Morgunblaðið - 06.09.1998, Side 38
38 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐ leitum stundum
langt yfir skammt
þegar við erum að
leita að afreksfólki í
íþróttum. Tökum
eftir sumum íþrótta-
greinum, ekki öðrum. Tökum eftir
sumu fólki, ekki öðni.
Samt er mér óskiljanlegt hvem-
ig hægt er að taka ekki eftir Eddu
Lúvísu Blöndal, Islandsmeistara
kvenna í karate þrjú ár í röð - bæði
í kúmíte og í kata, en venjan er að
fólk sérhæfi sig í annarri hvorri
greininni. Edda tók þátt í opnu
dönsku meistaramóti í lok febrúar,
Liven cup, þar sem hún vann 1.
verðlaun í kumite og 2. verðlaun í
kata, sem hún segir að hafi verið
mjög skemmtilegt, vegna þess að
hún hefur áhuga á að keppa í báð-
um greinum og það hafi verið
ómetanlegt að vera í einu af efstu
sætunum í báðum greinum.
Edda tók svart belti í mars síð-
astliðnum. Fram til þessa hafa
fjórar íslenskar konur tekið svart
belti; þær eru allar hættar að
keppa, nema Edda.
„Því miður er það oft þannig hjá
karateiðkendum, að þegar þeir
taka svart belti, þá er eins og þeir
haldi að þeir hafi náð lokatak-
marki,“ segir Edda. „Þetta er mikil
synd, því þá er maður einmitt að
komast á það stig að geta þroskað
sitt eigið karate með þeim áherslu-
punktum sem maður velur sjálfur.
Sjóndeildarhringurinn innan kara-
te er orðinn það víður að maður er
dálítið farinn að velja sína eigin
leið. Svarta beltið er ný vítamín-
sprauta og maður öðlast ákveðið
frelsi með því.“
I prófunum í vor tók ég eftir því
að þú hafðir ekki hugmynd um að
þú ættir að fara í svarta beltið.
Hvemig stóð á því?
„Það eru óskráðar reglur í kara-
te að maður spyr ekki þjálfarann
sinn hvenær maður á að taka
svarta beltið. Reglan er sú að þú
hafir síðasta brúna beltið í sex
mánuði. En flestir eru með brúna
beltið lengur og það er litið á þenn-
an tíma sem undirbúningstíma fyr-
ir svarta beltið. Þá fylgist þjálfar-
inn með þinni þróun og hvort þú
sért að taka á þínum vanköntum.
Maður bíður eftir að þjálfarinn til-
kynni: Nú átt þú að taka svarta
beltið. Við fyrsta tækifæri eftir
það, þegar sensei kemur í heim-
sókn, má maður búast við því að
vera sendur í próf.
Mér bauðst að æfa í Noregi, hjá
seinsei Poh Lim, sem var búsettur
á íslandi um nokkurra ára skeið.
Ég æfði hjá honum í febrúar og
mars og í mínum huga var það
undirbúningur fyrir svart belti, án
þess að ég vissi hvenær að prófinu
kæmi. Ég vissi að vísu að ef vel
tækist, ætti ég möguleika á að taka
það í æfingabúðum í Noregi í júní.
Þannig að þegar mér var tilkynnt í
mars á Islandi að ég ætti að þreyta
prófið, þegar sensei var hjá okkur í
heimsókn, kom það mér heilmikið á
óvart. En ef sensei segir „próf‘, þá
fer maður í próf.“
Losnaði við unglingaveikina
Árangurinn sem Edda hefur
náð, er með ólíkindum þegar tekið
er tillit til þess að hún var orðin
sextán ára þegar hún byrjaði að
æfa karate. En hvers vegna byrj-
aði hún ekki fyrr?
„Því er erfitt að svara. Ætli ég
hafi ekki bara verið upptekin af því
að vera unglingur. Æfingarnar
vógu svo upp á móti unglingaveik-
inni. Ég þori ekki alveg að segja
hvort kom fyrst, en það hefur ör-
ugglega komið út skrýtin blanda
þarna á milli.“
Hvernig datt þér í hug að fara í
karate?
„Þetta var liður í minni enda-
lausu þrá eftir einhverju öðruvísi
en þessu venjulega íþróttalífi á ís-
landi; handbolta, fótbolta, körfu-
bolta. Ég hef alltaf verið mjög
íþróttalega sinnuð en sjaldan enst
lengi í neinni grein. Ég barðist við
bróður minn, sem er sjö árum eldri
en ég á öllum sviðum - andlegum
Karateíþróttin er smám saman að ryðja
sér til rúms hér á landi. Þessi göfuga
íþrótt sem ekki þjálfar hugann síður en
líkamann, hefur þó átt undir högg að
sækja og verið kölluð slagsmálaíþrótt.
Súsanna Svavarsdóttir ræddi við þrefald-
an Islandsmeistara kvenna í karate, Eddu
Lúvísu Blöndal, um feril hennar og gildi
þess að geta varið sig.
sem líkamlegum. Hann er fjölhæf-
ur íþróttamaður og frábær körfu-
boltamaður, en ég gat yfirleitt ekki
hitt í körfuna. Því varð ég að snúa
mér að einhverju sem hann var
ekki mjög góður í. Hann stríddi
mér mikið, við slógumst eins og
hundur og köttur - en slagsmálin
voru aldrei alvarleg og við höfum
alltaf verið góðir vinir. Annars var
ég örugglega alger plága sem litla
systir; fór með honum á körfu-
boltaæfingar og lá á skráargatinu
þegar vinir hans voru í heimsókn.
Ég lærði fljótt að nýta mér langa
og sterka fótleggi og þá kosti sem
fylgdu því að vera minni og léttari
en hann og því oft fljótari og lipr-
ari. Ég lærði á þessum árum að
gefast aldrei upp. Þetta hef ég svo
getað nýtt mér vel í karate.“
Forsenda þess að geta verið
sjálfstæður einstaklingur
Og víst er hún lipur og leggja-
löng; reyndar hávaxin, grönn, ljós-
hærð, tignarleg; hrein fegurðardís
- og þeim mun undarlegra að hún
skyldi ekki velja hefðbundna, kven-
lega leið, t.d. tískusýningar, orðin
sextán ára og allt það.
„Allt sem ég veit að ég get ekki
fer alveg svakalega í taugamar á
mér. Þegar ég var sextán ára og
fór að fara niður í miðbæ, þar sem
stundum var ofbeldi, sá ég að það
var vonlaust að ætla sér að fara
þangað án þess að geta varið sig.
Það að geta varið sig er forsenda
þess að geta verið sjálfstæður ein-
staklingur í nútímasamfélagi. Það
hefur reyndar alltaf verið þannig,
en er áþreifanlegra núna, hvort
sem um er að ræða kvenmenn eða
karlmenn. Karate breytir hins veg-
ar stöðunni fyrir okkur á öllum víg-
stöðvum. Það er alveg ótrúlegt að
sjá ungar stúlkur koma inn í karate
og sjá að staða þeirra, hvort sem er
í bekknum, skólanum, heimilinu,
samfélaginu, getur breyst við þá
staðreynd að þær geti varið sig.“
Nú hafa ekki verið margar stelp-
ur í karate þegar þú byrjaðir.
„Nei, en ég held að þeim hafi
fjölgað á seinustu árum. Þær hafa
alltaf verið áberandi færri en
strákamir en mér sýnist á bama-
flokkunum að stelpunum fjölgi
jafnt og þétt og þær haldast lengur
í þessu en áður. Þegar ég byrjaöi
var Jónína Olesen ennþá að keppa.
Hún er fmmkvöðull kvenna í kara-
te á íslandi - stórkostleg íþrótta-
kona. Þótt hún sé hætt að æfa og
keppa í dag, er hún hinn eiginlegi
Islandsmeistari kvenna og verður
það alltaf í mínum huga.“
Að halda fast í kosti
þess að vera kona
Hvað fannst foreldrum þínum?
„Þau hafa alltaf stutt mig í öllu
sem ég tek mér fyrir hendur.
Mamma hefur að vísu stundum
haft áhyggjur þegar ég er að
keppa. En áhrifin sem þetta hafði á
líf mitt í heild, eyddu öllum þeirra
efa, hafi hann verið einhver. Pabbi
er svo fróðleiksfús að hann er bú-
inn að kynna sér allar reglurnar
þrisvar og kann þetta nánast betur
en ég. Hann mætir á flest mót sem
hann kemst á. Mamma hafði
svolitlar áhyggjur af því að ég
missti allt sem væri kvenlegt -
einkum vegna þess að ég hef alltaf
verið dálítil brassa og strákastelpa.
Fyrst hló ég að þessu og fannst allt
í lagi að vera stráksleg en eftir því
sem ég verð eldri, skil ég að það að
vera sterkur kvenmaður er ekki að
reyna að líkjast karlmönnum og
taka upp siði þeirra. Kona þarf
ekkert að karlgera sig til að vera
sterk.
Ég hló að þessu fyrst en er orðin
sammála móður minni um að af-
rekskonur á hvaða sviði sem er eigi
að halda fast í sitt kvenlega eðli,
jafnvel þótt þær þurfi að keppa á
skilmálum karlmanna."
Edda verður seint sökuð um að
vera ókvenleg, en er þetta ekki
íþrótt þar sem stelpur keppa á
móti strákum?
„Bara í unglingaflokkum, ekki
þegar komið er upp í fullorðins-
flokka. Hins vegar æfi ég með
strákunum. Mín eiginlega keppni
fer fram þar - að minnsta kosti um
sinn - vegna þess að það er skortur
á að konur mæti í keppni, sem er
mikil synd. Þetta hefur verið um-
deilt vegna þess að fyrr á áram var
sett mikil pressa á fólk sem æfði að
mæta til keppni. Það mætti því
með blendnar tilfinningar vegna
þess að það langaði ekki til að
keppa. A seinustu áram hefur
myndast sú stefna að það megi
ekki pressa neinn til að keppa. Því
fylgja bæði kostir og gallar. Það að
keppa kennir manni aðallega að
gera sitt langbesta, þótt álagið sé
mikið. Þetta skilar sér alls staðar.
Hvort þú hafnar í 2. sæti eða 5. á
innanfélagsmóti, skiptir litlu máli,
en kannski lærir þú þennan dag að
gera þitt besta undir pressu - og
kannski getur það komið þér að
notum tíu áram síðar. Auðvitað á
einstaklingurinn rétt á að segja
nei. En með því að gera það enda-
laust kemstu hjá því að læra og
öðlast þennan mikilvæga eiginleika
- að geta komið þínu besta frá þér
þegar mikið liggur við. Þetta vona
ég að konur í karate fari að bæta
og þær mæti á mótin í framtíð-
inni.“
Dvaldi stundum
í ruslatunnum
Þú segist hafa verið mikil
strákastelpa. Hvernig gengu þá
samskipti þín við stelpumar sem
vora með þér í skóla?
„Staðreyndin var sú að þegar í
gaggó var komið, hafði ég alltaf átt
miklu meira af strákum en stelpum
sem vini - og þá aðallega í gegnum
íþróttimar. Þetta fór í taugamar á
klíkuleiðtogum stelpnanna, sem
gerði það að verkum að ég dvaldi
þó nokkram stundum í raslatunn-