat sitt á stuðlinum og komizt að þeiiri nið- urstöðu, sem leiðir til hærri bóta.“ Þegar horft er til allra málsat- vika og þeirra röksemda, sem fram koma í forsendum Hæsta- réttar og sératkvæði eins dómar- anna er auðvelt að rökstyðja þá efnislegu niðurstöðu, að með dómi Hæstaréttar frá 22. maí sl. hafi réttlætinu ekki verið fullnægt. Það blasir því við, að þegar lög- gjafarvaldið sjálft, sem gengur frá lagatextanum með þeim hætti, að meirihluti Hæstaréttar telur sig bundinn af honum, horfist í augu við dómsniðurstöðu sem þessa hlýtur Alþingi að leggja stóraukna áherzlu á að bæta löggjafarstarfíð þannig að hinn almenni borgari búi ekki við ranglæti af þessu tagi, þurfi hann að leita til dómstóla. Málefnalegar umræður um dómsniðurstöður, hvort sem er héraðsdóma eða Hæstaréttar, þurfa að aukast. Dómstólarnir þurfa aðhald alveg eins og allir aðrir. Það aðhald fá þeir með slík- um umræðum, sem þeir eiga ekki að vera viðkvæmir fyrir. I þessum umræðum hefur komið fram, að einstakir dómarar við Hæstarétt vinni töluvert að gerð lagafi-um- varpa. Þótt þeir í slíkum tilvikum taki ekki þátt í meðferð mála, sem byggjast á þeirri löggjöf er aug- ljóst, að slík tengsl á milli dóms- valds, framkvæmdavalds og lög- gjafarvalds eru ekki við hæfi og þau á að rjúfa umsvifalaust. Drottins í áhrifamesta kvæði sínu, Sendibréfi. Ég sé ekki betur en kvæði Bjarna, Eftir barn, sé einhverskon- ar mótmæli gegn nýalistískum til- hneigingum sem fram komu í kvæði frá þessum tíma þar sem talað er um framliðna manneskju sem plöntu sem nú hafi loks sprungið ærlega út á öðrum hnetti. En þannig á jafnvel nýalisminn rætur í andlegum átökum á þessum tíma og Bjarni Thorarensen hefur þá lík- lega verið fyi-stur íslendinga að hafna honum opinberlega. Það ætti þó að vera undrunarlaust þegar hafðar eru í huga trúarskoðanir hans að öðru leyti. En þær voru Jónasi þannig fyrirmynd eins og sjá má af fyrrnefndum tilvitnunum. Um jólin 1844, eða skömmu áður en andinn kom til hans með Svo rís um aldir, ef notað er orðfæri hans sjálfs í bréfi frá 28. apríl þá um vor- ið, yrkir Jónas dálítið erindi um trú- arsannfæringu sína og telur sig hafa rök fyrir himneskri sælu þrátt fyrir heimskulega aðför að tilvist guðs. Eitthvað hefur kallað á þetta and- svar, en ókunnugt. Líklega helzt sú tízka að afneita guðdómnum og gera atlögu að allri guðstrú. Það var önd- vert Jónasi og raunar augsýnilega eitur í beinum hans. Ég get hvergi komið auga á neina efahyggju í verkum hans, nema síður sé; a.m.k. enga þá efahyggju sem hafði trufl- andi áhrif á guðstrú hans. Hann fór með þá sannfæringu í gröfina „að á sælum sanni er enginn vafi“. M. Fyrstu eftirmæli Jónasar sem fjalla um barn Björns Gunn- laugssonar og ég hef áður minnzt á yrkir tvítugur skólapiltur og segir þar undir lokin, Þær munu skærstar, er þér skýi borin líðið til ljóss sala, fagurt skart yðar friðarklæðis, glansperlur glóa. Það er líklega minni tilviljun en halda mætti hvað þessi líking á mik- ilsverðar sameiginlegar forsendur í kvæðum Einars Benediktssonar en þó einkum í Stórasandi þegar skáld- ið segir, þar glitra tár, sem djúpur harmur felldi. Það er þannig áþreifanlegt og augljóst samhengi í skáldskapar- málum, hugmyndaflæði og Ijóð- rænni sýn þeirra skálda sem lögðu úr hlaði rómantísku stefnunnar og fóru síðasta teyming hennar inní þá öld sem við nú lifum. Þótt ólíkir séu, þá eru trúarleg hugmyndatengsl Bjarna Thorarensens og Jónasar Hallgrímssonar ævinlega augljós og raunar svo sjálfsögð að Jónasi þykir ekkert eðlilegra en taka upp erindi eftir þennan andlega Ieiðtoga sinn og yrkja það upp og inní kvæði sitt, Ad amicum, þar sem það fellur full- komlega að ljóðaflokknum. Bjarni Thorarensen hafði sagt í kvæði sínu til Rannveigar systur sinnar þegar hún missti mann sinn ungan í ægi- legu slysi í Kötlu- hlaupi, elskan eilífa, sem alheim faðmar, berst þá nær ogbætirúrsorgum. Og í kvæðinu Eftir barn segir hann enn, bar hana sinna beggja breiðra vængja á milli þangað hvar eilíf elska eymdalaus drottnar. Þessar hugmyndir grípur Jónas á loft og enduryrkir inní Ad amicum þar sem þær birtast með svofelldum hætti í 11. erindi _ og minnir einna helzt á aðferð hans við þýðingar, Elskan eilífa allt sjáandi, miskunnar hrærðist yfir mannsins neyð, sá var einn, að hún ofan sendi, helgur engill, _ það var hulið ráð. Hér er elskan eilífa enginn annar en Kristur í kvæðum beggja skálda, svo augljóst sem það er með tilliti til trúar þeirra og guðshugmynda; kærleikstáknið. Þessi sama hugsun kemur fram í öðrum kveðskap þar sem talað er um Krist og staðfestir þannig skýringuna, t.a.m. hjá Stein- gn'mi (Vegur elskunnar, Ást og dauði) og sr. Matthíasi. Páll Jóns- son segir í sálmi sínum, Enn í trausti elsku þinnar _ og ávarpar guðs son þeim orðum. Áður hafði Sigurður Pétursson talað um elsku HELGI spjall Afríka, einkum og sér í lagi sá hluti álfunnar sem liggur sunnan Sa- hara, virðist gjarnan vettvangm- eintómra vandamála; fréttir frá Af- ríku hafa aðallega fjallað um milliríkja- eða borg- arastríð, kúgun og misrétti, hungursneyð og fátækt, umhverfisvanda og eyðileggingu. Sá, sem heimsækir Afríku, kemst hins vegar ekki hjá því að heillast af henni. Margir sækja til Afríku vegna dýralífs og náttúru- fars, en margbreytileiki mannlífsins er ekki síður heillandi, menningin merkileg blanda af gömlu og nýju. Það sækir óneitanlega á gest- inn að það stolta og yfirleitt jákvæða fólk, sem byggir þennan heimshluta, eigi betra skilið. Stjórnar- farslegt ólán elti Afríku saga afriku undanfarnar aldir er mikil átakasaga og engu líkara en að allt fram á seinustu ár hafi stjórnarfars- legt ólán elt þennan heimshluta. Seint á síðustu öld lögðu Evrópuríki álfuna nánast alla undir sig í miklu nýlendukapphlaupi. Stjórnarfar Evrópumanna var misgott, eins og dæmin sanna. Afríkumenn voru gerðir að annars flokks þegnum í eigin landi og í sumum tilvikum voru framin þjóðarmorð; 1904-1905 felldu þýzkir her- menn t.d. fjóra fimmtuhluta Herero-þjóð- flokksins í Suðvestur-Afi-íku, 65.000 manns, eftir að Hereromenn höfðu gert uppreisn gegn þýzkum yfirráðum. Minnis- merki um nokkra tugi þýzkra hermanna, sem féllu í bardögum „gegn hinum upp- reisnargjörnu Herero“ stendur enn í bæn- um Swakopmund í Namibiu og þegir um hina raunverulegu atburði en segir sína sögu um það hvernig Evrópumenn litu á íbúa nýlendnanna. Yfirráð Evrópumanna í Afríku röskuðu verulega hinum hefðbundnu ættbálkasam- félögum. Landamæri nýlenduveldanna voru dregin án tillits til þjóðflokkasamfé- laga eða vistkerfa, stundum einfaldlega eftir reglustiku. Hvers kyns samtök Af- ríkumanna voru barin niður á nýlendutím- anum, vegna ótta valdhafanna við að þau nýttust í þágu sjálfstæðisbaráttunnar. Þegar nýlenduveldin ákváðu síðan skyndi- lega að sleppa hendinni af Afríku og ný- lendurnar urðu að sjálfstæðum ríkjum - um 40 ný ríki urðu til í álfunni á árunum 1960-1975 - var langt í frá að hin evrópska þjóðríkishugmynd, sem afrískir sjálfstæð- issinnar héldu sjálfir á lofti, væri í nokkru samræmi við afrískan raunveruleika. Hin nýju ríki voru þjóðernislega sundurleit, ríkisvaldið veikt og skorti lögmæti í aug- um þegnanna. Viðbrögð flestra hinna nýju valdhafa voru þau að tryggja sig í sessi með því að einoka ríkisvaldið og stofnanir þess, koma á eins flokks kerfi og treysta yfirráð sín með því að setja á stofn nokkurs konar lénsveldi; nýta ríkiskassann í eigin þágu og veita einstaklingum, sem skiptu máli, t.d. ættbálkahöfðingjum, hlutdeild í ráns- fengnum. Margar þessar ríkisstjórnir störfuðu undir merkjum „afrísks sósíal- isma“. Því var gjarnan haldið fram að sós- íalismi væri hið náttúrulega stjórn- og efnahagsskipulag í Afríku, ætti rætur í hefðbundinni menningu Afríkubúa. Sum Afríkuríki fluttu inn sovézkt áætlanakerfi og fengu fjárstuðning frá Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra. Onnur nutu stuðn- ings Vesturlanda, sem spurðu fárra spurninga um stjórnarfarið svo lengi sem þessi ríki nýttust sem mótvægi gegn áhrifum Sovétmanna. í þessum ríkjum var ríkisvaldið sömuleiðis allsráðandi í efnahagslífinu. Sú fjárhagsaðstoð, sem átti að stuðla að þróun efnahags Afríku- ríkja, kom hinum almenna borgara yfir- leitt að litlum notum; fór í gæluverkefni einræðisherranna eða endaði í þeirra eig- in vasa. í flestum Afríkuríkjum fór að síga verulega á ógæfuhliðina í efnahagsmálum á áttunda áratugnum og víða dróst lands- framleiðsla saman ár eftir ár. Allt varð þetta til þess að hlutskipti Afr- íkumanna batnaði lítið eða ekkert frá því sem verið hafði á nýlendutímanum; eins og annars staðar þar sem hann hefur verið reyndur framleiddi sósíalisminn ekki neitt nema skort og um síðir kallaði fámennis- stjórnin yfir sig nýja andspyrnuhreyfingu, sem krafðist pólitískra umbóta. hrun heims- Ný áherzla á kommúnismans og lok kalda stríðsins hafa haft í för með sér veruleg um- skipti í afrískum efnahags- og stjórnmálum á þessum ára- tug. Þessar breytingar gefa ástæðu til vissrar bjartsýni um að hugsanlega séu betri tímar framundan í álfunni. í fyrsta lagi neyddist heimsbyggðin, Afríka þar á meðal, til að kyngja því að sósíalisminn hefði gengið sér til húðar - hann komst endanlega úr tízku, ef svo má segja. í öðru lagi hættu Sovétríkin efnahagslegum og hernaðarlegum stuðningi við ýmis Airíku- ríki. Af því leiddi meðal annars að friðsam- leg lausn fannst á ýmsum svæðisbundnum deilum, sem kalda stríðið hafði áður magn- að upp. í þriðja lagi hættu vestræn ríki að veita einsflokksríkjum skilyrðislausan stuðning og hættu að taka mark á afsökun- um vanhæfra valdhafa fyrir lélegu stjórn- arfari. Vesturlönd fóru í auknum mæli að binda þróunaraðstoð _ sína skilyrðum um pólitískar umbætur. í fjórða lagi byrjuðu alþjóðlegar lánastofnanir, einkum Alþjóða- bankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, að setja Afríkuríkjum ný skilyrði fyrir lækkun skulda og áframhaldandi fjárhagsaðstoð. Mörg Afríkuríki hafa nú skuldbundið sig til að hrinda í framkvæmd áætlunum um um- bætur í efnahagsmálum, sem miða að því að koma á frjálsu markaðshagkerfi, lækka skuldir og ná jafnvægi í ríkisbúskapnum. í fimmta lagi má líta á endalok Apartheid- stefnunnar í Suður-Afríku sem óbeina af- leiðingu af lokum kalda stríðsins. Fyrir vikið er einangrun Suður-Afríku úr sög- unni og margir Afríkumenn vonast tO að þetta öflugasta ríki sunnanverðrar Afríku geti veitt þá efnahagslegu og pólitísku for- ystu, sem álfan þarfnast svo mjög. Sumir halda því fram að þessir atburðir síðustu ára hafi haft í för með sér að Vest- urlönd hafi á nýjan leik tekið við stjórn mála í Afríku. Að minnsta kosti hafa flest ríki álfunnar tekið þann kost að stefna að vestrænu lýðræði og vestrænu markaðs- kerfi. Þær raddir eru háværar í Afríku, og raunar á Vesturlöndum líka, að nýlendu- stefnan hafi með þessu gengið í endurnýj- un lífdaga. En ekki er hægt að horfa framhjá því, að Afríkuríkin hafa sjálf beð- ið um aðstoð og íhlutun Vesturlanda. Og staðreyndin er sú að vestrænt lýðræði og markaðshagkerfi, sem eru óaðskiljanlegir hlutir, hafa reynzt bezt til þess fallin að tryggja þjóðfélagslega sátt og efnahags- lega hagsæld. Aðrar lausnir hafa ekki gengið upp. Frumkvæði Afríkuríkjanna í þessum efnum á síðustu árum stuðlar aukinheldur að því að sú aðstoð, sem þau fá frá iðnríkjunum, nýtist sem skyldi. Afríka á ennþá langt í land, bæði hvað varðar lýðræði og markaðshagkerfi. Það er þó áfangi út af fyrir sig að síðan 1990 hafa a.m.k. 28 Afríkuríki af 48 horfið frá eins- flokkskerfi og tekið upp fjölflokkakerfi og kosningar. í sumum tilfellum hafa kosning- arnar verið meingallaðar, í öðrum ríkjum hafa nýir valdhafar fljótt tekið upp hætti gamla stjórnarflokksins og reynt að berja niður alla stjórnarandstöðu, með góðu eða illu. í Malaví er það til dæmis á allra vitorði að stjórnarflokkurinn heldur meirihluta sínum í þinginu með því að borga þing- mönnum, sem áður studdu stjórnarand- stöðuflokka. Víðast hvar skortir lýðræðis- hefð og ábyrgð stjórnmálamanna gagnvart kjósendum er litin öðrum augum en á Vesturlöndum - enn er víða litið svo á að þingmenn séu kjömir til að vinna að þröngum hagsmunum ættbálks síns eða héraðs og kjósendur haga atkvæði sínu fremur eftir því hver frambjóðandinn er en lýðræði og markaðskerfi REVKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 5. september Morgunblaðið/Snorri Snorrason nupsarfoss því hverjar skoðanir hans eru. Engu að síð- ur eru fjölflokkakosningar skref í áttina. Lýðræði á líka skrykkjótta sögu víða á Vesturlöndum. Hvað frammistöðuna í efnahagsmálum varðar, er það athyglisverð staðreynd að í engum heimshluta var hagvöxtur hraðari á síðasta ári en í Afríku sunnan Sahara, 4,6% af landsframleiðslu. Ekki er þó allt sem sýnist. Fólki fjölgar um meira en 3% á ári í Afríku og þess vegna er talið að hagvöxtur- inn þurfi að verða meiri en 6% á ári, eigi að takast að draga úr fátæktinni í álfunni. Enn lifa meira en 40% Afríkumanna, sem eru 600 milljónir talsins, á minna en einum dollar, eða sjötíu krónum, á dag. Ljóst er að Afríkuríkin verða áfram um langt árabil háð erlendri aðstoð. Efnahags- stjórnin skiptir hins vegar miklu um það, hvernig sú aðstoð nýtist. Að mati Alþjóða- bankans skiptir litlu máli hversu miklum peningum er mokað í lönd, þar sem efna- hagsstjórn er í molum; almenningur finnur lítið fyrir því. Sé efnahagsstjórn hins vegar í góðu horfi, telur bankinn að aðstoð, sem nemur 1% af landsframleiðslu, dragi úr fá- tækt um 1% á ári og minnki barnadauða að sama skapi. Alþjóðabankinn telur að væri aðstoð við Afríku sem heild aukin um fjórð- ung myndu átta milljónir manna á ári kom- ast upp fyrir fátæktarmörk. Væri sömu upphæð dreift til þein-a ríkja eingöngu, sem hafa gengið lengst í efnahagsumbót- um, myndi fátækum fækka um 40 milljónir á ári. Ekki skiptir minna máli að skilvirkt markaðskerfi er ein helzta forsenda þess að það takist að laða til Afríku þá erlendu fjárfestingu, sem þróunarlöndin vantar sárlega. Til þessa hefur aðallega Suður- Afríku tekizt að fá til sín alþjóðlega fjár- festa, en á móti kemur að suður-afrísk fyi-irtæki hafa á síðustu árum aukið veru- lega fjárfestingar sínar í öðrum Afríku- ríkjum. Aðstoð ís- lands við Afríku ISLAND hefur til þessa ekki lagt sérstaklega mikið af mörkum til aðstoðar við Afríkuríki eða til þróunaraðstoðar yf- irleitt. Þetta er þó að breytast; Þróunar- samvinnustofnun íslands starfar nú í fjór- um Afríkuríkjum og ríkisstjórnin hefur samþykkt að auka framlag íslands til tví- hliða þróunaraðstoðar á næstu árum. ís- lendingar hafa enga ástæðu til að láta sitt eftir liggja í þróunarsamvinnu. Þvert á móti er Island betur til þess fallið en mörg önnur vestræn ríki að veita Afríkjuríkjum hjálp og góð ráð. Það liggur ekki sízt í því að Island er ekki fyrrverandi nýlenduveldi og verður ekki sakað um nútímanýlendu- stefnu eins og sum önnur Evrópuríki, með röngu eða réttu. ísland var þvert á móti, rétt eins og samstarfsríkin í Afríku, bláfá- tæk og vanþróuð hjálenda allt fram á þessa öld en hefur nú komizt í röð ríkustu landa heims með skynsamlegri nýtingu náttúru- auðlinda og þess auðs, sem býr í þjóðinni sjálfri. Saga þess, hvernig ísland varð bjargálna, ætti því að geta orðið öðrum hvatning. Islendingar geta ekki heldur sett sig í dómarasæti yfir Afríkumönnum, eins og Vesturlandabúum hættir til að gera, og sagt að menning þeirra valdi því að þeir eigi aldrei eftir að ná jafnlangt og við Evr- ópumenn. Merk menningararfleifð íslend- inga skilaði þjóðinni öldum saman engum efnahagslegum framförum. Á síðustu öld voru íslendingar enn í svipaðri stöðu og Afi-íkumenn í dag, drógu fram lífið á sjálfs- þurftabúskap. Reyndar var sá mikilvægi munur á, að flestir kunnu að lesa og skrifa en í Afríku er helmingur íbúanna enn ólæs. En það voru ekki sízt erlend áhrif, hug- myndir, þekking og fjármagn, sem leystu úr læðingi efnahagslegan sköpunarkraft ís- lenzku þjóðarinnar. Sú spurning vaknar, þegar menn fá nasasjón af hinni heillandi menningu Af- ríku - myndlist, tónlist, dansi og frásagnar- list - hvernig sá sköpunarkraftur, sem þar kemur fram, geti orðið drifkraftur efna- hagslegra framfara. Svarið er það sama og á íslandi; menntun og þekking skipta mestu. Á það eiga íslendingar þess vegna að leggja aðaláherzlu í þróunarsamvinnu sinni. Framtak á borð við stofnun Sjávar- útvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna, sem hóf starfsemi hér á landi fyrir nokkrum dögum, getur stuðlað að því að aðrir geti endurtekið það, sem okkur tókst. Sú þekk- ing og reynsla af fiskirannsóknum og i'ekstri sjávarútvegs, sem íslendingar miðla í tvíhliða þróunarsamstarfi sínu skiptir líka miklu máli. En það skiptir ekki síður máli að leggja áherzlu á grunnmennt- unina; að kenna fólki að lesa og skrífa. Það er undirstaða ótalmargs annars, til dæmis þess að fyrirtæki fái hæft vinnuafl og að al- menningur í Afríku geti myndað sér sjálf- stæðar skoðanir á stjórnmálum. Almennt læsi og bætt grunnmenntun bætir því bæði efnahag og stjórnarfar. Það er ánægjuefni að Þróunarsamvinnustofnun hefur nú ákveðið að hasla sér völl í bæði mennta- og heilbrigðismálum á komandi árum, í stað þess að leggja alla áherzlu á fiskveiðar og fiskirannsóknir. Það er full ástæða til þess að Islendingar haldi áfram að efla þróunaraðstoð sína við Afríku. Val íslands á samstarfsríkjum í suðurhluta Afríku virðist heppilegt; í Malaví, Mósambík og Namibíu hafa um- skipti átt sér stað bæði í stjórnmála- og efnahagslífi á síðastliðnum árum, í átt til lýðræðis og markaðskerfis. Þessi lönd eru ágætir fulltrúar þeirrar umbreytingar, sem orðið hefur í Áfríku á þessum áratug og allar líkur á að aðstoð við þau geti nýtzt eins og bezt verður á kosið. Við höfum þeg- ar látið margt gott af okkur leiða þar og getum og eigum að halda því áfram. „íslendingar geta ekki heldur sett sig í dómarasæti yfír Afríkumönn- um, eins og Vest- urlandabúum hættir til að gera, og sagt að menn- ing þeirra valdi því að þeir eigi aldrei eftir að ná jafnlangt og við Evrópumenn. Merk menningar- arfleifð Islendinga skilaði þjóðinni öldum saman eng- um efnahagsleg- um framförum.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.