Morgunblaðið - 06.09.1998, Síða 50

Morgunblaðið - 06.09.1998, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ BÁRUGATA Vorum aö lá f einkasölu þetta látlausa og viröulega hús á besta staö f vesturbænum. Húsiö sem er kjallari og tvær hæöir, samtals rúmir 300 fm hentar bæöi sem einbýlis- eöa tvíbýlishús (í dag tvær sérhæö- ir). Möguleiki á þriöju íbúðinni í kjallara. Stór gróin lóö meö rými fyrir góöan bílskúr. Kjör- in eign fyrir samhenta fjöl- skyldu. naþjónustan oo Lov/sa Kristjánsdóttir Njáll Harðarson GITARSKOLI Gítarnámskeið (haustönn) hefst 21. sept. nk. Einkatímar — 12 vikna námskeið fyrir alla aldurshópa, kassagítar, rafgít- ar, bassi fyrir byrjendur og lengra komna. (Nemendur geta valið sjálfir viðfangsefni í samráði við kennara). Skráning hefst 6. sept. milli kl. 19.00 og 21.00 í síma 581 1281 (símsvari - skilaboð á öðrum tímum). GÍS — Grensásvegi 5. Torfi Tryggvi Ólafsson Hubner Bubbi Morthens með fyrirlestur Helgarnámskeiðið UMBREYTING LÍFSINS Ur fjötrum fortíðar I Förum faguandi í gegnum lífið. Umbreytum lífsreynslu ' VJ' J ‘ | fortíðarinnar ( sátt, visku, frið og ’ kærleika. Lœrum: Um ferli umbreytingarinnar og hin ýmsu þroskaskeið, að hreinsa orkustöðvarnar, að finna flteði lífsorkunnar í okkur, að vera meira vakandi - lifandi, að finna hamingjuna hið innra. -með jóga, dansi, hugleiðslu, slökun, öndun og leik. Kennari Kristbjörg Kristmundsdóttir, Vallanesi. Námskeiðið verður haldið: 25.-27. september í Brciðabliksskálanum í Biáfjöllum. Upptysingar og skráning bjá Kristbjörgu í sima: 471 1545. Opíð frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-15. Lokað á sunnudögum. 10% afsiáttur af öllum vörum verslunarinnar á meðan útsalan stendur yfir Nýbýlavegi 30 (Dalbrekkumegin) sími 554 6300. I DAG VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn HELGA hafði samband við Velvakanda og er hún með fyrirspurn til Islenska útvarpsfélagsins. Vill hún vita af hverju Bylgjan næst ekki á Patreksfirði og einnig vill hún fá að vita hvort Stöð 2 taki ekki til sýningar þáttinn „Þriðji steinn frá sólu“ sem sýnd- ur var á Stöð 3. Tapað/fundið Bflnúmersplata tapaðist NÚMERAPLATA af gömlu gerðinni tapaðist af bíl á leiðinni úr Grafarvogi niður í miðbæ fyrir nokkru. Númerið var A- 12134. Upplýsingar í síma 567-5542. Álestrarhandtölva tapaðist TAPAST hefur álestrar- handtölva frá Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Áiesari Rafmagnsveitunnar var að lesa af mælum við enda Fífuhvammsvegar á móts við Hlíðarhvamm, um há- degisleytið fimmtudaginn 3. september sl. Álesarinn hafði lagt handtölvuna og gleraugu sín upp á mæla- kassa í götunni. Rétt er að taka fram að enginn getur notað þessa handtölvu til neins. Þeir, sem vita hvar hún er niðurkomin, eru beðnir að láta viðskipta- deild Rafmagnsveitunnar vita í sima 650-4600. Lesgleraugu fundust LESGLERAUGU í bláu hulsti merktu „optical studio duty free store“ eru í óskilum á Norrænu ferðaskrifstofunni, Lauga- vegi 3. Þau hafa gleymst þar í sumar og hægt er að vitja þeirra í afgreiðslunni. Yfírbreiða fannst GLÆR plastyfirbreiðsla af barnavagni fannst í garði á Víðimel 54. Upplýsingar í síma 551-1282. Bfllykill týndist STAKUR Volvo bfflykill á kippu týndist í Mörkinni eða í Skeifunni sl. fostu- dag. Vinsamlega skilið lyklinum í verslunina Pfaff á Grensásvegi 13. Hattur tapaðist DÖKKMOSAGRÆNN ullarhattur tapaðist á ferðalagi hringinn í kringum landið, líklega á leiðinni á milli Akureyr- ar og Reykjavíkur. Finn- andi er vinsamlega beð- inn að hringja í síma 553 5103. Gleraugu týndust GLERAUGU, koparlituð Calvin Klein lesgleraugu, týndust sl. fimmtu- dag/fóstudag, mögulega við Kringluna eða Hótel Esju. Þeir sem hafa orðið þeirra varir hafi samband við Helgu í síma 892 3929. Fundarlaun. Regnhlíf týndist í maí REGNHLÍF, svört með bláum kanti með rósum að innan, týndist í maí á leið- inni Klapparstígur/Berg- staðastræti. Hægt er að leggja hana saman. Regn- hlífin er auðþekkt. Þeir sem kannast við regnhlíf- ina hafi samband í síma 552 9716. Dýrahald Köttur fæst gefíns SVARTUR og hvitur, rúmlega eins árs, fressköttur ðskar eftir góðu heimili. Hann er ákaflega kelinn og blíður, merktur, geltur og hefur fengið allar sprautur. Upp- lýsingar í síma 552-6109 eftir kl. 15. SKAK Ilmsjón Margeir Pélursiíiin STAÐAN kom upp á franska meistaramótinu í ár. Pascal Chomet (2.405) var með hvítt, en Darko Anic (2.460) hafði svart og átti leik. 23. - Bxh2+! 24. Kxh2 - Dh4+ 25. Kgl - Rg3 26. De3? (Betri vörn var fólgin í 26. Dc4 til að halda valdi á hróknum á fl) 26. - Dhl+ 27. Kf2 - Rxfl og hvítur gafst upp því 28. Hxfl er auðvitað svarað með 28.HÍ8+. Úrslit á franska meistaramótinu urðu þau að Joszef Dorfman sigraði með 10 vinninga af 15 mögulegum, en undrabarn- ið Etienne Bacrot varð ann- ar með 9!/2 v. 3.-4. Vaiser og Marciano 9 v., 5.-7. Miral- les, Bauer og Prie 9 v. o.s.frv. SVARTUR leikur og vinnur. COSPER SÆL, elskan. Ég gleymdi gleraugunum á skrifstofunni. Víkverji skrifar... SKÓLAR eru að hefja störf. Þeir eru þegar grannt er að gáð undirstaða farsældar í fram- tíðinni, hvort heldur sem litið er til einstaklinga eða heildar. Menntun er nefnilega máttur, eins og gömul sannyrði herma. Það er engin til- viljun að þær þjóðir sem mestu fé hafa varið í menntun, rannsóknir og vísindi á þessari öld búa við mesta hagsæld í dag. Þær þjóðir, sem á hinn bóginn hafa slakasta af- komu, búa jafnvel við hungurmörk, eru jafnframt verst settar mennt- unar- og þekkingarlega - og sitja m.a. af þeim sökum uppi með van- þróaða þjóðfélagsgerð. Það fer ekkert á milli mála að menntun og þekking eru beztu vopnin í lífsbaráttu einstaklinga og þjóða. Menntun og þekking gera fólk og betur í stakk búið til að lifa heilbrigðu lífi - og njóta til- verunnar, lista og umhverfis. Heimili og skólar, sem sinna fræðslu- og uppeldishlutverki sínu vel, leggja grunninn að framtíðar- giftu. Þess vegna er mikilvægt að búa vel að skólum landsins, bæði í bráð og lengd. Og þess vegna er mikilvægt að þeir, sem skólanna njóta, færi sér vel í nyt það sem þeir hafa upp á að bjóða. Þannig leggja þeir bezt og mest inn á reikning sinn í banka framtíðar- innar. AÐ KU verða þingkosningar að vori. Trúlega setja stjóm- málaflokkar upp sparisvip framan í kjósendur með hækkandi sól, fara jafvel í pólitíska andlitslyftingu. Svokallaðir A-flokkar renna vænt- anlega saman í einn framboðsflokk. Sitthvað bendir þó til þess að eftir sitji [Alþýðubandalagsjskuturinn, það er einhvers konar hárautt harðlínulið. Það gengur ef að líkum lætur kotroskið - þjóðlegt göngu- lag fomt - til kosninga. Sitthvað bendir og til fleiri sérframboða af ýmsum gerðum. Það undrar Víkverja að Fram- sóknarflokkurinn, sem átti þess kost að ganga til næstu kosninga með tvær konur á ráðherrastólum, skuli sniðganga það gullna tæki- færi. Tveggja „kven-ráðherra“ andlit út í samfélagið hefði hresst mjög upp á ásýnd flokksins, sem ekki er um of nútímaleg, svo hóf- lega sé að orði komizt. Víkverji hættir sér ekki frekar út á hálan umræðuís komandi kosninga. En það sem verður að vera, viljugur skal hver bera. Það gildir um aðdraganda alþingis- kosninga sem annað. XXX VEÐURFAR hafði flestu öðru fremur áhrif á lífskjör íslend- inga. Veðrið réð mestu um afkomu höfuðatvinnuvega, landbúnaðar og sjávarútvegs, sem brauðfæddu þjóðina í þúsund ár. Samspil sólar, regns og moldar skammtaði ávöxt jarðar. Gæftir sjávarfeng. Hvar sem tveir menn hittust á fórnum vegi, áður fyrr, barst talið að veðri. Svo er máski enn, þótt flest hafi breytzt frá því byggð var hér reist. Veðrið mótaði og á margan hátt málfar þjóðarinnar. Menn töluðu um að sækja í sig veðrið í merking- unni að herða sig upp, taka á sig rögg. Að láta eitthvað í veðri vaka, þegar eitthvað var gefið í skyn. Að vita ekki, hvaðan á sig stendur veðrið, þegar eitthvað kemur á óvart. Menn sögðu og eitt og annað fara út í veður og vind, það er dreifast í allar áttir. Það var og tal- að um að gera veður úr einhverju þegar einhver tók að fjargviðrast, þ.e. gera rekistefnu úr hinu og þessu. Og hafa veður af einhverju í stað þess að hafa grun um eitthvað. Já, veðrið var ekki bara hluti af, heldur bróðurparturinn í hvunndegi þjóðar sem lifði af gæð- um umhverfisins. Og enn þann dag í dag gildir sú regla í lífsins ólgu- sjó, að þótt kóngur vilji sigla, ræð- ur veður [byr] ferð. Veðurfréttir eiga að sjálfsögðu sinn fasta sess í fjölmiðlum lands- ins. Vegur þeirra hefur meira að segja vaxið hjá sjónvarpsstöðvum, sem tímabært var. Og spuming dagsins er: Hvemig skyldi viðra á mannfólkið í vetur?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.