Morgunblaðið - 06.09.1998, Page 60

Morgunblaðið - 06.09.1998, Page 60
60 SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ T i'/l'/ND EffJíi rUIMÆpa JENNÍFER JASON LEIGH ALBERT FINNEV BEN CHAPLIN MAGGIE SMITH „Skáldsögu ; Henry Jamesi er vel fylgt eftir I sterkri mynd." Mynd Agnieszku i Holland EFTIR | skAldsögu * Henry James Sýnd kl. 11. Síð. sýningar. 6. i. 12. MMCosrawAww mswmisBt r/mtónMm Sýnd kl. 2.50, 4.50 og 7.10 ísl tal. Sýnd kl. 9.20 og 11 enskt tal - ótextuð Sýnd kl. 9.10 og 11.10. Síð. sýningar. b.í.12. FYfílR 990 PUNKTA FFfíOU IBÍÓ Hagatorgl, sími 552 2140 IV3LEIÐENÐUM IMDEPENDENCE DA OSTLE STÆRÐ SKIPTtR fVTALI ...steimsHö er vel úr garöi gert og hassratnóín meó .fayi fejó&a uppá hið ■'■te'ægjulegasta 'Ö|SS0N Robeírlfuváil vár tilnefndur til Óskars- verðlauna í þessari mynd sem hlotið hefur einmuna lof gagnrýnenda um allan heim. Geggjuð grínmynd frá góðu gæjunum sem gerðu Airplane! og Hot Shots! KEL ETBS0N DANNY 0L0VER )0E PESCI Avdi in Ad Ctmolot www.samftlm.is Ástin er alltaf söm við sig Magnús Geir Þórðar- son segist ekki vera sérlega slyngur spila- maður. Leikstjórn lá hins vegar alltaf beint fyrir frá unga aldri. Hildur Loftsdóttir hugsaði sér gott til glóðarinnar og ætlaði aldeilis að vinna rommíslaginn sem þau tóku í koníaksstofunni í Iðnó. MAGNÚS Geir dregur upp hinn eina sanna spilastokk sem leikar- arnir Erlingur Gíslason og Guðrún Ásmundsdóttir nota á sviðinu í Iðnó í leikritinu Rommí sem frumsýnt var á föstudaginn. Spilin eru orðin þvæld, því þau hafa þegar lent í ýmsu með persónunum Weller og Fonsíu sem kynnast á elliheimili og verða ástfangin. En jafnvel á efri árum er ástin ekki átakalaus. Morgunblaðið/GoUi RöMMÍ“ segir leikstjórinn heppni. WELLER Ellefu fyrir þig JWAGNUS GEIR: Við skulum spila rommí eins og Weller og Fonsía. Kanntu það eftir sýninguna? Blm: Já, gefðu bara, ég skal vinna - þig- Magnús Geir: Já, þú heldur það. Eg fæ tíu spil og hér eru ellefu fyrir þig. Þú kastar út fyrsta spilinu og mundu að tvisturinn gildir ekkert. Þú lokar þegar þú ert komin með rommí á hendi, færð 25 stig auk ósamstæðu spilanna sem ég er með á hendi. Maður leggur spilin ekki ■ niður á borðið og getur þannig kom- Rommf er vandasar.it spil. Þeir sem segja að rommí byggt á heppni vita ekkert um hvað þeir eru að tala. sér? ið andstæðingi sínum á óvart. Svo er líka hægt að loka ef ósamstæðu spilin sem maður er með á hendi gefa færri stig en tíu, en ef ég reyn- ist með enn færri stig en þú í ósam- stæðum þá vinn ég. Annars vinnur þú, en færð ekki 25 stig. Skilið? Blm: Gefðu bara og hafðu ekki áhyggjur á mér ... Hann Weller seg- ir að svona sé rommí spilað alls staðar í heimin- um. Hann hefur þá ekki rétt fyrir Magnús Geir: Hann veit alltaf bet- ur, blessaður. Það ríkir vonleysi hjá þeim Fonsíu þegar leikritið byrjar, og eins og við skiljum leikritið þá er seinasta hálmstráið hans Wellers að hann er góður rommíspilari. Og hann er það reyndar þar til hann hittir Fonsíu, sem er svo heppin. Blm: Hefur þetta spil einhverja meiningu í leikritinu? Magnús Geir: Eg held að spilið sé til að búa til aðstæður fyrir drama- tíkina. Það sem skiptir máli er að þetta er falleg saga um samskipti karls og konu. í heild sinni er leik- ritið klassísk ástarsaga að öllu leyti. Sagan byrjar þegar þau eru óham- ingjusöm. Þau hittast og það fæðist von. Smám saman kynnast þau og ástin kviknar án þess að þau bein- línis átti sig á því. En þetta er harmræna útgáfan af ástarsögunni. Við höfum svo verið að spyrja okk- ur; ef ekki væri þetta rommíspil, væru þau þá hamingjusöm? Mér finnst Rommí svolítið Tsjekovskt. Við horfum á fóikið og spyrjum okkur hvernig þau geti verið svona vitlaus. I síðasta atriðinu þegar Weller tekur upp spilastokkinn og vill taka enn einn rommíslaginn í viðbót, þá spyr maður sig; af hverju? Blm: Þú ert bara að verða eins og Fonsía, talar endalaust þegar þú spilar. (Kastar hjartaþristi sem Magnús Geir hirðir.) Heyrðu nú mig, þú ERT Fonsía sem hirðir allt sem Weller hendir. Magnús Geir: Það eru eflaust margar ástæður fyrir því að Fonsía er alltaf að vinna Weller. Bæði er hún óstjórnlega heppin, og svo er það að hún blaðrar svo mikið að hún slær Weller út af laginu. Þrúgandi þögn ríkir um stund, spilamenn líta íhugulum augum á frosin pókerfés hvors annars. Blaðamaður sankar að sér spilum og er með heilu rað- irnar í öllum sortum á hendi. Nú er sko gaman! Blm: Rommí er mjög ólíkt því sem þú hef- ur fengist við áður. I Stonefree og Veð- málinu leikstýrðir þú hópi af ungu fólki. Hvað dregur þig að leikriti sem fjallar um tvær manneskjur á elli- heimili? Magnús Geir: Rommí kveikti í mér um leið og ég las leikritið. Það er falleg ástarsaga og gríðarlega vel skrifað. Að það gerist á elliheimili skiptir engu máli, þau gætu verið að hittast hvar sem er. Þegar við Guð- rún og Erlingur unnum það saman vorum við sammála um að kynslóða- bilið skiptir engu ________________ máli, ástin er alltaf söm við sig. Jafnvel þótt Guð- rún og Erlingur hafí lengri for- sögu að baki í þeim málum en ég. Ha,ha... Það er mjög gaman hvað þau njóta sín vel í þessu verki og það er ofsalega gaman að horfa á þau leika. Blm: Það hlýtur að vera mjög ólíkt að leikstýra mannmargri sýningu og svo Rommí? Magnús Geir: Já, það er vissulega mjög ólíkt, en hvort tveggja er heill- andi á sinn hátt. Það er meira íyrir- tæki að vera með þrjátíu manns á sviðinu en tvo. En eftir Stonfree og Veðmálið er mjög gaman að vinna FONSiA Morgunblaðið/Jim Smart bara með tveimur leikurum og hafa tíma til að spekúlera og spá í textann og alla þessar ólíku aðstæður sem þau lenda í. Þetta er mjög flókið leik- rit fyrir tvo leikara. Heil sýning til að læra textann að og það sem þau þurfa að hafa áhyggjur af að auki, er að þau spila sautján spil í gegnum sýninguna, þau verða að draga á ná- kvæmlega réttum tíma og að vera með rétt spil og henda réttum spil- um. Þetta flækir alla tæknilega vinnu til muna. Það var ansi flókið að raða þessu saman ... Rommí! Blm: Nei, ég trúi þessu ekki! Viltu sjá hvað ég er með á hendi! Magnús Geir: En sjáðu spilin mín. Það er eins og ég hafi verið að svindla, því ég er með þrjá ása og þar af eru tveir spaðaásar. Svona Ég hef aldrei kynnst manni sem verður svona reiður þegar hann tapar í spilum. Þú ættir að láta lækninn gefa þér ein- hverjar töflur. eru brellur leik- hússins, ég vissi ekki einu sinni af þessu. Nú fæ ég 25 stig fyrir að loka, plús 17 sem ósamstæðu spilin þín gefa. Það eru 42 stig. Nákvæm- lega það sama og Fonsía fær í fyrsta spili. Blm: Eg sagði að þú værir eins og hún. Fæ ég engin stig með öll þessi fínu spil? Magnús Geir: Nei, þú færð ekkert. Blm: Jæja, þetta veit á eitthvað gott. Ætli sýningin eigi ekki eftir að ganga vel. Magnús Geir: Mér sýnist allt stefna í það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.