Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ - FRÉTTIR Forsætis- ráðherra á heimssýn- ingunni DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra heimsótti heimssýninguna í Lissa- bon í Portúgal síðastliðinn laugar- dag ásamt konu sinni, Ástríði Thorarensen. Ráðherrann heimsótti íslenska sýningarsvæðið og kynnti sér líka sjávarútvegs- deild sýningarinnar. Davíð ræddi í Portúgalsheimsókn sinni við for- sætisráðherra landsins, Antonio Guterres, í bústað hans i Lissabon. Ræddu þeir meðal annars ástand- ið í Rússlandi, stækkun NATO og samskipti íslands og Portúgals. Reutei*s Þrír brunar í sama húsi við Vatnsstíg Grunur um íkveikju LÖGREGLAN í Reykjavík rannsakar nú hugsanlegar or- sakir bruna á Vatnsstíg 11 en um liðna helgi kviknaði þrisvar í húsinu. Bruninn er nú rann- sakaður sem íkveikjumál. Tvisvar kviknaði í húsinu aðfaranótt laugardags. Upp úr miðnætti á sunnudag kviknaði í húsinu þriðja sinni og þá í rúmdýnu í risherbergi. I öll skiptin urðu íbúar að yfirgefa húsið. Beinist rannsókn málsins einkum að því að kanna hvort um íkveikju hafí verið að ræða og þá hugsanlega í öll skiptin. r Morgunblaðið/Jón Svavarsson VINKONURNAR eftir ævintýrið í íjallinu með Gesti Ólafssyni, fóður Guðrúnar. Talið frá vinstri: Halla Oddný Magnúsdóttir, Gunnur Eriksdóttir, Arngunnur Árnadóttir, Gunnhildur Vala Hannesdóttir og Guðrún Sóley Gestsdóttir. „Petta var svolítið rosalegt“ Málefni Háskólans rædd á nýrri Háskólahátíð Samningur milli Háskóla og ríkis um aukið fé Morgunblaðið/Jón Svavarsson EINAR Stefánsson, prófessor og deildarforseti læknadeildar Háskól- ans, Þórir Helgason heiðursdoktor, Ólafur Ólafsson heiðursdoktor og Páll Skúlasou háskólarektor. TVEIMUR ellefu ára gömlum stúlkum var bjargað heilu og höldnu úr sjálfheldu á Meðalfelli, ofan við Meðalfellsvatn, á sunnudag. Neyðarlínunni barst tilkynning um stúlkurnar rétt fyrir klukkan fjögur og skömmu síðar komu á vettvang lögreglan í Reykjavík, neyðarsveit slökkviliðsins í Reykjavík, Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og Björgunarsveitin Ingólfur í Reykjavík. Neyðarsveitin kom sér fyrir á klettabrún fyrir ofan stúlkurnar og lét þær síga niður í línum. Guðrún Sóley Gestsdóttir, önnur stúlknanna, segir að hún hafi verið í fjallgöngu ásamt foreldrum si'num, Guðbjörgu Garðarsdóttur og Gesti Ólafssyni, og fjórum öðruin stúlkum. „Við fórum leið sem okkur sýndist að væri mjög góð, en síðan þegar við vorum komnar miðja leið, tókum við eftir því að hún var bara alveg lóðrétt," segir Guðrún, sem varð eftir í fjallinu ásamt móður sinni og vinkonu, Gunnhildi Völu. Guðrún segir að Gunnhildur hafi verið mjög lofthrædd. Móðir hennar hafi komist niður til að sækja aðstoð. Skömmu síðar hafi faðir hennar klifrað upp til þeirra og þau hafi öll hrópað á hjálp. Þá hefði maður heyrt til þeirra og sótt aðstoð. Eftir það komu björgunarmennirnir og hjálpuðu þeim að síga niður. Þegar Guðrún er spurð að því hvort þær hafi verið hræddar, segir hún að þær hafi verið að „deyja úr hræðslu" og bætir við: „Þegar ég kom niður áttaði ég mig ekkert á því hvað hefði gerst. En síðan eftir allt saman, eftir að búið var að tala við okkur, þá brotnaði ég saman og fór að hágráta. Þá áttaði ég mig á því hvað hafði gerst. Þannig að þetta var svolítið rosalegt." HÁSKÓLAHÁTÍÐ með nýju sniði var haldin síðastliðinn laugardag í Háskólabíói, en sú stefna hefur ver- ið tekin upp að halda Háskólahátíð 5. september ár hvert. Háskólahátíð hefur verið haldin þrisvar á ári, í október, febrúar og júní, þar sem fram fer brautskráning kandídata og málefni Háskólans eru rædd. Hugmynd rektors er sú að beina meira sjónum að brautskráningunni sjálfri við þær athafnir, en finna málefnum Háskólans sjálfs annan farveg. I ræðu Páls Skúlasonar háskóla- rektors um málefni Háskólans kom meðal annars fram að þróun Háskólans frá stofnun hans hefði kallað á ný vinnubrögð við stjórnun og rekstur hans. „Ef litið er yfir þróun Háskólans má segja að hann hafi í áranna rás breyst úr tiltölu- lega einfaldri ríkisstofnun með skýrt hlutverk í margbrotið fyrir- tæki eða fyrirtælyasamsteypu sem lætur til sín taka á æ fleiri sviðum og í sífellt fleiri greinum," sagði rektor. Fram kom að námsgi-einum hefði fjölgað og margar rannsókna- og þjónustustofnanir hefðu sprottið upp, sem hefðu hver um sig sitt verksvið og markmið. Þróunin hafi verið mjög ör og umfangsmikil á ís- lenskan mælikvarða og fræðastarfið að sama skapi orðið blómlegra og öflugra. Nefndi rektor í þessi tilliti tvö mikilvæg atriði sem tengjast rekstri Háskólans. „Á undanförnum árum hefur ver- ið beitt líkani að erlendri fyrirmynd til að reikna út kostnað við kennslu og rannsóknir,“ sagði hann. „Á grundvelli þessa reiknilíkans hefur verið unnið að þjónustusamningi við ríkisvaldið um kennslu, sem felur í sér að fjárveitingar til skólans muni smám saman aukast þar til þær verða í fullu samræmi við starfsemi skólans og þarfir samkvæmt um- ræddu líkani. I kjölfarið verðui- svo gerður sambærilegur samningur um rannsóknir. Við fjárveitingu tveggja síðustu ára hafa verið stigin fyrstu skrefm í þessa átt og mark- inu verður væntanlega náð árið 2001 á sviði kennslu, en lengri tími mun líða þar til fjárveitingar vegna rannsókna verða sambærilegar við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Samningurinn felur jafn- framt í sér ýmsar kröfur til Háskól- ans og háskólakennara. Ég nefni nokkur atriði: Nýtingu nýrrar tækni í kennslustarfí, breytingu á kennsluháttum til samræmis við norræna háskóla, kerfisbundið mat á hæfni kennara við nýi-áðningu, þjálfun og endurmenntun kennara á starfstíma þeirra, gæðakerfi til að tryggja skilvirkni í stjórnsýslu og reglulegar úttektir á starfi deilda." Tveir vísindamenn voni sæmdir heiðursdoktorsnafnbót, þeir Ólafur Ólafsson landæknir fyrir drjúgan þátt í stefnumörkun íslenskrar heil- brigðisþjónustu og Þórir Helgason, yfiriæknir göngudeildar Land- spítalans fyrir sykursjúka, sem lét af störfum fyrr á þessu ári. Var hann sæmdur nafnbótinni fyrir framlag sitt til þekkingar og fram- fara á sviði sykursýki. Forseti fslands kynnir hugmynd um rannsóknir Getur eflt vísindasam- FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kynnti hugmynd um stofnun sérstaks vettvangs norður- rannsókna I ræðu sem hann hélt í gær í Rovaniemi í Finnlandi í tilefni tuttugu ára afmælis Háskólans í Lapplandi. í dag mun forsetinn meðal annars eiga viðræður við Martti Ahtisaari, forseta Finnlands, og þiggja kvöldverðarboð hans. Forsetinn rakti í ræðu sinni við afmæli háskólans hvernig marg- háttaðar breytingar hefðu fært ríkj- um Norður-Evrópu aukna ábyrgð. Væri því brýn þörf á nýjum viðhorf- um og áherslum í rannsóknum á mörgum fræðasviðum. Hann sagði markmið vettvangs um norður- FORSETI Islands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, flutti hátíðarræðu við 20 ára afmælishátið Háskóla Lapplands í Rovaniemi í gær. Evrópu rannsóknir að efla samstarf og fræðilegan árangur vísindamanna frá löndum Norður-Evrópu og auðvelda samvinnu við sérfræðinga frá öðrum heimshlutum, t.d. Band- aríkjunum og Rússlandi. Ólafur Ragnar Grímsson tekur í dag þátt í ráðstefnu Háskóla Lapp- lands um rannsóknir og menntun á Norðurslóðum en í gær heimsótti hann víkingasýningu og Heimskauta- miðstöðina í Rovaniemi. I dag heldur hann einnig til Helsinki og hittir for- seta Finnlands, Martti Ahtisaari, og á morgun heimsækir hann Norræna fjárfestingarbankann og ræðir við stjómendur hans í boði Jóns Sig- urðssonar bankastjóra. TÓNLISTARKONAN Ingibjörg Kristín Sig- urðardóttir (Minna), Bjálmholti í Holta- og Landsveit, Rangár- vallasýslu, lést í Sjúkrahúsi Suður- lands fimmtudaginn 3. september tæplega níræð að aldri. Hún fæddist 6. janúar 1909 og var ung að ánim þegar eðlislægir og meðfæddir tónlistar- hæfileikar hennar komu í ljós. Ingibjörg barst þó ekki mikið á í tónlistinni og fór nokkuð hljótt með þessa óvenjulegu hæfileika sína. Fyrir framgöngu sveitunga hennar og vina kom þó á síðastliðnu ári út geisladiskurinn „Heyrði ég í hamrin- um“ með úrvali af lög- um hennar í flutningi einsöngvara, kóra og sönghópa. Sama dag kom út nótnahefti með hátt í hundrað lögum eftir Ingibjörgu. Ingibjörg var ein- hleyp og bjó alla tíð í Bjálmholti, með for- eldrum, systkinum og síðast systkinabörn- unum Borghildi og Sigurði Karls- börnum sem bæði lifa frænku sína. starf í Norður- Andlát INGIBJORG KRISTIN SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.