Morgunblaðið - 06.09.1998, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ
, 44 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998
MINNINGAR
SIGRÍÐUR
RA GNARSDÓTTIR
+ Sigríður Ragn-
arsdóttir fædd-
ist á Hrafnabjörg-
um 1 Lokinhamradal
í Arnarfírði 13.
september 1924.
Hún andaðist á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 30. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Kristín Sveinbjörns-
dóttir, f. 8. des.
^ 1899, d. 13. ágúst
1977, og Ragnar
Guðmundsson frá
Meðaldal í Dýra-
fírði, f. 9. sept. 1900, d. 27. jan.
1963, oddviti í Auðkúluhreppi
og bóndi á Hrafnabjörgum frá
1924-1926 og Lokinhömrum frá
1926 til 1940. Þau hjón bjuggu
eftir það á Hrafnabjörgum til
dánardægurs og sátu jafnframt
hálfa jörðina á Lokinhömrum.
Hrafnabjörg varð á búskaparár-
um Ragnars eitt af stærstu ijár-
búum Vestfjarða með yfír 500
fjár og þegar flest var fé voru
560 kindur á fóðrum. Féð þótti
alla tíð mikið kostafé. Sigríður
* giftist ekki en dóttir hennar var
Hallveig Magnúsdóttir, bóndi í
Hokinsdal, f. 12.12. 1955, d.
3.11. 1979. Systkini Sigríðar
eru: Gunnar, heimspekingur og
fyrrv. skólastjóri í Bolungarvík,
f. 20.6. 1926, kvæntur Önnu
Skarphéðinsdóttur kennara,
Ólafur, f. 17.9. 1927, d. 20.3.
1948 (tók út af togaranum
Kára), Guðmundur, bóndi, f.
20.9. 1930, d. 9.10 1981, Grétar,
menntaskólanemi, f. 10.1. 1933,
t d. 13.3. 1952, Anika, sjúkrahði,
f. 14.12. 1934, gift Guðjóni Ár-
manni Eyjólfssyni, skólameist-
ara Stýrimannaskólans í
Reykjavík, Berg-
þóra, læknir á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur, f. 4.5. 1937,
gift Guðjóni Á.
Jónssyni, eftirlits-
manni, Höskuldur,
sjómaður og útgerð-
armaður, f. 26.4.
1942, kvæntur Guð-
mundu Guðmunds-
dóttur, sjúkraliða
frá Þingeyri. Halla,
f. 26.9. 1943, d. 2.7.
1950. Háifsystur
Sigríðar, samfeðra,
eru Sigrún, verslun-
armaður, f. 16.12. 1934, gift
Ragnari Valdimarssyni, starfs-
manni Rarik, Lilja, verslunar-
maður, f. 22.4. 1946, gift Baldri
Kristjánssyni, bifvélavirkja;
báðar búsettar á Akureyri.
Eftir lát Ragnars Guðmunds-
sonar í janúar 1963 bjuggu
mæðginin, Sigríður, Kristín og
Guðmundur, félagsbúi á
Hrafnabjörgum og höfðu um
300 íjár. Við andlát Kristínar
árið 1979 héldu þau systkinin,
Guðmundur og Sigríður, áfram
búskapnum, en eftir að Guð-
mundur andaðist árið 1981 bjó
Sigríður ein á Hrafnabjörgum
og hálfri Lokinhamrajörðinni.
Hún hafði um 150 Qár, nema
sl. vetur að hún fækkaði í 50
fjár, þegar heilsa hennar fór að
gefa sig. Sigríður fór ung í Hús-
mæðraskólann að Staðarfelli í
Dölum og dvaldi þar í einn vet-
ur, einnig var hún vetrartíma í
Reykjavík, annars dvaldi hún
alla ævi í Lokinhamradal.
Útför Sigríðar fer fram frá
Fossvogskirkju á morgun,
mánudaginn 7. september og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Sigríður Ragnarsdóttir var á
margan hátt sérstök kona. Hún var
mikill persónuleiki, hert af erfiðum
kjörum og lífsbaráttu. Ægifagurt,
hrikalegt og stórbrotið landslag
Vestfjarða mótaði hana og hafði
sterk áhrif eins og á alla, sem dvelj-
ast um lengri eða skemmri tíma í
Lokinhamradal undir snarbröttum
og háum fjöllum við þungan nið út-
hafsöldunnar. Fyrr á öldinni voru
um og yfir 300 manns í Auðkúlu-
hreppi, sem náði yfir allan norðan-
verðan Arnarfjörð suður til Geir-
þjófsfjarðar. Sigríður mátti muna
tímana tvenna í dalnum, frá því sem
áður var, þegar þar voru 30 til 40
manns heimilisfastir og nærri
50-60, þegar vermenn voru til vers í
verbúðum í Grísavík, innan við
Hrafnabjörg, og svo hin síðustu ár,
þegar aðeins voru tveir ábúendur í
Lokinhamradal, sitt hvorum megin
árinnar.
En Sigríður undi vel lífi einbúans
og var þessu útnesjalífi samgróin.
Hún var ásamt Guðmundi bróður
sínum alla tíð lífið og sálin í bú-
rekstri foreldra sinna. í eðli sínu
var hún náttúrubarn, sérstaklega
^fjárglögg og mikill dýravinur.
Heimilis- og fjárhundarnir voru
hennar tryggu vinir í einveru
langra vetrarmánaða frá því í lok
september og fram í maí. Sigríður
talaði við hundana og þeir skildu
hana, enda sagði hún, þegar hún
varð að láta lóga hundinum Platon,
er hún kvaddi dalinn sinn fjársjúk í
síðasta sinn, að hún „væri hrygg yf-
ir að slökkva fógru augun hans“.
Sauðfé mátti aldrei kalla annað en
kindur eða ær og „blessaðar skepn-
urnar“.
Á veturna er oftast aðeins fært af
-* sjó í Lokinhamradal, en forvaðir
eru beggja megin frá Arnarfirði og
Dýrafirði. Aðdrættir eru mjög erf-
iðir, sérstaklega þó fyrr á árum, en
vegarsamband komst fyrst á sum-
arið 1974 og er aðeins fært jeppum
yfir hásumarið. Þarna er brima-
samt og jafnvel á miðju sumri getur
orðið mikið lognbrim, sem vitnar
um storm í úthafinu. Á veturna
gengur brimið stundum upp í grasi
gróna bakka, og er kallað gras-
ganga, en hrimhljóðið er sterkt.
Ovíða verður fólk jafnáþreifan-
lega vart við vorkomuna, hækkandi
sól og líf sem fylgir sumri og gróðri
og þar vestra í Lokinhamradal, en
sólarlag á sumarkvöldum, þegar
kvöldsólin sígur í haf eldrauð úti við
hafsbrún og öll fjöll í eldskini er
ólýsanlega fallegt og áhrifamikið.
Sauðburðurinn í maí og júní var
jafnframt tími andvöku og erfiðis,
ef hörð voru vorin. Þessu lífi og
náttúru unni Sigríður þegar svo
sumarið kom, stundum reyndar
seint um síðir, íylltist bærinn og
dalurinn af ungu fólki, ættingjum
og unglingum í sumardvöl.
Margir þeirra dvöldu á Hrafna-
björgum í fjöldamörg sumur og
reyndist Sigríður þeim sérstaklega
vel. Öllum sem henni var trúað íyrir
og voru í hennar umsjá kom hún til
meiri þroska. Margir, sem komu að
Hrafnabjörgum barnungir í tíð
Kristínar og Ragnars, voru þar til
fullorðinsára. Rétt er að geta hér
sérstaklega Skarphéðins Garðars-
sonar, kennara og skólastjóra á
Þingeyri, sem reyndist Sigríði
hjálparhella og hægri hönd eftir að
Guðmundur bróðir hennar andaðist
á besta aldri og hún var orðin ein-
yrki. Sérstaklega þökkum við Anika
góðar mótttökur hvert sumar sem
við komum í heimsókn, tryggð og
rausnarskap við börn okkar, sem
héldu mikið upp á frænku sína,
dvöldu þar í mörg sumur og voru
síðan tíðir gestir að Hrafnabjörgum.
Sorgin sótti Sigríði heim. Aðdá-
unarvert var hve vel hún bar sinn
mikla missi og harm, er Hallveig,
einkadóttir hennar, sem hafði ný-
lega lokið glæsilegu prófi sem bú-
fræðingur frá Hvanneyri andaðist í
blóma lífsins, aðeins 23 ára gömul,
hinn 3. nóvember 1979. Hallveig
hafði þá með aðstoð móður sinnar
hafið búskap með Halldóri Lárusi
Sigurðssyni í Hokinsdal, sem Sig-
ríður keypti, en Hokinsdalur er
syðsti bær í V-ísafjarðarsýslu, á
Langanesi innst í Arnarfirði og
höfðu áður búið þar ættmenni
Kristínar Sveinbjörnsdóttur.
Andlát Hallveigar vai-ð Sigríði
mikið áfall og högg og sýndi hún
minningu hennar mikla ástúð og
virðingu. í kyrrþey gaf hún til
minningar um Hallveigu stórgjöf til
stuðnings samtökum krabbameins-
veikra barna, sem ég leyfi mér að
geta í kveðjuorðum við útfór henn-
ar. Safnanir til bágstaddra og
þeirra sem höfðu orðið fyrir áfóllum
eins og gerðist í snjóflóðunum
miklu og öll líknarmál studdi hún af
rausnarskap.
Sigríður Ragnarsdóttir var
skarpgreind kona, mjög sjálfstæð í
eðli sínu og stjórnsöm. Hún gerði
kröfur, en fyrst og fremst til sjálfr-
ar sín, ekki til lífsins gæða, en hún
vildi að fólk stæði fyrir sínu, héldi
gefin loforð og æðraðist ekki. Á
yngri árum las hún mikið og kunni
ógrynni af rímum, sem hún kvað,
þegar hún sat við rokkinn og spann;
sátu þá yngri systkinin í kring og
lærðu af vörum hennar rímur og
kvæði þjóðskáldanna. Á síðustu ár-
um hafði hún mikinn áhuga á ís-
lensku máli, talaði sjálf kjarnyrta
íslensku eins og margt fólk til
sveita hér fyrrum og blöskraði
stundum ambögur og erlend áhrif á
tunguna. Hún var íslendingur um-
fram annað, þó að ekki væri þar orð
um haft.
Miklum og merkum kafla er nú
lokið í sögu Auðkúluhrepps hins
forna. Enn býr Sigurjón Jónasson
bóndi á Aðalbóli í Lokinhamradal,
sem á síðari árum hefur verið nefnt
Lokinhamrar, enda situr hann hálfa
Lokinhamrajörðina, sem hann átti
á móti Sigríði. Gott var á milli
þeirra grannanna og þótti þeim
mikið öryggi að vita hvort af öðru í
dimmum vetrarhríðum.
Búskap er, a.m.k. í bili, lokið að
Hrafnabjörgum, en þetta fagra og
sterka umhverfi er slíkt að þangað
munu ættingjar Sigríðar, afkom-
endur Kristínar og Ragnars bónda,
fara og njóta mikillar náttúru. þá
mun minningin um Sigríði, síðasta
ábúanda á Hrafnabjörgum á þess-
ari öld, Guðmund bróður hennar,
Ragnar bónda og Kristínu hús-
freyju, sem þarna þjuggu rausnar-
búi, verða sterk í hugum okkar
allra.
Eg þakka Sigríði, mágkonu
minni, allt gott frá því ég mætti
henni fyrst fyrir um 40 árum.
Aldrei bar þar skugga á.
Síðastliðin tvö ár voru henni erf-
ið, þó að barist væri á meðan stætt
var. Hún trúði einlæglega á líf að
loknu þessu. Megi sú heita trú
hennar rætast og mun hún þá á
ströndu æðri heima mæta elskaðri
dóttur, sem hún syrgði ætíð og
saknaði svo sárt, ásamt hópi vina og
ættingja. Veri hún Guði falin og
blessuð sé minning mætrar konu.
Þegar Sigríður Ragnarsdóttir
kvaddi þennan heim féll þar eikin
stælta.
Guðjón Ármann Eyjólfsson.
Mikil einangrun, oft í sex til sjö
mánuði á ári, og langir og harðir
vetur án rafmagns eða annars sem
telst til lágmarksþæginda, hafa sett
svip á líf íbúanna á annesjum Arn-
arfjarðar fram á þennan dag. Móð-
ursystir mín, Sigríður Ragnarsdótt-
ir, var elst níu systkina. Fram undir
miðja öldina var á íjórða tug fólks
heimilisfast í Lokinhamradal, en
upp frá því fór að fækka verulega í
dalnum. Veikindi og slysfarir
hjuggu skarð í stóra fjölskyldu og
sumir fluttust burt í leit að nýjum
tækifærum. Sigga hélt samt ávallt
tryggð við sveitina sína og síðustu
17 árin bjó hún ein á bænum
Hrafnabjörgum.
Siggu kynntist ég sjö ára gamall,
árið 1973, þegar ég var fyrst sendur
í sveit að Hrafnabjörgum, en þá bjó
hún þar ásamt dóttur sinni, bróður
og móður. Hún átti nokkurn þátt í
uppeldi mínu, þar sem ég var hjá
henni í sveit í sjö sumur, allt fram á
unglingsár. Reynslan sem ég öðlað-
ist í sveitinni hefur að mörgu leyti
mótað hugsunarhátt minn og við-
horf til lífsins. Eftir að ég hætti að
vera í sveit að Hrafnabjörgum hélt
ég alltaf góðu sambandi við Siggu
og reyndi að heimsækja hana á
hverju ári. I sveitinni fann ég hvíld
og ró og Sigga kenndi mér að
hlusta á þögnina og njóta sjávarnið-
arins. Hún var mjög næm á um-
hverfi sitt, en það er sennilega ein-
kenni einbúans. Hún talaði gjarnan
um að nú fyndi hún að eitthvað væri
í aðsigi og að ýmsir atburðir væru
fyrirboðar. Við ræddum oft lengi
um lífið og tilveruna og sérstaklega
það sem tæki síðan við. Það var gott
að tala við Siggu, ekki síst vegna
þess að hún lá ekki á skoðunum sín-
um og gagnrýni hennar var jafnan
réttmæt. Þótt Sigga hafi orðið fyrir
ýmsu mótlæti um ævina var hún
sátt við tilveruna síðustu árin og
sagðist njóta lífsins og hún fylgdist
alltaf vel með hvað nákomnir ætt-
ingjar voru að gera. Sigga veitti sér
ekki mikið í lífinu hvað veraldleg
gæði varðar en var á hinn bóginn
einstaklega rausnarleg, hvort sem
um var að ræða gjafir til ættingja
eða framlög í stórar safnanir.
Sigga var einstök kona. Hún bjó
yfir miklum styrk sem hjálpaði
henni í bai-áttunni við harðbýla
náttúruna, áföllin sem hún varð fýr-
ir í lífinu og sorgina sem þeim
fylgdu. Hún var bæði hreinskilin og
hreinskiptin en einkum minnist ég
hennar sem hlýrrar konu; konu sem
hafði sjálf misst mikið en átti þó svo
mikið að gefa. Blessuð sé minning
hennar.
Ragnar Ármannsson.
Sigríður Ragnarsdóttir bóndi var
flutt í skyndi með þyrlu til Reykja-
víkur og skorin upp vegna æxlis við
heilann. „Það var krabbi,“ sagði
hún þegar ég heimsótti hana á
sjúkrahúsið. Þar með var það út-
rætt og við fórum að tala um það
sem okkur þótti skemmtilegra, lífið
fyrir vestan, búskapinn og skepn-
urnar. Hún þyrfti að vera komin
heim fyrir sauðburð.
Þetta var um páska, nú er komið
haust. Stundum gerist allt hratt.
Sigga fór vestur að sinna fénu eins
og hún ætlaði, en nú syrgjum við
hana látna.
Á Hrafnabjörgum gerðist ekkert
hratt. Þegar ég kom fyrst á bæinn
um miðjan sjöunda áratuginn var
ekkert rennandi vatn, ekkert raf-
magn, hrífa og orf sjálfsögð verk-
færi, enginn vegur. En bærinn iðaði
af lífi, margir krakkar og unglingar
í sveit og þrjár kynslóðir heima-
fólks, húsmóðirin Krístín og börn
hennar bændurnir Guðmundur og
Sigríður og Hallveig dóttir Sigríð-
ar. Allir höfðu nóg að gera og full-
orðna fólkið á bænum treysti okkur
til verka og kenndi okkur að um-
gangast féð af umhyggju og alúð. Á
sauðburði var oft lítið sofið enda
ærinn starfi að sinna stóru fjárbúi.
Eitt skemmtilegasta verk okkar
unglinganna var að fara með mat
inn í Stapadal til Guðmundar, þar
sem hann vakti yfir fé sem bar vítt
og breitt um úthagann.
Allt fram til dagsins í dag hefur
allt snúist um sauðfé á Hrafna-
björgum, flest annað hefur breyst,
ekki í einu vetfangi heldur hafa
gamlir búskaparhættir smátt og
smátt vikið fyrir nýjum, vegur kom-
inn í hlað, vatn í bæinn, sjálfvirkur
sími. Og heimilisfólkinu hefur
fækkað sorglega fljótt. Fyrst Krist-
ín, síðan Hallveig og stuttu síðar
Guðmundur, Sigríður stóð ein eftir.
Kannski var hún alltaf ein, um
sorgina talaði hún aldrei.
Eg hef þekkt hana í meira en
þrjátíu ár, unnið undir hennar
stjórn, búið undir hennar þaki, hún
var ófeimin að segja meiningu sína
og það var gott að vera í návist
hennar. Þekki innilegan og hvellan
hlátur hennar, snögga reiði, traust-
an vinskap, einurð og hreinskilni.
En ég man hana best við bústörfm,
þar fór saman áhugi og þekking.
Hún var hamhleypa til allra verka,
heyannir, smalamennska, aftekt,
allt unnið af áhuga og alúð, en slát-
urtíðin var henni yfirleitt erfið þó
að alltaf væri gaman að velja eldis-
lömbin. Með hverjum gengnum
hverfur þekking og vísdómur er
stundum sagt og á það vel við Sig-
ríði Ragnarsdóttur bónda, en um
fram allt hverfur góð manneskja,
vinur sem ekki gleymist og sárt er
saknað.
Egill Guðmundsson.
Kveðja að heiman
Svífur fyrir sjónum mínum
sumarkvöld að Hrafnabjörgum.
Glóey vafði geislum sínum
glitfógrum að tindum mörgum.
Faðmaði grundir, víkur, voga
varmur blær á fögru kveldi.
Festingin í björtum boga
blikaöi af töfraglóðar eldi.
Lít ég héðan yfir æginn
allt hið besta úr samtíðinni.
Heilsaðu frá mér heim í bæinn
hjartans kveðju og þökk að sinni.
Elís Kjaran.
Elsku Sigga mín. Mér brá mikið
þegar Bergþóra systir þín hringdi í
mig og tilkynnti mér að þú værir
látin. Eg trúði því varla í íyrstu,
ekki fyrr en seinna um daginn þeg-
ar ég settist niður og fór að hugsa
um þann tíma sem við áttum sam-
an. Eg var fjórtán ára þegar ég
lagði í þessa ævintýrafór vestur á
Firði til að dvelja hjá þér um sum-
arið. Eg kom um miðjan maí. Ætl-
unin var að fara frá Þingeyri með
gúmmíbát eða bíl, til Hrafnabjarga,
en veðrið var svo slæmt að ég þurfti
að fara með varðskipi inn í Árnar-
fjörð, og til að komast í land varð ég
að fara með gúmmíbát upp í fjöru
fýrir neðan bæinn. Mér, sem er
borgarbarn, þótti þetta hið mesta
ævintýri enda aldrei lent í öðru
eins. Eg kom úr Ijósadýrðinni í
Reykjavík og til þín. Hjá þér var
ekkert rafmagn né heitt rennandi
vatn. Þú varst aðeins með kalt
rennandi vatn og gamlan sveita-
síma. Þetta sumar var mjög
reynsluríkt. Þar lærði ég ýmislegt
sem ég fæ aldrei að gera aftur. Mér
fannst eins og ég væri komin aftur í
gamla tímann, þegar það þurfti að
strokka, skilja og búa til skyr, þvo
allan þvott á þvottabretti, skola
hann í ánni og hengja upp í hjall,
einnig þurfti að rifja og setja upp í
lanir. Þetta lærði ég allt hjá þér
þessi þrjú sumur er ég dvaldi hjá
þér. Er sá tími mér mjög dýrmætur
og mun ég ávallt geyma hann í
hjarta mér.
Elsku Sigga mín, þú varst mér
eins og móðir þennan tíma sem ég
dvaldi hjá þér. Þú varst mér alltaf
svo góð og vil ég þakka þér fyrir all-
an þann tíma sem við fengum að
vera saman. Vil ég votta nánustu
aðstandendum þínum mína innileg-
ustu samúð.
Aldrei gleymast gömul spor
geymir hjartað söng og vor.
Mörg er gleðin lifs á leið
ljómar minning björt og heið.
(Margr.Ein. frá Póroddsstöðum í Ölfusi.)
Með þessum orðum kveð ég þig,
elsku Sigga mín.
Þín
Lilja.
• Fleiri minningargTeinnr uni
Sigríði Ragnarsdóttur bíða birting-
ar og munu birtast íblaðinu næstu
daga.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
foi-málanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.