Morgunblaðið - 06.09.1998, Síða 41

Morgunblaðið - 06.09.1998, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 41 GUÐMUNDUR JENSSON + Guðmundur Jensson fæddist í Bolungarvík hinn 3. júlí 1917. Hann lést í Landspítalan- Íum 30. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voni hjdnin Jens E. Níelsson, kennari, f. 7.4. 1888, d. 26.5. 1960 og Elín Guðmunds- dóttir, f. 30.11. 1894, d. 1.1. 1997. Bræður Guðmundar eru: 1) Skúli, lög- Ifræðingur, f. 13.1. 1920. 2) Ólafur, verkfræðingur, f. 17.8. 1922, kvæntur Margréti Ólafsdóttur, f. 19. 10. 1920. 16. febrúar 1946 kvæntist Guðmundur Sigríði Þorkels- dóttur, snyrtifræðingi. Hún fæddist á Akureyri 6.6. 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Þorkell Þorkelsson fyrrverandi veðurstofustjóri, f. 6. 11. 1876, d. 7.5. 1960 og Rannveig Ein- , arsdóttir, f. 3.1. 1894, d. 1.5. 1962. Guðmundur og Sigríður eignuðust 2 dætur: I) Brynja Rannveig, meinatæknir f. 3.3. 1947, maki Hafsteinn Skúlason læknir, f. 11.3. 1947. Þau eiga fjögur börn: a) Jens Páll, verk- fræðingur, f. 18.12. 1969, maki Hrefna Guðmundsdóttir, stjórnmálafræðingur, f. 13.5. 1964, eiga þau fjórar dætur: Sólbjört, f. 29.8. 1987, Sigríður Brynja, f. 14. 6. 1992, Hulda María, f. 15. 4. 1994 og Ástrós, f. 13. 3. 1996. b) Áslaug Sigríð- ur, verkfræðingur, f. 5.8. 1971, sambýlismaður Sindri Bæring Halldórsson, tækni- fræðinemi. c) Hall- grímur Skúli, verk- fræðinemi, f. 22.6. 1973. d) Guðmund- ur, verkfræðinemi, f. 29. 8. 1975, sam- býliskona Edda Hafsteinsdóttir, lyQafræðinemi. Þau eiga eina dótt- ur, Lilju Ýr, f. 1.7. 1998. II) Elín, semballeikari og píanókennari, f. 25.4. 1949, maki Magnús Jóhanns- son, prófessor við læknadeild HÍ, f. 8.5. 1942. Þau eiga tvær dætur: a) Rannveig, líffræði- nemi, f. 14.2. 1977. b) Helga Kolbrún, menntaskólanemi, f. 6.2. 1980. Áður átti Guðmund- ur dóttur, Sigrúnu, mynd- höggvara, f. 23.9. 1942, maki Böðvar Magnússon, bankaúti- bússtjóri, f. 9.3. 1940. Þeirra börn eru tvö: a) Magnús, múr- ari, f. 17.10. 1975. b) Ingibjörg, myndlistarnemi, f. 12.5. 1977. Móðir Sigrúnar var Ingibjörg Ólafsdóttir. Guðmundur ólst upp í Bolungarvík. Árið 1938 fluttist fjölskyldan til Reykja- víkur. Þar lærði hann rafvéla- virkjun í Iðnskólanum í Reykjavík. Síðan starfaði hann við sitt fag en sneri sér síðar að kennslu og gerðist kennari og yfirkennari við Iðnskólann í Reykjavík. Utför Guðmundar fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, mánudaginn 7. september og hefst athöfnin klukkan 15. Mig langar með fáeinum orðum að kveðja tengdaföður minn, Guð- mund Jensson, en hann lést síðast- liðinn sunnudag 30. ágúst eftir til- tölulega stutta en erfiða sjúkdóms- I legu. Þegar hugsað er til baka þessi 23 ár sem ég hef þekkt Guð- mund verður manni skyndilega ljóst hvílíkur öðlingur hann var. Guðmundur var vinur allra, hann virtist alltaf vera í góðu skapi, hann var einstaklega hjálplegur og hald- inn óbilandi bjartsýni. Hann tókst á við sérhvert verkefni og vanda- mál í lífinu af sannfæringu um að allt væri framkvæmanlegt, ekkert væri ómögulegt. Þessi óbilandi bjartsýni og jákvæða hugarfar Guðmundar var einstaklega smit- andi og hafði góð áhrif á allt um- hverfi hans. Svo var það líka þannig að Guðmundur gat ein- hvern veginn gert flesta hluti, gert við bíla, smíðað hljóðfæri og næst- um allt þar á milli. Hvort sem það var að fást við rafeindatæki, við- kvæm hljóðfæri eða smíða í tré og málm, allt lék í höndunum á hon- um. Við Guðmundur áttum margar góðar stundir saman en þær allra bestu held ég að hafi verið þegar við vorum að glíma saman við eitt- hvert verkefni og eru mér þar sér- staklega minnisstætt bátasmíði, bjástur við sumarbústaðinn eða lagfæringar á hljóðfæri Elínar, konu minnar. Eg held að Guðmundur hafi á flestan hátt verið heppinn í h'finu. Hann eignaðist mjög góða konu, Sigi-íði Þorkelsdóttur, og þrjár dætur sem hann gat verið stoltur af, en síðar komu efnileg barna- börn og barnabarnabörn. Tengda- foreldrar mínir voru mjög sam- hentir og samrýnd og gerir það missinn fyrir tengdamóður mína ennþá sárari og erfiðari, en hún á okkur öll hin að sem munum reyna eftir megni að létta henni Mfið. Didda tengdamamma, bræður Guðmundar, allir afkomendur hans og við tengdasynirnir þrír eigum nú um sárt að þinda en búum alla tíð að minningunni um einstaklega vel gerðan mann. Það er gott og hreinlega mannbætandi að kynnast mönnum eins og Guðmundi Jens- syni. Magnús Jóhannsson. Kveðja frá Bindindisfélagi öku- manna. Guðmundur Jensson, einn stofn- enda Bindindisfélags ökumanna, er fallinn frá. Guðmundur var einn þeirra manna innan íslenskrar bindindishreyfingar sem beitti sér fyrir stofnun BFÖ árið 1953. Á þessum árum voru umferðarörygg- ismál ekki fyrirferðarmikil i þjóð- málaumræðunni. Mönnum duldust ekki kostir bílsins en aukinni bíla- umferð fylgdu annmarkar, slys, en þeim fór fjölgandi með aukinni notkun bíla. Mönnum varð fljótt ljóst að akstur og neysla áfengis áttu ekki samleið og að ölvun drægi úr færni manna til þess að stjórna ökutækjum. Hitt var þraut- in þyngri að fá allan almenning til að skilja þetta tvennt að í reynd. Guðmund og félaga hans í BFÖ má með sanni telja meðal frumkvöðla fyrir auknu umferðaröryggi hér á landi. Ymsar umbætur sem þeir töluðu fyrir þykja nú sjálfsagðir hlutir. Guðmundur sat í stjóm BFÖ óslitið í um tvo áratugi á mótnnar- árum sambandsins. Góðir mann- kostir Guðmundar höfðu mikla þýðingu fyrir félagsstarfsemi BFÖ. Hans er minnst sem einstaklega ljúfs manns og dagfarsprúðs. Hann var einn þeirra manna sem var bjartsýnn og útsjónarsamur að eðl- isfari og gaf sér tíma til að miðla af reynslu sinni og örva félaga sína til átaka. Þeir sem yngri voru leituðu oft í smiðju til Guðmundar og komu ríkari af fundi hans. Sem þakklætisvott fyrir óeigingjarnt og heilladrjúgt starf var Guðmundur kjörinn heiðursfélagi BFÖ áiið 1983. Eitt framfaramála sem Guð- mundur og félagar hans í BFÖ beittu sér fyrir var stofnun Ábyrgðar, tryggingafélags bind- indismanna, árið 1960. Hugmyndin að baki stofnun félagsins var sú, að þeir sem tækju afstöðu gegn neyslu áfengis yllu hlutfallslega færri óhöppum en þeir sem neyttu áfengis. Það væri því réttlætismál að bjóða þeim tryggingar gegn lægri iðgjöldum. Guðmundur sat um árabil í stjórn Ábyrgðar. Stjórn BFÖ kveður heiðursfé- laga sinn með virðingu og þökk og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Halldór Árnason. „Svipul er sumartíð." Snorri Hjartarson Má það ekki undarlegt teljast að mér finnst eins og ég hafi misst ungan vin þegar af sviðinu hverfur rúmlega áttræður öldungur? Svo ungur var Guðmundur Jensson í anda, svo verkglaður og starfsfús, svo næmur á nýjungar þær sem til heilla horfa. Enginn var tryggari vinur en hann, enginn ráðsnjallari, enginn betri bróðir. Að honum gengnum stendur opið skarð og ófyllt - og verður öragglega vand- fyllt. Guðmundur Jensson var glöggt dæmi þeirra gömlu sanninda að sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni. Hann hlaut í arf frá foreldrum sínum flesta þá eiginleika sem tald- ir era góðu fólki til gildis. Hann var góðgjam en ákveðinn, prúður og hæverskur í framgöngu, hagvirkur og manna fljótastur að tileinka sér tækninýjungar, göfuglynt glæsi- menni og góður drengur. Og ekki spillti það að hann eignaðist konu sem var þeim kostum búin að þau stækkuðu hvort annað. Hvar sem þau fóra bættu þau umhverfi sitt og bragðu yfir það blæ rótgróinnar siðmenningar. Af þeim stafaði glæstum ljóma. Á dimmum tímum spillts gildis- mats og háværrar sýndarmennsku, þegar flestir hlutir era falir gegn gjaldi, þegar jafnvel brothætt trún- aðarmál eru söluvara en fornum dyggðum, samhug og samhjálp varpað fyrir róða, þá lýsa menn á borð við Guðmund Jensson eins og bjartir vitar í gerningaveðrum sín- girni og sjálfselsku. Það er erfitt að sætta sig við að sá viti lýsi ekki framar hér í heimi. Það er erfitt að sætta sig við að sá maður sem skildi kannski betur en við flestir eðli bræðralagsins, að bræðrafélag er allt annað en veiðimannaklúbb- ur eða danshópur, að enginn má bróður bregðast því að hið forn- kveðna er satt að ber er hver að baki nema bróður eigi. Víst er það erfitt. En hversu miklu erfiðara mun það þá ekki vera eiginkonu hans og öðram ástvinum að sjá á bak slíkum snilldarmanni? Þeim vottum við samúð og samhug, minnumst drengsins góða með virðingu og djúpri þökk og óskum honum fararheilla inn í ljósið bjarta, inn í fógnuð Herra síns. „Farðu vel, bróðir og vinur.“ Ólafur Haukur Árnason. Þegar hugsjónamaður á borð við Guðmund Jensson kveður verður oft óbætanlegt skarð fyrir skildi og að kynnast jafndrenglyndum og baráttufúsum manni er mikil ham- ingja og ávinningur. Hann fór alltof fljótt af lífsins sviði og það var erfitt að trúa fráfalli hans. Ég hafði verið með honum fyrir nokkr- um vikum í vinahópi og eins á fundi í félagi okkar í Reglu Musteris- riddara. Þá var ekki nokkurn bil- bug á honum að finna, brosið og hlýja handtakið var jafntraust og alltaf áður. En það er annar sem ræður ferðinni og það finnum við í okkar daglega starfi og við trúum því að hann stjórni öllu best og segjum við ekki líka í bæninni okkar: Verði ÞINN vilji. Og er það ekki sem við biðjum um í daglegri önn. En hann gefur okkur jafnan huggun og efni til að kvarta ekki. Það era þær góðu og falslausu minningar og fyriiTnyndir sem hver og einn læt- ur eftir sig. Minningin um baráttu og hugsjónamann sem aldrei dró sig í hlé, var alltaf þar sem stríðið var háð, gaf góða leiðsögn og for- dæmi. Því mátti alltaf treysta og það finn ég svo glöggt nú þegar ég er að rita þessi fáu minningarorð. Guðmundur hafði í æsku og upp- eldi mótast af mannkærleika og hugsjónum elskuríkra foreldra, hann fékk að reyna það að hollur er heimafenginn baggi, kunni vel skil góðs og ills og bænir foreldra hans dugðu honum vel sem vega- nesti á braut lífsins. Ég minnist hans aldrei öðravísi en sem góðs félaga og áttum við mikið saman að sælda í málefnum sem horfa til framtíðar landi og þjóð. Það var bæði gaman og gagn að vera félagi og samferðamaður hans. Þá gat hann hrósað og fagnað og þakkað að hafa átt góða fjölskyldu og hvað er betra hér í fallvöltum heimi? Þakklætið verður því ofar sorg- inni, við þessi tímamót. Merkið stendur þótt maðurinn falli. Það sé efst í huga okkar nú. I starfinu dróstu þig hvergi í hlé, þín hugsun að geta mest látið í té, þar geislaði í gegnum vik hvert. Að flýja af hólmi var fjarri þér æ, og fáum var stundunum kastað á glæ, og verkin þín votta það bert. Ég mun alltaf minnast þín sem drengskaparmanns og góðs félaga. Blessun Drottins fylgi þér áfram, kæri vinur, og um leið votta ég þín- um ástvinum innilega samúð. Árni Helgason, Stykkishólmi. Guðmundur Jensson, rafvéla- virkjameistari og fyi-rverandi yfir- kennari, sem nú er kvaddur af vin- um og vandamaönnum var sérlega elskulegur maður og einstakt prúð- menni í allri framgöngu. Gott var að leita til hans og alltaf var hann fús til að ráða fram úr vanda manns þegar til hans var leitað. Hann var afburða fagmaður í sinni iðngrein, en fagkunnátta hans náði langt út fyrir það svið enda var hann með afbrigðum útsjónarsam- ur og hagur á hvers konar smíðar. Það var eins og allt léki í höndum hans. Mikið happ var fyrir Iðnskól- ann og samkennara hans þar þegar hann réðst til kennslu 1960, fyrst sem stundakennari en frá 1967 sem fastráðinn kennari. Hann sýndi alltaf mjög mikla alúð við kennslustörfin og nemendur hans fundu til mikils trausts þegar þeir tóku við leiðbeiningum hans. Guð- mundur fór til Noregs 1968 á nám- skeið sem haldið var fyrir verk- Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ námskennara og stundaði nám í uppeldis- og kennslufræðum við Kennaraháskólann hér 1975-76. Allt vildi hann gera til þess að auka á færni sína við það að leiðbeina nemendum sínum. r Það er víst að margir era þeir sem vilja þakka Guðmundi fyrir góða handleiðslu sem þeir nutu í kennslu hans í Iðnskólanum. Það er ekki aðeins faglega kennslan sem þeir þakka fyrir heldur líka góða fyrirmynd og holl ráð sem duga best þegar út í líf og starf er komið. Þannig er það einnig með samstarfsmenn hans, þeir vilja þakka honum ljúfmennsku og trygga vináttu. Guðmundur hvarf frá starfi sínu sem yfirkennari þeg- ar hann varð 70 ára, en hann hélt **' áfram sambandi við skólann og samstarfsmennina. Guðmundur tók tölvutæknina mjög snemma í sína þjónustu og fylgdist vel með þeim nýjungum sem komu fram og hentuðu þeim þáttum sem hann hafði mestan áhuga á. Við sem þekktum Guð- mund vel vitum að áhugasvið hans spönnuðu víðara svið en iðngrein hans og kennarastarfið tóku til. Það var sama í þeim efnum, allt var gert með ýtrustu nákvæmni. Á 90 ára afmæli Iðnskólans, 1994, var Guðmundur sæmdur gullmerki skólans. Allir fundu að hann var vel að þeim heiðri kom- inn. Enginn getur tekið við þeirri sæmd af meiri hógværð en Guð- mundur gerði. Það var líka aðalein- kenni hans að ganga fram í lítillæti og sýna öðram hugulsemi og hlýju enda á maður þær góðu minningar um hann. Síðastliðið vor kom Guðmundur við skólaslitin eins og venja hans var. Enginn sá annað en að hann liti út eins og þegar hann hætti störfum við skólann svo bar hann aldurinn vel. Beinn var hann í baki, ^ hress í bragði, fasið og hæverska sú sarr.a, sama hlýlega handtakið, sama milda brosið og ljúfi sam- ræðumátinn sem allir kunnu svo vel við. Það kom mjög óvænt að frétta andlát hans nú í byrjun þessa skólaárs. Hugur okkar fyllist nú þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessum góða dreng sem við minnumst með virðingu. Við sendum eiginkonu hans og ástvin- um öllum okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum og vonum að þau finni huggun og styrk í sorg sinni. Vinir við Iðnskólann í Reykjavík. g | I 8 I 8 ‘DaCta ^..ekki bara 6[óma6úð/ Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifæri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sím/ 568 9120 s 1 8 I 8 | 8 Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró Islensk framleiðsia MOSAIK Hamarshöfdi 4 - Reykjavik simi: SH7 IQfiO - fav lQRfi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.