Morgunblaðið - 08.09.1998, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
i r
Morgunblaðið/ívar Pálsson
TIMBURHÚSIÐ á Eyri í Skötuflrði brann til grunna aðfaranótt sunnudags.
Hús brann til grunna í Skötufírði
Grunur um íkveikju
TIMBURHÚS brann til grunna á
Eyri í Skötufirði í ísafjarðardjúpi
aðfaranótt mánudags. Lögreglunni
á Isafirði var tilkynnt um eldinn
skömmu eftir miðnætti og hafði þá
logað í húsinu í talsverðan tíma.
Ekki tókst að koma í veg fyrir að
það brynni til grunna.
Enginn var í húsinu þegar slökkvi-
lið kom á vettvang, svo vitað sé. Hús-
ið er eyðibýli en hefur verið notað
sem sumarhús. Ekkert rafmagn er í
húsinu og að sögn lögreglu hefur
enginn verið í því í mörg ár.
Telur lögreglan að kveikt hafi verið
í húsinu og óskar hún eftir upplýsing-
um um grunsamlegar mannaferðir
við eyðibýlið frá hádegi á sunnudag.
Nýkomið
Lycraefni með jacquardmynstri í dragtir og fleira.
Margir fallegir litir. Mynstrað og einlitt velour með
lycra í miklu litaúrvali. Köflótt fyrir eldhúsið.
Tilbúnir kappar, efni og önnur vara. Frísklegir litir.
Tilboð: Rúmfatasett úr damaski á 1.570 kr.
íslensk framleiðsla. Tískuliturinn í vetur er grátt.
-búðirnar
Djasshátíð Reykjavíkur
Skemmtileg
djassstemmning
í miðbænum
Djasshatið
Reykjavíkur verð-
ur haldin dagana
9.-13. september næst-
komandi. Það eru djass-
deild Félags íslenskra
hljómlistarmanna og
Reykjavíkurborg sem að
henni standa. Ólafur Þórð-
arson er framkvæmda-
stjóri Djasshátíðar
Reykjavíkur.
„Það má segja að upp-
haf árlegra djassdaga í
Reykjavík megi rekja til
Norrænna útvarpsdjass-
daga árið 1990 sem Ríkis-
útvarpið stóð þá fyrir. Ari
síðar fengu þeir nafnið
Rúrek og fram að þessu
hafa þeir árlega verið
haldnir undir því nafni. Nú
bregður hins vegar svo við
að Ríkisútvarpið er ekki lengur
með í samstarfinu og einungis
Reykjavíkurborg og FIH sem
standa að djassdögunum. Þess
vegna hefur nafn þeirra breyst í
Djasshátíð Reykjavíkur.“
- Hvernig er dagskráin að
þessu sinni?
„Einn frægasti gestur hátíðar-
innar er kontrabassaleikarinn
Ray Brown. Hann er einna
þekktastur fyrir að hafa leikið
með Oscar Peterson. Þá var
hann giftur Ellu Fitzgerald á
timabili og lék til dæmis undir
hjá Frank Sinatra í flestum
hljóðritunum. Ray Brown mun
leika í Islensku óperunni sunnu-
daginn 13. september en þá eru
lok hátíðarinnar."
- Hverjir leika á setningarhá-
tíðinni?
„Stórsveit Reykjavíkur mun
þar leika og annar af aðalgestum
hátíðarinnar sem er Putte Wick-
man sænskur klarinettuleikari
kemur þar einnig fram. Hann
þykir einn sá færasti í heimi á
sínu sviði. Með honum leika Pét-
ur Östlund trommuleikari, Claes
Crona píanóleikari og á kontra-
bassa verður Hans Backenroth.
Auk þess sem þeir koma fram
á setningarhátíðinni halda þeir
stóra tónleika á Hótel Sögu sama
kvöld.“
- Hvað verður svo fleira um að
vera?
„Fimmtudaginn 10. september
verða haldnir útgáfutónleikar.
Egill B. Hreinsson, píanóleikari
og verkfræðingur, er að gefa út
hljómplötu þar sem hann tekur
íslensk þjóðlög og sönglög og
setur í djassbúning. Hann mun
leika af plötunni ásamt sínum
mönnum á Sólon íslandus og
Tómas R. Einarsson mun í kjöl-
farið leika með sínu tríói en hann
er að gefa út nýja plötu í október
næstkomandi.
Þá eru tónleikar í Kaffileik-
húsinu á fimmtudagskvöld þar
sem trompetleikarinn Cristián
Cuturrufo frá Chile
leikur í sérstöku
boði Granda. Hann
mun spila með ís-
lenskum tónlistar-
mönnum og mein-
ingin er að skapa þarna suður-
ameríska stemmningu, bjóða
gestum upp á þarlenda matar-
gerð og veigar.“
Ólafur segir að föstudagskvöld-
ið 11. september verði ókeypis
djassveisla í Reykjavík. „Þá verða
tónleikar á nokkrum stöðum í
miðbænum og fólk getur gengið
milli staða og hlustað fram eftir
nóttu. Tónleikamir verða á Fó-
Ólafur Þórðarson
►Ólafur Þórðarson er fæddur í
Glerárþorpi á Akureyri árið
1949. Hann stundaði nám í
Myndlista- og handíðaskóla Is-
lands og síðan í Tónlistarskóla
Reykjavíkur þaðan sem hann
útskrifaðist sem tónmennta-
kennari árið 1974.
Ólafur kenndi um árabil og
starfaði síðan á tónlistardeild
Ríkisútvarpsins í áratug. Þar
setti hann m.a. á stofn Stórsveit
ríkisútvapsins og skipulagði
fyrstu djasshátíðina þegar nor-
rænir útvarpsdjassdagar voru
haldnir árið 1990.
Hann starfaði á Aðalstöðinni
um skeið og gerðist svo blaða-
maður og ljósmyndari á Viku-
blaðinu uns hann stofnaði eigið
fyrirtæki, Þúsund þjalir, sem er
umboðsskrifstofa tónlistar-
Stefnt er að stórri
alþjóðlegri djass-
hátíð árið 2000
getanum, í Kaffileikhúsinu, á
Gauki á Stöng, Sóloni Islandusi,
Astro og á Kringlukránni.
A fostudag og laugardag verð-
ur leikin tónlist sem höfðai- til
ungs fólks og nefnist Brums og
bass. Fjórir einstaklingar frá
Svíþjóð sem kalla sig Yoga leika
á Gauki á Stöng.
„Á laugardaginn eru svo tón-
leikar í Súlnasal Hótel Sögu. Þar
leikur Stórsveit Reykjavíkur og
henni stjórnar Svíinn Daníel
Nolgárd. Hann hefur verið að út-
setja verk eftir Sigurð Flosason
sem þarna verða leikin og Sig-
urður Flosason verður aðalsólisti
á tónleikunum. Þeir munu einnig
leika verk eftir Thad Jones.“
Ólafur segir að á sunnudegi
verði lok hátíðarinnar. Þá verður
boðið upp á Pönnukökudjass á
Sólon íslandus. Tríó Ólafs Steph-
ensen leikur og gestum gefst færi
á að gæða sér á fimm tegundum
af pönnukökum með kaffinu."
- Hvernig gengur miðasalan ?
„Hún gengur vel en hægt er að
fá miða í Japis og Islensku óper-
unni svo og við inngang þar sem
uppákomur verða.“
- Hvers vegna
eru flestar uppá-
komur á hátíðinni í
miðbænum?
„Við erum að
skapa skemmtilega
í miðbænum
reyna að
djassstemmningu
til að glæða hann lífi. Það hefur
tekist með aðstoð ýmissa fyrir-
tækja. Án stuðnings þeirra
hefði þetta verið ómögulegt því
það kostar mikla fjármuni^ að
halda hátíð sem þessa. Árið
2.000 stefnum við svo að því að
hafa hér stóra alþjóðlega djass-
hátíð.“