Morgunblaðið - 08.09.1998, Page 2

Morgunblaðið - 08.09.1998, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rússneskir starfsmenn Teknopromexport við Búrfellslínu 3A Óskað eftir að atvinnu- leyfí verði afturkölluð Hækkun á þjónustu upplýsinganúmera Gera ekki athugasemd PÓST- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að gera ekki athugasemd við hækkun á gjöldum hjá Landssíma Islands hf. fyrir símtöl í upplýsinga- númerin 114 fyrir erlend númer og 118 fyrir innlend númer. Meðal- hækkunin var 15% og 24%. Þegar Landssími Islands tilkynnti umrædda hækkun í síðasta mánuði óskaði Póst- og fjarskiptastofnun eftir upplýsingum um tekjur og út- gjöld af þessari þjónustu. Einnig hefur stofnunin safnað upplýsingum um gjöld fyrir samsvarandi þjónustu í nokkrum nágrannalöndum til að bera saman við íslensku gjaldskrána. Póst- og fjarskiptastofnun getur samkvæmt lagaákvæði sett þak á gjaldskrá fyrir upplýsingaþjónustu sé hún ekki í samræmi við gjaldskrá nágrannalandanna. Upplýsingamar að utan sýna að ekki er þörf fyrir slíkar aðgerðir. ---------------- Söfnun fyrir drenginn Eskifirði. Morgunblaðiö. HAFIN er á Eskifírði söfnun fyrir drenginn sem slasaðist í bruna í lok ágúst. Drengurinn, Sindri Einars- son, liggur enn þungt haldinn á gjör- gæsludeild Landspítalans. Að sögn Rafns Ragnarssonar, yfír- læknis á lýtalækningadeild, voru gerðar á honum aðgerðir á föstudag og laugardag, þar sem brennd húð var fjarlægð og ný grædd á. Hann er enn í öndunarvél og er haldið sofandi. Aðstandendur söfnunarinnar hafa stofnað reikning á nafni Sindra í Landsbanka íslands á Eskifirði og getur fólk komið framlögum sínum þangað. Númer reiknings er 61560. Gjöld fyrir þjónustu upplýsinganúmera í nokkrum löndum Ef gert er ráð fyrir því að hvert símtal í upplýsingaþjónustuna til þess að fá uppgefið eitt s ímanúmer taki 30 sekúndur þá verður kostnaðurinn þessi í islenskum krónum: Land Innlend númer Erlend númer Bretland 41,93 95,79 Danmörk 75,12 75,12 írland 34,73 34,73 ísland 29,88 22,41 Noregur 44,48 53,55 Svíþjóð 76,55 124,25 Heimild: Póst- og fjarskiptastofnun FÉLAG jámiðnaðarmanna og Raf- iðnaðarsamband Islands hafa farið fram á að félagsmálaráðuneytið afturkalli atvinnuleyfi rússneskra starfsmanna Teknopromexport, verktaka Landsvirkjunar við bygg- ingu Búrfellslínu 3A, þar sem í ljós hafi komið að þeir hafi gengið í önnur störf en leyfið var gefið út fyrir. Yfír því hefur verið kvartað að rússneskir starfsmenn, sem fengu atvinnuleyfi til þess að vinna sér- fræðistörf, hafi sinnt akstri. For- svarsmenn fyrirtækisins hafa heit- ið því að leita eftir því hjá Svæðis- vinnumiðlun Suðurlands að fundnir verði nýir starfsmenn til þess að annast akstur fyrir fyrirtækið, að sögn Gissurar Péturssonar, for- stjóra Vinnumálastofnunar félags- málaráðuneytisins. Að sögn Guðmundar Gunnars- sonar, formanns Rafiðnaðarsam- bands Islands, hefur réttur Rúss- anna 50 sem starfa fyrir fyrirtækið hér á landi verið brotinn og aðbún- aður þeima verið mjög lélegur. Hann segir greinilegt að félags- málaráðuneytið ætli sér ekkert að aðhafast í málefnum starfsmanna Teknopromexport. Islenskii' starfsmenn fyrirtækisins lögðu niður vinnu í gær. Þeir samþykktu á fundi sínum í gær að skora á alla íslenska launþega sem vinna við byggingu línunnar að leggja þegai’ niður alla vinnu sem á einhvern hátt snertir byggingu línunnar og flutning aðfanga. í ályktun segir að Technopromexport hafi þrátt fyrir margítrekuð andmæli og aðvaranir þverbrotið íslensk lög, reglugerðir og kjarasamninga um útgáfu at- vinnuleyfa, aðbúnað og öryggismál á vinnustað, laun og vinnutíma. „Fyrirtækið mun héðan í frá gefa út sérstakar starfsáætlanir en- yfir því hefur verið kvartað að vinnutímaskipulagið sé óljóst. Fyr- irtækið mun í vikunni gefa Vinnu- málastofnuninni greinargóðar upp- lýsingar um þau laun sem fyrir- tækið borgar, bæði íslenskum og níssneskum starfsmönnum, og sýna fram á að þau séu í samræmi við íslensk lög og kjarasamninga. Við munum síðan í lok vikunnar gefa ráðuneytinu okkar skýi-slu og ráðuneytið getur þá tekið endan- lega ákvörðun um hvað það gerir,“ segir Gissur. Sjúkrahús Sogn og Fjordane auglýsir eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum Byrjunarlaun um 162.000 á mánuði SJUKRAHUS Sogn og Fjordane í Forde í Suður-Noregi auglýsti um helgina eftir íslenskum hjúknmar- fræðingum á lyflækningadeildir sjúkrahússins, en að sögn Ragnhild Svoen yfirhjúkrunarfræðings vant- ar ellefu hjúknmarfræðinga á deildirnar. Sjúkrahúsið hefur ekki auglýst eftir íslenskum hjúknmar- fræðingum áður, en hefur hins veg- ar auglýst eftir hjúkrunarfræðing- um á hinum Norðurlöndunum. I auglýsingunni, sem birtist í Morgunblaðinu á sunnudag, var auglýst eftir hjúkrunarfræðingum í fastar stöður, en einnig eftir hjúkr- unarfræðingum í forfallastöður í eitt ár eða til tímabundinna starfa í allt að tvo mánuði. Tekið var fram að umsækjendur myndu hafa foi’- gang við úthlutun leikskólaplássa og að sjúkrahúsið gæti aðstoðað við að finna húsnæði. Þá var þess getið að hægt væri að fá styrk vegna flutningskostnaðar. Ragn- hild segir ennfremur í samtali við Morgunblaðið að grunnlaun ís- lensku hjúkrunarfræðinganna á lyflækningadeildum sjúkrahússins yrðu um 162 þúsund á mánuði. Góð reynsla Ragnhild sagði aðspurð að ákveðið hefði verið að auglýsa eft- ir íslenskum hjúkrunarfræðingum vegna þess að komið hefði fram í norskum fjölmiðli fyrr á árinu að íslenskir hjúkrunarfræðingar gætu vel hugsað sér að vinna er- lendis. Þá kvaðst hún hafa góða reynslu af þeim íslensku hjúkrun- arfræðingum sem starfað hefðu á sjúkrahúsinu, en nú væri þar starfandi einn íslenskur hjúkrun- arfræðingur, en annar hefði starf- að þar i sumar. Jafntefli hefur jákvæð áhrif EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Islands, seg- ir að jafntefli knattspyi-nulandsliðs Islendinga við heimsmeistara Frakka, hafi jákvæð áhrif á starf KSÍ og Iandsliðsins. Hann segir að fjölmargir hafi lýst ánægju sinni með umgjörð leiksins og hversu vel hann hafi komið út í sjónvarpi. Næsti heimaleikur landsliðsins er gegn Rússum hinn 14. október en fiórum dögum áður leikur ísland við Armeníu ytra. Eggert segir að miðasala geti hafist í næstu viku en aðeins verði um 7.000 sæti í boði því bráðabirgðastúkurnar tvær sem lokuðu hringnum við Laugar- dalsvöllinn á laugardag verði ekki leigðar aftur vegna þess leiks. „Nú þarf fyrst og fremst að myndast pólitísk samstaða um að Ijúka framkvæmdum við byggingu stúkunnar þannig að við eigum varanlega og sambærilega aðstöðu við þá sem boðið var upp á í leikn- um gegn Frökkum," sagði Eggert Magnússon. ■ Heimsmeistarar/10,11 ■ Frábær/Bl-7 Andlát ÓLAFUR Þ. ÞÓRÐARSON ÓLAFUR Þ. Þórðarson, fyrrverandi alþingis- maður, lést á sunnu- dagskvöld, á fimmtug- asta og áttunda ald- ursári. Hann fæddist 8. desember 1940 á Stað í Súgandafirði. Foreldrar hans voru Jófríður Pét- ursdóttir húsmóðir og Þórður Halldór Ágúst Ólafsson bóndi. Ólafur lauk búfræði- prófi frá Bændaskólan- um á Hvanneyri árið 1960 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Is- lands 1970. Hann var skólastjóri Barnaskólans á Suðureyri 1970-1978 og skólastjóri Héraðsskólans í Reyk- holti frá 1978 en í leyfi frá því starfi frá 1980 vegna þingsetu. Arið 1979 var hann kjörinn á Alþingi íyrir Framsóknarflokkinn í Vestfjarða- kjördæmi og sat á þingi þar til hann varð að láta af störfum vegna veik- inda 1994. Hann sat þó nokkrum sinnum á þingi eftir það sem varamaður en það hafði hann einnig gert um hríð á árunum 1972 og 1975-1978. Þá var Ólafur annai’ vara- forseti sameinaðs þings 1983-1987. Auk þess sem að framan er talið var Ólafur oddviti Suðui’- eyi-arhrepps 1974-1978 og formaður Fjórð- ungssambands Vest- ftrðinga á sama tíma- bili. Hann var í stjórn Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands frá 1981, í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins, síð- ar Byggðastofnunar, 1983-1994. Hann sat á allsherjai'þingi Samein- uðu þjóðanna 1982. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Guðbjörg Elín Heiðarsdóttii' hús- móðir en fyrri kona hans var Þórey Eiríksdóttir kennari. Hann lætui’ eft- ir sig fjögur börn og einn fósturson. A ÞRIÐJUDÖGUM Heímili Frækileg framganga lands- liðsins gegn Frökkum/ B2 Birkir: Gaman að spila fyrir aftan svona lið/ B4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.